Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Leik-
fimi kl. 8.30. Postulínsmálun kl. 9. Gönguhópur kl.
11. Postulínsmálun kl. 13.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30 handavinna,
kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 10-11.30 heilsu-
gæsla.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn
handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há-
degisverður, spiladagur, brids/vist, kaffi. Upplýs-
ingar í síma 535 2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30, s. 554 1226, en í Gjábakka miðvikudaga kl.
13-14, s. 554 3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu-
dögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl.
13 og föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar
ganga kl. 10. Söngfélag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 10, leið-
beinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Bobb kl.
17. Samkvæmisdans kl. 19, línudans kl. 20, Sigvaldi
kennir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl.
11.40 leikfimi og hádegisverður, kl. 13 kvennabrids.
Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvenna-
leikfimi í Kirkjuhvoli kl. 9, 9.50 og 10.45. Vatns-
leikfimi í Mýri kl. 9.50. Brids í Garðabergi kl. 13, opið
til kl. 16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 9.20 sund og leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug. Kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar. Frá
hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 leggur Gerðu-
bergskór í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Skjól.
Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Strætisvagnar
S4, 12 og 17.
Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún 1, Furugerði 1
og Dalbraut 18-20. Farið verður í Fræðasetrið í
Sandgerði, kaffiv. í Vitanum, fimmtudaginn 24. maí.
Lagt verður af stað kl. 13 frá Norðurbrún og síðan
teknir aðrir farþegar. Skráning og uppl. í Norð-
urbrún í s. 568 6960, í Furugerði í s. 553 6040 og
á Dalbraut í s. 5889533.
Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 postulín, kl. 12-12.30
hádegismatur, kl. 13-16.30 brids, kl. 15 kaffi. Mið-
vikudaginn 31 .maí. Staðarskoðun á Laugarvatni og
í Skálholti tekur séra Egill Hallgrímsson dóm-
kirkjuprestur á móti okkur. Kaffiveitingar í Skál-
holtsskóla. Leiðsögumaður: Gylfi Guðmundsson.
Verð 2.000 kr. Skráning í síma 587 2888. Brottför
kl. 13 frá Hraunbæ.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11.
Glerbræðsla kl. 13. Saumar kl. 13. Pílukast kl. 13.30.
Gaflarakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá
Sigrúnu. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund
kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Fóta-
aðgerðir, hársnyrting.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er
pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10 og Listasmiðjan opnar
kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur
frá heilsugæslunni kl. 10. Leikfimi fyrir byrjendur
kl.10.30, leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bón-
us kl. 12. Handverks- og bókastofa opin kl. 13. Kaffi-
veitingar kl. 14.30. Uppl. í s. 552 4161. Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð-
inu | Hátúni 12. Brids kl. 13. Félagsvist í kvöld kl. 19.
Allir velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla, fótaaðgerðir.
Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 10-12 spænska – byrj-
endur. Kl. 9.15-16 myndmennt-postulín. Kl. 10-12
sund. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14
verslunarferð í Bónus. Kl. 13-14 spurt og spjallað.
Kl. 13-16 tréskurður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja fyrir hádegi,
handavinnustofan opin allan daginn, leikfimi kl. 10,
bókband kl. 9, verslunarferð kl. 12.30. Söngur og
dans undir stjórn hljómsveitarinnar Vitatorgs-
bandsins kl. 14, allir velkomnir. Félagsmiðstöðin er
opin fyrir alla óháð aldri. Uppl. í síma 411 9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Kl. 13 salurinn
opin.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30-11.30.
Kaffi og spjall, safi handa börnunum. Allir foreldrar
velkomnir með börn sín.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti
frá kl. 10-12, allir foreldrar ungra barna á Álftanesi
velkomnir. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti frá
kl. 13-16, spilað, púttað og spjallað.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug-
vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarsal
eftir stundina.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.
Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan
hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir
velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Sam-
koma í kvöld kl. 20. „Alvæpni Guðs“. Ræðumaður
er Karl Jónas Gíslason. Mínar hugsanir: Halldór
Konráðsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10. Mömmumorgunn. Umsjón
Gerður Bolladóttir. Kaffispjall fyrir mæður, notaleg
upplifun fyrir börn. Kl. 10.30 heldur gönguhópurinn
Sólarmegin af stað frá kirkjudyrum. Fararstjóri Örn
Sigurgeirsson.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og
hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og
getur fólk komið óskum þar um til prestanna eða
starfsfólks kirkjunnar. Einnig er altarisganga.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl.
10-12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, kynntir sér-
staklega. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar
og ömmur. Alltaf heitt á könnunni.
40ára afmæli. Einar Ás-geirsson, fram-
kvæmdastjóri Hringrásar,
Sunnuvegi 11, Reykjavík, er
fertugur í dag, miðvikudaginn
23. maí. Hann fagnar þessum
tímamótum með fjölskyldu og
vinum.
Hlutavelta | Arndís Eva Er-
lingsdóttir gekk í hús og safn-
aði peningum, sem hún síðan
færði Rauða krossinum. Hún
safnaði alls 1.372 krónum.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32.)
Forvarnir eru besta leiðin er yf-irskrift ráðstefnu sem Bláttáfram stendur fyrir 24. og 25.maí í samstarfi við Barna-
verndarstofu, Háskólann í Reykjavík,
Félag heyrnarlausra, Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stíga-
mót og Neyðarlínuna 112.
Svava Björnsdóttir er varaformaður
stjórnar Blátt áfram og einn af skipu-
leggjendum ráðstefnunnar: „Á ráð-
stefnunni fræðumst við um það nýjasta
sem er að gerast í fræðslu og forvörnum
gegn kynferðisofbeldi á börnum, og höf-
um við fengið hingað til lands fjóra færa
sérfræðinga frá Bandaríkjunum,“ segir
Svava.
„Mikil áhersla hefur verið á fæling-
armátt refsinga þegar leitað hefur verið
leiða til að koma í veg fyrir kynferð-
islegt ofbeldi á börnum. Nú viljum við
beina sjónum að krafti forvarna og
fræðslu, og ræða um ábyrgð allra full-
orðinna á að vernda og fræða börnin
sín,“ útskýrir Sara. „Fólki hættir til að
leita að blórabögglum, en ef að er gáð
hefur samfélagið oft brugðist bæði
börnunum og þeim sem brjóta af sér.
Með því að fræðast um allar hliðar
málsins tekst okkur kannski að rjúfa
þennan vítahring.“
Svava segir að fólk sýni sterk við-
brögð þegar jafnviðkvæmt efni er til
umfjöllunar: „Við eigum það til að fest-
ast í reiði, ótta og afneitun. Þetta eru
eðlileg viðbrögð en við verðum að yf-
irstíga þau til að geta fræðst og fyr-
irbyggt. Á ráðstefnunni skoðum við sér-
staklega hlutskipti ungra gerenda og
úrræði fyrir þá sem þurfa að vera önnur
en þegar gerandi er fullorðinn. Þegar
gerandi er ungur er oft ekki síður þörf á
stuðningi og leiðsögn fyrir gerandann
en fórnarlambið. Robert E. Longo er
sérfræðingur í kynferðisbrotum ungra
gerenda og flytur erindi á ráðstefnunni
en mikil bylting hefur orðið vestanhafs
á síðustu árum í meðferð þeirra,“ segir
Svava. „Shirley Paceley er sérhæfir sig
í vinnu með fötluðum og greind-
arskertum börnum, en rannsóknir hafa
sýnt að sá hópur er í 50% meiri hættu á
að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis.
Skoðar hún í erindi sínu leiðir til að
vinna bug á þessum vanda, bæði fræða
börnin og hafa eftirlit með þeim sem
annast þau.“
John C. Patterson er sérfræðingur í
áhættumati fyrir stofnanir þar sem
unnið er með börnum og ungmennum.
„Hann leggur fram leiðir til að tryggja
öryggi barna og starfsfólks og David
Burton flytur erindi um mikilvægi þess
að fræðasamfélagið sé ófeimið við að
rannsaka þennan málaflokk og kynnir
jafnframt eigin samanburðarrann-
sóknir á meðferðarúrræðum.“
Finna má nánari upplýsingar um ráð-
stefnuna á www.blattafram.is. Ráð-
stefnan er ætluð almenningi jafnt sem
fagfólki og er þátttökugjaldi stillt mjög í
hóf.
Forvarnir | Ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi á börnum 24. og 25. maí
Fræðsla rýfur vítahringinn
Svava Björns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1966.
Hún lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum við Sund
og BS-gráðu í hót-
el- og veitinga-
rekstri í Kali-
forníu. Hún hefur
fengist við sölu- og markaðsstörf og
stóð að stofnun Blátt áfram 2004.
Svava er gift David Brooks og eiga
þau þrjú börn.
Tónlist
Árbæjarkirkja | Gospelkór Árbæjarkirkju og söngkvartett-
inn Opus halda tónleika í kvöld kl. 20.30. Í Opus eru Val-
gerður Guðnadóttir, Rósalind Gísladóttir, Einar Ö. Ein-
arsson og Gunnar Kristmannsson. Hljómsveitina skipa
Vignir Stefánsson, Jón Rafnsson, Páll Sveinsson og Sig-
urjón Alexandersson.
Myndlist
Listasafn ASÍ | Fimm norrænir textíllistamenn og eitt
ítalskt tónskáld stilla saman strengi sína. Þau heita Ag-
neta Hobin, Anna Þóra Karlsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Kristiina Wiherheimo, Marianne Mannsaker og Paola Li-
vorsi. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-17
og aðgangur er ókeypis.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið. Egilsstaðir,
4.-5. júní kl. 18-22, Austrasalurinn. Farið í helstu stilling-
aratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að
ná betri myndum. Tölvumálin eru tekin fyrir o.fl. Nám-
skeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is.
Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson.
Útivist og íþróttir
Mosfellsbær | Kirkjuganga í Mosfellsbæ 26. maí, kl. 10-13.
Lagt af stað frá Lágafelli, gengið að Varmá og Hrísbrú og
endað á Mosfelli. Sagt frá fornum og nýjum kirkjustöðum
sveitarfélagsins. Leiðsögumaður er Magnús Guðmundsson
sagnfræðingur.
Í KVÖLD kl. 20:30 verða haldnir sameiginlegir vortónleikar gosp-
elkórs Árbæjarkirkju og söngkvartettsins Opus í Árbæjarkirkju.
Kórinn mun flytja þekkt og minna þekkt gospel (lofgjörða) lög en
Opus mest þekktar dægurlagaperlur úr söngleikjum og kvikmyndum,
meðal annars Summertime, Blue moon og Aińt misbehavin.
Stjórnandi gospelkórsins er Rósalind Gísladóttir.
Kórinn Í kvöld verða haldnir sameiginlegir vortónleikar gospelkórs
Árbæjarkirkju og söngkvartettsins Opus. Kórinn skipa um 20 konur.
Gospelkór og söngkvartett með vortónleika
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að ber-ast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað. Sam-þykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja af-mælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100
eða sent á netfangið rit-
stjorn@mbl.is. Einnig
er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2110
Reykjavík.
FRÉTTIR
KLÚBBURINN Geysir verður með
opið hús fyrir aðstandendur félaga
Klúbbsins, fagaðila og aðra sem
vilja kynna sér starfsemina fimmtu-
daginn 24. maí frá kl. 13 til kl. 18 í
Skipholti 29 í Reykjavík.
Klúbburinn Geysir starfar eftir
hugmyndafræði Fountain House
sem miðar að því að styrkja félaga
sem hafa átt eða eiga við geðræn
veikindi að stríða til að þeir nái fót-
festu í lífi og starfi. Í Geysi er lögð
áheyrsla á jákvæði og horft á styrk-
leika hvers og eins.
Félagar og starfsfólk bera sam-
eiginlega ábyrgð á rekstrinum og
ákveða í sameiningu hvaða störf
þarf að inna af hendi. Öll vinna fé-
laga í Klúbbnum er sjálfboðavinna.
Hjálp og aðstoð við aðra felur í sér
sjálfshjálp. Starfsfólk og félagar
munu sýna gestum klúbbhúsið og
kynna starfsemina. Kaffi og kökur
til styrktar Klúbbnum Geysi verða
seldar á staðnum.
Klúbbar sem starfa samkvæmt
hugmyndafræði Fountain House
eru 400 í 30 löndum og í þeim eru
55.000 félagar.
Aðstandenda-
og kynning-
ardagur í
Klúbbnum Geysi
Fréttir á SMS