Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 23.05.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 39 Sýnd kl. 4, 7 og 10 B.i. 10 ára eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is kl. 4 og 6 Ísl. tal - 450 kr. ÞAÐ ER NIÐURSKURÐUR Á SKRIFSTOFUNNI! Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára ÓHUGNALEGA FYNDIN GRÍNHROLLVEKJA Í ANDA SHAUN OF THE DEAD www.laugarasbio.is eeee SV, MBL eee LIB Topp5.is Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Unknown kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Condemned kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Spider-Man 3 kl. 5.20 B.i. 10 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á SVAKALEG HASAR- MYND MEÐ TÖFFAR- ANUM VINNIE JONES. 450 k r. -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 3:15, 6:30 og 10-POWER eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA eeee  K. H. H., FBL eeee  KVIKMYNDIR.COM eeeee  S.V., MBL 10 Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST. ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA. FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM HINN 18. maí voru veitt verðlaun í fyrstu ljóða- og smásagnasamkeppni Iðnskólans í Hafnarfirði og hlutu þau þrjár stúlkur. Elísa Gyrðisdóttir fékk fyrstu verðlaun fyrir smásögu, Ballerínuna, og Dagný Björk Guðmundsdóttir önnur verðlaun fyrir smásög- una Skýjaborg. Fyrstu verðlaun fyrir ljóð hlaut Tanja Bjarnadóttir fyrir ljóðið Eden og önnur verð- laun Jenný Magnúsdóttir fyrir ljóðið Leitin að sjálfri mér. Elísa er 22 ára og dóttir Gyrðis Elíassonar ljóð- skálds. Hún á því ekki langt að sækja hæfileikana. Elísa er á fyrsta ári í hönnun og stefnir á frekara hönnunar- eða listnám að loknu iðnskólanámi. „Þetta er nú ekkert sérstaklega djúp saga, ég skrifaði hana meira mér til skemmtunar. Hún fjallar um siðblinda ballerínu og það sem hún gerir til þess að komast á toppinn,“ segir Elísa. Hún er ekki ball- erína sjálf en hefur þó prófað ballett. „Þetta er saga sem ég byrjaði að skrifa þegar ég var sautján ára, bjó úti og átti að skrifa ritgerð,“ seg- ir Elísa, en hugmyndin að sögunni hafi ekki kviknað út frá neinu sérstöku. Elísa segir föður sinn Gyrði ekki skipta sér af hennar ritstörfum. Hún hafi sýnt honum söguna þeg- ar hún var tilbúin. „Við erum með svo ólíkan stíl,“ segir Elísa. Hún lesi ljóð föður síns og hafi gaman af. Elísa segir ekki ómögulegt að hún leggi ritstörf fyrir sig í framtíðinni. Elísu er fleira til lista lagt en hönnun og ritstörf, því hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl síðastliðnum, fyrir hönd Iðnskólans í Hafn- arfirði. Þar söng hún lagið „Þetta er búið“, sem heitir á frummálinu Call me when you’re sober. Saga af siðblindri ballerínu Morgunblaðið/Eyþór Rithöfundur Elísa Gyrðisdóttir segir föður sinn ekki skipta sér af hennar ritstörfum. Inn í herbergið gekk Sylvía, lágvaxin grindhoruð stelpa með svart hár í háu tagli og einbeitt brún augu. Hún heils- aði engum heldur stillti sér upp við spegilinn og byrjaði samstundis að gera æfingar. Allir störðu á hana í smá stund, allt pískur hljóðnaði eitt augnablik, en svo var eins og þær áttuðu sig og pískrið hélt áfram af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. – Ágætt að þær pískri um hana en ekki mig, hugsaði hún á meðan hún virti keppinautinn fyrir sér. Svart hárið á Sylvíu minnti hana á suður-ameríska kennarann sem kenndi henni stærðfræði í fjögur ár í grunn- skóla. Einhverra hluta vegna höfðu persónutöfrar hennar sem venjulega heltóku alla kennara engin áhrif á hann. Hún hafði minna en engan áhuga á stærðfræði og gat ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að læra heima, svo hún reyndi allt sem hún mögulega gat til að heilla kennarann. Hún greiddi sér og klæddi á hátt sem lét hana líta út fyrir að vera næstum suður-amerísk, með stóru brúnu augun og rennislétta síða hárið, en hann leit ekki á hana. Hún reyndi að baka smákökur handa honum en hann borðaði ekki hveiti. Hún reyndi að rekast á hann eins og fyrir tilviljun þar sem hann var að kaupa kók, ávexti og klósettpappír í litlu búðinni á horninu, bauðst brosandi til að hjálpa honum að bera pok- ann en hann svaraði þurrlega neitandi. Hún gat ekki skilið af hverju hann var ekki veikur fyrir henni eins og allir fullorðnir voru. Hún var óvenjulega sæt, það vissi hún vel, og fólk talaði um að hún væri sérstaklega kurteis, ljúf og vel upp alin. Það að fá herra Cortéz til að líka við sig varð einskonar ár- átta hjá henni; skemmtileg áskorun sem leyfði henni að þjálfa samskiptahæfnina enn betur. Þetta hætti að vera skemmtilegt daginn sem hann felldi hana á lokaprófi níunda bekkjar. Bútur úr smásög- unni Ballerínan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.