Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16.30 handavinna.
Kl. 9–16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl.
10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist.
FEBÁ, Álftanesi | Munið handverkssýningu eldri
borgara í Litlakoti laugardaginn 19. maí kl. 14–17.
Nánar í síma 863 4225.
Félag áhugamanna um tréskurð | Vorsýning í safn-
aðarheimili Háteigskirkju á uppstigningardag. Einn-
ig er opið 19. og 20. maí. Alla dagana er opið kl. 13–
17 og aðgangur er ókeypis. Á uppstigningardag
verður Kvenfélag Háteigskirkju með kaffisölu.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Dagsferð
eldri borgara með kirkjunni. Lokað í Garðabergi í
dag.
Félagsstarf Gerðubergs | Í dag fellur starfsemi nið-
ur. Gerðubergskórinn syngur við útvarpsmessu kl.
11 í Háteigskirkju og kl. 14 við messu í Fella- og
Hólakirkju. Stjórnandi Kári Friðriksson. Á morgun
kl. 10 er Bragakaffi, á eftir er létt ganga um ná-
grennið. S. 575 7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði 1, Norðurbrún 1
og Dalbraut 18–20. Fimmtudaginn 24. maí verður
farið í Fræðasetrið í Sandgerði. Lagt verður af stað
kl. 13 frá Norðurbrún og síðan teknir aðrir farþegar.
Uppl. og skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í
Furugerði í s. 553 6040 og á Dalbraut í s.
588 9533.
Hvassaleiti 56–58 | Árleg handverkssýning verð-
ur haldin dagana 20.–22. maí, sýndir verða munir
sem unnir voru í félagsstarfinu í vetur. Kaffi og gott
meðlæti, allir velkomnir. Opið kl. 13–17 alla dagana.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja, framsögn, trésmíð-
ar, leikfimi, myndlist, skapandi skrif, félagsvist, bók-
menntahópur, tölvuleiðbeiningar, gönguferðir,
ljóðalestur, ljóðagerð, söngur, bútasaumur,
morgunandakt og hugmyndabankinn alltaf opinn.
Til hvers langar þig? Kíktu við. S. 568 3132. asdis-
.skuladottir@reykjavik.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og lista-
smiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
| Skál í kvöld kl. 19 í félagsheimili Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. All-
ir velkomnir.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera.
Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13.15–14 leikfimi. Kl. 14.15
félagsvist.
Kirkjustarf
Áskirkja | Á uppstigningardag verður guðsþjón-
usta á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá
sóknarprests og djákna heimilisins. Félagar úr kór
Áskirkju leiða söng. Safnaðarfélag Áskirkju býður
upp á kaffihlaðborð eftir guðsþjónustuna. Kirkju-
bíllinn ekur.
Digraneskirkja | Dagur aldraðra. Messa kl. 14. Sr.
Sigurður Pálsson predikar, sr. Gunnar Sigurjónsson
og sr. Magnús Björn Björnsson þjóna fyrir altari.
Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju
syngur. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.
www.digraneskirkja.is.
Laugarneskirkja | Messa kl. 14. Dagur aldraðra. Sr.
Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt Sigurbirni Þor-
kelssyni meðhjálpara, fulltrúum þjónustuhóps,
Gunnari Gunnarssyni organista og kór Laugarnes-
kirkju. Terta og kaffi eftir messu. Í kaffinu verða
sungin íslensk sumarlög við undirleik Gunnars
Gunnarssonar.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum hjá
prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar-
innar.
50ára. Ólafur HafsteinnJónsson húsasmíða-
meistarari, Þóristúni 13, Sel-
fossi, verður fimmtugur föstu-
daginn 18. maí. Af því tilefni
ætla hann og fjölskylda hans
að taka á móti gestum laugar-
daginn 19. maí á Hótel Sel-
fossi milli kl. 20 og 23.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 17. maí, 137. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.)
Ámorgun, föstudag stendurHáskólinn á Bifröst fyrirkynningu á meistaranámi viðháskólann. Kynningin fer
fram á Reykjavík Hótel Centrum í
Aðalstræti, frá kl. 12.30 til 15.
Eiríkur Bergmann Einarsson er dós-
ent og forstöðumaður Evrópufræðaset-
urs við Háskólann á Bifröst: „Boðið er
upp á námsleiðir á meistarastigi í
menningarstjórnun, lögfræði og í al-
þjóðlegri bankastarfsemi og við-
skiptum. Nú kynnum við einnig endur-
bætt meistaranám í Evrópufræðum
með áherslu á Austur-Evrópu,“ segir
Eiríkur.
„Samfélög Austur-Evrópu eru í ör-
um vexti og fyrirsjáanlegt að svæðið
verði mjög mikilvægt fyrir viðskipta-
hagsmuni Íslendinga í náinni framtíð.
Við þekkjum dæmi af íslenskum við-
skiptamönnum sem hafa verið að hasla
sér völl á þessum slóðum og gengið
býsna vel, og eru áherslur viðskiptalífs-
ins að færast æ austar í Evrópu,“ út-
skýrir Eiríkur. „Hins vegar höfum við
harla litla þekkingu á þessu svæði,
menningu þjóðanna, efnahagskerfi og
viðskiptalegu umhverfi og er mikilvægt
að mennta fólk hér á landi til þess að
skilja þessi samfélög og grípa þau stóru
tækifæri sem þar er að finna.“ Evrópu-
fræðanámið er þverfaglegt nám: „Í
náminu mætast stjórnmálafræði, hag-
fræði og sagnfræði. Meðal annars er
farið ítarlega í efnahagskerfi Evrópu-
ríkja, samrunaþróun Evrópu og sögu
auk þess að skoða stöðu Íslands í
evrópsku samstarfi. Markmið námsins
er að búa nemendur undir þátttöku í
evrópsku og öðru fjölþjóðlegu sam-
starfi. Námið er mjög einstaklings-
miðað og fjölbreyttar áherslur í boði,
svo hægt er að sníða námið að mark-
miðum nemandans,“ segir Eiríkur.
„Námið er blanda af fjarnámi og stað-
arnámi svo hægt er að stunda nám með
vinnu. Á sumrin stunda nemendur
staðarnám í 5 til 6 vikur á Bifröst en
yfir vetrartímann eru haldnar vinnu-
helgar í skólanum og fer kennsla þess á
milli fram með fjarkennslu. Einnig er
boðið upp á námsferðir erlendis: Farið
er árlega til Brussel og heimsóttar
meginstofnanir Evrópusambandsins,
sendiskrifstofur Íslands og aðrar mikil-
vægar alþjóðastofnanir á svæðinu.“
Nánar um námið á www.bifrost.is.
Menntun | Endurbætt meistaranám í Evrópufræðum meðal námsleiða í boði á Bifröst
Gríðarleg tækifæri í A-Evrópu
Eiríkur Berg-
mann Einarsson
fæddist í Reykja-
vík 1969. Hann
lauk BA í stjórn-
málafræði frá HÍ
1995 og meistara-
gráðu í alþjóða-
stjórnmálum frá
Kaupmannahafn-
arháskóla 1998. Hann leggur nú stund
á doktorsnám við HÍ. Eiríkur starfaði
sem blaðamaður, framkvæmdastjóri
Leikfélags Íslands og aðjúnkt og verk-
efnastjóri Evrópumála hjá HÍ. Hann
var yfirmaður Íslandsdeildar sendi-
ráðs ESB í Ósló. Hann hefur verið dós-
ent við Háskólann á Bifröst og for-
stöðumaður Evrópufræðaseturs frá
2005. Eiríkur er í sambúð með Aino
Freyju Jarvela leikara og eiga þau
samanlagt þrjú börn.
Tónlist
Barinn | Arctic Wave Records (IS)
& Heineken Music bjóða upp á
Baroque Records á Íslandi þann
18. maí. Þar mun Keith Mcdonnell,
eigandi Baroque Records, spila
framsækna house-tónlist. Heine-
ken Music, Barinn og Arctic Wave
Records tryggja að frítt verður inn
þetta kvöld.
DOMO Bar | Kl. 21. Kvintett Andr-
ésar Þórs leikur tónlist eftir
trompetleikarann Dave Douglas,
sem er einn af atkvæðamestu
djasstónlistarmönnum samtím-
ans. Andrés Þór Gunnlaugsson,
gítar, Sigurður Flosason, altó sax,
Eiríkur Orri Ólafsson, trompet,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson,
kontrabassi, Scott McLemore,
trommur.
Seltjarnarneskirkja | Vortónleikar
Kyrjanna í dag kl. 17. Yfirskrift tón-
leikanna er „Ástir og rómantík“
og sungin verða íslensk og ensk
lög í þeim anda undir stjórn
Sigurbjargar Hv. Magnúsdóttur.
Píanóleikari Kyrjanna er
Halldóra Aradóttir og Daníel
Friðrik Böðvarsson sér um
gítarleik.
Myndlist
Keflavíkurkirkja | Myndlistarsýn-
ing listakonunnar Sossu verður
opnuð formlega í dag, uppstign-
ingardag. Sýnd verða verk sem
sérstaklega eru máluð í tilefni sýn-
ingarinnar. Dagskráin hefst með
guðsþjónustu kl. 14, sr. Björn Jóns-
son þjónar fyrir altari. Eldeyjarkór-
inn syngur við messuna. Að henni
lokinni verður dagskrá þar sem dr.
Gunnar Kristjánsson prófastur
flytur erindi um myndlist og trú.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Nánar á keflavikurkirkja.is.
Dans
Hótel Borg | Í kvöld verður hægt
að dansa argentínskan tangó í
Gyllta salnum á Hótel Borg við
argentínska tangótónlist, DJ
Þórður. Dansleikurinn hefst kl. 21,
aðgangseyrir 500 kr. Opinn tími
fyrir byrjendur kl. 20–21, Daði og
Dísa kenna.
Uppákomur
Saltfisksetrið í Grindavík |
Grindavíkurbær og Saltfisksetrið
bjóða upp á þjóðháttakynningu
sem hefst með erindi og leiðsögn í
Saltfisksetrinu 19. maí kl. 11. Kl.
13.15: rútuferð að Selatöngum,
gengið um svæðið með leiðsögn
og síðan gengið að Ísólfsskála.
Heimkoma um kl. 17, sjá nánari
kynningu á www.grindavik.is.
Fréttir og tilkynningar
Rauði krossinn | Garðabæjardeild
Rauða kross Íslands auglýsir eftir
garni eða garnafgöngum fyrir
prjónahóp deildarinnar. Tökum á
móti garni í Hrísmóum 4. Getum
líka sótt. Sími 565–9494.
Fyrirlestrar og fundir
Oddi - stofa 101 | 18. maí kl. 12 í
Odda 101. Alþjóðamálastofnun HÍ,
Sagnfræðingafélagið og breska
sendiráðið bjóða til fyrirlestrar
Peters Hennessy, prófessors við
University of London. Hann kallar
erindi sitt „Britain and Europe:
The Emotional Deficit“ og skoðar
hvers vegna eyþjóðin hefur sér-
stæða sýn á Evrópusamrunann.
Rangárþing ytra | Árleg Odda-
stefna Oddafélagsins verður í
Heklusetri á Leirubakka í Land-
sveit 19. maí nk. kl. 13–17. Fram-
saga: Árni Daníel Júlíusson, Eirík-
ur Þormóðsson, sr. Guðbjörg
Arnardóttir, Guðrún S. Gísladóttir,
Hreinn Óskarsson, Sigurður Sig-
urðarson, Valgerður Brynjólfs-
dóttir og Þór Jakobsson.
ReykjavíkurAkademían | Dr.
Chung-ying Cheng, prófessor í
heimspeki við University of Hawa-
ii, heldur fyrirlestur (á ensku) á
vegum Félags áhugamanna um
heimspeki kl. 20.30. Hvernig ber-
um við saman vestræna og kín-
verska heimspeki og hver er
ávinningurinn? Cheng segir þess-
ar hefðir beina sjónum að ólíkum
víddum veruleikans.
Frístundir og námskeið
Slysavarnarfélagið Mannbjörg |
Unglingadeildin Strumpur, sem er
deild innan slysavarnardeildar
Mannbjargar í Þorlákshöfn, ætlar
að fara í áheitagöngu til söfnunar
fyrir námskeið sem verður haldið í
Gufuskálum í júlí. Gangan hefst
klukkan 9 að morgni þann 19. maí.
Gengið verður frá skýli slysa-
varnardeildarinnar í Þorlákshöfn.
Slysavarnardeildin biður alla þá,
sem hafa ráð á, um liðveislu.
Reikningsnúmer slysavarnardeild-
arinnar er 015–26–2003 og kenni-
talan 460387–2569.
KVENNAKÓRINN Kyrj-
urnar fagnar 10 ára afmæli
sínu í dag með veglegum af-
mælistónleikum í Seltjarn-
arneskirkju kl 17. Stjórn-
andi er Sigurbjörg Hvann-
dal Magnúsdóttir en
yfirskrift tónleikanna er
„Ástir og rómantík“ og á
efnisskránni er fjölbreytt
blanda af íslenskum og er-
lendum lögum.
Syngja um ástir
með ljúfum hreim
Morgunblaðið/Ómar
Stop! - in the name of love syngja Kyrjurnar í hér með viðeigandi látbragði. Þær syngja
líka lög sem Ellý Vilhjálms gerði þjóðkunn og góðkunningja eins og Besame Mucho.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
FRÉTTIR
STOFNUN stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir málstofu
um ríkisstjórnir föstudaginn 18. maí nk. kl. 14-16. Málstofan fer
fram á ensku og fer fram í stofu 202 í Odda. Þrjú erindi verða flutt
á málstofunni.
Indriði H. Indriðason, dósent við Háskóla Íslands og fellow við
Oxford-háskóla, fjallar um það með hvaða hætti ríkisstjórnir geta
haft taumhald á ráðherrum sínum og kynnir nýjar rannsóknir á því
efni.
Christopher Kam, lektor við University of British Columbia
fjallar um það með hvaða hætti forsætisráðherrar geta beitt völd-
um sínum í ríkisstjórnum og hvernig sé líklegt að þeir tímasetji
uppstokkun á ráðherraliði.
Loks fjallar Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Ís-
lands, um nokkur sérkenni íslenskra ríkisstjórna samanborið við
önnur lönd og mögulegar skýringar á þeim.
Að loknum erindum verða umræður. Fundarstjóri er Ólafur Þ.
Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands.
Aðgangur er öllum heimill.
Málstofa um ríkisstjórnir
-hágæðaheimilistæki
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 -www.eirvik.is
Beint
á borðið
Cristel, einstakir pottar, pönn-
ur og eldhúsáhöld frá Frakk-
landi. Framúrskarandi hönn-
un, úr hágæða stáli. Cristel
pottarnir mæta ströngustu
kröfum um þægindi, gæði og
glæsileika og á þeim er lífs-
tíðarábyrgð.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is