Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 56
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Reiðarslag fyrir Flateyri
Kambur hf. á Flateyri hefur hafið
viðræður um að selja talsverðan
hluta fiskveiðiheimilda sinna og ein-
hver skipa sinna. Ljóst er að þetta er
reiðarslag fyrir Flateyri þar sem
Kambur er aðalvinnustaður bæj-
arins. » Forsíða
Ákærð fyrir netbankasvik
Fjórir viðskiptavinir Glitnis á Ak-
ureyri hafa verið ákærðir fyrir um
30 milljóna króna umboðssvik með
því að hafa nýtt sér kerfisvillu í
gjaldeyrisviðskiptakerfi netbank-
ans. » 2
Fjölbreytt afþreying
Fræðsla, listir, fjölbreytt af-
þreying og útivist verður í fyrirrúmi
í Viðey í sumar þegar starfsemin á
eyjunni verður endurreist. Þar
verða t.a.m. reiðhjól til afnota, gjald-
frjáls fyrir gesti, og ferðum í Viðey
verður fjölgað verulega. » Miðopna
Vill semja um afsögn
Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóða-
bankans, hefur reynt að ná sam-
komulagi við framkvæmdastjórn
bankans sem fæli í sér að hann segði
af sér. » 17
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Bílar og breskur húmor
Staksteinar: Tilveran á Fróni
Forystugreinar: Lúðustofninn í
hættu | Úlfur, úlfur
UMRÆÐAN»
Fullorðið fólk með framtíðarsýn
Lyfjagleði og áhugaleysi
Málefni Njálsgötu 74
Nú er mál að linni, Hjörleifur
Óttast bólueinkenni í Kína
Sókn í virðuleika ræður för
Nýmarkaðir eru flaggskipið
Frá skosku hálöndunum til ísl. lögm.
VIÐSKIPTI»
0 9' - *
: / 2"
! 2!"
2!
2""
! 2! !2!
"!2 ! 2 2"
2 !2"
2! !2"
"!2 !2 "
, 4 %7 '
!2 ! 2! 2! 2 ! 2! "!2""
;<==>?@
'AB?=@5:'CD5;
4>5>;>;<==>?@
;E5'44?F5>
5<?'44?F5>
'G5'44?F5>
'8@''5/H?>54@
I>C>5'4AIB5
';?
B8?>
:B5:@'8*'@A>=>
Heitast 10° C | Kaldast 3° C
Austan og NA 10–
20 m/s og rigning
sunnan til. Hægari
og þurrari fyrir
austan. » 10
Anna Halldórsdóttir
vinnur hjá MTV og
samdi tónlist fyrir
heimildarmynd um
mongólskan arn-
artemjara. » 47
TÓNLIST»
Ekki til
Hollywood
LAGALISTINN»
Heilinn orðinn vinsælli
en lófinn. » 52
Birta segir í öðrum
Cannes-pistli sínum
frá kvikmynda-
stjörnum á rauða
dreglinum og grát-
andi söngkonu. » 49
CANNES»
Norah Jones
grætur
KVIKMYNDIR»
Tinni og félagar í þremur
kvikmyndum. » 53
FÓLK»
Útrás Silvíu Nætur er
á næsta leiti. » 51
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Björn lýs. áhyggjum af stj.m.
2. Ný kynslóð lágvöruverslana
3. Rúml. 2.500 strikuðu yfir Björn
4. Richards og Sambora slíta samb.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
„TILGANGURINN var að hjálpa
óákveðnum kjósendum að sjá hvað þeir vildu
kjósa samkvæmt stefnuskrám flokkanna,“ segir
Páll Ingi Kvaran um spurningalista á slóðinni
xhvad.bifrost.is sem nokkra athygli vakti í að-
draganda nýliðinna kosninga. Þátttaka fór fram
úr björtustu vonum spyrjenda en samkvæmt
upplýsingum Inga Páls svöruðu allt að 73.000
manns spurningunum. „Nálægt 100.000 manns
heimsóttu síðuna, þannig að þetta er nú ágæt-
ishluti af íslensku þjóðinni,“ segir Páll Ingi og
að viðbrögðin hafi verið mjög jákvæð.
Aðdragandi málsins er sá að nemendur á Bif-
röst unnu könnunina sem misserisverkefni á
haustönn. Sex nema hópur í heimspeki, hag-
fræði og stjórnmálafræði vann verkefnið.
„Við rýndum í stefnuskrá flokkanna og
bjuggum til spurningar í kringum það sem
flokkana greinir á um. Þegar því var lokið stóðu
eftir tíu spurningar en svo bættum við einni við
þegar Íslandshreyfingin kom til sögunnar,“ seg-
ir Páll Ingi og að hann hafi orðið þónokkuð var
við að fólk hafi ætlað að kjósa samkvæmt nið-
urstöðunum sem það fékk út úr xhvad.bifröst.is.
Hann segir að það hafi komið mjög á óvart
hversu margir tóku þátt í verkefninu. „Við vor-
um að miða við að kannski svona 5.000 manns
myndu heimsækja síðuna og þá hefðum við ver-
ið mjög ánægð. Þetta fór þannig fram úr okkur
björtustu vonum. Annað sem við tókum eftir, en
kom ekkert endilega á óvart, var hvort flokk-
arnir yfirhöfuð tækju afstöðu í ákveðnum mál-
um. Við sáum það t.d. að Samfylkingin tók
sjaldnast afstöðu en Sjálfstæðisflokkur og
Vinstri grænir tóku afstöðu til nánast allra
mála. Miðjuflokkarnir voru sem sagt miklu lík-
legri til að vera ekki með neina stefnu,“ segir
Páll Ingi.
Nemarnir báðu nokkra flokksbundna ein-
staklinga að svara og eftir því sem Páll Ingi seg-
ir kom stærstur hlutinn út í réttum flokki.
Þrátt fyrir að kosningum sé lokið getur verið
áhugavert fyrir þá sem ekki hafa þegar svarað
spurningunum að gera það og athuga hvort þeir
hafi í raun kosið samkvæmt sannfæringu sinni.
73.000 manns fengu
hjálp við að taka afstöðu
UNGVIÐINU, hvort sem það er tvífætt eða fjórfætt,
þykir gaman og gott að vera í sveitinni og Sveinn Svav-
ar fór nýlega í sveitaferð að Grjóteyri í Kjós. Hann var
sérstaklega hrifinn af kálfunum og horfðist innilega í
augu við þennan. Kannski þeir hafi skipst á hugsunum
um lífsins gagn og nauðsynjar svona í upphafi sumars.
Skipst á hugsunum?
Sveinn Svavar fór í sveitaferð
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
INNFLUTNINGUR hefur verið
takmarkaður að undanförnu á hnet-
um og fíkjum vegna myglusveppa-
eiturs, sem haft getur skaðleg áhrif á
heilsu manna. Einkum er hér um að
ræða pistasíur frá Íran, heslihnetur
og aðrar hnetutegundir frá Tyrk-
landi og jarðhnetur frá Kína.
Að sama skapi hefur innflutningur
á ýmsum kryddtegundum verið tak-
markaður þar sem fundist hefur
ólöglegt litarefni í þeim. Litarefni
þetta kallast súdanlitur og er eink-
um notað til að lita skó og klæði.
Þá hefur miklu magni af spænskri
papriku verið fargað hér á landi að
undanförnu vegna ólöglegra efna
sem fundist hafa í henni. | 24
Sveppaeitur
og litarefni
KOLBEINN
Sigþórsson,
knattspyrnumað-
urinn ungi í HK,
hefur fengið til-
boð frá enska
stórliðinu Arsen-
al. Þar á bæ hef-
ur verið fylgst
með honum um
langt skeið og Kolbeinn hefur farið
nokkrum sinnum til æfinga hjá Ars-
enal. Útsendarar frá Arsenal fylgd-
ust síðast með Kolbeini í úrslita-
keppni Evrópumótsins í Belgíu á
dögunum. Arsenal hefur einnig boð-
ið Kolbeini að fara með unglingaliði
félagsins á alþjóðlegt mót í Hong
Kong í næstu viku ef hann vilji fá
lengri tíma til að íhuga boðið. |
Íþróttir
Arsenal vill
fá Kolbein
♦♦♦