Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 31
Í FRÉTTABLAÐINU 23. apríl
sl. er haft eftir Páli Péturssyni, for-
manni lyfjagreiðslunefndar, að
ástæðan fyrir háu lyfjaverði hér á
landi sé m.a. offramboð apóteka og
fákeppni þeirra er
versla með lyf.
Miðað við þetta
mætti halda að við Ís-
lendingar værum mjög
lyfjaglaðir og að við
nenntum ekki að labba
skrefinu lengra til að
ná okkur í nauðsynleg
lyf.
Ég vil þó meina að
þeir sem þurfa á lyfj-
um að halda séu ekki
lyfjaglaðir letingjar,
því ég held að flestir
taki lyf því það sé
ástæða til og þeir telji það vera
nauðsynlegt, hvort sem það er
vegna eigin tilfinninga eða vegna
orða þeirra er ávísa lyfinu.
Lyfjagleði
Þeir sem leyfa innflutning lyfja,
selja og/eða ávísa lyfseðlum, eru, að
mínu mati, margir hverjir allt of
lyfjaglaðir.
Fyrir suma er lífsnauðsynlegt að
vera á lyfjum, fyrir aðra ekki. Þó er
það svo þegar sjúk manneskja
leggst inn á spítala að í flestum, ef
ekki öllum, tilfellum koma lyf við
sögu, þ.e.a.s. sá sjúki fær einhver
lyf. Þessi lyf eru, eins og fyrr segir,
stundum lífsnauðsynleg en allt of oft
held ég að sá sjúki sé hafður á lyfj-
um lengur en þörf er á og án þess að
nokkuð sé verið að spá, eða hann
spurður, hvort hann vilji hætta eða
telji að það sé lífsnauðsynlegt að
vera á lyfjum.
Síðustu misseri hafa fréttir um
geðheilbrigðismál m.a. fjallað um
biðlista, manneklu, yfirfullar deildir,
lág laun, lokanir deilda, skerðingu á
þjónustu og ónóga samvinnu, litla
sem enga liðveislu, háar sjálfs-
vígstölur og óbilandi trú stjórnmála-
manna á „besta heilbrigðiskerfi í
heimi“ sem sumir vilja meina að sé á
Íslandi.
Áhugaleysi
Þegar heilbrigðisráðherra var
spurður að því í fréttum Ríkissjón-
varpsins 24. apríl sl., hvort það væri
forsvaranlegt að börn í sjálfsvígs-
hættu þyrftu að fara á biðlista eftir
þjónustu hjá barna- og unglinga-
deild Landspítalans, þá svaraði
hann svo: „Þeir fá þjónustu sem eru
í mestri þörf“. En hvernig er með
alla hina sem bíða, þurfa þeir þá að
bíða eftir að þeir verði í mestri þörf
til að komast að?
Það er alveg ljóst að þeir sem eru
á biðlista eftir þjónustu á Landspít-
alanum þurfa á aðstoð að halda. En
ástæðan fyrir því að fólk leitar eða
er sent þangað, þrátt fyrir biðlist-
ana, er að þessi þjónusta er á vegum
ríkisins og þ.a.l. niðurgreidd svo
þeir sem þangað leita eigi kost á að
borga minna en ella.
Á sama tíma og þetta ástand hef-
ur ríkt hafa t.a.m. sálfræðingar og
aðrir meðferðaraðilar,
sem vinna utan spít-
alans, ítrekað reynt að
ná samningum við ríkið
svo fólk geti leitað til
þeirra og fengið þjón-
ustu fyrir sama verð og
er hjá Landspítalanum.
En hingað til hafa heil-
brigðisyfirvöld ekki
viljað semja við þessa
aðila.
Ég hef líka ítrekað
reynt að fá upplýsingar
varðandi þjónustu er
kallast liðveisla, en sú
þjónusta, sem og önnur þjónusta ut-
an spítalans, hefur hjálpað mörgum
sem eiga við veikindi að stríða og
hefur oft og tíðum komið í veg fyrir
að fólk þurfi að leita eftir eða fara á
biðlista eftir bráðaþjónustu inni á
spítala.
En því miður vitum við til þess að
störf eins og liðveisla, störf fé-
lagsliða og önnur umönnunarstörf
eru svo illa launuð að það fæst ekki
nógu margt fólk til starfa og oftar
en ekki stoppar fólk stutt við, vegna
lélegra launa og að því er virðist
áhugaleysis og lítils skilnings stjórn-
valda á mikilvægi þessara starfa.
Besta heilbrigðiskerfi í heimi
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum
er Ísland með „besta heilbrigð-
iskerfi í heimi“ og er það gjarnan
nefnt þegar ráðamenn þjóðarinnar
fjalla um þessi mál á opinberum
vettvangi.
Eftir að hafa hrist hausinn, eins
og margir aðrir, yfir „besta heil-
brigðiskerfi í heimi“ var mér sagt að
alþjóðlegur útreikningur á heil-
brigðiskerfum miðaðist við dán-
artíðni vegna mistaka í heilbrigð-
iskerfinu. Þá vitum við það, svo lengi
sem sá sjúki sleppur lifandi af
sjúkrahúsi eða deyr ekki í heima-
húsi af völdum mistaka heilbrigð-
isstarfsmanns, þá er heilbrigð-
iskerfið ennþá í hópi þeirra bestu.
Það er alveg víst að margir af
þeim sem eru á listanum yfir sjálfs-
vígstölur á Íslandi voru á biðlistum
eftir heilbrigðisþjónustu í töluverð-
an tíma áður en að sjálfsvíginu kom.
Og margir aðstandendur eiga um
sárt að binda eftir áralanga bið eftir
þjónustu og/eða að einhver þeim ná-
kominn hefur ekki getað beðið leng-
ur og framið sjálfsvíg. Þessir að-
standendur eru jafnvel sjálfir
komnir á lista með þeim sem bíða
eftir þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu.
Ég vil taka það fram að þrátt fyrir
neikvæðar fréttir af geðheilbrigð-
ismálum veit ég að margir fá góða
þjónustu og þar eru margir heil-
brigðisstarfsmenn sem eiga mikið
hrós skilið fyrir sína vinnu.
Miðað við framgang stjórnvalda í
heilbrigðismálum mætti halda að
besta heilbrigðiskerfi í heimi hefði
verið og væri stjórnað af lyfjaglöð-
um áhugaleysingjum.
En nú er bara að vona að nýir
tímar láti ljós sitt skína.
Að heiðarleikinn verði hafður að
leiðarljósi og að réttindi sjúklinga
verði virt til hins ýtrasta.
Að efnahagur þeirra efnaminni
verði bættur sem og að velferð-
arkerfi og mannauður íslenskrar
þjóðar fái að njóta sín á traustum
grunni.
Lyfjagleði og áhugaleysi í
„besta heilbrigðiskerfi í heimi“?
Bergþór G. Böðvarsson skrifar
um skilvirkni íslenska heil-
brigðiskerfisins
»… þá mætti halda aðbesta heilbrigð-
iskerfi í heimi hefði ver-
ið og væri stjórnað af
lyfjaglöðum áhugaleys-
ingjum.
Bergþór G. Böðvarsson
Höfundur starfar sem fulltrúi not-
enda geðsviðs LSH.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Fréttir á SMS
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN
ef þú þarft að selja,
leigja eða kaupa fasteign,
mundu 533 4200 eða
senda okkur póst: arsalir@arsalir.is
F A S T E I G N A S A L A
Höfum ákveðinn fjársterkan kaupanda að 6-8000 fm
vöruskemmu á höfuðborgarsvæðinu, einnig kemur til
greina lóð undir vöruskemmu. Allar nánari upplýsingar
veitir Steinar S. Jónsson á Lyngvík.
VÖRUSKEMMA ÓSKAST
Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is
Sigrún Gissurardóttir lögg. fasteignasali
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Blikaás 13 - Hf.
Opið hús í dag
milli kl. 15.00-16.00.
Rúmgóð 119 fm, 4ra herbergja
endaíbúð á 1. hæð, jarðhæð, í litlu
fjölbýli með sérinngangi, vel stað-
sett í Áslandshverfi í Hafnarfirði.
Góð eign sem vert er að skoða.
V. 28,3 millj.
Ingibjörg og Sigurður
bjóða ykkur velkomin.
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 520 7500
www.hraunhamar.is
Glæsilegt 202 fm ein-
býlishús á einni hæð,
þar af 36,2 fm inn-
byggður bílskúr. Húsið
er mjög vel staðsett í
enda botnlanga og
næg bílastæði. Lóðin
er um 1000 fm. Nýleg-
ur sólpallur með heit-
um potti. Húsið skipt-
ist í andyri/sólstofu,
hol, 30 fm stofu, þrjú
15 fm herbergi og er
um 8 fm fataherbergi innaf einu herberginu, gang, þvottahús, geymslu/búr.
Verð 54 millj. Afh. í ágúst 2007.
Björn s. 820-6459 og Sigrún s. 695-2967, bjóða ykkur velkomin.
Opið hús í Skógarlundi 11, Garðabæ
í dag frá kl. 15-17
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15
ÁSGARÐUR 75
(Elías & Jóhanna á bjöllu)
Rúmgóð og vel skipulögð 4ra-
5 herbergja 119 fm íbúð auk
26 fm bílskúrs, suðursvalir
með glæsilegu útsýni. Íbúð
skiptist í: Forstofu, eldhús,
stofu/borðstofu, herb. hol,
baðherb., 3 herb., geymsla
innan íbúðar, 2 sérgeymslur í
kjallara og bílskúr. Snyrtileg
eign á þessum vinsæla stað.
Verð: 29.900.000.-
Sveinn Eyland S: 6-900-820 frá Fasteign.is verður á staðnum.
GISTIHEIMILI -
SUÐURHLÍÐUM REYKJAVÍKUR
Skeifunni 11 Sími 534 5400 www.klettur.is
Fasteignasalan Klettur var að fá í sölu gott gistiheimili neðarlega í suður-
hlíðum Reykjavíkur við Fossvogsdalinn. Stutt er í gönguleiðir um Foss-
vogsdalinn og næsta nágrenni, að Nauthólsvík og víðar.
Nánari lýsing á gistiheimilinu: Komið er inn í anddyri, þar er gestamót-
taka, inn af gestamóttöku er starfsmannaeldhús og inn af því er íbúðarher-
bergi, sem nýta mætti fyrir forstöðumann. Til hægri frá anddyri er komið inn
í veitingasal. Af jarðhæð er gengið niður í kjallara en þar eru 7 herbergi, eld-
húsaðstaða, góð sjónvarpsaðstaða og sameiginleg baðherbergisaðstaða.
Komið er upp á aðra hæð, sem er teppalögð, með 11 herbergjum og sam-
eiginlegri baðherbergisaðstöðu fram á gangi. Komið er upp á 3ju hæð sem
er teppalögð með 12 herbergjum og sameiginlegri baðherbergisaðstöðu
fram á gangi. Gott gistiheimili í góðum rekstri.
Möguleiki er að kaupa 6 íbúðir í sama húsi
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Kletts fasteignasölu.
Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasts.