Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐ minnsta kosti tveir palestínskir flóttamenn biðu bana þegar skot- árás var gerð á flutningabíla sem sendir voru á vegum Samein- uðu þjóðanna með hjálpargögn í flóttamanna- búðirnar Nahr al-Bared í Líbanon í gær. Bílarnir urðu að snúa við vegna árásarinn- ar. A.m.k. 68 manns, þar af nítján óbreyttir borgarar, hafa fallið í þriggja daga átökum stjórnarhers Líbanons og liðsmanna palestínsku hreyfingarinnar Fatah al-Islam. Um 31.000 flóttamenn eru í búð- unum og ástandið er orðið mjög al- varlegt. Mannskæð árás á bíla SÞ Einn af bílum SÞ í Nahr al-Bared. ALLT útlit er fyrir að UMP – íhaldsflokkur Nicolas Sarkozy, nýs forseta Frakklands, sigri í þing- kosningum sem fram fara 10. og 17. júní. Kannanir benda til að UMP fái 40% atkvæða en sósíalistar 28%. Sarkozy sterkur 25 TÝNDU lífi og sextíu særðust þegar bílsprengja sprakk á útimark- aði í Bagdad í gærmorgun. Talsvert hefur verið um slíkar árásir þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjahers til að bæta öryggisástandið í borginni. 25 féllu í Bagdad AÐ minnsta kosti sex manns týndu lífi og 80 særðust þegar sprengja sprakk í verslunarhverfi í tyrk- nesku höfuðborginni, Ankara, í gær. Talið er að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Sex féllu í Ankara London. AFP. | Þrjár vikur eru nú liðnar síðan Madeleine McCann var rænt af hóteli sínu í Portúgal. Bresk- ir fjölmiðlar þykja hafa vakað svo yfir málinu að nú eru ýmsir farnir að spyrja hvort umfjöllun um þetta til- tekna mál hafi farið út í öfgar. McCann, sem er fjögurra ára, var rænt að kvöldi 2. maí af hóteli í Alg- arve þar sem hún lá sofandi ásamt systkinum sínum, tveggja ára tví- burum. Foreldrarnir, Kate og Gerry McCann, höfðu fengið sér að borða á veitingastað hótelsins í um 50 metra fjarlægð. Kastljós breskra fjölmiðla beindist strax að málinu, auðugir Bretar lofuðu verðlaunafé fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að Madeleine fyndist heil á húfi og opn- uð var vefsíða sem milljónir manna, víðsvegar um heim, hafa heimsótt. Sjónvarpsstöðvarnar hafa sent stjörnufréttamenn sína til Algarve til að flytja fréttir heim og málið hef- ur verið á forsíðum dagblaða dag eft- ir dag, þrátt fyrir að nýjar upplýs- ingar hafi verið af skornum skammti. Simon Jenkins, dálkahöfundur hjá The Guardian, fór um þetta gagn- rýnisorðum á föstudag, sagði um- fjöllunina hafa verið „fáránlega yfir- gengilega“, þreytandi með ein- dæmum. Vangaveltur þykja hafa leyst stað- reyndir af hólmi – en vandi fjöl- miðlanna í þeim efnum skýrist að hluta til af reglum sem gilda í Portú- gal um heimild lögreglunnar til að tjá sig um rannsókn mála. Mary Riddell sem skrifar í The Observer er ósammála. Hún segir fjölmiðla alls ekki hafa gerst of hnýsna um einkalíf McCann-fjöl- skyldunnar, sorg þeirra og angist. Gerry og Kate McCann hefðu þvert á móti beitt sér fyrir mikilli umfjöll- un í þeirri von að það yrði til þess að dóttir þeirra fyndist heil á húfi. Erf- itt sé að fárast yfir slíku. Nú þegar fréttaflutningur af mál- inu hefur tekið að dvína spyrja menn þó hvers konar fordæmi hafi hér ver- ið sett. Bent er á að meira en 800 börn og ungmenni hafi horfið frá því að Madeleine hvarf af hótelherbergi sínu. Þá sé tilkynnt um u.þ.b. 210.000 mannshvörf á ári hverju í Bretlandi, en um ungmenni er að ræða í tveim- ur af hverjum þremur tilvikum. „Ég sé ekki að það sé ástæða til að fara í einhverja naflaskoðun og sjálfsgagn- rýni þegar staðreyndin er sú að það eina sem allir vilja er að þessi litla stúlka finnist heil á húfi,“ segir hins vegar Paul Horrocks, formaður sam- taka ritstjóra í Bretlandi. Eðlileg umfjöllun eða út í öfgar? Fá barnshvörf fá viðlíka athygli og mál litlu Madeleine Reuters Átak Leikmenn Liverpool lögðu lóð á vogarskálar áður en þeir héldu til Aþenu að spila úrslitaleik. Varsjá. AP. | Forsætisráðherra Pól- lands, Jaroslaw Kaczynski, segist ekki eiga bankareikning og kýs þess í stað að leggja sparifé sitt á reikn- ing móður sinnar, að sögn vikublaðs- ins Wprost. Haft er eftir forsætis- ráðherranum að þetta fyrirkomulag sé ekki til marks um „sérvisku“. „Í fyrsta skipti á ævinni á ég sparifé en ég á samt engan banka- reikning,“ sagði Kaczynski, sem varð forsætisráðherra í fyrra. „Ég geymi peningana mína á reikningi mömmu minnar.“ Þau mæðginin búa í sama húsi. „Ég vil ekki lenda í því að einhver leggi peninga inn á reikning minn án þess að ég viti af því og ég lesi síðan um það í blöðunum daginn eftir,“ hafði Wprost eftir forsætisráðherranum. Kaczynski sagði ekkert um hver kynni að vilja lauma peningum inn á reikning hans. Hann sagði að fyrr- verandi fjármálaráðherra, sem hann nafngreindi ekki, hefði boðist til að stofna reikning fyrir hann árið 1991 en hann hefði afþakkað það. „Það at- vik varð til þess að ég áttaði mig á því hversu auðvelt það er að gera menn að svikahröppum.“ Hættir ekki á að stofna reikning Jaroslaw Kaczynski OSORIO Correa sést hér vinna að gerð brjóstmyndar af knattspyrnugoð- inu Romario í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Romario skoraði mark númer 1.000 á löngum ferli sínum í leik með Vasco da Gama gegn Recife Sport sl. sunnudag. Romario, sem er 41 árs, lék m.a. með PSV Eindhoven í Hollandi, Barcelona á Spáni og Flamengo í Brasilíu. Hann skoraði 56 sinnum fyrir brasilíska landsliðið og varð heimsmeistari með því 1994. Reuters Markheppinn maður Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRESKI ríkissaksóknarinn hefur farið fram á að rússnesk stjórnvöld framselji leyniþjónustumanninn fyrrverandi, Andrei Lúgóvoj, til Bretlands en embættið segir næg- ar sannanir fyrir hendi til að hægt sé að ákæra Lúgóvoj fyrir morðið á Alexander Lítvínenkó í London á síðasta ári. Lítvínenkó, sem einnig var fyrrverandi leyniþjónustumað- ur, lést 23. nóvember sl. eftir að eitrað hafði verið fyrir hann með geislavirku efni, pólóníum 210. Margaret Beckett, utanríkisráð- herra Bretlands, hefur tjáð sendi- herra Rússlands í Bretlandi að hún ætlist til þess að rússnesk stjórn- völd verði samstarfsfús í þessu máli. Rússar segjast hins vegar ekki ætla að verða við beiðninni, enda leyfi stjórnarskrá Rússlands framsal ríkisborgara erlendis. Hafi rússneskur ríkisborgari brotið lög á erlendri grundu sé þó hægt að sækja þá til saka í Rússlandi á grundvelli þeirra gagna sem um- rætt ríki leggi fram. Eykur spennu í samskiptunum Næsta öruggt þykir að ákæran á hendur Lúgóvoj muni auka spennu í samskiptum Breta og Rússa en rússnesk stjórnvöld hafa alfarið neitað aðild að morðinu á Lítv- ínenkó. Lítvínenkó hafði gagnrýnt stjórn Vladímírs Pútíns harkalega og bjó í Bretlandi, þar hafði hann fengið pólitískt hæli. Vinir Lítvínenkós, s.s. auðjöfurinn Borís Berezovskí, fullyrða að stjórnvöld í Kreml hafi skipað svo fyrir að Lítvínenkó skyldi myrtur og í bréfi sem Lítv- ínenkó skrifaði, og var birt eftir andlát hans, tók hann undir slíkar ásakanir. Berezovskí hefur hvatt til upp- reisnar í Rússlandi gegn Vladímír Pútín og hafa rússnesk stjórnvöld fyrir vikið viljað fá hann framseld- an heim til Moskvu. Þeim óskum hafa bresk stjórnvöld ávallt hafnað. Vitað er að Andrei Lúgóvoj flaug ásamt viðskiptafélaga sínum, Dím- ítrí Kovtún, til London 1. nóvember sl. til að eiga fund með Lítvínenkó – en síðar þann sama dag fann Lítvínenkó fyrst fyrir áhrifum eitr- unarinnar. Lúgóvoj hefur neitað aðild að morðinu og sagðist í gær álíta að ákærurnar væru af póli- tískum rótum runnar. Breska lög- reglan hefur ekki sjálf yfirheyrt Lúgóvoj eða Kovtún en fékk að vera viðstödd þegar rússneskir lög- reglumenn lögðu fyrir þá spurn- ingar í Moskvu. Vilja fá Lúgóvoj framseldan Mun sæta ákæru fyrir morðið á Alexander Lítvínenkó í London í fyrra Andrei Lúgóvoj Alexander Lítvínenko Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjó›félagar og rétthafar séreignarsparna›ar rétt til setu á fundinum. fieim sjó›félögum sem hafa áhuga á a› kynna sér tillögur til breytinga á samflykktum e›a ársreikning sjó›sins fyrir fundinn er bent á a› hægt er a› nálgast flær á eftirfarandi hátt: • Á skrifstofu sjó›sins í Borgartúni 30, Reykjavík • Fá flær sendar me› flví a› hafa samband í síma 510 5000 • Fletta fleim upp á vefsí›u sjó›sins, www.lifeyrir.is Reykjavík, 14. maí 2007. Stjórn Sameina›a lífeyrissjó›sins Ársfundur Sameina›a lífeyrissjó›sins ver›ur haldinn fimmtudaginn 24. maí 2007, kl. 16.00, á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík. Borgartún 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000 mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2007 DAGSKRÁ 1. Fundarsetning 2. Sk‡rsla stjórnar Ábyrgar fjárfestingar: Georg Páll Skúlason, stjórnarma›ur fjallar um stefnumörkun sjó›sins 3. Erindi fiór›ar Fri›jónssonar, forstjóra Nordic Exchange á Íslandi um ábyrgar fjárfestingar Kaffihlé 4. Almenn ársfundarstörf 5. Tillögur stjórnar um breytingar á samflykktum sjó›sins 6. Önnur mál löglega upp borin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.