Morgunblaðið - 23.05.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 23
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandarískir fjölmiðlar hafaverið með vangaveltur umað Michael Bloomberg,borgarstjóri New York,
hafi í hyggju að bjóða sig fram í for-
setakosningunum í Bandaríkjunum
á næsta ári. Hermt er að Bloomberg
ætli að nota u.þ.b. milljarð dollara,
sem svarar 64 milljörðum króna, af
auðæfum sínum í kosningabarátt-
unni ef af framboðinu verður.
Bloomberg hefur neitað því að
hann hafi augastað á Hvíta húsinu
og kveðst ætla að gegna borgar-
stjóraembættinu út kjörtímabilið, en
því lýkur seint á árinu 2009. Það hef-
ur þó ekki dregið úr vangaveltunum.
Bloomberg var frambjóðandi
repúblikana þegar hann var kjörinn
borgarstjóri New York árið 2001 og
endurkjörinn 2005. Hann nýtur þó
mikils stuðnings meðal demókrata
vegna frjálslyndrar afstöðu sinnar
til fóstureyðinga og hjónabanda
para af sama kyni og stuðnings hans
við takmarkanir á byssueign. Hann
er hins vegar íhaldssamur í fjármál-
um og líklegt er að hann bjóði sig
fram sem óháður stjórnmálamaður.
„Ross Perot á sterum“
Nokkrir fjölmiðlanna segja að
Bloomberg bjóði sig aðeins fram
komist hann að þeirri niðurstöðu að
hann eigi góða möguleika á að sigra
forsetaefni repúblikana og demó-
krata. Gefi hann kost á sér er hugs-
anlegt að öll forsetaefnin komi frá
New York, þ.e. ef repúblikanar tefla
fram Rudolph Giuliani, fyrrverandi
borgarstjóra New York, og demó-
kratar Hillary Clinton, öldunga-
deildarþingmanni New York-ríkis.
Dagblaðið The Washington Times
sagði þó í vikunni sem leið að Bloom-
berg léði jafnvel máls á því að bjóða
sig fram til þess eins að hafa áhrif á
pólitísku umræðuna í kosningabar-
áttunni. Blaðið hafði eftir ónafn-
greindum ráðgjafa Bloombergs að
hann væri tilbúinn að verja um millj-
arði dollara í kosningabaráttuna.
Bloomberg er í 142. sæti á lista tíma-
ritsins Forbes yfir auðugustu menn
heims. Auður hans er talinn nema
um 5,5 milljörðum dollara, sem svar-
ar rúmum 350 milljörðum króna.
Talið er að hann hafi eytt rúmum
150 milljónum dollara, eða 9,6 millj-
örðum króna, af eigin peningum í
borgarstjórakosningunum 2001 og
aftur sömu fjárhæð fjórum árum
síðar.
„Hann gæti gerbreytt pólitíska
landslaginu í kosningunum,“ hafði
The Washington Times eftir Michael
Toner, fyrrverandi formanni yfir-
kjörstjórnar Bandaríkjanna.
„Bloomberg er Ross Perot á ster-
um.“
Auðkýfingurinn Ross Perot var
óháður frambjóðandi í forsetakosn-
ingunum 1992 og fékk þá 18% at-
kvæðanna. Margir repúblikanar
telja að framboð Perot hafi tryggt
Bill Clinton sigur í kosningunum og
spillt fyrir George Bush eldri með
því að kljúfa stuðningsmenn
repúblikana. Repúblikanar eru því
sagðir taka hugsanlegt framboð
Bloombergs mjög alvarlega.
Talið er einnig að Ralph Nader,
frambjóðandi Græna flokksins, hafi
stuðlað að naumum sigri George W.
Bush forseta í kosningunum árið
2000 með því að taka fylgi af Al Gore,
fyrrverandi varaforseta.
Bloomberg átti nýlega fund með
repúblikananum og öldungadeildar-
þingmanninum Chuck Hagel, sem
virtist ljá máls á því að hann yrði
varaforsetaefni borgarstjórans.
Stuðningsmenn Bloombergs hafa
einnig hafið baráttu fyrir því að hann
sækist eftir embætti ríkisstjóra New
York árið 2010. „Hvers vegna ætti
hann að vilja verða ríkisstjóri? Bjóði
hann sig fram til einhvers verður það
til forsetaembættisins,“ hafði þó
tímaritið Time eftir ónafngreindum
vini Bloombergs.
Time hafði einnig eftir pólitískum
ráðgjafa borgarstjórans, Kevin
Sheeky, að hann ætti að íhuga for-
setaframboð. Aðrir stuðningsmenn
Bloombergs hafa komið upp sér-
stöku vefsetri, draftmichael.com, til
að hvetja hann til forsetaframboðs.
Bloomberg hefur velt því fyrir sér
opinberlega hvort lágvaxinn, fráskil-
inn auðkýfingur af gyðingaættum
geti orðið forseti Bandaríkjanna en
lítið gert til að kveða orðróminn nið-
ur. Nýlegar ferðir hans til Okla-
homa, Houston og Mexíkó hafa þótt
minna á kosningaferðalög. Í ræðum
sínum hefur hann lagt áherslu á
landsmálin, meðal annars baráttuna
gegn loftslagsbreytingum, takmark-
anir á byssueign og innflytjendamál.
Bloomberg frá
Manhattan í
Hvíta húsið?
Reuters
Forsetaefni? Michael Bloomberg á ráðstefnu borgarstjóra stærstu
borga heims þar sem fjallað var um baráttuna gegn loftslagsbreytingum.
»Michael Bloomberg
getur gerbreytt póli-
tíska landslaginu í
Bandaríkjunum gefi
hann kost á sér í for-
setaembættið.
menn hafi
að áfram-
Framsókn
segir hins
styrkleika
nnsstól, að
að ef það
rmannsins
mstarfi við
lokkurinn
af heilum
möguleik-
ríkisstjórn
amsóknar-
n styrkja
að laða
o fyrrum
n í þing-
þá Guð-
nn Frjáls-
agnússon,
álslyndra.
drei neitt
sjálfstæð-
hún ekki
hafi ekki
erf.
st fregnir
uppstign-
ngflokkur
a saman á
ræðunum
Eftir það
ratt, því á
ramsókn-
ar ráðstaf-
stakk bú-
rðu næstu
, eftir að
æru búnir
í stjórnar-
mtudag og
.
eindi fjöl-
annafund-
efði tekist
okkur og
rmyndun-
stefnt að
inum.
o, að full-
komin samstaða og eining ríki innan
Sjálfstæðisflokksins um þá niður-
stöðu að ganga til samninga við
Samfylkinguna. Ýmsir tortryggja
Samfylkinguna og efast um að heil-
indi og hreinskiptni verði ríkjandi
þættir í stjórnarsamstarfinu. Þeir
hafa horn í síðu Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur, formanns Samfylk-
ingarinnar, og telja það alls ekki í
verkahring Sjálfstæðisflokksins að
blása nýju pólitísku lífi í formanninn,
sem hefði fjarað hratt og örugglega
út, ef henni hefði verið haldið frá
stjórnarþátttöku.
Þeir sem hafa tortryggt Ingi-
björgu Sólrúnu og efast um að hún
hefði pólitískan vilja til þess að sitja
heilt kjörtímabil í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum, hafa bent á
það sama og orðað var í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins nú á sunnu-
dag. Að hún gæti á miðju kjörtíma-
bili efnt til ágreinings við Sjálfstæð-
isflokkinn og slitið stjórnarsam-
starfinu. Ef það gerðist, væri auð-
velt fyrir hana að mynda vinstri
stjórn með Vinstri grænum og
Framsóknarflokki, sem telji sig eiga
harma að hefna gagnvart Sjálfstæð-
isflokki. Þessum efasemdarmönnum
hefur þó yfirsést eitt veigamikið at-
riði, samkvæmt skilningi annarra
sjálfstæðismanna, en það er sú stað-
reynd, að þingrofsrétturinn er í
höndum forsætisráðherra. Því hefði
Geir H. Haarde það í höndum sér að
rjúfa þing og efna til kosninga, ef
leikar færu á þann veg, sem efa-
semdarmenn og höfundur Reykja-
víkurbréfs virðast telja að geti gerst.
Enn aðrir vantreysta og hafa
horn í síðu Össurar Skarphéðinsson-
ar, svila Ingibjargar Sólrúnar og
formanns þingflokks Samfylkingar-
innar. Þeir sem, vegna persónulegr-
ar tortryggni og óvildar í garð þeirra
svilsystkina, vildu síst ganga til sam-
starfs við Samfylkingu, eru kannski
ekki svo ýkja háværir í andúð sinni,
en þess öflugri eru þeir í að dreifa
hálfkveðnum, og oft og tíðum, rætn-
um vísum, hér og þar. Það er ljóst af
máli þeirra sem rætt var við, að and-
staðan við samstarf við Samfylkingu
er fyrst og fremst af persónulegum
toga, ekki málefnalegum.
Tengslanet kvenna
Frá því í vetur hefur það verið
ljóst, að gott samstarf hefur tekist á
milli ákveðinna kvenna á Alþingi,
þvert á stjórnmálaflokka. Þannig
kom það fram hér í Morgunblaðinu
snemma árs, að samstaða og sam-
starf væri gott á milli ákveðinna
þingkvenna, og voru m.a. í þeim efn-
um nefndar þær Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingar-
innar. Fullyrt er, að þetta nýja, þver-
pólitíska tengslanet kvenna hafi ekki
átt lítinn þátt í því, að úr varð að
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
náðu saman um að hefja stjórnar-
myndunarviðræður. Þar eru þær
Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sól-
rún sagðar hafa gegnt lykilhlutverk-
um og talið að samtöl þeirra í millum
hafi hafist, vel fyrir kosningar.
Þetta framtak kvennanna hefur
ekki hlotið einróma lof allra sjálf-
stæðismanna. „Hvers vegna stofna
kerlingarnar á þingi ekki bara með
sér saumaklúbb þvert á flokka og
eru svo í pólitík í sínum flokki?“
spurði einn þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Konurnar gefa lítið fyrir svona at-
hugasemdir, og segja að þær séu
bara enn ein vísbendingin um óör-
yggi sumra karla, gagnvart öðruvísi
nálgun og vinnubrögðum kvenna.
Samkvæmt upplýsingum sem afl-
að hefur verið, þá virðist sem mest
frumkvæði að samstarfi Samfylking-
ar við Sjálfstæðisflokkinn, hafi kom-
ið frá ákveðnum þingmönnum Sam-
fylkingarinnar og fleira samfylking-
arfólki. Þannig hafa fjölmargir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins upp-
lýst að Össur Skarphéðinsson hafi
hringt í þá og verið ötull við brúar-
smíð yfir til Sjálfstæðisflokksins.
Sama er sagt um Margréti S.
Björnsdóttur, sem hefur opinber-
lega verið ötull stuðningsmaður
samstarfs Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks.
En vissulega var ákveðinn hljóm-
grunnur í Sjálfstæðisflokknum fyrir
samstarfi við Samfylkingu. SUS-ar-
ar hafa verið eindregnir talsmenn
slíks samstarfs, einnig ráðherrarnir
Árni M. Mathiesen og Einar K. Guð-
finnsson og þingmennirnir Einar
Oddur Kristjánsson, Guðfinna
Bjarnadóttir og Guðlaugur Þór
Þórðarson og fleiri.
Tímabil Geirs hafið
Þótt tæp tvö ár séu frá því að Geir
tók við formennsku af Davíð Odds-
syni og tæpt ár frá því að hann varð
forsætisráðherra, má segja að hans
formennska til síðasta landsfundar
og seta á forsætisráðherrastól, hafi
verið arfleifð frá valdatíma Davíðs
Oddssonar. Hann hefur því, þar til
nú, verið að stjórna lokum Davíðs
tímabilsins í íslenskum stjórnmál-
um, bæði hjá Sjálfstæðisflokki og í
landsmálum.
Nýr framkvæmdastjóri hefur tek-
ið við stjórn í Valhöll, flestir ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins úr fyrr-
um ríkisstjórnum Davíðs eru horfnir
af pólítíska sjónarsviðinu. Það má
því með sanni segja, að Geir H.
Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn
standi á ákveðnum tímamótum nú,
þar sem tímabil Geirs H. Haarde
hefst og tímabili Davíðs Oddssonar
lýkur endanlega. Það mun því vænt-
anlega reyna mjög á forystuhæfi-
leika Geirs á komandi mánuðum og
misserum. Hans styrkur er ekki síst
í því fólginn, að hann er óumdeildur
foringi Sjálfstæðisflokksins, og nýt-
ur gríðarlegs trausts meðal mjög
stórs hluta þjóðarinnar.
ingrofsréttinn
Morgunblaðið/Golli
g Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður voru sigurreif á landsfundi
am á nýja tíma á traustum grunni, í stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna.
Í HNOTSKURN
» Geir kynnti þrjá kosti semSjálfstæðisflokkurinn
hafði úr að velja á þingflokks-
fundi 14. maí og fékk fullt um-
boð þingflokksins til að velja
raunhæfasta kostinn.
»Valið stóð á milli stjórn-arsamstarfs við Fram-
sókn, Vinstri græn eða Sam-
fylkingu.
»Naumur þingmeirihlutifráfarandi ríkisstjórnar
var aðalástæða þess, að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
töldu áframhaldandi samstarf
við Framsókn sísta kostinn.
»Margir sjálfstæðismennvantreysta forystu Sam-
fylkingarinnar, einkum þeim
Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri.
»Þótt ýmsir hefðu frekarhug á samstarfi við Vinstri
græn, þótti nánast útilokað að
hægt yrði að ná samningum
um málefni við VG.
on
a sem
Sjálf-
færi í
» Illugi GunnarssonVar á því að semja
bæri við vinstri græn,
en hvarf svo frá þeirri
skoðun vegna málefna.
» Árni M. MathiesenTaldi frá upphafi að
hægt væri að ná mál-
efnasamningi við Sam-
fylkinguna.
» Einar K. GuðfinnssonVildi að stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokks
við Samfylkingu yrði
niðurstaðan.