Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
RÁÐAMENN fyrirtækja, sem stað-
in eru að því að ráða til sín ólöglega
innflytjendur, geta fengið fangels-
isdóma verði nýjar tillögur fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins að veruleika, að sögn BBC.
Franco Frattini, sem fer með dóms-
mál í stjórninni, vill auka fimmfalt
tíðni skyndikannana til að fylgjast
með ráðningum fyrirtækja. Hann
segir allt að 16% af störfum í ríkj-
um ESB vera sinnt af ólöglegum
innflytjendum.
Einnig er lagt til að refsingar við
að ráða til sín einstaka starfsmenn
úr röðum ólöglegra innflytjenda,
t.d. til að ræsta á heimilinu, verði
hertar. Sú skylda verði lögð á
herðar brotlegum að þeir kosti
heimferð umrædds starfsmanns.
Reuters
Úthýst Innflytjendur á Tenerife.
Herði lög gegn
útlendingum
GEORGE W.
Bush Banda-
ríkjaforseti hef-
ur skipað Dou-
glas Lute
hershöfðingja í
nýtt embætti
„stríðsstjóra“, en
hann á að hafa
yfirumsjón með
hernaðaraðgerð-
um Bandaríkjamanna í Írak og
Afganistan. Erfiðlega hefur gengið
að finna mann í embættið og af-
þökkuðu nokkrir fyrrverandi hers-
höfðingjar starfið.
Að sögn embættismanna verður
Lute aðstoðarmaður forsetans og
aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi í
málefnum Íraks og Afganistans.
Bush skipar
„stríðsstjóra“
Douglas Lute
NÝ ríkisstjórn lýðræðisflokkanna
hefur tekið við völdum í Serbíu.
Forsætisráðherra verður Vojislav
Kostunica, hófsamur þjóðernis-
sinni. Málefni Kosovo verða ofar-
lega á dagskrá stjórnarinnar, en
Serbar eru mótfallnir hugmyndum
um að Kosovo – sem var hérað í
Serbíu – fái sjálfstæði.
Ný stjórn í Serbíu
JERRY Falwell,
einn af áhrifa-
mestu kristilegu
leiðtogunum í
Bandaríkjunum
sl. 30 ár, lést í
fyrrakvöld, 73
ára að aldri. Fal-
well hafði um-
talsverð pólitísk
áhrif á áttunda
og níunda áratugnum sem forystu-
maður samtakanna Moral Majority
en talið er að stuðningur hans við
forsetaframboð Ronalds Reagans
1980 hafi stuðlað að sigri Reagans.
Falwell var hins vegar umdeildur,
m.a. vegna ummæla eins og þeirra
sem hann lét falla eftir hryðju-
verkaárásirnar 11. september 2001.
Þá kenndi hann „hinum trúlausu,
þeim sem styddu fóstureyðingar,
femínistum, hommum og lesbíum“
um atburðinn. Og árið 2002 vakti
hann reiði múslíma um heim allan
er hann kallaði Múhameð spámann
„hryðjuverkamann“.
Jerry Falwell
látinn
Jerry Falwell
París. AFP. | Nicolas Sarkozy tók í
gær formlega við embætti forseta
Frakklands og hét hann því við það
tækifæri að beita sér fyrir umbótum
í því skyni að tryggja stöðu Frakk-
lands í síbreytilegri veröld. „Þjóðin
hefur veitt mér umboð. Ég mun
framfylgja því,“ sagði Sarkozy í tíu
mínútna löngu ávarpi sem var sjón-
varpað beint um allt Frakkland.
Sarkozy átti stuttan fund með
Jacques Chirac, fráfarandi forseta, í
gærmorgun en að því búnu ók
Chirac á brott frá Elysee-höll í París
í síðasta skipti, að minnsta kosti í
síðasta skipti sem forseti lýðveldis-
ins. Chirac er 75 ára gamall.
Kona Sarkozys, Cecilia, var við-
stödd athöfnina ásamt tíu ára göml-
um syni þeirra, Louis, og fjórum
börnum sem þau eiga samanlagt úr
fyrri hjónaböndum.
Fillon líklega forsætisráðherra
Sarkozy hét því að standa vörð um
sjálfstæði Frakklands og þjóðarsál.
„Krafa er gerð um breytingar,“
sagði hann svo. „Aldrei nokkurn tím-
ann hefur meiri hætta stafað af að-
gerðaleysi og doða og nú á tímum,
nú þegar miklar breytingar blasa við
í veröld þar sem allir vilja ná frum-
kvæðinu fyrst, þar sem minnsta hik
getur valdið skaða,“ sagði Sarkozy
m.a. í ávarpi sínu.
Fyrsta verk Sarkozys sem forseta
var hefðbundið, hann hugðist fljúga
til Berlínar til að eiga þar fund með
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands. Þannig var undirstrikað það
forystuhlutverk sem löndin tvö leika
í Evrópu.
Talið er næsta víst að Sarkozy
muni í dag útnefna bráðabirgða-
ríkisstjórn sem stýra mun landinu
þar til þingkosningar hafa farið fram
10. og 17. júní nk. Líklegt þykir að
hann muni útnefna Francois Fillon,
fyrrverandi félagsmálaráðherra,
sem forsætisráðherra og rætt er um
að hann muni skipa Bernard Kouc-
hner, gamlan ráðherra í stjórnum
sósíalista, sem utanríkisráðherra.
Kouchner stofnaði samtökin
Læknar án landamæra árið 1970 og
er þjóðþekktur í Frakklandi.
Chirac kvaddi þjóð sína með
ávarpi í fyrrakvöld. Hann og kona
hans, Bernadette, flytja nú tíma-
bundið í íbúð við Signu-fljót með út-
sýni yfir Louvre-safn. Líklegt þykir
að dómarar muni vilja heyra fram-
burð hans í tengslum við meinta
spillingu í átján ára borgarstjóratíð
hans í París á áttunda og níunda ára-
tugnum.
Sarkozy heitir
breytingum
AP
Vaktaskipti í höllinni Nicolas Sarkozy vottar Jacques Chirac virðingu
sína en Chirac yfirgaf Elysee-höll í gær eftir tólf ár á forsetastóli.
SJALDGÆF Cantor-risaskjaldbaka, tegund með mjúkan skjöld og geysi-
lega öfluga kjálka, hefur fundist á gömlu yfirráðasvæði Rauðu kmeranna á
vatnasvæði Mekong-árinnar í Kambódíu en talið var að tegundin væri nær
útdauð. Síðast sást hún árið 2003 í frumskógum Kambódíu, einnig fundust
einstök dýr í Laos en talið er að bakan sé horfin í Taílandi og Víetnam.
„Þessi ótrúlegi fundur merkir að hægt er að bjarga einstakri skjald-
bökutegund frá því að deyja út á jörðinni,“ sagði David Emmett, líffræð-
ingur hjá Alþjóðlegu verndarstofnuninni, CI. Vísindamenn segja að dýrið
sem fannst sé kvendýr, um 11 kílógrömm að þyngd en vitað er að skjald-
bökur af þessari tegund hafa orðið rúm 50 kíló og tveir metrar að lengd.
Húðin er eins og þykkt gúmmí og hún myndar lag sem hlífir innri líffær-
unum en bakan ver sig m.a. árásum með því að eyða 95% af tíma sínum fal-
in í sandi og leðju þannig að einvörðungu augu og nasir standa upp úr.
Dýrið er með langar klær og getur teygt hálsinn eldsnöggt fram og beitt
síðan kjálkunum sterku til að mola bein í andstæðingi sínum. „Árásir henn-
ar eru sneggri en hjá nokkur öðru dýri sem ég hef nokkurn tíma séð og ég
undanskil ekki cobra-slöngur,“ sagði áðurnefndur Emmett.
AP
Cantor-risaskjaldbaka
var talin nær útdauð
Falin í sandi og leðju
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FORSETI Srí Lanka, Mahinda
Rajapakse, segir að þjóð sín ætli
ekki að vera háð erlendri fjárhags-
aðstoð en Bretar, Þjóðverjar og
Bandaríkjamenn hafa nú minnkað
aðstoð við landið til að mótmæla
meintum mannréttindabrotum
stjórnvalda. „Ef okkur er boðin að-
stoð af einlægni munum við taka
boðinu. Ef ekki munum við gleyma
allri aðstoð og bjarga okkur sjálf, “
sagði forsetinn.
Bresk stjórnvöld frestuðu fyrr í
mánuðinum að veita Srí Lanka að-
stoð er nemur þrem milljónum doll-
ara, um 190 milljónum króna, vegna
meintra mannréttindabrota stjórn-
ar Rajapakse. Stjórnir Bretlands
og Bandaríkjanna grunar að stjórn-
arhermenn beri að hluta til ábyrgð-
ina á að bardagar milli þeirra og
uppreisnarmanna Tamíl-Tígranna
hafa breiðst út og nánast gert út af
við vopnahléið frá 2002.
Um 35.000 manns týndu lífi á Srí
Lanka af völdum flóðbylgjunnar
miklu árið 2004. Íslendingar eru
meðal þjóða sem nú aðstoða Srí
Lanka. Sighvatur Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands, segir
hvorki Norðmenn né Svía hafa
gripið til sams konar aðgerða og áð-
urnefndar þrjár, vestrænar þjóðir.
En vel sé fylgst með þróun mála.
„Við Íslendingar erum rétt að
byrja á okkar verkefni og höfum
fylgt þeim áætlunum sem við gerð-
um í upphafi. Þetta byggist á samn-
ingum milli stjórna landanna og við
höfum ekki tekið neina ákvörðun
um breytingu enn sem komið er
þrátt fyrir þá ókyrrð sem komin er
upp í landinu. En ég get ekkert full-
yrt um það hvað verði gert í fram-
tíðinni.“
Draga úr aðstoð
við Srí Lanka
Bretar gagnrýna mannréttindabrot
Í HNOTSKURN
»Tamíl-Tígrarnir, upp-reisnarmenn úr röðum
þjóðarbrots Tamíla á norð-
austurhluta Srí Lanka, hafa
síðan 1983 barist við stjórnar-
hermenn fyrir sjálfstæði. Um
70.000 manns hafa fallið í ár-
tökunum.
Praia da Luz. AFP. | Robert Murat,
maðurinn sem yfirheyrður var af
portúgölsku lögreglunni vegna
barnshvarfsins í Algarve í Portú-
gal 3. maí sl. segist hafa verið
gerður að blóraböggli í málinu.
„Þetta hefur eyðilagt líf mitt og
gert mér og fjölskyldu minni hér
og í Bretlandi afar erfitt fyrir,“
sagði Murat, sem á breska móður
og fæddist sjálfur í Bretlandi, við
Sky-sjónvarpsstöðina.
Murat fékk stöðu grunaðs
manns hjá lögreglunni eftir að leit-
að hafði verið á heimili hans í Pra-
ia Da Luz í Algarve á mánudag.
Hann var yfirheyrður í hálfan sól-
arhring en lögregla sagði sannanir
á hendur honum ekki nægar til að
hægt væri að gefa út ákæru á
hendur honum.
Murat sagði í gær að eina leiðin
fyrir hann til að komast í gegnum
þessa lífsreynslu væri ef lögreglan
fyndi þann sem nam hina fjögurra
ára gömlu Madeleine McCann á
brott af hóteli hennar 3. maí sl.
„Ég hef verið gerður að blóra-
böggli fyrir eitthvað sem ég gerði
ekki,“ sagði hann.
Gerður að blóraböggli
vegna barnshvarfs