Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF héldu áfram að
hækka í verði í OMX kauphöllinni í
gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,57% og var 8.101 stig við lokun
markaða. Bréf Atlantic Petroleum
hækkuðu um 10,05% í dag, bréf
Teymis um 2,28% og bréf Bakkavar-
ar um 1,7%.
Krónan styrktist talsvert í gær, eða
um 1,1%, samkvæmt upplýsingum
frá Glitni. Gengi bandaríkjadollars er
62,08 krónur, breska pundsins
122,66 og evrunnar 83,54.
Vísitala yfir 8.100 stig
● BAUGUR Group hefur aukið hlut
sinn í fjölmiðlafyrirtækinu 365 með
kaupum á 81,2 milljónum hluta á
genginu 3,75. Andvirði viðskiptanna
er því um 305 milljónir króna. Til-
kynnt var um kaupin til kauphallar
OMX á Íslandi en Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs, er jafnframt
stjórnarformaður 365. Með viðskipt-
unum fer hlutur Baugs í 365 úr
29,40% í 31,76% af heildarhlutafé.
Ekki var tilkynnt hver seldi bréfin.
Tap á rekstri 365 hf. nam 35 millj-
ónum króna á fyrsta fjórðungi ársins
samanborið við 440 milljónir króna
á sama tímabili í fyrra. Sölutekjur fyr-
irtækisins námu 2,7 milljörðum
króna og jukust um 83 milljónir frá
sama tímabili 2006.
Baugur Group eykur
við sig í 365 hf.
● EIGNASTÝRINGARFYRIRTÆKIÐ
Boussard & Gavaudan hefur keypt
þrjú hundruð þúsund B-hluti í
sænska fjármálafyrirtækinu Invik
samkvæmt flöggunartilkynningu til
kauphallarinnar í Stokkhólmi. Kaup-
verðið er 229 sænskar krónur á
hlut. Þar með á Boussard & Gavaud-
an 5,84% hlut í félaginu en Mile-
stone hefur sem kunnugt er gert yfir-
tökutilboð í Invik.
Tilboð Milestone hljóðar upp á tvö
hundruð og þrjátíu krónur á hlut
þannig að taki Boussard & Gavaud-
an því mun félagið hagnast um eina
sænska krónu á hlut vegna þeirra
hluta sem fyrirtækið keypti nú, alls
þrjú hundruð þúsund sænskar krón-
ur.
Boussard & Gavaudan
kaupir hlut í sænska
fyrirtækinu Invik
ÞRIÐJI fjórðungur fjárhagsárs Al-
fesca var fyrirtækinu hagfelldur, en
nettósala jókst um tæp 13% og hagn-
aður jókst um 50% milli ára.
Hagnaður Alfesca á þriðja árs-
fjórðungi nam 1,3 milljónum evra
(um 110 milljónum króna), sem er
50% hækkun frá sama tímabili í
fyrra, eins og áður segir. Á fyrstu níu
mánuðum fjárhagsársins nam hagn-
aðurinn hins vegar 18,9 milljónum
evra, sem er 51% hækkun milli ára.
Hagnaður fyrir skatta og fjár-
magnsliði (EBITDA) nam 7,2 millj-
ónum evra sem er 28,6% aukning
milli ára, og 45,5 milljónum evra fyr-
ir fyrstu 9 mánuði ársins sem er
21,7% hækkun milli ára. Nettósala
nam 125,7 milljónum evra á þriðja
ársfjórðungi, sem er aukning um
12,8%. Nettósala nam 472,6 milljón-
um evra fyrstu níu mánuði ársins,
sem er 8% hækkun frá sama tíma í
fyrra.
Alfesca hefur samið um kaup á
franska fyrirtækinu Le Traiteur
Grec, sem framleiðir smurrétti úr
grænmeti. Kaupverðið nemur 19,7
milljónum evra, jafnvirði um 1,7
milljarða króna.
Nettósala franska fyrirtækisins
árið 2006 nam 12 milljónum evra og
hefur hún aukist um meira en 10% á
ári síðastliðin þrjú ár.
Hagnaður Alfesca
eykst um 50%
enn við þjónustuframboð bankans og
gera okkur kleift að ná fótfestu á lyk-
ilmarkaði, sem býður hvort tveggja í
senn upp á ört vaxandi efnahagslíf
og stöðugt rekstrarumhverfi.“ Segir
hann að með því að bæta eQ í sam-
stæðu Straums geti bankinn náð því
markmiði sínu að verða leiðandi nor-
rænn fjárfestingarbanki fyrr en ella.
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður Straums, segist
trúa því að rúm sé fyrir framsækinn
fjárfestingabanka á finnskum fjár-
málamarkaði. „Samstilltur kraftur
eQ og Straums-Burðaráss mun gera
þeim kleift að nýta þau tækifæri sem
þar gefast.“
Þungi starfsemi
Straums erlendis
Straumur kaupir finnska eQ-bankann fyrir 22 milljarða
Morgunblaðið/ÞÖK
Kaup Antti Mäkinen, forstjóri eQ, segist ánægður með kaup Straums á eQ.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Í KJÖLFAR kaupa Straums-Burð-
aráss fjárfestingabanka á finnska
bankanum eQ Corporation verður
svo komið að 70-80% tekna fyrirtæk-
isins koma frá öðrum löndum en Ís-
landi, auk þess sem hlutfall þóknana-
og hreinna vaxtatekna eykst úr 43%
í 50% af hreinum rekstrartekjum.
Straumur-Burðarás hefur keypt
meirihluta í eQ, sem sérhæfir sig í
eignastýringu, verðbréfamiðlun og
fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfir-
tökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í
eQ. Tilboðsverðið verður 7,60 evrur
á hlut og er samanlagt virði kaup-
anna og tilboðsins 260 milljónir evra,
eða um 22,2 milljarðar króna.
Bæta við eignastýringu
Meðal þess sem kaupin færa
Straumi-Burðarási er eignarstýring-
ardeild eQ, með um 1,7 milljarða
evra í umsýslu, en fyrir kaupin hafði
Straumur enga slíka deild.
Finnski bankinn sérhæfir sig m.a.
í verðbréfamiðlun, eignastýringu og
fyrirtækjaráðgjöf.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
Straums, segir kaupin gera bankan-
um kleift að bæta eignastýringu við
þjónustuframboð bankans og
stækka efnahagsreikning hans. Seg-
ir hann kaupin vera mikilvægt skref í
átt að þeim markmiðum sem
Straumur hafi sett sér. „Þau auka
Í HNOTSKURN
» Gert er ráð fyrir að eQmuni halda áfram sem
sjálfstætt fyrirtæki innan
samstæðunnar, undir eigin
nafni.
» Markmið Straums er aðbankinn verði með starfs-
stöðvar í a.m.k. 8 löndum árið
2009. Eftir kaupin er Straum-
ur þegar í 6 löndum.
» Eignir Straums nema nú6,2 milljörðum evra, en
markmiðið er að þær nemi 7,9
milljörðum eftir tvö ár.
FORSTJÓRI danska lágfargjalda-
flugfélagsins Sterling, Almar Örn
Hilmarsson, segir félagið ekki hafa
notið sannmælis í dönskum fjölmiðl-
um hvað varðar fréttaflutning af
deilum stjórnar félagsins við stétt-
arfélag flugmanna þess, en fyrirhug-
uðu verkfalli flugmanna Sterling var
nýlega frestað.
Sem dæmi segir Almar að rangt
hafi verið haft eftir Stefan Vilner,
upplýsingafulltrúa Sterling, í danska
blaðinu Berlingske Tidende fyrir
rúmri viku, en þar var haft eftir Viln-
er að Sterling þyldi í mesta falli
tveggja til þriggja daga verkfall,
enda sjóðir félagsins upp urnir.
„Við höfum það fyrir reglu í við-
ræðum sem þessum að upplýsa
starfsmenn um áhrif hugsanlegs
verkfalls á starfsemi fyrirtækisins
og hvað verkfallið muni kosta fyr-
irtækið. Svo fór að einhver flug-
mannanna fór með þær upplýsingar í
fjölmiðla og þær voru blásnar upp
með þeim hætti sem raun bar vitni.
Vilner sagði hins vegar aldrei að
Sterling þyldi verkfall ekki nema í
tvo daga,“ segir Almar.
Inngrip neytendasamtaka
Almar segir verkfallsboðunina
ekki hafa haft merkjanleg áhrif á
bókanir hjá flugfélaginu, þrátt fyrir
að talsmaður neytendasamtakanna
hefði séð ástæðu til að vekja athygli
almennings á ástandinu hjá Sterling
á þeim tíma. „Á þeim tíma sem ég
hef verið hér þá hefur SAS þurft að
takast á við verkföll og verkfallsboð-
anir, en neytendasamtökin hins veg-
ar ekki séð sig knúin til að tjá sig um
þau.“
Segir hann að erfitt sé að meta
raunveruleg áhrif boðunarinnar á
bókanir. „Bókanir voru í samræmi
við þróun undanfarinna mánaða þar
sem miðasala hefur aukist og hlut-
deild okkar á markaði sömuleiðis.
Auðvitað getur verið að salan hefði
orðið enn meiri hefði verkfalls-
boðunin ekki komið til, en það er
ómögulegt að segja til um það,“ segir
Almar.
Ósáttur við fréttaflutning
Forstjóri Sterling segir verkfallsboðun ekki hafa haft áhrif á bókanir
Pressan Almar Örn Hilmarsson er
óánægður með danska fjölmiðla.
FL GROUP hefur fjárfest í fjórum
fasteignaverkefnum í Bandaríkj-
unum fyrir 50 milljónir bandaríkja-
dala, um þrjá milljarða króna, í
samstarfi við Bayrock Group, sem
er alþjóðlegt fasteignafélag í
Bandaríkjunum. Um er að ræða tvö
fimm stjörnu hótel í samstarfi við
auðkýfinginn Donald Trump og
fleiri aðila, annað hótelið í Soho-
hverfinu í New York og hitt á
strönd Fort Lauderdale í Flórída.
Einnig verður ráðist í byggingu
hótels í Phoenix í samstarfi við Bay-
rock og þróun 13 ekru landsvæðis í
Whitestone í Queens og byggingu
lúxusíbúða þar. Áætlað er að verk-
efnunum verði lokið innan þriggja
ára. Bayrock Group hefur fjárfest í
fjölda þróunarverkefna og andvirði
þessara fasteigna er í dag rúmlega
fimm milljarðar dollara, um 425
milljarðar króna.
Haft er eftir Hannesi Smárasyni í
tilkynningu FL Group að um sé að
ræða spennandi verkefni sem falli
vel að stefnu félagsins um að leita
eftir nýjum ögrandi og álitlegum
verkefnum. Fasteignamarkaðurinn
sé spennandi vettvangur.
FL Group
í samstarf
við Trump
Hannes Smárason Donald Trump
!!"
!" #$%&
' ($ & %& ) )
* + , -.- /
"0 $ 1
& ! &$ 1
&
23 . 4)5 67 6 7$$$,, 8 ,
*- #$* , &
! & ! ,.
!"
#
!& +
,
&$
6 ,9 &$:
' *
;;<=>?=
@>A>@ =>?=<;
<<;??
A=;= >@AA<A >A?;@
@=<?=
>@@>=@A;
@ >;=<@
>;>@<A=
>>?>A<
@AA?==<=
A>@
>><@@;??
+
@<?@ ===
+
>@<@>==
;?;=@==
@A>=@
+
+
B?;
< ;BAA
>=;=B==
?BA
?>B;=
@AB>=
@BA
<B >>=;B==
?B==
<B<=
>B;=
@>B@
>>=B @B@;
@?BA=
B?
>?B ?BA=
<B B?<
< B=;
>=@B==
<B==
?>B?=
@AB@
@?B==
<B?=
>>=B==
?B>=
<;B >BA
@>B >>@B==
B?=
@B@?
@<B==
B?<
>AB?=
<B@=
>@B BA=
8, 9 C
6!D $ .&
,
@
>@
?
@@
;?
@;
?=
>
>>>
?
A
>@@
;
+
>;
>
+
;
>
@
+
+
E$$
,
,
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@>@==?
@@@==?
@@@==?
@>@==?
@>@==?
@@@==?
@@@==?
@@@==?
@@==?
><@==?
>@==?
4)5 4)5
F
F
4)5 '5
F
F
E GH
2&I
F
F
6*"
E
F
F
4)5(>
4)5;=
F
F
MOODY’S lánshæfismatsfyrirtækið
staðfesti í gær að allar lánshæfis-
matseinkunnir Landsbankans og
Glitnis séu óbreyttar. Fylgir þessi
tilkynning Moody’s í kjölfar kaupa
Landsbankans á verðbréfafyrirtæk-
inu Bridgewell og Glitnis á sænska
fyrirtækinu Tamm & Partners
Fondkommision.
Segir í rökstuðningi Moody’s að
kaup Landsbankans á Bridgewell
séu smá í sniðum fyrir bankann, en
kaupverðið nemi um 0,3% af heildar-
eignum Landsbankans og krefjist
því ekki mikils fjár.
Hvað varðar Glitni segir Moody’s
að starfsemi Tamm & Partners eigi
vel við starfsemi Glitnis og ætti að
styrkja fyrirtækjasvið bankans.
Óbreytt
lánshæfi