Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 46
Hún bað mig um
nokkrar mínútur til
undirbúnings, mætti svo til
leiks og grét eins og hetja…
» 49
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG VINN hjá MTV tónlistarstöðinni í New
York og er hlutverk mitt þar að semja tónlist
og skipuleggja allskonar uppákomur,“ segir
tónlistarmaðurinn Anna Halldórsdóttir.
„Þegar MTV bauð mér vinnuna fyrir um
mánuði ákvað ég að prófa þetta í a.m.k ár og
sjá hvernig mér líkar. Það er góður andi hjá
stöðinni og skemmtilegur hópur sem starfar
þar.“
Anna, sem er fædd og uppalin á Akranesi,
flutti til New York árið 2003 þegar henni var
boðið að vinna tónlist fyrir heimildamyndina
Kiran over Mongolia.
„Ég var búsett í Staðarsveit á Snæfellsnesi
og var að semja tónlist fyrir sjálfa mig og
SagaFilm og bróðir minn kemur þangað í
heimsókn með bandarískan vin sinn, Joseph
Spaid, sem er kvikmyndagerðarmaður. Hann
heyrði það sem ég var að gera og hafði sam-
band við mig viku seinna og spurði hvort ég
vildi koma til New York og vinna með honum
að heimildamyndinni. Síðan vildi svo
skemmtilega til að þessi kvikmyndaleikstjóri
og ég urðum ástfangin og erum núna gift.
Svona er heimurinn skrítinn,“ segir Anna og
hlær en henni fannst svolítið sérstakt að
stökkva úr kyrrðinni í Staðarsveit og í öng-
þveitið og hávaðann í New York.
Um mongólskan arnartemjara
Heimildarmyndin sem um ræðir, Kiran
over Mongolia, fjallar um Kasaka af hirð-
ingjaætt í Mongólíu. Sjónin beinist að ungum
manni sem ákveður að feta í fótspor afa síns
og gerast arnarveiðimaður. Hann fer á flakk
til að leita sér að meistara sem kennir honum
að temja og veiða eftirsóttasta örninn sem
kallast Kiran.
„Það var mikið ævintýri að koma að þess-
ari mynd, við heimsóttum Mið-Austurlönd og
flökkuðum víða um Evrópu til að sýna mynd-
ina en við höfum farið með hana á yfir þrjátíu
kvikmyndahátíðir og unnið til tvennra verð-
launa. Myndin var frumsýnd 2005 og hefur
vakið mikla athygli enda falleg saga sem
snertir fólk djúpt. Núna í vor var okkur boðið
að sýna í hinu stórkostlega Ruben safni í
New York. Við sýndum hana sjö sinnum þar,
alltaf fyrir fullu húsi. Bæði Wim Wenders og
Martin Scorsese voru þar með eigin uppá-
komur og náðum við að kynna myndina okk-
ar fyrir þeim báðum.“
Valin bjartasta vonin
Árið 1996 gaf Anna út geisladiskinn Villtir
morgnar og var í kjölfarið valin bjartasta
vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 1997.
Ári síðar kom frá henni diskurinn Undravef-
urinn en síðan þá hefur hún ekki gefið út
neitt efni.
„Eftir Undravefinn flutti ég til Hollands og
fór að vinna aðra tónlist svo það kom aldrei
upp hjá mér að gefa út aðra plötu á þessum
tíma. Nú er ég örugglega búin að semja tón-
list á nokkrar plötur en það var ekki fyrr en
nýlega sem ég fann aftur löngun hjá mér til
að gefa hana út. Tilfinningin til að skapa hef-
ur aldrei yfirgefið mig, ég er með upptökuver
heima og get því samið þegar mér líður
þannig. Það gæti vel komið diskur frá mér á
næstu árum,“ segir Anna sem á ekki langt að
sækja tónlistarhæfileikana því afi hennar var
Theódór Einarsson sem samdi m.a hið þjóð-
þekkta lag „Kata rokkar“.
Suðupottur hæfileika
Spurð hvort það sé ekki harður heimur að
vinna í tónlist í New York segir Anna það svo
vera.
„Það er mikil samkeppni og þetta er suðu-
pottur af hæfileikafólki. Þegar ég kom hingað
fyrst varð ég fyrir smá menningarsjokki því
þrátt fyrir allan glamúrinn er eymdin líka
töluverð. Ég vaknaði upp fyrir eymd annarra
og ákvað að stofna prjónasamtökin All We
Knit Is Love, sem prjónar föt fyrir mun-
aðarleysingjahæli í Mongólíu, Afganistan,
Indlandi og Nepal.“
Anna og eiginmaður hennar koma reglu-
lega í heimsókn til Íslands og segir hún það
draum þeirra að geta dvalist meira hér en
það sé erfitt vinnunnar vegna.
„Ég reikna með að vera í New York í ein-
hvern tíma, við hjónin erum uppfull af hug-
myndum og Joseph er núna að vinna að
handriti að leikinni mynd sem tökur hefjast á
eftir rúmt hálft ár í Bandaríkjunum,“ segir
Anna sem ætlar að halda sig við sjálfstæða
kvikmyndaheiminn og rennir ekki hýru auga
til Hollywood. „Það er skrítinn og erfiður
heimur, tónlistin í Hollywood-myndunum er
líka oft svo yfirdrifin, það er eins og áhorf-
andanum sé ekki treystandi til að fá sín eigin
hughrif og allar tilfinningar verður að segja
með tónlist, svo ég tel það ekki vera minn te-
bolla.“
Arnarveiðimaður Kasakinn af hirðingjaætt sem fjallað er um í Kiran over Mongolia.
RENNIR EKKI
HÝRU AUGA TIL
HOLLYWOOD
ANNA HALLDÓRSDÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR VINNUR HJÁ MTV
Í NEW YORK OG SEMUR TÓNLIST FYRIR KVIKMYNDIR
Farsæl Anna Halldórsdóttir tónlistarmaður
var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlist-
arverðlaununum fyrir tíu árum síðan.
WWW.KIRANOVERMONGOLIA.COM
WWW.ALLWEKNITISLOVE.COM
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
EINS og fram kom í Morgunblaðinu
síðastliðinn föstudag höfðu þær
fregnir borist frá Bandaríkjunum að
Íslendingur væri á meðal þeirra sem
komust í 50 manna hóp sem taka
mun þátt í nýjum raunveru-
leikaþætti, On the Lot. Þessar fregn-
ir hafa nú verið dregnar til baka.
„Það er enginn Íslendingur í þessum
50 manna hópi þrátt fyrir að við höf-
um fengið ákveðnar tilkynningar um
að svo yrði,“ segir Björn Þórir Sig-
urðsson, dagskrárstjóri hjá Skjá ein-
um. Fréttatilkynning um þátttöku
Íslendingsins barst frá Skjá einum í
síðustu viku, auk þess sem auglýs-
ingar þar að lútandi hafa verið sýnd-
ar á stöðinni að undanförnu. „Það
var mín ákvörðun að fara af stað með
þetta áður en þetta yrði tilkynnt á
blaðamannafundinum í gær [í fyrra-
dag]. Mistökin liggja hjá mér, að
hafa hlaupið til,“ segir Björn, en bæt-
ir við að Íslendingur hafi vissulega
komið til greina, upplýsingar frá
framleiðendum þáttarins hafi hins
vegar verið nokkuð misvísandi. „Ég
nenni ekki að fara að standa í ein-
hverju stríði við þá þarna úti, þetta
er búið og gert og við sitjum uppi
með þetta. Maður var kannski svona
bjartsýnn af því að Rock Star gekk
vel í fyrra, og treysti á að þetta
myndi virka aftur.“
On the Lot er raunveruleikaþáttur
sem þeir Mark Burnett og Steven
Spielberg framleiða, en hann snýst
um keppni milli kvikmyndagerð-
armanna. Að sögn Björns stóð til að
reyna að sýna þættina í beinni út-
sendingu, en ekkert verður af því úr
því sem komið er. Þættirnir verða þó
sýndir eins og upphaflega stóð til.
„Svona lærir maður lexíurnar,“ segir
Björn að lokum.
Matthías Árni Ingimarsson
Raunveruleiki Mark Burnett, annar af framleiðendum On the Lot, stillir
sér upp á blaðamannafundi í Los Angeles á þriðjudaginn var.
Enginn Íslendingur í On the Lot