Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 21 TAFLA sem eykur kynhvötina og dregur um leið úr matarlyst hljóm- ar líklega eins og draumasamsetn- ing í huga sumra. Vísindamenn við frjósemisdeild rannsóknarstofn- unarinnar Medical Resarch Coucil í Edinborg vinna þessa stundina að þróun slíkrar töflu, að því er greint var frá á fréttavef BBC fyrir skemmstu. Til þessa hefur taflan eingöngu verið prófuð á kvenkyns öpum og snjáldurmúsum, en báðar dýrategundirnar hafa sýnt mök- unarleiknum aukinn áhuga, auk þess að minnka matarneyslu sína um þriðjung. Telja vísindamenn- irnir að slík tafla sem hentaði kon- um gæti verið komin á markað inn- an áratugar, en um 40% kvenna upplifa lága kynhvöt einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Sálfræðingurinn Lesley Perman- Kerr sem BBC ræddi við, virðist hins vegar ekki jafn viss um að lausnin liggi í töfluformi. „Sumar konar búa við sértæk vandamál tengd kynhvötinni, en oftast hefur lægri kynhvöt meira að gera með vandamál í sambandinu. Þegar pör koma til mín sem ekki stunda kynlíf þá vilja þau ekki skoða samband sitt. Þau vilja trúa að kynlífsleysið hafi ekki með sambandið að gera.“ Kynhvetj- andi megr- unartafla barnslegri gleði yfir þessu afreki sínu – að komast óáreittur inn í landið. Hringdi út um allan bæ í sigurvím- unni. Í annað skiptið fór hann að velta fyrir sér hvort ásjóna hans væri að mýkjast með ár- unum. Í þriðja skiptið var þetta orðið hálfpartinn sjálfgefið. Í fjórða skiptið varð Víkverji hins vegar hálfmóðgaður. Hvers vegna vilja tollverðirnir ekki lengur gramsa í fórum hans? Er hann ekki nægilega merkilegur lengur? Hefur hann orð- ið fjöldanum að bráð? Ótal spurn- ingar leituðu á hugann. x x x Líklegasta skýringin á þessarivanlíðan Víkverja er aftur á móti sú að hann er afbrigðilega vanafastur. Eftir ára- og áratuga- langa leit tollvarða í skjóðum hans finnst honum hann ekki vera kominn heim fyrr en farangurinn hefur í það minnsta verið gegnumlýstur. Víkverji biður því tollverði auð- mjúklega að láta meinlausa ásjónu hans ekki blekkja sig og kippa hon- um héðan í frá afsíðis þegar hann kemur til landsins – helst með þjósti. Víkverji er grun-samlegur náungi. Það þykir a.m.k. toll- vörðunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hafa árum saman und- antekningarlaust stöðvað hann þegar hann kemur til lands- ins og leitað af sér all- an grun í skjóðum hans. Þessi athöfn hefur að vísu orðið mun bærilegri í seinni tíð eftir að gegnumlýsing- argræjurnar komu til sögunnar. Víkverji er gamaldags og þótti alltaf hálfundarlegt að horfa á blá- ókunnuga menn róta í eigum sínum. Varla þarf að taka fram að aldrei hafa tollverðirnir fundið neitt óvið- urkvæmilegt hjá Víkverja! x x x Nú hefur það gerst að þessi hefð-bundna leit hefur skyndilega og án útskýringa verið lögð niður. Víkverji hefur verið óvenjuflyginn frá áramótum og í fjórgang snúið heim heilu og höldnu frá útlöndum. Skemmst er frá því að segja að toll- verðirnir hafa ekki ónáðað hann í eitt einasta skipti. Bjóða honum bara kumpánlega góðan daginn – með bros á vör. Í fyrsta skiptið fylltist Víkverji           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is RANGLÆTI er ekki bara sorglegt og pirrandi. Það eykur einnig hætt- una á kransæðastíflu og hjartaáfalli að mati vísindamanna. Roberto De Vogli og samstarfs- menn hans við University College í London og Institute of Occupational Health í Finnlandi hafa komist að þessari niðurstöðu að því er for- skning.no greinir frá. Þeir rannsökuðu yfir 8.000 eldri starfsmenn bresku ríkisstjórnar- skrifstofanna í London. Þeir voru beðnir um að svara spurningum um hversu réttlátt þeim fannst þeir hafa verið meðhöndlaðir í vinnunni, fjöl- skyldunni og í samfélaginu almennt. Næstu 11 ár á eftir fylgdust vísindamennirnir með andlegri og lík- amlegri heilsu hinna rosknu þátttak- enda. Í ljós kom að hættan á að fá al- varlegan hjartasjúkdóm var tvöföld hjá þeim sem fannst þeir hafa orðið fyrir mesta ranglætinu, samanborið við þá sem upplifðu það sjaldan. Réttlæti lykill að heilbrigðu samfélagi Konur, lágtekjufólk og þeir sem höfðu lægri stéttarstöðu voru líklegri til að finnast þeir hafa orðið fyrir óréttlæti og þetta virtist tengjast aukinni hættu á sálrænum og lík- amlegum erfiðleikum. Vísindamenn- irnir telja því að réttlæti sé einn af lyklunum að heilbrigðara samfélagi. Vísindamennirnir skiptu þátttak- endum í þrjá hópa eftir því hvort þeir töldu sig hafa oft, sjaldan eða í með- allagi oft orðið fyrir ranglæti. Næstu ellefu ár á eftir komu upp 528 tilfelli kransæðastíflu eða hjartaáfalls hjá þeim þátttakenda sem ekki höfðu haft slík einkenni þegar rannsóknin hófst. Vísindamennirnir tóku tillit til hefðbundinna ástæðna hjarta- sjúkdóma, s.s. kyns, aldurs, streitu og skapgerðareinkenna. Engu að síður virtist sem ranglæti í gegnum lífið stuðlaði að hjartasjúkdómum. Í þeim hópi sem upplifði minnsta ranglætið fengu 64 af 966 krans- æðastíflu eða hjartaáfall. Í miðju- hópnum voru samsvarandi tölur 98 af 1.368 á meðan 51 af 567 fengu hjarta- sjúkdóma í þeim hópi sem upplifði mesta ranglætið. Ranglætið ræðst á hjartað Morgunblaðið/Þorkell Hjartasjúkdómar Ranglæti er ekki gott fyrir heilsuna. Hollusta Epli eru holl og góð og svo virðist sem að konur sem borða mikið af eplum á meðgöngu vinni gegn því að börn þeirra fái astma. Óléttar borði epli og fisk Þungaðar konur sem borða mikið af eplum á með- göngu vinna gegn því að börn þeirra fái astma. Ný skosk rannsókn gefur vísbendingar um þetta. Graham Devereux læknir er einn af vís- indamönnunum við Aberdeen-háskóla í Skotlandi sem stýrðu rannsókninni sem forskning.no segir frá. „Það má vel vera að önnur atriði í lífsstíl kvenna sem borða mikið af eplum hafi haft áhrif á niðurstöður okkar,“ segir hann. „Hins vegar er tengingin augljós og það er varla hægt að gagn- rýna það að konur séu hvattar til að borða mikið af ávöxtum á meðgöngu.“ Vísindamennirnir spurðu 2.000 verðandi mæður um matarvenjur þeirra og fylgdust á eftir með heilsu barna þeirra fimm fyrstu árin sem þau lifðu. Niðurstöðurnar sýndu að börn kvenna, sem borðuðu fjögur eða fleiri epli vikulega meðan á meðgöngunni stóð, voru í helmingi minni hættu á að fá astma sam- anborið við börn kvenna sem borðuðu eitt epli á viku eða minna á meðgöngunni. Í sömu rannsókn fundust vísbendingar um að neysla á fiski á meðgöngu dragi úr hættu á að barnið þrói með sér exem. Fimm fyrstu árin var hættan á exemi nærri 50 prósentum minni ef móðirin hafði borðað einn eða fleiri skammta af fiski vikulega á meðgöngunni. Einstætt á heimsvísu Miðasalan fer fram á www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala á Partíland fer fram hjá Þjóðleikhúsinu í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is. Miðasala við innganginn í Hallgríms- kirkju hefst klukkustund fyrir viðburð. Miðasala Lýðræðið í landinu og þær öru breytingar sem hafa orðið og eru enn að eiga sér stað í samfélaginu eru viðfangsefni nýs íslensks verks, Partílands, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Í aðra röndina er verkið líka tilraun til að finna leikhúsinu nýjan stað í þessu breytingaferli. Þær endurbætur sem nú er verið að gera á Þjóðleikhúsinu urðu kveikjan að verkinu og er óhætt að segja að hrun og endurbygging komi ríkulega við sögu í verkinu. Partíland er samstarfsverkefni leikfélagsins Gilligogg og Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Meðal leikenda eru: Björn Thors, Erlingur Gíslason, Laufey Elíasdóttir, Ólöf Arnalds og fleiri. Partíland eftir Jón Atla Jónasson Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið laugardaginn 26. maí kl. 20.00 Miðaverð: 3.000 Í tilefni tónleika Icelandic Sound Company í Hallgrímskirkju mun tónlist þeirra bera með sér trúarlegan blæ. Slagverkssafn Gunnars Kristinssonar er víðfrægt og líklega einstætt á heimsvísu. Þegar við bætist Klais-orgel Hallgrímskirkju mætast tvö af voldugustu hljóðfærum Íslands. Því má ljóst vera að hér verður á ferð einstæð og fjölbreytt tónlistarupplifun. Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Gunnars, Ríkharður H. Friðriksson gítarleikari, Egill Ólafsson söngvari og Kirsten Galm orgelleikari. Icelandic Sound Company Tvö af voldugustu hljóðfærum landsins Hallgrímskirkja, í kvöld 23. maí kl. 20.00 Miðaverð: 2.700 Í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.