Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 139. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
HLÝTT Á TOPPNUM
ÞORVALDUR FJALLAGEIT KLÍFUR HUNDRAÐ
HÆSTU TINDA LANDSINS Á EINU ÁRI >> 19
ISC, EGILL ÓLAFS OG
GALM Á LISTAHÁTÍÐ
ÖLL HLJÓÐ
VERALDLEG MESSA >> 16
FLOKKSSTOFNANIR Sjálfstæð-
isflokksins samþykktu í gærkvöldi
myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar, sem
Geir H. Haarde verður í forsvari
fyrir. Miklar tilfæringar eru á
verkefnum einstakra ráðuneyta og
stórir málaflokkar færðir á milli
þeirra. Þannig verða m.a. sveitar-
stjórnarmál færð frá félagsmála-
ráðuneyti til samgönguráðuneytis
og lífeyrishluti almannatrygginga
fer til félagsmálaráðuneytis.
Flokksráð og þingflokkur Sjálf-
stæðisflokks funduðu í Valhöll í
gærkvöldi. „Flokksráð samþykkti
hér með lófataki fyrir stuttu síðan
að ganga til þessa samstarfs á
grundvelli stefnuyfirlýsingar sem
við formaður Samfylkingarinnar
höfum undirbúið og lagt fram
hvort í sínum flokki,“ sagði Geir H.
Haarde við blaðamenn að fundun-
um loknum. Hann sagði jafnframt
að skipting ráðuneyta milli flokks-
manna hefði verið samþykkt sam-
hljóða á fundi þingflokksins.
Þingflokkur og flokksstjórn
Samfylkingarinnar funduðu á Hót-
el Sögu þar sem samkomulag
flokkanna og ráðherralisti voru
samþykkt. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingarinn-
ar, sagði eftir fundina síðar um
kvöldið að flokksfólk liti björtum
augum á samstarfið við sjálfstæð-
ismenn.
Geir mun fyrir hádegi í dag fara
á fund forseta Íslands og greina
honum frá myndun ríkisstjórnar-
innar. Geir og Ingibjörg Sólrún
ætla að kynna stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar á blaðamanna-
fundi á Þingvöllum klukkan ellefu í
dag. Ríkisstjórnarskipti fara svo
fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Ráðherralistar samþykktir af þingmönnum og flokksstofnunum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í gærkvöldi
Ráðuneyti stokkuð upp
Menntamálaráðherra
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason
Umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Iðnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson
Forsætisráðherra
Geir H. Haarde
Utanríkisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen
Heilbrigðisráðherra
Guðlaugur Þ. Þórðarson
Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra Einar K.
Guðfinnsson
Félags- og tryggingaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir
Samgönguráðherra
Kristján L. Möller
Viðskiptaráðherra
Björgvin G. Sigurðsson
Stefnuyfirlýsing
stjórnarinnar
verður kynnt í dag
Ný ríkisstjórn
tekur við á ríkis-
ráðsfundi á morgun
RÁÐHERRAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
RÁÐHERRAR SAMFYLKINGARINNAR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
FÁTT kemur á óvart, þegar ráð-
herralisti Sjálfstæðisflokks í nýrri
ríkisstjórn er skoðaður, og þó.
Viðbúið var, að aðeins ein kona,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, yrði
ráðherra, hún verður áfram mennta-
málaráðherra. Aðrar konur í þingliði
Sjálfstæðisflokksins eru einfaldlega
of neðarlega á listum til þess að hafa
átt möguleika á ráðherrastól.
Konurnar í þingliði Sjálfstæðis-
flokksins eru ósáttar við hlut kvenna í
ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, en
segjast ánægðar með málefnasamn-
ing flokkanna og munu una niðurstöð-
unni.
Þingvallastjórnin, eins og viðmæl-
endur kölluðu hana, tók á sig mynd í
gærkvöldi, þegar formenn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar tilkynntu
verkaskiptingu og ráðherraskipan.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins flutti Geir H. Haarde ítar-
lega ræðu á flokksráðsfundi í Valhöll
og uppskar dúndrandi lófatak, eftir
að hann hafði kynnt stefnuyfirlýsingu
hinnar nýju ríkisstjórnar. Salóme
Þorkelsdóttir og Hjálmar Jónsson
voru þau einu sem kvöddu sér hljóðs á
fundinum og fögnuðu bæði stefnuyfir-
lýsingunni. Á þingflokksfundinum
bar Geir upp tillögu sína að ráðherra-
skipan Sjálfstæðisflokksins og var til-
lagan samþykkt samhljóða.
Guðlaugur Þór nýr ráðherra
Eini nýi ráðherrann frá Sjálfstæð-
isflokki í ríkisstjórninni er Guðlaugur
Þór Þórðarson, sem verður heilbrigð-
isráðherra. Hans bíða stór og krefj-
andi verkefni, en í stefnuyfirlýsing-
unni er m.a. kveðið á um það að leitað
verði nýrra rekstrarforma í heilbrigð-
iskerfinu.
Jafnframt er gert ráð fyrir því að
almennu tryggingarnar og málefni
aldraðra færist frá heilbrigðisráðu-
neyti yfir í félagsmálaráðuneyti, en
sjúkratryggingar verði áfram hjá
heilbrigðisráðuneyti. Talið er að
óánægjuradda um ráðherraskipan
muni helst gæta frá keppinautum
Guðlaugs um ráðherrastól, fólki eins
og Kristjáni Þór Júlíussyni, Guðfinnu
Bjarnadóttur og Bjarna Benedikts-
syni. Sturla Böðvarsson er bersýni-
lega mjög óhress með sitt hlutskipti,
að hverfa úr stól samgönguráðherra,
en fær þó sæmdarembætti forseta Al-
þingis.
Björn Bjarnason verður áfram
dómsmálaráðherra, en óvissa var um
það hvort hann fengi ráðherraemb-
ætti í þessari ríkisstjórn. Heimildir
Morgunblaðsins herma að líkur séu á
því að Björn Bjarnason hætti sem
ráðherra á miðju þessu kjörtímabili
og hverfi til annarra starfa. Sömu
heimildir herma, að líklegur arftaki
hans á dómsmálaráðherrastól verði
Bjarni Benediktsson. Það mun þó alls
ekki frágengið.
Fátt kemur á óvart, og þó
Þingkonur Sjálfstæðisflokks ekki glaðar með sinn hlut en ánægðar með
stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar Búist við að Björn Bjarnason hætti eftir 2 ár
Morgunblaðið/Sverrir
Fagnar Guðlaugur Þór Þórðarson
er nýr ráðherra Sjálfstæðisflokks.
Morgunblaðið/Sverrir
20.35 Geir H. Haarde kynnir ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eftir þingflokksfund í Valhöll.
Morgunblaðið/Golli
21.36 Ingibjörg Sólrún kynnir ráðherralista Samfylkingar eftir fundi flokksins á Hótel Sögu.
Ný stjórn | 2, 4 og miðopna