Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ársfundur Vaxt- arsamnings Eyja- fjarðarsvæðisins fór fram í félags- heimili NLFA í Kjarnaskógi síð- astliðinn þriðju- dag. Á fundinum var farið yfir verkefni sem unnið var að inn- an Vaxtarsamn- ingsins ásamt skýrslu stjórnar og verkefnastjóra. Bjarni Jónasson er verkefnastjóri Vaxtarsamningsins: „Allir samningsaðilar að núverandi samningi hér á svæðinu vilja halda svipuðu samstarfi áfram, þótt það kynni að vera öðruvísi útfært. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð um áframhaldið frá iðnaðarráðuneyt- inu, en það skýrist væntanlega á næstu misserum þegar menn fara að ræða frekar saman um end- anlega útfærslu.“ Meðal þeirra áhugaverðu verk- efna sem komið hafa fram út frá samningnum má nefna hinn ný- stofnaða RES – orkuskóla, sem bjóða mun upp á meistaranám á öll- um sviðum endurnýjanlegra orku- gjafa. Einnig hefur Starfsend- urhæfing Norðurlands notið góðs af samningnum, en hlutverk hennar er að veita starfsendurhæfingu þeim einstaklingum sem eru að koma aft- ur út á vinnumarkað vegna veik- inda, slysa og/eða félagslegra erf- iðleika. Tvö önnur stór verkefni hafa sprottið út frá vaxtarsamningnum: félagið Matur úr héraði – Local fo- od sem hefur að markmiði að hefja á loft eyfirsk matvæli og eyfirskt eldhús og Molta ehf. sem var stofn- að til að undirbúa byggingu jarð- gerðarstöðvar fyrir Eyjafjarð- arsvæðið. Vilja framhald á samstarfi við Vaxtarsamning Bjarni Jónasson verkefnastjóri AKUREYRI SAMSTARFSSAMNINGAR um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open-mótsins voru undirrit- aðir í klúbbhúsinu á Jaðri í gær, milli Landsbankans, Flugfélags Ís- lands og Golfklúbbs Akureyrar. Arctic Open verður haldið í tutt- ugasta og fyrsta sinn á Jaðarsvelli 21.-23. júní nk. „Samningarnir breyta því fyrir okkur að við getum vandað til allr- ar umgjarðar,“ segir Jón Birgir Guðmundsson, formaður Arctic Open. „Þátttökugjafirnar verða til að mynda mjög veglegar sem og matarveislur fyrir og eftir mót.“ Til að mynda verður sérstök áhersla lögð á að kynna afurðir frá Eyja- fjarðarsvæðinu í samstarfi við sam- tökin Mat úr héraði á meðan mótinu stendur. Áhugi á mótinu hefur að sögn Jóns Birgis aldrei verið meiri, en um 170 þátttakendur munu taka þátt í því. Nú þegar hafa fleiri en 210 skráð sig og því munu færri komast að en vilja. En hvernig skýrir Jón Birgir vinsældir móts- ins? „Vinsældirnar eru tilkomnar vegna sérstöðu þess sem felst í því að spila golf í miðnætursólinni. Keppendur eru sammála um að það sé einstök upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlaginu svo nærri heimskautsbaugi. Þar að auki er þetta alþjóðlegt mót og við höfum alltaf fengið mikið af þátttakendum frá útlöndum.“ Allt stefnir í að Jaðarsvöllur verði orðinn mjög góður þegar Arc- tic Open fer fram enda hafa þær framkvæmdir sem ráðist hefur ver- ið í undanfarin ár skilað vellinum í betra ástandi að vori. Áhugasömum er bent á nýjan vef mótsins, www.arcticopen.is, þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson Mikill áhugi G. Ómar Pétursson, Birgir Björn Svavarsson, Árni Gunn- arsson og Jón Birgir Guðmundsson undirrituðu samningana í gær. Arctic Open-samn- ingar undirritaðir MÁLÞING um raunfærnimat var haldið í gær á Hótel KEA á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarð- ar og Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins. Erindi á málþinginu héldu meðal annarra Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambands Íslands, og Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Fram kom á þinginu að raun- færnimat er enn í startholunum hér á landi en Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins hefur þegar metið nokkra hópa í Reykjavík. Með haustinu munu fleiri hópar fá tækifæri til raunfærnimats, þar á meðal á Ak- ureyri í gegnum Símenntunarmið- stöðina eða VMA. Einnig kom fram að námskeið hjá stéttarfélögum inn- an Starfsgreinasambandsins hefðu skilað tæpum helmingi þátttakenda bættum launakjörum. Í stuttu máli má segja að mat á raunfærni sé byggt á þeirri hug- mynd að nám þurfi ekki einungis að fara fram innan formlega skólakerf- isins, heldur við ýmsar aðstæður og í alls konar samhengi. Mat á raun- færni veitir fólki á vinnumarkaði aukin tækifæri til að leita sér mennt- unar til að auka færni sína. Með mati á færni sinni geta einstaklingar hald- ið áfram námi þar sem þeir eru staddir í þekkingu og færni, en ekki þar sem formlegu námi lauk. Málþing haldið um raunfærnimat Raunfærnimat Gestir málþingsins hlýða á eitt erindanna. Á MORGUN, föstudaginn 18. maí verður Rannsóknardagur heilbrigð- isdeildar Háskólans á Akureyri en þá kynna nemendur í BS-námi loka- verkefni sín í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunarfræði. Hjúkrunarfræð- ingar munu kynna verkefni sín frá því klukkan 9.45 til 15.30 í stofu L201 á Sólborg og iðjuþjálfarar kynna sín verkefni frá klukkan 13 til 15:40 í stofu L101 á Sólborg. Meðal áhugaverðra verkefna eru Þekking, nýting og aðgengi pólskra kvenna að íslenskri heilsugæslu- þjónustu eftir Oddnýju Gísladóttur, Soffíu S. Jónasdóttur og Sólveigu Ósk Aðalsteinsdóttur og Spennandi og krefjandi starf – Upplifun hjúkr- unarfræðinga starfandi í dreifbýli eftir Evu Guðmundsdóttur, Eydísi Vilhjálmsdóttur, Kolbrúnu Jónas- dóttur og Sigrúnu Þórisdóttur. Kynning á lokaverkefn- um heilbrigðisdeildar HA Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er mikil viðurkenning til allra sem að þessu standa á Seltjarn- arnesi,“ segir Bjarni Torfi Álfþórs- son, formaður Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi, um for- eldraverðlaun Heimilis og skóla, sem félagið fékk afhent í Þjóðmenning- arhúsinu á þriðjudag fyrir samræm- ingu skóladags og æfingatíma í sam- vinnu við bæjaryfirvöld og grunn- og tónlistarskóla Seltjarnarness. Grótta fyrirmyndarfélag Bjarni Torfi Álfþórsson segir að Seltirningar nýti sér þá aðstöðu sem þeir búi við. Grunnskólinn, tónlist- arskólinn og íþróttaaðstaðan séu í mikilli nálægð hvert við annað og Grótta hafi um árabil verið í nánu samstarfi við grunnskólann og tón- listarskólann um að sníða æfingatöfl- una þannig að yngstu börnin geti komið beint úr skólanum á æfingu. Reynt sé að láta ekki æfingar í íþróttagreinum félagsins, knatt- spyrnu, handbolta og fimleikum, skarast þannig að börnin þurfi að velja á milli greina, heldur standi þeim allar dyr opnar. „Við gerum það vel sem við ger- um,“ segir Bjarni. Í því sambandi vísar hann til þess að Grótta hafi fengið viðurkenningu sem fyrir- myndarfélag frá Íþróttasambandi Íslands. Það þýði að félagið geri báð- um kynjum jafnt undir höfði, bæði í aðstöðu- og peningamálum. Allur fjárhagur vegna unglingastarfs og afrekshópa sé aðskilinn og forráða- menn barnanna viti því að allt iðk- endagjald fari í rekstur unglinga- starfsins. „Það er þetta sem verið er að verðlauna okkur fyrir og í raun samfélagið á Seltjarnarnesi því þetta er samvinna skólayfirvalda, íþrótta- félagsins og bæjaryfirvalda.“ Hvatning fyrir önnur félög Grunnhugmyndin á Seltjarnar- nesi er að vinnudagur barnanna, skóli og tómstundir, sé eins og for- eldranna eða frá klukkan átta á morgnana til klukkan fimm á daginn. „Þetta ætti að vera hvatning fyrir önnur bæjarfélög sem hafa sömu kosti,“ segir Bjarni og bætir við að um 80 til 90% barna á Seltjarnarnesi æfi íþróttir hjá Gróttu og því byggi vinnan á miklum samvinnuvilja allra. Samfelldur skóli og tóm- stundir á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaun Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður Íþróttafélagsins Gróttu á Sel- tjarnarnesi, þakkar fyrir viðurkenninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Í HNOTSKURN » Tímatafla Gróttu tekurmið af stundaskrá grunn- skólans og er tryggt að æfing- um yngstu barnanna ljúki fyr- ir klukkan fimm á daginn. » Samfellt starf Gróttu, bæj-aryfirvalda og grunn- og tónlistarskóla Seltjarnarness stuðlar að meiri samverutíma fjölskyldunnar. » Grótta hefur gert einelt-isáætlun í samvinnu við grunnskólann og er það enn eitt dæmið um samvinnuna. FJÓRTÁN sjálfboðaliðar frá evr- ópsku samtökunum Veraldarvinum, sem vinna að umhverfismálum víða um heim, hafa unnið í Grasagarði Reykjavíkur að undanförnu en inn- an skamms taka við önnur verkefni. Í sumar koma þeir til með að starfa sem hópstjórar fimm hundruð sjálf- boðaliða frá samtökunum en hug- myndin er að hreinsa strandlengju Austfjarða ásamt því sem unnið verður að öðrum verkefnum. Þjálfun og verkefni Verðandi hópstjórar fengu styrki frá Evrópusambandinu og komu til landsins í byrjun mánaðarins, en þeir verða í hálft ár á Íslandi. Þeir hlúðu að plöntum í Grasagarðinum og fengu fræðslu frá grasafræð- ingum en þjálfunin hefur einnig fal- ist í öðrum verkefnum í Reykjavík, Keflavík og Neskaupstað, þar sem þeir hafa meðal annars lært skyndi- hjálp og farið í íslenskutíma. Fyrstu sjálfboðaliðarnir sem koma til með að starfa undir stjórn hópstjóranna eru væntanlegir í byrjun júní, en starf þeirra felst í að planta trjám, leggja göngustíga og hreinsa strandlengjuna fyrir aust- an. Morgunblaðið/RAX Sjálfboðaliðar Hópstjórar evrópsku samtakanna Veraldarvina byrjuðu á því að vinna í Grasagarðinum í Reykjavík og fara á námskeið en innan skamms stýra þeir 500 sjálfboðaliðum í ýmsum verkefnum. Veraldarvinir í Grasa- garði Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.