Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 25
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
„ÉG mæli með þorska- eða Krakka-
lýsi bæði fyrir börn og fullorðna. Úr
lýsi er fólk að sækjast eftir A- og D-
vítamínum og omega-3 fitusýrum.
Sami ráðlagði dagskammtur af D-
vítamíni er fyrir einstaklinga frá sex
mánaða til sextugs, en börn þurfa
mun minna af A-vítamíni en full-
orðnir. Engum er hollt að fá of stóra
skammta af A-vítamíni og því mæli
ég ekkert sérstaklega með ufsalýs-
inu, sem er ríkt af A-vítamíni og alls
ekki ætlað börnum til inntöku.
Með því að taka þorskalýsi fram
yfir ufsalýsi fær fólk líka meira af
omega-3 fitusýrum í kaupbæti, ef svo
má segja, því það tekur fleiri milli-
lítra af þorskalýsinu en ufsalýsinu,“
segir Brynhildur Briem, næring-
arfræðingur á matvælasviði Um-
hverfisstofnunar.
Öll lifrin er brædd saman
Þorskalýsi er ekki bara unnið úr
þorsklifur og ufsalýsi ekki einvörð-
ungu úr ufsalifur heldur innihalda
báðar þessar vörutegundir lýsi úr lif-
ur þorskfiska, þorski, ýsu og ufsa.
„Við söfnum saman lifur úr þessum
fisktegundum og bræðum saman
austur í Þorlákshöfn. Það er hins
vegar of kostnaðarsamt að halda lifr-
inni aðgreindri því fisklifur er við-
kvæm," segir Jón Ögmundsson,
gæðastjóri hjá Lýsi.
A-vítamín minnkað um helming
Lýsið er hreinsað til að losa úr því
mengunarefni, en í hreinsunarferlinu
tapast náttúrulegu vítamínin. Það
þarf því að bæta við vítamínum í lýs-
ið að loknu vinnsluferlinu.
Helsti munurinn á þorska- og
ufsalýsi felst því í mismikilli víta-
mínbætingu. Ufsalýsið er mun vít-
amínríkara en þorskalýsið. Að sögn
Jóns er bæði A- og D-vítamínum
bætt í lýsið, en
nýlega hefur A-
vítamín í ufsa-
lýsi verið
minnkað um
helming, í sam-
ráði við sér-
fræðinga Lýð-
heilsustöðvar,
til að unnendur
ufsalýsis fari
ekki yfir ráð-
lagðan dag-
skammt af A-
vítamíni. Fólk
fær almennt
ekki D-vítamín
úr daglegri
fæðu sinni,
nema í síld, laxi,
eggjum og sum-
um mjólkuraf-
urðum, en getur
aftur á móti
fengið A-
vítamín eða for-
vera A-vítamíns
úr mjólkurvörum, fiski, grænmeti og
ávöxtum auk lýsisins. A-vítamín hef-
ur áhrif á sjón, stuðlar að heilbrigði
húðar, hefur áhrif á vöxt beina,
styrkir ónæmiskerfið og flýtir fyrir
að sár grói.
Þungaðar konur og mjólkandi
mæður hafa lítils háttar aukna þörf
fyrir A-vítamín. En hætta eykst á
fæðingargöllum ef teknir eru á með-
göngu stærri skammtar en ráðlagt
er.
Túnfiskur líka í Krakkalýsinu
„Við höfum vissulega stundum velt
nafnabreytingu á lýsinu fyrir okkur
þar sem ufsalýsið er ekki bara unnið
úr ufsalifur og þorskalýsið ekki bara
unnið úr þorsklifur. Það hefur þó enn
ekki orðið úr því vegna þess að við
teljum að nafnabreyting myndi ekki
falla í góðan jarðveg. Neytendur eru
íhaldssamir og vilja bara fá sitt lýsi
undir heitunum
þorskalýsi og ufsa-
lýsi.
Persónulega
kýs ég þó að taka
Krakkalýsi því
mér finnst það
langbest. Það er
ekki stór munur á
Krakkalýsi og
þorskalýsi, en það
er á hinn bóginn
mikill munur á
þessu tvennu og
ufsalýsi enda er-
um við að ráð-
leggja mun minni
inntöku á ufsalýs-
inu en hinu og alls
ekki er mælt með
ufsalýsi fyrir börn
yngri en 12 ára. Í
Krakkalýsið not-
um við þorsk-,
ýsu- og ufsalifur,
en bætum túnfiski
út í það til að fá í
það aukið magn af fjölómettuðu
DHA-fitusýrunni, sem er hluti af
svokölluðum omega-3 fitusýrum.
DHA-fitusýran er talin hafa mik-
ilvægu hlutverki að gegna í upp-
byggingu heila, miðtaugakerfis og
sjónar,“ segir Jón.
Í einu grammi af þorskalýsi eru 2
míkrógrömm af D-vítamíni, 50 mík-
rógrömm af A-vítamíni og 1 milli-
gramm af E-vítamíni. Í einu grammi
af ufsalýsi eru nú um 4 míkrógrömm
af D-vítamíni og 100 míkrógrömm af
A-vítamíni og 2 milligrömm af E-
vítamíni. Eitt gramm af Krakkalýsi
inniheldur 2 míkrógrömm af D-
vítamíni, 35 míkrógrömm af A-
vítamíni og 1 milligramm af E-
vítamíni. Lýðheilsustöð mælir í sín-
um leiðbeiningum með þorskalýsi
umfram ufsalýsi því of stórir
skammtar af A-vítamíni geta verið
skaðlegir vegna eituráhrifa.
Mæla með þorskalýsi frekar en ufsalýsi
Grillkjöt fyrir sumarið
Sláturfélag Suðurlands hefur sett
á markað nýjar tegundir af grill-
kjöti.
Í fyrsta lagi er um að ræða tvær
tegundir af
nautakjöti,
nautakjöt að
argentínskum
hætti, bæði
nauta-
kótilettur og
-bógsneiðar.
Kjötið er látið
liggja í krydd-
legi sem gerir
það sérlega
meyrt og safa-
ríkt.
Í öðru lagi eru nú á boðstólum
kryddlegnar, reyktar grísakóti-
lettur. Þær eru léttreyktar og mar-
ineraðar í rabarbarasultulegi en lög-
urinn gefur sætt bragð.
Í þriðja lagi koma á markað
lambatvírifjur með kryddsmjöri.
Lambatvírifjurnar eru lagðar í
kryddsmjörslög en hann gefur góm-
sætt kryddbragð og gerir kjötið
bæði meyrt og gott.
Von er á enn fleiri nýjungum nú á
vormánuðum. SS-grillkjötið fæst í
öllum helstu matvöruverslunum.
nýtt Rúmteppi frá DanmörkuVerslunin Betra bak býður nú upp
á ný rúmteppi frá danska hönn-
uðinum Mette Ditmer. Teppin eru
þunn, létt og fyrirferðarlítil og eru
til í fimm mismunandi litum.
Að auki er hægt að fá á sama stað
púða í stíl við teppin, annaðhvort í
sama lit eða í öðrum litum, að sögn
Egils Reynissonar hjá Betra baki.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
27
86
3
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára. Sértilboð íbúð á Kassandra, 2. júní í viku.
26. maí - UPPSELT
2. júní - 17 sæti
9. júní - 24 sæti
Frá 49.990 kr. Rhodos
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í
7 nætur, 24. eða 31. maí.
24. maí - 23 sæti
31. maí - örfá sæti
7. júní - 24 sæti
Frá 49.990 kr. Montreal - Kanada
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára. Sértilboð íbúð á Diamant, 3. júní í viku.
27. maí - UPPSELT
3. júní - 11 sæti
10. júní - UPPSELT
Frá 49.990 kr. Króatía
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára. Stökktu tilboð. 30. maí í viku.
23. maí - 7 sæti
30. maí - örfá sæti
6. júní - UPPSELT
Frá 39.990 kr. Costa del Sol
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára. Stökktu tilboð 25. maí í viku. Ath. sér-
tilboð á Las Gaviotas og Fontanellas, 25. maí
eða 1. júní í viku kr. 10.000 aukalega.
25. maí - 19 sæti
1. júní - örfá sæti
Frá 39.990 kr. Mallorca
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn.
Sértilboð á Oasis Papagayo í viku, 10., 17. eða
24. júlí.
UPPSELT í maí
5. júní - 11 sæti
12. júní - 14 sæti
Frá 39.995 kr. Fuerteventura
Netverð á mann, m.v. 2-4 saman í íbúð á
Vina del Mar í viku. 24. eða 31. maí.
24. maí – 19 sæti
31. maí - 23 sæti
7. júní - UPPSELT
Frá 39.990 kr. Benidorm
Síðustu sætin
í maí og júní
ótrúleg tilboð –
gríptu tækifærið
Allt að seljast upp!
Skeifunni 11 Sími 534 5400 www.klettur.is
VATNSENDI – STÓRT EINBÝLI – HESTHÚS
(STÆKKUNARMÖGULEIKI Á EIGNINNI)
Frábær eign á yndislegum stað. Hér er um að ræða 284 fm eign, sem
skiptist í einbýlishús á einni hæð og svo 15 hesta hesthús með gerði og
aðgangi að stórri lóð. Með í kaupunum fylgja samþykktar teikningar af 88
fm bílskúr sem ráðgert er að tengist húsinu. Húsið sjálft skiptist í forstofu,
tvö baðherbergi, opið rými með mikilli lofthæð, stofu og borðstofu, eldhús
og búr, þrjú barnaherbergi, þvottaherbergi, hjónaherbergi og fataherbergi.
Þetta er sannarlega stór og góð eign á einstökum stað.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Kletts. Ásett verð: 88,4 millj.
Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasts.