Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var draumaferð í allastaði enda býður Ekvador íSuður-Ameríku upp ámörg áhugaverð ferðalög. Með stjörnukennurum og skemmti- legu samferðafólki má líkja ferðinni við ævintýri, sem er engu öðru líkt,“ segja hjónin Þorkell Erlingsson verkfræðingur og Margrét Sæ- mundsdóttir leikskólakennari, en þau eru nýlega komin úr átján daga ferðareisu. Ferðahópinn skipuðu sextán ís- lenskir göngugarpar undir leiðsögn Haraldar Sigurðssonar, fyrrverandi prófessors í jarðfræði við Rhode Isl- and-háskóla, sem hafði undirbúið hópinn af einstakri kostgæfni áður en lagt var í’ann, m.a. með þrjátíu fræðslubréfum á jafnmörgum vik- um. Næsthæsta höfuðborg heims Flogið var til Quito, höfuðborgar Ekvador, í gegnum Baltimore og Miami. Quito er rétt sunnan við miðbaug í tæplega þrjú þúsund metra hæð í Andesfjöllunum og er því ein hæsta höfuðborg heims. Ein og hálf milljón manna býr í borginni. Þegar Spán- verjar lögðu undir sig Quito árið 1526 bjuggu þar Inkar, sem lögðu borgina í rúst áður en þeir gáfust upp fyrir spænskum herrum. Spán- verjar byggðu borgina upp að nýju og er þar mikið af reisulegum bygg- ingum frá 16. og 17. öld. Miðborgin var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1971 enda mjög vel varðveitt. Ný eyja á hverjum degi Frá Quito hélt hópurinn fljúgandi til Galapagoseyja með viðkomu í Guayaquili, stærstu borg Ekvador. Eyjaklasinn er í Kyrrahafinu, eitt þúsund km vestur af Ekvador. Sjötíu feta skip með átta tveggja manna káetum og sjö manna áhöfn beið hópsins, en þar var dvalið í átta daga og siglt á milli eyja á næturnar. Um borð var opinn matsalur aftur á og setustofa inni fyrir fyrirlestra og kvöldstarf auk sólbaðsaðstöðu á efsta þilfari. Á skipinu voru einnig þrír gúmmíbátar með utanborðs- mótorum, tveir tveggja manna kanóar og blautbúningar. „Þar sem eyjarnar eru staðsettar á miðbaug var sólin sterk og skein beint yfir okkur. Sólin kom upp kl. sex á morgnana og hvarf í hafið á tveimur mínútum kl. sex á kvöldin. Dagurinn var tekinn snemma um borð í „snekkjunni“ því mannskap- urinn var vakinn í morgunmat kl. 5.20 á hverjum morgni áður en hald- ið var á vit nýrrar eyjar. Farið var í þriggja til fjögurra tíma gönguferðir á morgnana og seinnipartinn, en þess á milli var synt og snorklað í tærum sjónum og sædýralífið skoð- að í allri sinni litadýrð. Síðan voru fyrirlestrar, sem Haraldur jarð- fræðingur sá um ásamt Bretanum Paul McFarling náttúrufræðingi, sem var leiðsögumaður heimamanna í ferðinni. Menn klæddu sig svo upp á fyrir kvöldmat um borð, en voru yfirleitt komnir í koju fyrir kl. tíu á kvöldin nema lokakvöldið þegar slegið var upp balli um borð þar sem áhafnarmeðlimir drógu upp hljóð- færin sín og kenndu íslensku gest- unum að dansa salsa,“ segir Mar- grét. Algjörlega einstakt lífríki Galapagos-eyjaklasinn sam- anstendur af nítján aðaleyjum og fjölmörgum smáeyjum og skerjum sem alls eru um átta þúsund ferkíló- metrar. Þessar eyjar og hafsvæðið umhverfis þær hafa að geyma ein- stakt lífríki. Eyjarnar eru á mörkum þriggja hafstrauma í Kyrrahafinu og er lífríkið því afar fjölbreytt. Að auki eru eyjarnar jarðfræðilega mjög sérstakar eldfjallaeyjar á plöt- umörkum þriggja rekplatna í Kyrra- hafinu. Eldgos eru þarna tíð sem og jarð- skjálftar. Eyjarnar eru yfirleitt gróðurlitlar en á stærstu eyjunum er hitabeltisgróður í fjallshlíðum en kaktusar við strendur. Allir þessir þættir auk mikillar einangrunar eyjanna hafa leitt til mjög sérstaks dýralífs á eyjunum. Á eyjunum búa um tuttugu þús- und manns, aðallega á Santa Cruz og San Cristobal. 97% af flatarmáli eyjanna er þjóðgarður, en aðeins um 3% svæðisins er ætlað fyrir íbúa og mannvirki. Charles Darwin kom til eyjanna 1835 og rannsóknir hans á dýralífinu þarna leiddu hann að þróunarkenn- ingunni, sem hann setti fram tíu ár um síðar. Eyjarnar voru fyrst gerð- ar að þjóðgarði Ekvador 1968 og frá 1978 hafa eyjarnar verið á heims- minjaskrá UNESCO. Þar er rann- sóknarstofnun, kennd við Darwin, og hefur hún unnið mikið starf við varðveislu dýralífsins á eyjunum. Ferðamönnum er óheimilt að ganga um friðlandið nema í fylgd löggilts leiðsögumanns, en þeir eru allir menntaðir náttúrufræðingar eða líf- fræðingar og margir þeirra starfa jafnframt á Darwin-rannsóknastöð- inni. „Galapagoseyjar eru svo sann- arlega heimur út af fyrir sig sem lætur engan gest ósnortinn. Það er skrýtið að upplifa hve dýrin eru al- gjörlega óttalaus við mannskepn- una, hvort sem litið er til landdýra, fugla eða sjávardýra. Sæljónin eru forvitin og vilja gjarnan synda með fólki og hákarlarnir virðast mein- lausir. Gestir þurfa bara að hafa þá meginreglu að leiðarljósi að snerta ekki dýrin og halda sig innan merktra svæða. Þá gengur allt að óskum. Á eyjunni Baltra er flug- völlur, sem Bandaríkjamenn gerðu í seinni heimsstyrjöldinni þegar þeir voru að verja Panama fyrir Jap- önum. Völlurinn nýtist nú eyja- skeggjum jafnt sem ferðamönnum, en á ári hverju heimsækja eyjarnar um sextíu þúsund ferðamenn,“ segir Margrét. Fjallaloft og vistvænir kofar Eftir náttúrulífsferð til Galapa- goseyja tók við ferðalag í Cotopaxi-þjóðgarðinn, sem kenndur er við samnefnt sex þúsund metra hátt eldfjall þar sem ferða- langar upplifðu erfiða göngu í þunnu fjallaloftinu upp í 4.800 m hæð. Að endingu var farið í fjögurra daga ferðlag inn í regnskóga Ama- zon á fljótabátum og eintrjánungum inn í Yasuni-þjóðgarðinn þar sem gist var í vistvænum strákofum og gengið í fylgd líffræðings og frum- byggja, sem þekktu hverja einustu pöddu og jurt í regnskóginum. Lúxuskofar Stráhýsin í Yasuni-þjóðgarðinum í regnskógum Amazon eru byggð upp á vistvænan hátt með hreinlætisaðstöðu, veröndum og hengirúmum. Lífríki Galapag- oseyja lætur engan ósnortinn Kyrrðin Siglt um þverá Napo-fljóts í regnskógum Amazon. Ferðalangarnir Hjónin Þorkell Erlingsson og Margrét Sæmundsdóttir á Bartalome-eyju, sem tilheyrir Galapagos-eyjaklasanum, sem býr yfir einstöku lífríki langt úti í miðju ballarhafi. Skriðdýr Landeðla á röltinu á Plaza-eyju á Galapagos. Með stjörnukennurum og skemmtilegu fólki fóru hjónin Þorkell Erlingsson og Margrét Sæmundsdóttir til Galapagoseyja, í regn- skóga Amazon og á eitt hæsta eldfjall Suður-Ameríku. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.