Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 53
THE REAPING kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
GOAL 2 kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
BLADES OF GLORY kl. 10:10 B.i. 12 ára
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
SPIDER MAN 3 kl. 5 - 8 - 10 B.i. 10 ára
NEXT kl. 8 B.i. 16 ára
BLADES OF GLORY kl. 6 LEYFÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
WWW.SAMBIO.IS
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
STÓRSTJÖRNUR ÚR
Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý...
Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður?
REAL MADRID... 25.000 MANNS
Á AÐEINS 10 DÖGUM!
eee
S.V. - MBL
A.F.B - Blaðið
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
S.V.
FORSALA HAFIN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA !
Ég tók strætó í vinnuna umdaginn. Það þykir mönnumkannski ekkert sérstaklega
merkilegt en fyrir mér er það stór-
merkilegt, því ég hef ekki tekið
strætó á Íslandi í mörg ár. Og það
sem meira er, mér tókst að klára
jólabókina mína! Um það bil fimm
mánuðum eftir að ég opnaði hana.
Og hvers vegna var ég svona
lengi að klára jólabókina? Það eru
ýmsar ástæður fyrir því en í stuttu
máli þá gaf ég mér aldrei tíma í að
klára hana. Las nokkrar blaðsíður í
einu með löngu millibili. Þannig á
maður ekki að lesa bækur, ég veit
það og fussumsvei! En það var bara
alltaf eitthvað annað sem þurfti að
gera, til dæmis að horfa á skemmti-
legan sjónvarpsþátt eða setja upp
loftljós.
Ekki svo að skilja að ég njóti þess
ekki að lesa góða bók, fátt er betra.
En maður geymir það oft þar til
maður er háttaður og bóklestur
undir sæng er afar svæfandi. Besti
staðurinn og stundin til bóklesturs
er nefnilega í strætó á morgnana.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér ífyrrnefndri strætóferð. Fyrir
ekki svo löngu síðan bjó ég í stór-
borg og þurfti að fara allra minna
ferða í strætó eða með lest. Ég kaus
heldur strætó en að ferðast neð-
anjarðar.
Morguninn hófst á því að ég
keypti mér kaffi og smjördeigshorn
á Starbuck’s (af því kaffið er af-
greitt með ótrúlegum hraða þar og
hornin eru bragðgóð). Þá tók við
bóklestur í strætó sem gat orðið allt
að klukkustundar langur, ef um-
ferð var þung.
En maður fann ekkert fyrir ferð-
inni á áfangastað, nærði líkama og
sál, sáttur við Guð og menn á með-
an ökumenn flautuðu og görguðu
fyrir utan og fengu magasár.
Á Íslandi eiga allir bíl og fáirtaka strætó. Þar sem ég sat í
strætó um daginn, ásamt einum
öðrum, á leið upp í Hádegismóa við
Rauðavatn, velti ég því fyrir mér
hvernig bókaþjóðin mikla hefði
svona mikinn tíma til að lesa allar
bækurnar sem hún kaupir. Kannski
liggja þær hálflesnar á náttborðum
þjóðarinnar. Er þetta kannski allt í
plati, erum við ekki bara sjónvarps-
þjóð? Væri ekki nær að taka strætó
og klára allar ólesnu jólabækurnar
í stað þess að leiðast á rauðu ĺjósi?
Margir kvarta undan leiðakerf-
inu á höfuðborgarsvæðinu og víst
er að það er ekki það besta í heimi.
En er ekki allt í lagi að vera 10 eða
20 mínútum lengur á leið í vinnu, ef
maður getur setið í rólegheitum,
lesið góða bók, borðað smjördeigs-
horn, drukkið kaffi (mæli með
Kaffitári) og haft það huggulegt?
Fækkað bílum í þungri umferðinni
um einn og þar af leiðandi dregið
úr útblæstri? Maður er heldur ekk-
ert að pirra sig á öðrum ökumönn-
um í strætó, strætó hefur róandi
áhrif á mann. Strætó er góður.
Nú er þessi listapistill orðin stórog mikil auglýsing fyrir
Strætó, sem var alls ekki ætlunin.
Stjórnendur þar á bæ mættu alveg
lækka fargjöldin, þau eru fullhá. Þá
gætu farþegar eytt meiru í bækur,
smjördeigshorn og kaffi.
Tilgangur pistilsins var sá að
benda á tengsl almennings-
samgangna og listar. Strætóferðir
eru andlega nærandi.
Allir í strætó með góða bók!
Lesið í strætó
Morgunblaðið/Kristinn
Strætó Að lesa í strætó er góð skemmtun. Þar geta menn klárað allar ólesnu jólabækurnar.
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
» Stjórnendur þar ábæ mættu alveg
lækka fargjöldin, þau
eru fullhá. Þá gætu far-
þegar eytt meiru í bæk-
ur, smjördeigshorn og
kaffi.
helgisnaer@mbl.is
STEVEN Spielberg og Peter Jack-
son ætla að vinna saman að gerð
þriggja kvikmynda um hina ástsælu
teiknimyndapersónu Tinna, sem er
Íslendingum að góðu kunn. Tinni er
sköpunarverk belgíska teiknarans
Hergé, sem hét réttu nafni George
Remi. Þeir Spielberg og Jackson eru
báðir heimskunnir og virtir kvik-
myndaleikstjórar og geta aðdáendur
Tinna því farið að hlakka til.
Hergé gerði 23 teiknimyndabæk-
ur um blaðamanninn unga og vini
hans, sem lentu í ýmsum stórkost-
legum ævintýrum.
Leikstjórarnir munu hafa umsjón
með að minnsta kosti einni mynd
hvor, en þær verða unnar með staf-
rænni þrívíddartækni. Spielberg
hefur unnið að því í aldarfjórðung að
fá leyfi til að kvikmynda Tinna, en
það tókst loks á þessu ári.
Bækur Hergé um Tinna urðu 23
og unnar á árunum 1929 til 1976.
Þær hafa verið þýddar á 50 tungu-
mál og yfir 200 milljónir eintaka
hafa verið seldar víða um heim.
Fyrirtæki Jacksons, WETA Digi-
tal, sem sá um tölvuvinnslu og teikn-
ingar fyrir kvikmyndirnar um
Hringadróttinssögu, bjó til 20 mín-
útna prufumynd fyrir Tinna-
verkefnið og voru þar allar persónur
sögunnar sjáanlegar, m.a. Kolbeinn
kafteinn, Skapti og Skafti, Vandr-
áður prófessor og hundurinn Tobbi.
Tinni á
hvíta
tjaldið
Ástsælir Tinni og félagar.