Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 37

Morgunblaðið - 23.05.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 37 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞAÐ hefur enginn fengið borguð höfundarlaun frá því að Tónlist.is opnaði. Ekki einn einasti maður.“ Þetta segir Birgir Örn Steinarsson tónlistarmaður, sem hefur verið bú- settur í London um árabil en kom til landsins í dag, alfluttur. Segist hann ætla að beita sér fyrir því að nú verði gerður skurkur í málum vefjarins tonlist.is, ekki verði lengur unað við að tónlistarmenn sjái ekki krónu af seldum plötum og lögum í gegnum vefinn. „Þetta hef ég meira að segja frá yfirmönnum í Senu. Ég hringdi þangað til að kanna þetta mál. Menn voru skömmustulegir þar og vissu um hvað þetta snerist.“ Birgir, eða Biggi eins og hann er kallaður, segir málið eitt allsherjarklúður, bæði hjá Tónlist.is og svo hjá STEF (Sam- band tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar) og FTT (Félag tónskálda og textahöfunda). „STEF og FTT gáfu leyfi fyrir því á sínum tíma að Tónlist.is myndi selja upp úr gagnagrunni, sem átti upprunalega að vera líkt og bóka- safn. Ég veit ekki hvernig sá samn- ingur var byggður upp, enda var hann ekki borinn undir okkur, lista- mennina. Þegar allt kemur til alls þá voru STEF og FTT að gefa fyr- irtæki leyfi til að selja okkar hug- verk án þess að við fengjum krónu fyrir. Svona er þetta búið að ganga í fjögur ár.“ Biggi segir að listamönn- um beri nú að sækja sinn rétt. „Það héldu allir að þeir væru að fá pen- ingana í gegnum STEF-gjöldin en svo þegar menn fóru að athuga þetta þá kom í ljós að það voru engar greiðslur frá tonlist.is. Þegar og ég fleiri fórum að spyrja tonlist.is og Senu út í þetta var okkur tjáð að það ætti að borga þetta „bráðum“ og þetta væri nú ekki jafn mikill pen- ingur og við héldum. Ég fékk t.d. þá fáránlegu afsökun að þetta væri svo lítill peningur að það hefði ekki tekið því að borga hann. Veltan á tonlist.is er engu að síður 500.000 á viku. Og reiknaðu nú. Er von að maður spyrji: Hvar eru þessir peningar?“ Falskar forsendur Biggi segist hafa kynnt sér þetta mál vel, en hann var varamaður í stjórn FTT þegar ákvörðunin um áðurnefndan gagnagrunn var tek- inn. „Svona er staðan bara. Það er verið að selja tónlist fólks þarna og enginn fær greidd höfundarlaun. Það eitt og sér er lögbrot. Einhver þarf að bera ábyrgðina. Eðlilega ættu það að vera eigendur Tónlist.is. Þannig sé ég það a.m.k.. Annað hvort fái fólk borgað eða þá að síð- unni verði einfaldlega lokað.“ Biggi segir að STEF og FTT eigi að biðja tónlistarfólk afsökunar á því að hafa opnað gagnagrunninn á þennan hátt. „Mér finnst eins og þetta hafi ver- ið gert á fölskum forsendum. Okkur var sagt að þetta yrði allt mjög já- kvætt, allir peningarnir myndu renna í STEF o.s.frv., og svo er það ekkert að gerast. STEF og FTT eiga að byrja að vinna í því, ekki seinna en núna, að þetta verði leið- rétt. Þegar byrjað var á gagna- grunninum kom hann Tónlist.is ekk- ert við. Það er bara eins og menn hafi gleymt að fylgjast með fram- haldinu. Úr gagnagrunninum, sem gekk út á það að koma íslenskri tón- list í stafrænt form, vegna söfnunar- og rannsóknargildis, hafa hlutir ver- ið til sölu sem eiga ekkert að vera til sölu. Við í Maus þurftum t.d. að láta kippa út demói með okkur og þetta er búið að vera stöðugt vesen.“ Biggi furðar sig á því að tónlistarmenn taki sig ekki saman og leggi fram kæru. Óhjákvæmilega verði það gert ef ekkert gerist í þessum málum. „STEF og FTT hika við að gera eitthvað í málunum þar sem þau eiga sök á því að þetta fór svona. Þess vegna humma stjórnarmenn þar þetta fram af sér. Maður verður pirraður þegar maður hugsar um þetta, því allt átti þetta að vera svo uppbyggilegt og jákvætt. Maður varð voða glaður þegar þetta fór fyrst af stað, netverslun með tónlist- inni manns. Svo endar þetta alltaf eins í þessum tónlistarbransa, ein- hverjir gæjar sem komu ekki nálægt því að búa til sjálfa tónlistina hirða alla peningana.“ Allsherjarflækja Biggi segir þetta mál vera eina allsherjarflækju sem enginn skilji neitt í lengur, ekki einu sinni þeir sem með völdin fara. „Þetta er sorg- legt, því að Tónlist.is er frábært fyr- irbæri sem slíkt, býður upp á góða leið til að koma tónlist á framfæri. Það er algjör synd að þetta sé svona en eðlilega vill fólk fá borgað fyrir vinnuna sína. Þetta „meikar ekki sens“, það erum við sem búum þessa vöru til. Listamaðurinn á að fá borg- að samkvæmt lögum.“ Stefán Hjör- leifsson, framkvæmdastjóri D3 sem rekur Tónlist.is, staðhæfir í blaði gærdagsins að greiðslur frá Tónlist- .is hafi borist ársfjórðungslega til STEF frá upphafi. „Ég veit ekki hvar þetta liggur,“ segir Biggi. „Það eina sem ég veit er að það er verið að brjóta á okkur. Ef peningarnir væru hjá STEF þá væru þeir bókað komnir til okkar. Ef þetta er eins og Stefán segir þá vil ég vita hvar pen- ingarnir eru.“ Morgunblaðið/Sverrir Vonsvikinn Birgir Örn Steinarsson (t.v.) ásamt félögum sínum úr Maus. Birgir Örn var í stjórn FTT þegar Tónlist.is var gangsett. Hann segir margt vera að starfsemi Tónlist.is. „Svona er þetta búið að ganga í fjögur ár“ Birgir Örn Stein- arsson tónlistar- maður segir engar greiðslur hafa bor- ist frá Tónlist.is » „Mér finnst eins ogþetta hafi verið gert á fölskum forsendum. Okkur var sagt að þetta yrði allt mjög jákvætt, allir peningarnir myndu renna í STEF, og svo er það ekkert að gerast.“ Fréttir á SMS Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Eiríki Tómassyni, fram- kvæmdastjóra STEFs. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga um tónlistarvefinn „ton- list.is“ og greiðslum fyrir not á tónlist á honum vill STEF taka fram eft- irfarandi: 1. Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og sam- norrænu höfundaréttarsamtökin Nordisk Copyright Bureau (NCB) annast hagsmunagæslu fyrir ís- lenska sem erlenda tónhöfunda hér á landi, þ.á m. gagnvart um- ræddum tónlistarvef. Þessi samtök hafa hins vegar ekki með höndum réttindagæslu fyrir flytjendur, þ.e. hljóðfæraleikara og söngvara, eða hljómplötuútgefendur, heldur er það Samband flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda (SFH). 2. Í gildi er samningur milli STEFs og NCB annars vegar og fyrirtæk- isins D3 hins vegar, þar sem fyr- irtækinu er veitt heimild til að gera tónlist aðgengilega fyrir notendur á vefnum „tonlist.is“ gegn ákveð- inni greiðslu. Þessi samningur hef- ur verið í gildi frá árinu 2005 og er að öllu leyti sama efnis og sambæri- legir samningar sem gerðir hafa verið á öðrum Norðurlöndum milli höfundarétt- arsamtaka og þeirra aðila er selja aðgang að tónlist á Netinu. 3. D3 hefur staðið skil til STEFs/ NCB á umsömdum höfundarétt- argjöldum í samræmi við fyrr- greindan samning. Samkvæmt samkomulagi STEFs og syst- ursamtaka þess á öðrum Norð- urlöndum er það verkefni NCB að úthluta höfundum og öðrum rétt- höfum greiðslum fyrir þessi tón- listarnot. Vegna þess að höf- undagjöld fyrir þessi not eru hvarvetna í heiminum tiltölulega lág í samanburði við önnur höf- undagjöld, t.d. af sölu tónlistar á hljómplötum og hljómdiskum, eru það því miður ekki háar fjárhæðir sem hver höfundur fær í sinn hlut. Virðingarfyllst, Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs. Yfirlýsing Eiríkur Tómasson DAGUR VONAR Fim 24/5 kl. 20 Lau 2/6 kl. 20 Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fös 25/5 kl. 20. Fim 31/5 kl. 20 Sýningar hefjast að nýju í september LÍK Í ÓSKILUM Þri 5/6 kl. 20 FORS. Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 26/5 AUKASÝNING Síðasta sýning LADDI 6-TUGUR Þri 29/5 kl. 20 UPPS. Mið 30/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS. Sun 3/6 kl. 14 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 Mán 4/6 kl. 20 UPPS. Mið 20/6 kl. 20 Fim 21/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 25/5 kl. 20 UPPS. Lau 26/5 kl. 20 UPPS. Fim 31/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 Fim 7/6 kl. 20 Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 30/5 kl. 20 UPPS. Mið 6/6 kl. 20 Sun 10/6 kl. 20 Fim 14/6 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is 1/6 Örfá sæti laus, 2/6 Nokkur sæti laus, 7/6 Nokkur sæti laus. SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sýningar hefjast kl. 20.00 Ósóttar pantanir seldar daglega. Pabbinn – drepfyndinn einleikur Bjarna Hauks Fim. 24/05 kl. 19 örfá sæti laus Fös. 25/05 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 26/05 kl. 19 örfá sæti laus Síðustu sýningar leikársins! Sala áskriftarkorta fyrir nýtt og spennandi leikár hefst í ágúst. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 ATVINNULEIKHÚS Í BORGARNESI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson fö 25/5 kl. 20 örfá sæti, fö. 1/6 uppselt, lau. 2/6 uppselt, lau 9/6. kl. 15 uppselt, lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20, mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20 MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson mán. 28/5, fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti, fi 14/6 - síðasta sýning SVONA ERU MENN - höf. og flytjendur KK og Einar Kárason lau 26/5 síðasta sýning Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins fór fram stjórn- arfundur hjá FTT í gærmorgun þar sem málefni vefjarins Tónlist- .is voru meðal annars rædd. Var þar samþykkt að kanna málið með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið af hálfu tónlistarmanna og kalla til fundar að viðstöddum Stefáni Hjörleifs- syni og Eiríki Tómassyni fram- kvæmdarstjóra STEFs. Mun málið vera allflókið og lúta annars vegar að höfundarrétti þar sem STEF er milligönguaðili og hins vegar að útgáfurétti þar sem til- tekið útgáfufélag höfundar skal koma greiðslum frá Tónlist.is til skila til rétthafa. Mun sú skýring hafa komið fram á fundi FTT að ástæða þess að tónlistarmenn telji sig ekki hafa fengið greitt frá Tónlist.is í gegnum STEF sé sú að þær greiðslur séu skráðar sem sala á hringitón en ekki sala á tón- list af Tónlist.is. Skráð sem hringitónn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.