Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ársfundur Vaxt-
arsamnings Eyja-
fjarðarsvæðisins
fór fram í félags-
heimili NLFA í
Kjarnaskógi síð-
astliðinn þriðju-
dag. Á fundinum
var farið yfir
verkefni sem
unnið var að inn-
an Vaxtarsamn-
ingsins ásamt skýrslu stjórnar og
verkefnastjóra. Bjarni Jónasson er
verkefnastjóri Vaxtarsamningsins:
„Allir samningsaðilar að núverandi
samningi hér á svæðinu vilja halda
svipuðu samstarfi áfram, þótt það
kynni að vera öðruvísi útfært. Við
höfum fengið jákvæð viðbrögð um
áframhaldið frá iðnaðarráðuneyt-
inu, en það skýrist væntanlega á
næstu misserum þegar menn fara
að ræða frekar saman um end-
anlega útfærslu.“
Meðal þeirra áhugaverðu verk-
efna sem komið hafa fram út frá
samningnum má nefna hinn ný-
stofnaða RES – orkuskóla, sem
bjóða mun upp á meistaranám á öll-
um sviðum endurnýjanlegra orku-
gjafa. Einnig hefur Starfsend-
urhæfing Norðurlands notið góðs af
samningnum, en hlutverk hennar er
að veita starfsendurhæfingu þeim
einstaklingum sem eru að koma aft-
ur út á vinnumarkað vegna veik-
inda, slysa og/eða félagslegra erf-
iðleika.
Tvö önnur stór verkefni hafa
sprottið út frá vaxtarsamningnum:
félagið Matur úr héraði – Local fo-
od sem hefur að markmiði að hefja
á loft eyfirsk matvæli og eyfirskt
eldhús og Molta ehf. sem var stofn-
að til að undirbúa byggingu jarð-
gerðarstöðvar fyrir Eyjafjarð-
arsvæðið.
Vilja framhald á
samstarfi við
Vaxtarsamning
Bjarni Jónasson
verkefnastjóri
AKUREYRI
SAMSTARFSSAMNINGAR um
markaðssetningu og framkvæmd
Arctic Open-mótsins voru undirrit-
aðir í klúbbhúsinu á Jaðri í gær,
milli Landsbankans, Flugfélags Ís-
lands og Golfklúbbs Akureyrar.
Arctic Open verður haldið í tutt-
ugasta og fyrsta sinn á Jaðarsvelli
21.-23. júní nk.
„Samningarnir breyta því fyrir
okkur að við getum vandað til allr-
ar umgjarðar,“ segir Jón Birgir
Guðmundsson, formaður Arctic
Open. „Þátttökugjafirnar verða til
að mynda mjög veglegar sem og
matarveislur fyrir og eftir mót.“ Til
að mynda verður sérstök áhersla
lögð á að kynna afurðir frá Eyja-
fjarðarsvæðinu í samstarfi við sam-
tökin Mat úr héraði á meðan
mótinu stendur.
Áhugi á mótinu hefur að sögn
Jóns Birgis aldrei verið meiri, en
um 170 þátttakendur munu taka
þátt í því. Nú þegar hafa fleiri en
210 skráð sig og því munu færri
komast að en vilja. En hvernig
skýrir Jón Birgir vinsældir móts-
ins?
„Vinsældirnar eru tilkomnar
vegna sérstöðu þess sem felst í því
að spila golf í miðnætursólinni.
Keppendur eru sammála um að það
sé einstök upplifun að spila golf í
blóðrauðu sólarlaginu svo nærri
heimskautsbaugi. Þar að auki er
þetta alþjóðlegt mót og við höfum
alltaf fengið mikið af þátttakendum
frá útlöndum.“
Allt stefnir í að Jaðarsvöllur
verði orðinn mjög góður þegar Arc-
tic Open fer fram enda hafa þær
framkvæmdir sem ráðist hefur ver-
ið í undanfarin ár skilað vellinum í
betra ástandi að vori. Áhugasömum
er bent á nýjan vef mótsins,
www.arcticopen.is, þar sem hægt
er að nálgast allar upplýsingar.
Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
Mikill áhugi G. Ómar Pétursson, Birgir Björn Svavarsson, Árni Gunn-
arsson og Jón Birgir Guðmundsson undirrituðu samningana í gær.
Arctic Open-samn-
ingar undirritaðir
MÁLÞING um raunfærnimat var
haldið í gær á Hótel KEA á vegum
Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarð-
ar og Fræðslumiðstöðvar atvinnu-
lífsins. Erindi á málþinginu héldu
meðal annarra Skúli Thoroddsen,
framkvæmdastjóri Starfsgreina-
sambands Íslands, og Ingibjörg E.
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Fram kom á þinginu að raun-
færnimat er enn í startholunum hér
á landi en Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins hefur þegar metið nokkra
hópa í Reykjavík. Með haustinu
munu fleiri hópar fá tækifæri til
raunfærnimats, þar á meðal á Ak-
ureyri í gegnum Símenntunarmið-
stöðina eða VMA. Einnig kom fram
að námskeið hjá stéttarfélögum inn-
an Starfsgreinasambandsins hefðu
skilað tæpum helmingi þátttakenda
bættum launakjörum.
Í stuttu máli má segja að mat á
raunfærni sé byggt á þeirri hug-
mynd að nám þurfi ekki einungis að
fara fram innan formlega skólakerf-
isins, heldur við ýmsar aðstæður og í
alls konar samhengi. Mat á raun-
færni veitir fólki á vinnumarkaði
aukin tækifæri til að leita sér mennt-
unar til að auka færni sína. Með mati
á færni sinni geta einstaklingar hald-
ið áfram námi þar sem þeir eru
staddir í þekkingu og færni, en ekki
þar sem formlegu námi lauk.
Málþing haldið
um raunfærnimat
Raunfærnimat Gestir málþingsins
hlýða á eitt erindanna.
Á MORGUN, föstudaginn 18. maí
verður Rannsóknardagur heilbrigð-
isdeildar Háskólans á Akureyri en
þá kynna nemendur í BS-námi loka-
verkefni sín í hjúkrunarfræði og
iðjuþjálfunarfræði. Hjúkrunarfræð-
ingar munu kynna verkefni sín frá
því klukkan 9.45 til 15.30 í stofu L201
á Sólborg og iðjuþjálfarar kynna sín
verkefni frá klukkan 13 til 15:40 í
stofu L101 á Sólborg.
Meðal áhugaverðra verkefna eru
Þekking, nýting og aðgengi pólskra
kvenna að íslenskri heilsugæslu-
þjónustu eftir Oddnýju Gísladóttur,
Soffíu S. Jónasdóttur og Sólveigu
Ósk Aðalsteinsdóttur og Spennandi
og krefjandi starf – Upplifun hjúkr-
unarfræðinga starfandi í dreifbýli
eftir Evu Guðmundsdóttur, Eydísi
Vilhjálmsdóttur, Kolbrúnu Jónas-
dóttur og Sigrúnu Þórisdóttur.
Kynning á lokaverkefn-
um heilbrigðisdeildar HA
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÞETTA er mikil viðurkenning til
allra sem að þessu standa á Seltjarn-
arnesi,“ segir Bjarni Torfi Álfþórs-
son, formaður Íþróttafélagsins
Gróttu á Seltjarnarnesi, um for-
eldraverðlaun Heimilis og skóla, sem
félagið fékk afhent í Þjóðmenning-
arhúsinu á þriðjudag fyrir samræm-
ingu skóladags og æfingatíma í sam-
vinnu við bæjaryfirvöld og grunn- og
tónlistarskóla Seltjarnarness.
Grótta fyrirmyndarfélag
Bjarni Torfi Álfþórsson segir að
Seltirningar nýti sér þá aðstöðu sem
þeir búi við. Grunnskólinn, tónlist-
arskólinn og íþróttaaðstaðan séu í
mikilli nálægð hvert við annað og
Grótta hafi um árabil verið í nánu
samstarfi við grunnskólann og tón-
listarskólann um að sníða æfingatöfl-
una þannig að yngstu börnin geti
komið beint úr skólanum á æfingu.
Reynt sé að láta ekki æfingar í
íþróttagreinum félagsins, knatt-
spyrnu, handbolta og fimleikum,
skarast þannig að börnin þurfi að
velja á milli greina, heldur standi
þeim allar dyr opnar.
„Við gerum það vel sem við ger-
um,“ segir Bjarni. Í því sambandi
vísar hann til þess að Grótta hafi
fengið viðurkenningu sem fyrir-
myndarfélag frá Íþróttasambandi
Íslands. Það þýði að félagið geri báð-
um kynjum jafnt undir höfði, bæði í
aðstöðu- og peningamálum. Allur
fjárhagur vegna unglingastarfs og
afrekshópa sé aðskilinn og forráða-
menn barnanna viti því að allt iðk-
endagjald fari í rekstur unglinga-
starfsins. „Það er þetta sem verið er
að verðlauna okkur fyrir og í raun
samfélagið á Seltjarnarnesi því þetta
er samvinna skólayfirvalda, íþrótta-
félagsins og bæjaryfirvalda.“
Hvatning fyrir önnur félög
Grunnhugmyndin á Seltjarnar-
nesi er að vinnudagur barnanna,
skóli og tómstundir, sé eins og for-
eldranna eða frá klukkan átta á
morgnana til klukkan fimm á daginn.
„Þetta ætti að vera hvatning fyrir
önnur bæjarfélög sem hafa sömu
kosti,“ segir Bjarni og bætir við að
um 80 til 90% barna á Seltjarnarnesi
æfi íþróttir hjá Gróttu og því byggi
vinnan á miklum samvinnuvilja allra.
Samfelldur skóli og tóm-
stundir á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaun Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður Íþróttafélagsins Gróttu á Sel-
tjarnarnesi, þakkar fyrir viðurkenninguna í Þjóðmenningarhúsinu.
Í HNOTSKURN
» Tímatafla Gróttu tekurmið af stundaskrá grunn-
skólans og er tryggt að æfing-
um yngstu barnanna ljúki fyr-
ir klukkan fimm á daginn.
» Samfellt starf Gróttu, bæj-aryfirvalda og grunn- og
tónlistarskóla Seltjarnarness
stuðlar að meiri samverutíma
fjölskyldunnar.
» Grótta hefur gert einelt-isáætlun í samvinnu við
grunnskólann og er það enn
eitt dæmið um samvinnuna.
FJÓRTÁN sjálfboðaliðar frá evr-
ópsku samtökunum Veraldarvinum,
sem vinna að umhverfismálum víða
um heim, hafa unnið í Grasagarði
Reykjavíkur að undanförnu en inn-
an skamms taka við önnur verkefni.
Í sumar koma þeir til með að starfa
sem hópstjórar fimm hundruð sjálf-
boðaliða frá samtökunum en hug-
myndin er að hreinsa strandlengju
Austfjarða ásamt því sem unnið
verður að öðrum verkefnum.
Þjálfun og verkefni
Verðandi hópstjórar fengu styrki
frá Evrópusambandinu og komu til
landsins í byrjun mánaðarins, en
þeir verða í hálft ár á Íslandi. Þeir
hlúðu að plöntum í Grasagarðinum
og fengu fræðslu frá grasafræð-
ingum en þjálfunin hefur einnig fal-
ist í öðrum verkefnum í Reykjavík,
Keflavík og Neskaupstað, þar sem
þeir hafa meðal annars lært skyndi-
hjálp og farið í íslenskutíma.
Fyrstu sjálfboðaliðarnir sem
koma til með að starfa undir stjórn
hópstjóranna eru væntanlegir í
byrjun júní, en starf þeirra felst í að
planta trjám, leggja göngustíga og
hreinsa strandlengjuna fyrir aust-
an.
Morgunblaðið/RAX
Sjálfboðaliðar Hópstjórar evrópsku samtakanna Veraldarvina byrjuðu á
því að vinna í Grasagarðinum í Reykjavík og fara á námskeið en innan
skamms stýra þeir 500 sjálfboðaliðum í ýmsum verkefnum.
Veraldarvinir í Grasa-
garði Reykjavíkur