Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 21
LANDIÐ
Blönduós | Málararnir Kristján
Pétursson og Jón Jóhannsson voru í
óða önn að tjarga Hillebrandts-
húsið á Blönduósi einn ágætan sól-
skinsdag fyrir skömmu.
Þetta ágæta hús sem mun vera
eitt elsta timburhús landsins mun
hýsa hafíssetur í sumar líkt og í
fyrrasumar. Jóna Fanney Friðriks-
dóttir bæjarstjóri sagði fyrirhugað
að opna safnið 9. júní og mun það
verða opið dag hvern í allt sumar.
Ísbjörninn sem setti mikinn svip
á safnið fór suður til síns heima í
haust en er væntanlegur aftur allra
næstu daga, að sögn bæjarstjórans.
Erla Gunnarsdóttir hefur verið ráð-
in til að hafa umsjón með Hafíssetr-
inu og uppbyggingu þess í sumar
en hún er að ljúka námi í ferða-
málafræði.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Ísbjörninn er aftur á leiðinni norður
Fáskrúðsfjörður | Fyrsta
vorhátíð leikskólans Kæra-
bæjar á Fáskrúðsfirði í
nýju húsnæði skólans var
haldin um helgina. Íbúum
Fáskrúðsfjarðar var boðið
að skoða húsið og hlusta á
börnin sem voru með nokk-
ur skemmtiatriði.
Í skólanum eru 39 börn í
vetur. Að þessu sinni út-
skrifuðust 10 börn en þau
byrja í grunnskólanum í
haust.
Gestir þáðu veitingar í
boði skólans en allmargir
íbúar staðarins sóttu hátíð-
ina og tóku þátt í gleðinni
með börnum leikskólans og
foreldrum þeirra.
Fyrsta vorhátíðin í nýju skólahúsnæði
Morgunblaðið/Albert Kemp
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Í annað sinn á skömmum
tíma barst stórlúða á land á Djúpavogi
á línuveiðara en fyrir skemmstu kom
báturinn Anna GK með 146 kg lúðu að
landi. Að þessu sinni var það báturinn
Arnar KE 260, sem er um 15 tonna
plastbátur, sem kom með aðra og
ennþá stærri lúðu að landi í Djúpavogs-
höfn eftir hálftíma slag við að innbyrða
ferlíkið.
Lúða þessi vó hvorki meira né minna
en 181 kg og er að sögn ein allra
stærsta ef ekki sú stærsta sem dregin
hefur verið á hefðbundna fiskilínu á Ís-
landsmiðum. Í bókinni Íslenskir fiskar
(1992) kemur fram að árið 1935 var
veidd 266 kílóa lúða við Ísland og hún
var talin sú stærsta sem hér hefur
komið á land.
Skipstjóri á Arnari er Karl Guð-
mundsson frá Djúpavogi og með hon-
um í róðri var sonur hans, Guðmundur
Már. Sá síðarnefndi stendur hér við
hlið stórlúðunnar. Þeir feðgar fengu
aðstoð hjá skipverja á öðrum báti til að
ná lúðunni um borð. Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Lönduðu
181 kg
þungri lúðu
AUSTURLAND