Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MATSNEFND Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýs- ingafræða ákvað á aðalfundi sínum í fyrradag að besta ís- lenska fræðibók ársins í fyrra væri Upp á sigurhæðir – Saga Matthíasar Jochumssonar. Höfundur hennar er Þórunn Erla Valdimarsdóttir. Ekki voru veitt verðlaun að þessu sinni í flokki íslenskra fræðibóka fyrir börn og ung- linga, þar sem engin fræðibók í fyrra þótti stand- ast þær lágmarkskröfur sem Upplýsing gerir til slíkra bóka. Viðurkenningu hljóta bæði höfundur og útgefandi. Bókmenntir Þórunn verðlaunuð fyrir fræðibók Þórunn E. Valdimarsdóttir KVARTETT Sigurðar Flosa- sonar og Jóels Pálssonar held- ur útgáfutónleika á Domo við Þingholtsstræti annað kvöld kl. 21 vegna útgáfu á disknum Shanghai, China, sem kom út í Kína í febrúar síðastliðnum. Kvartettinn kom fram á átt- undu listahátíðinni í Shanghai í október í fyrra. Í þeirri ferð var hljóðritaður á einum degi geisladiskurinn fyrrnefndi, en hann er fyrsti íslenski geisladiskurinn sem tekinn er upp og gefinn út í Kína. Um 1.800 manns sóttu tónleikana í Kína og var kvartettinum afar vel tekið, að sögn tónlistarmannanna. Tónleikar Fagna útgáfu geisladisks í Kína Jóel Pálsson Í TÓNLEIKARÖÐINNI Ungir einleikarar á Listahátíð í Reykjavík koma fram ungir og upprennandi tónlistarmenn sem vakið hafa verðskuldaða athygli að undanförnu. Í kvöld leika Ari Vilhjálmsson fiðlu- leikari og Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari á tón- leikum. Þau eru bæði nýflutt heim eftir langt framhaldsnám við virta tónlistarháskóla á er- lendri grund og munu flytja ýmsa þekkta konfekt- mola og virtúósaverk tónbókmenntanna, m.a. eftir Bartók og Strauss. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld í Ými. Tónleikar Ungir einleikarar á Listahátíð Ari Þór Vilhjálmsson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ICELANDIC Sound Company (ISC) heldur í kvöld tónleika í Hallgrímskirkju með þýska orgel- leikaranum Kirsten Galm og Agli Ólafssyni barítónsöngvara. ISC skipa þeir Ríkharður H. Frið- riksson, sem leikur á rafgítar og Gunnar Kristinsson tónskáld sem leikur á slagverkssafn. Báðir sjá um rafhljóð. ISC hefur að þungamiðju hreint hljóð. Hljóðið úr hljóðfærunum er leitt í gegnum hljóðbreytitæki sem móta hljóðið enn frekar. Tónlistin sem flutt verður í kvöld er með trúarlegum blæ og að mestu samin fyrirfram. „Þetta er meira eins og hljóð- skúlptúrar, við erum komnir út á jaðar tónlistarinnar þannig séð. En þetta er lagrænt,“ segir Egill. „Þetta byggist á messuforminu, gamla messuforminu sem er sjö þátta form eins og við erum með. En ég kalla þetta veraldlega messu, af því Guði er sleppt,“ seg- ir Egill. Textinn við tónlistina sé veraldlegur. Hann bætir því við kíminn að þetta megi ekki segja of hátt inni í kirkjunni. Veraldleg messa Gunnar segir hugsanlegt að and- leg þörf manna sé að breytast pínulítið, þar sem margt gangi á í heiminum. „Við tókum inn líka, fyrir utan veraldlegan texta eða texta sem snúast um manneskjuna á jörðinni, svokölluð frumefni. Við erum að túlka jörðina, vatnið og loftið. Vatnið er í okkur sem blóð, loftið sem súrefni á hverri sek- úndu, við erum þessi frumefni,“ segir Gunnar og Egill samsinnir því. „Ég held að það sé í raun bara ein trú en margar útgáfur til af henni. Ég held að allir mennskir menn séu á einhvern hátt trúandi,“ segir Egill. Þeir ætli sér þó ekki að færa mönnum neitt í kvöld sem komi í stað hins gamla messu- forms. Menn hafi alltaf verið að endurskoða afstöðu sína til lífsins og geri það á hverjum degi, endur- skoði hin ýmsu gildi meðvitað eða ómeðvitað. „Ég held að á öllum tímum hafi menn gert það, húm- anistarnir skoðuðu Biblíutextann með það fyrir augum að komast nær einhverju, getað útlistað hann með nýjum hætti,“ segir Egill. Í tónlist séu menn alltaf leitandi. Allir þættir tónlistar ISC héldu tónleika með þeim Agli og Kirsten í Þýskalandi í fyrra, í Freiburg, og fluttu þar annað efni. Í kvöld verður frum- flutt efni á ferð og má búast við spuna að hluta til. „Það má alveg segja að í verkinu verði allir þættir tónlistar, við erum með laglínuna, hljóminn, harmóníuna og líka hina svokölluðu hljómliti. Ýmislegt get- ur blandast saman og þá erum við búnir að yfirgefa melódíu og harm- óníu og komnir í hljóðstemningar og hljómliti,“ segir Gunnar. Egill segist alltaf hafa verið hrifinn af tónlist sem sé ekki forskrifuð nema upp að ákveðnu marki. „Það sem ég hef gert með þeim er að impróvísera og það gerir maður líka í poppmúsík og rokki, auðvitað innan þess þrönga ramma sem þar er. En hér er víðáttan enn meiri, akurinn miklu stærri, engin endi- mörk, öll hljóð möguleg og leyfi- leg,“ segir Egill. Hann hafi alltaf verið tónal í hugsun í sinni tónlist og þekki kirkjutóntegundirnar. Icelandic Sound Company heldur tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld „Öll hljóð mögu- leg og leyfileg“ Í HNOTSKURN » ISC var stofnað fyrir þremurárum. Tvíeykið býður iðu- lega öðrum tónlistarmönnum að halda með sér tónleika. » Á tónleikunum verða leiddsaman tvö af voldugustu hljóðfærum landsins, Klais-orgel og slagverkssafn sem er einkum samsett úr gong og tam-tam- hljóðfærum. »Galm er orgelleikari og kór-stjóri í Universitätskirche í Freiburg og hefur staðið að til- raunakenndum tónleikum þar. Morgunblaðið/RAX ISC Ríkharður H. Friðriksson og Gunnar Kristinsson skipa Icelandic Sound Company sem heldur í kvöld tónleika með þýska orgelleikaranum Kirsten Galm og Agli Ólafssyni barítónsöngvara. Leiktúr í fyrsta skipti í 400 ár William Shakespeare „MÉR finnst Bryn Terfel alveg frá- bær söngvari og varð svo sannar- lega ekki fyrir vonbrigðum. Það sat ung söngkona við hliðina á mér á tónleikunum og hún var andaktug allan tímann. Terfel hefur ótrúleg- an sjarma, er einlægur og hreinn, hann tilheyrir vissum hópi tónlist- armanna sem bregðast aldrei,“ seg- ir Agnes sem sá hann einnig þegar hann kom hingað til lands í fyrra skiptið. „Síðan var óskaplega gaman að hafa samanburð frá kvöldinu áður þegar ég fór að sjá Dimitri Hvor- ostovsky sem ég hef alltaf haldið óskaplega mikið upp á. Þótt þeir séu báðir heimsbarítónar þá eru þeir óskaplega ólíkir í persónu, söngstíl og túlkun. Þannig að þessi tvö kvöld urðu eins og ég átti von á, ég varð alveg himinlifandi með báða tónleikana. Listahátíð er ómetanleg á hverju ári en ég er svolítið óánægð með tímasetningu hátíðarinnar því það eru svo margir tónlistarnemendur í prófum í framhalds- eða háskólum í maí og komast því ekki á viðburði og því væri betra að hafa hátíðina í júní.“ Hvernig var? Agnes Löve, skólastjóri og píanóleik- ari, var mjög hrifin af Bryn Terfel Agnes Löve MYNDLISTARMENNIRNIR Ás- laug Thorlacius og Finnur Arnar og verktakinn Ólafur Jónsson hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni Orku- veitu Reykjavíkur um frágang nið- urrennslisæðar við Hellisheiðar- virkjun. Tillaga þeirra, Lagnir flytja ljóð, felur í sér að Völuspá verði rit- uð eftir endilangri lögninni. Dómnefnd þótti tillagan „frumleg en um leið látlaus endurbót á útliti lagnarinnar, sem liggur undir þjóð- veg eitt rétt neðan við Hveradala- brekkuna“. Æðin er um 5 km löng og verður þetta því að öllum líkindum lengsta ljóð í heimi, þ.e. í kílómetrum talið. Í Völuspá segir af sköpun heimsins og endalokum, eða ragnarökum. Auk sigurtillögunnar ákvað dóm- nefnd að verðlauna Gunnar Óla Sig- urðsson og Hjörleif Stefánsson. Gunnar lagði til að listaverk í formi dreka væri gert úr sjálfri lögninni. Tillaga Hjörleifs gerir ráð fyrir að fela lögnina og auka fræðslu- og skemmtigildi hennar. Dómnefnd telur sigurtillöguna frumlega en um leið látlausa end- urbót á útliti lagnarinnar þó svo að hún feli ekki í sér að hún verði hulin. Ábendingar höfðu borist Orkuveit- unni um að betur mætti ganga frá lögninni þar sem hún liggur undir þjóðveg eitt, skammt vestan við Skíðaskálann í Hveradölum. Var því gripið til þess ráðs að halda sam- keppni um frágang hennar. Lagnir flytja ljóð Völuspá Ljóðabálkurinn verður ritaður eftir endilangri lögninni. BRESKI leikar- inn Ewan Mc- Gregor ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndunum í bili og snúa sér að sviðsleik. Hann hefur tekið að sér hlut- verk í uppsetn- ingu Donmar Warehouse-leikhússins í London á Óþelló. Frumsýning verður 4. des- ember í ár og er það Kelly Reilly sem leikur Desdemonu en McGregor mun deila titilhlutverkinu með öðr- um leikara. Það kemur á óvart, þar sem McGregor er þekktur og mun eflaust trekkja vel að leikhúsinu, að hann skuli koma fram í verkinu fyrir ekki meira en 400 pund á viku, eða sem nemur 50.000 krónum, en hann fær yfirleitt margar milljónir fyrir hvert kvikmyndahlutverk. Hinn 36 ára gamli leikari var ráð- inn af listrænum stjórnanda Donmar Warehouse, Michael Grandage, en þeir hafa áður unnið saman að söng- leiknum Guys And Dolls. McGregor fer á svið Ewan McGregor Dagskráin í dag  Icelandic Sound Company Tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 20.  Ungir einleikarar á Listahátíð Ari Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari í Ými kl. 20. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ....................................... listir.blog.is ♦♦♦ ÞRÁTT fyrir að það sé ekki plága að ganga í borginni eða að stjórn- málamenn hafi lokað leikhúsinu hefur Shakespeare-leikhúsið Globe í London ákveðið að fara á túr um Bretland með leikverk í fyrsta skipti í 400 ár. Frá júní til september munu Globe-leikararnir, eins og menn konungs gerðu frá Shakespeare- leikhúsinu á 16. öld, koma fram við kastalahlið, í höfðingjasetrum og í almenningsgörðum með uppsetn- ingu á Shakespeare-verkinu Rómeó og Júlíu. Eini munurinn á túrnum nú og fyrir 400 árum verður sá að ekki verður ferðast í hestvögnum heldur bílum og húsvögnum. Globe hefur sniðið Rómeó og Júl- íu að átta leikurum og ætla þeir að leika í hvaða veðri sem er. „Við munum fylgja í fótspor forfeðra okkar áður en föst leikhús komu til sögunnar. Að ferðast var þeim í blóð borið, þeir ferðuðust fyrir pen- inga og fyrir skemmtunina,“ sagði leikstjóri Globe-leikhússins. Hann vonast til að eigendur herragarða og kastala muni fylgja gömlu fordæmi og panta leikverkið til sýningar fyrir gesti sína þegar Globe er á ferðinni á þeirra slóðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.