Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 13 ÚR VERINU FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur sent til sveitarfélaganna úthlut- un byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Samkvæmt því fær Flat- eyri enga úthlutun. Þar sem aukning hefur verið bæði í fiskvinnslu og út- gerð á Flateyri, uppfyllir bærinn ekki þau skilyrði, sem þarf til að fá úthlut- un. Þeir atburðir sem nú eru að verða lágu ekki fyrir við úthlutun. Ísafjarðarbær fær 454 tonn Hins vegar fellur sérstök úthlutun til Ísafjarðarbæjar, ígildi 193 tonna af þorski. Sú úthlutun kemur úr sér- stökum „potti“ þeirra byggðarlaga er nutu byggðakvóta Byggðastofnunar síðastliðin sjö ár. Ísafjarðarbær getur svo úthlutað þeim heimildum eftir settum reglum til skipa á þeim stað sem heimildirnar renna til. Þess vegna gætu þær allar runnið til Flat- eyrar. Auk þess fær Ísafjarðarbær 261 þorskígildistonn, sem skiptist á milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Þing- eyrar. Samtals er Ísafjarðarbær því með 454 tonn, sem er mesta úthlutun á einstakt sveitarfélag. Næst á eftir koma Norður-Þing með 381 tonn, Vesturbyggð með 349 og Fjallabyggð með 339 tonn. Byggðakvótinn er hugsaður til stuðnings fyrir byggðarlög, sem hafa orðið fyrir tímabundnum áföllum eins og samdrætti í veiðum og vinnslu. Áð- ur fyrr hafði Byggðastofnun yfir sér- stökum byggðakvóta að ráða og var honum úthlutað til sveitarfélaga sam- kvæmt ákveðnum reglum. Sú úthlut- un var tímabundin og er henni nú lok- ið. Auk þess hafði sjávarútvegsráðu- neytið ákveðnar heimildir til sams- konar úthlutunar og hefur enn, eða allt að ígildum 4.385 tonna af þorski. Verða að landa tvöfalt meiru til vinnslu Mjög misjafnt er hvernig þessar heimildir hafa verið nýttar, en þau skip sem fá úthlutun verða að landa tvöföldu því magni til vinnslu í heima- höfn. Yfirleitt kemur lítið í hlut hvers byggðarlags eða byggðar og er út- hlutun með ýmsum hætti. Stundum hefur úthlutuninni verið jafnað niður á báta í hverju plássi, stundum hafa heimildir verið sameinaðar til að fá aukinn styrkt og reynt að fá aðila, annaðhvort á svæðinu eða utan þess, til samstarfs og koma með veiðiheim- ildir á móti. Sú leið var til dæmis farin í Ísafjarðarbæ, þegar heimildir voru sameinaðar á Þingeyri. Það er því mjög misjafnt hvernig þessar heimildir nýtast, en í fæstum tilfellum hafa þær dugað til að byggja upp öfluga útgerð og fiskvinnslu. Það er því ólíklegt að einhver úthlutun byggðakvóta nú til Flateyrar breyti miklu. „Þetta hefur ekki gert meira en svo að við höfum sloppið skaðlaust frá dæminu. Það er kannski að miklu leyti fyrir ættarsöguna að við hófum starfsemi á Þingeyri og erum þar enn,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Vísir fór í samstarf með heima- mönnum á Þingeyri, Byggðastofnun og Burðarási fyrir um sjö árum. Þá var úthlutað um 400 tonnum, mest þorski til þriggja staða á norðanverð- um Vestfjörðum, Flateyrar, Suður- eyrar og Þingeyrar. Bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar ákvað að sameina heimildirnar á Þingeyri og leita sam- starfs við Vísi um framkvæmdina. Vísir lagði jafnmiklar heimildir á móti og og með kaupum á varanlegum heimildum réð fyrirtækið yfir um 1.000 tonna kvóta. Síðan var samið við Vísi um að hann landaði að auki um 2.000 tonnum á staðnum og sæi þar um vinnslu aflans. Byggðakvótinn gilti að fullu í fjögur ár, en fór svo stiglækkandi og er enginn núna. „Þetta dugði engan veginn til að hafa eitthvað út úr rekstrinum. Við tókum þarna mjög dýr hús og keypt- um hlutabréf Byggðastofnunar og Burðaráss í fyrirtækinu og samein- uðum félagið inn í Vísi. Við erum að vinna að alls konar tilraunastarfsemi þarna og hefur tekizt að halda þessu skaðlausu þennan tíma. Það má segja að hagstæð kvótakaup á þessum ár- um skipti þar miklu máli, en okkur þótti reyndar kvótinn mjög dýr þá. Við höldum þessu áfram meðan stætt er og erum að vinna að nýrri fram- leiðslu, sem byggist á minna magni, en meira verðmæti. Flutningskostn- aður til og frá Vestfjörðum er mjög mikill og svæðið er mjög erfitt fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir Pétur. En hver er ættarsagan? „Afi minn í föðurætt var Þingeyr- ingur. Árið 1943 átti hann tvo stóra útilegubáta á línu. Hann fórst því miður 12 dögum fyrir fertugsafmælið sitt og seinni báturinn var keyrður niður einu og hálfu ári seinna, í seinni heimsstyrjöldinni. Amma var sem sagt í línuútgerð eftir að afli féll frá, með fjögur börn. Þarna hóf pabbi út- gerð með öðrum fyrir tvítugt, en flutti svo til Grindavíkur með starfsemina. Þessi saga heldur okkur dálítið við efnið,“ segir Pétur. Umdeilt en virkaði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir að ákvörðunin um að sameina byggðakvótann á Þingeyri hafi verið mjög umdeild. „En hún virkaði. Vísir er enn að vinna fisk á staðnum með nokkuð af fólki í vinnu. Byggðakvótinn hefur ekki allt- af skilað miklu og þetta eru tiltölulega litlar heimildir. Það sem skiptir mestu máli að fá til samstarfs öfluga útgerðarmenn og fiskvinnslur,“ segir Halldór. Ekki liggur enn fyrir hvernig Ísa- fjarðarbær hyggst úthluta áður- nefndum 194 tonnum, sem ekki eru eyrnamerkt ákveðnum byggðum. Flateyri fær engan byggðakvóta Staðurinn uppfyllir ekki skilyrði út- hlutunar bæjarfélaga, þar sem útgerð og fiskvinnsla hefur dregizt saman Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Kvótinn Vísir hf. hefur starfað á Þingeyri í nokkur ár. Sú starfsemi byggð- ist að hluta til í upphafi á byggðakvóta sem úthlutað var til Þingeyrar. Í HNOTSKURN »Samtals er Ísafjarðarbærþví með 454 tonn, sem er mesta úthlutun á einstakt sveitarfélag. Næst á eftir koma Norður-Þing með 381 tonn, Vesturbyggð með 349 og Fjallabyggð með 339 tonn. »Ekki liggur enn fyrirhvernig Ísafjarðarbær hyggst úthluta áðurnefndum 194 tonnum, sem ekki eru eyrnamerkt ákveðnum byggð- um. »Við höldum þessu áframmeðan stætt er og erum að vinna að nýrri framleiðslu sem byggist á minna magni en meira verðmæti. ÚTHLUTUN byggðakvótans nú byggist á tveimur reglugerðum, sem voru gefnar út um miðjan mán- uðinn. Önnur fjallar um úthlutun til fiskiskipa, hin til byggðarlaga. Til skipta eru 4.385 þorskígildistonn. Við úthlutun til byggðarlaga er í raun miðað við þrjá meginþætti. Sá fyrsti er eins konar punktakerfi. Þar er farið yfir þætti er varða samdrátt hjá byggðarlögum í veið- um og vinnslu og gang mála á landsvísu. Fyrirtækin fá þá nokk- urs konar punkta eða stig, sem gefa til kynna hvort eitthvað og þá hve mikið kemur í þeirra hlut. Annar þátturinn er eins konar skyndihjálp, og er hugsaður til út- hlutunar byggðarlaga sem hafa orðið fyrir áföllum vegna stöðvun- ar tiltekinna veiða. Loks er sérstakur „pottur“ upp á 750 þorskígildistonn, sem rennur til þeirra byggðarlaga, sem áður nutu byggðakvóta Byggðastofnunar. Byggðarlögin hafa tíma til 4. júní til að óska eftir frávikum frá reglu- gerð um úthlutun. Heimildunum skal úthluta á skip og báta innan viðkomandi byggð- arlaga. Skilyrði er að skipin hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni, séu skráð í byggðarlaginu 1. maí 2007 og séu í eigu aðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi. þeim skipum sem fá úthlutað byggða- kvóta skylt að landa tvöföldum þeim kvóta til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi. Að fengum tillögum frá byggðarlögunum úthlutar fiski- stofa síðan heimildunum á við kom- andi báta. Úthlutunin er frekar seint á ferðinni en það stafar af því að gera þurfti breytingar á lögum um stjórnfiskveiða, sem voru ekki samþykktar fyrr en í þinglok. Punktakerfi og skyndihjálp )*  + ,-  #    #  .//01.//2 J $"7  * / K - * &$ ,  , $  *L L M  9  & . , * 7C 8 7$$, 8  .-L 8  . 8 9& &  6- . ,   $ 9 % . , L % . L K$7  % . L * , 7      % . L !9&  % . L % . , *N, 9 2 , . , E $ !C 9 !  $ & C * $  & * * $ . , * * $ .! C * * $ .* ,-   .  *$ . , .  M . , E  9 J C$ E  9 ! $      7 ! 97   9  97 2+K$!N 9 2+K$'C  2+K$O   $  KC   $    8  . ,  $ . , 7  *7,. , . , - N,. . , * , .  ,&  9 E.N  $ *            Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Fiskiðjuver til sölu Til sölu er fiskiðjuver í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í vinnslu og sölu á frystum og ferskum bolfiski. Um er að ræða vel staðsetta fasteign, u.þ.b. 1300 fm að stærð sem skiptist í 1100 fm vinnslu- og geymslu- rými og 200 fm starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu. Lóð er u.þ.b. 3000 fm og mögulegt að stækka fast- eignina. Gott skipulag á framleiðsluferlum. Fiskiðjan er í mjög góðu ástandi, vel búin tækjum, góð við- skiptasambönd og fyrirliggjandi sölusamningar. Umtalsverðir vaxtarmöguleikar. Áhugsamir hafi samband við Hróbjart Jónatansson hrl, AM Praxis lögfræðiþjónustu í síma 533 3333 til að fá frekari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.