Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 7

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 7 Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ANDRÚMSLOFTIÐ á Flateyri þessa dagana einkennist af þeim tíðindum að útgerðafélagið Kambur hyggist selja allar sínar aflaheimildir. Þegar íbúar eru spurðir um stöðu mála vilja marg- ir ekki ræða málið og starfsfólk vinnslunnar, sem flest er af er- lendu bergi brotið, hleypur í burtu frá blaðamanni og ljós- myndara. Nokkrir staldra þó við og lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. Stan- islaw Kordek hefur búið hér á landi síðan árið 1991 og á Flat- eyri síðan 1995. Þessi skeggvaxni íslenski ríkisborgari ypptir öxlum og hlær þegar hann er spurður um hvað taki við. Nýverið keypti hann sér hús í bænum þar sem hann býr ásamt konu og þremur dætrum. „Ég veit ekki hvað ég geri. Hér er gott að búa og vil ekki fara.“ Randi, Filippseyingur sem búið hefur hér í tæpt ár, seg- ist trúa því að einhver taki við út- gerðinni og vinnslunni. Hann seg- ist ekki ætla að fara úr plássinu. Reið stjórnvöldum en halda í vonina um að byggðin lifi Starfsmaður fiskmarkaðarins sem hvorki vildi tala undir nafni né láta taka af sér mynd kallar eftir stefnu stjórnvalda í málum sjávarbyggðanna. „Við viljum ekki eitthvað sértækt, það fer þá bara líka, það sem vantar er að stjórnvöld ákveði hvað þau ætla að gera varðandi okkur í þessum litlu byggðum sem lifa á sjávar- útvegi.“ Fleiri eru sama sinnis. Á leik- skólanum Grænagarði starfar Elín Björg Þorvarðardóttir. Á leikskólanum eru 15 börn en fimm konur starfa við að gæta þeirra. Elín Björg segir að hverfi útgerð og fiskvinnsla sé alveg á hreinu að lítið verði eftir. „Mér finnst að stjórnvöld hafi ekki staðið sig. Ekki miðað við að ég flutti hingað fyrir einu ári síðan og þá var okk- ur lofað öllu fögru.“ Mikil reiði sé meðal íbúa og mörgum finnist stjórnmálamenn hafa gengið á bak orða sinna. Margir sjái eftir því hvernig þeir greiddu atkvæði á kjördag. Elín Björg segir íbúa Flateyrar hafa þurft að berjast fyrir því að fá að halda þeim þjónustustofn- unum sem í bænum eru. Því sé það reiðarslag að grundvöllur byggðarinnar sé nú e.t.v. á leið frá henni. „Mér finnst eins og það eigi bara allt að vera á Ísafirði. Samt vantar leikskólapláss þar og þá kemur ekki til greina að senda börn hingað þar sem nægt er plássið.“ Elín flutti til Flateyrar ásamt eiginmanni sínum fyrir ári síðan. Eins og margir hefur hún nýlega fjárfest í húsi á staðnum. „Við vilj- um bara vera á Flateyri því hér hefur okkur liðið vel. Hér er rosa- lega gott mannlíf og mig langar alls ekki að flytja aftur suður.“ Hún segist ekki halda að íbúarnir séu nú þegar farnir að hugsa sér til hreyfings. „Fólk ætlar að bíða og sjá til. Margir eiga húsnæði hér og vonast til að stjórnvöld geri eitthvað. Af þeim sem ég hef heyrt í ætlar enginn að gefast upp. Við verðum að vera bjartsýn og vonast til að eitthvað gerist.“ Óvissa hjá Flateyringum um framhaldið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áhyggjulaus Börnin á Flateyri þurftu ekki að hafa áhyggjur af atvinnumálum staðarins. Hinir eldri eru hins vegar ekki vissir um hvað taki við. Allir vona að út- gerðin og vinnslan verði keypt Stanislaw Kordek Elín Björg Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.