Morgunblaðið - 23.05.2007, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
eee
V.J.V. TOPP5.IS
WWW.SAMBIO.IS
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6:15 - 8 - 10 - 11:10 - 11:30 B.i. 10 ára DIGITAL
GOAL 2 kl. 5:50 B.i. 7 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 3:50 LEYFÐ
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4:30 - 6 - 8 - 10 - 11:30-POWER B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4:45 - 8 -11:10
ZODIAC kl. 8 - 9 - 11:30 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 5:50 - 10:10 B.i.16.ára
SPIDER MAN 3 kl. 6 B.i.10.ára
BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við hjara veraldar
„Besta Pirates myndin í röðinni!
Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira
tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“
tv - kvikmyndir.is
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The 6th Target – James Patter-
son og Maxine Paetro
2. Simple Genius – David Baldacci
3. The Yiddish Policemen’s Union –
Michael Chabon
4. The Children of Húrin – J.R.R.
Tolkien
5. I Heard That Song Before – Mary
Higgins Clark
6. The Woods – Harlan Coben
7. Rant – Chuck Palahniuk
8. Nineteen Minutes – Jodi Picoult
9.The Good Husband of Zebra drive
– Alexander McCall Smith
10. Back on Blossom Street – Deb-
bie Macomber
New York Times
1. On Chesil Beach – Ian McEwan
2. Digging to America – Anne Tyler
3. Suite Francaise – Irene Nem-
irovsky, et al.
4. A Short History of Tractors in
Ukrainia – Marina Lewycka
5. Wicked! – Jilly Cooper
6. Restless – William Boyd
7. Half of a Yellow Sun – Chimam-
anda Ngozi Adichie
8. The Quest – Wilbur Smith
9. Love Over Scotland – Alexander
McCall Smith
10. The Boleyn Inheritance – Phil-
ippa Gregory
Waterstone’s
1. 5’th Horseman - James Patterson
2. The Naming of the Dead - Ian
Rankin
3. The Secret - Rhonda Byrne
4. The Thirteenth Tale - Diane Set-
terfield
5. The Human Body - Steve Parker
6. Fragile Things - Neil Gaiman
7. Angels Fall - Nora Roberts
8. Reader’s Digest World Atlas -
Reader’s Digest
9. The Children of Húrin - J.R.R.
Tolkien
10. Born in Death - J.D. Robb
Eymundsson
EDUARDO Mendoza er einn
helsti rithöfundur Katalóna, býr
og starfar í Barcelona og er þekkt-
ur hér á landi fyrir Undraborgina.
Sú bók sem hér er tekin til kosta,
No Word from
Gurb, birtist
sem framhalds-
saga í spænska
dagblaðinu El
País 1990, en
kemur nú út í
fyrsta sin á
ensku.
Gurb er geim-
vera sem komin
er til jarðarinnar að rannsaka
mannfólkið með félaga sínum og
undirmanni. Þeir lenda skipi sínu í
útjaðri Barcelona og úr verður að
undirmaðurinn, Gurb, fer af stað
til að komast í tæri við mannfólk
og til þess að vekja sem minnsta
athygli líkamnast hann sem Ma-
donna. Allt gengur að óskum,
Gurb fær strax far hjá manni sem
á leið framhjá en síðan spyrst ekki
meira af honum (henni) og áður en
langt um líður fer yfirmaðurinn að
óttast um hann og fer á endanum
að leita að honum.
Þessi saga Mendoza er farsa-
kennd í meira lagi og yfirmað-
urinn, geimskipstjórnin, lendir í
ótal ævintýrum í Barcelona, dettur
í það hvað eftir annað, reynir að
verða ástfanginn, vinnur sér inn
milljónir, leysir af á bar, drekkur
sig útúrfullan aftur og aftur og
aftur og étur churros í kílóavís.
Þeir sem þekkja Barcelona
skemmta sér konunglega við lest-
urinn, en bókin er eiginlega fyrir
alla því allir eru breyskir, geim-
verur líka.
Breyskar
geimverur
No Word from Gurb eftir Eduardo Men-
doza. Telegram gefur út 2007.
Árni Matthíasson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SAGNFRÆÐINGAR sem fjallað hafa um þriðja ríkið
þýska og heimsstyrjöldina síðari hafa gjarnan beint
sjónum að arkitektum þeirra hörmunga, aðallega Hitler
og meðreiðarsveinum hans, og eins er miklu púðri eytt í
hernaðinn sjálfan. Nýleg bók sagn-
fræðingsins Adams Toozes sýnir aðra
hlið á Þýskalandi undir stjórn nasista,
því The Wages of Destruction: The
Making and Breaking of the Nazi
Economy er hagfræðisaga þriðja rík-
isins.
Vanþróað ríki í
stríðshugleiðingum
Eins og Tooze rekur söguna, og
rökstyður býsna vel, var ógerningur fyrir Þjóðverja að
sigra í þeim hildarleik sem þeir hrundu af stað, til þess
höfðu þeir ekki efnahagslega getu eða leiðtoga, þá skorti
hráefni, verksmiðjur og mannskap. Við það bættist að
ekki var bara að þýsk iðnaðarframleiðsla væri ekki nógu
mikil heldur var mikið af þeim hergögnum sem framleitt
voru mun lakara að gæðum en það sem andstæðingurinn
bjó yfir; til að mynda stóðu þýskir skriðdrekar sovéskum
drekum langt að baki og herflugvélar Þjóðverja voru úr-
eltar og gamaldags áður en yfir lauk.
Hann sýnir líka fram á hvernig nasistar fengu þýska
iðnjöfra í lið með sér – fyrst var þeirra freistað með gríð-
arlegum stríðsgróða og síðan þegar allt var á leið til and-
skotans var það óttinn við Stalín sem hélt þeim við efnið.
Vendipunktur í desember 1941
Að mati Toozes var vendipunktur seinni heimsstyrj-
aldarinnar í desember 1941 þegar ljóst var að þýski her-
inn myndi ekki ná að brjóta þann sovéska á bak aftur það
ár og ekki líkur á því að það myndi takast nokkurn tím-
ann. Þá byrjuðu æðstu menn í þýsku herstjórninni að
þrýsta á um friðarsamninga við Sovétmenn – nokkuð
sem geðsjúklingurinn við stjórnvölinn tók ekki í mál.
Það segir sitt um stílfimi Toozes að bókin verður aldr-
ei leiðinleg eða staglkennd þótt í henni sé gríðarmikið af
hagtölum og hún ríflega 800 síður að lengd. Honum tekst
að setja verkið svo fram að á stundum er eins og maður
sé að lesa spennandi reyfara. Ýmislegt verður og ljóst
við lesturinn sem ekki var skýrt fyrir, í mínum huga í það
minnsta, eins og sú sérkennilega staðreynd að á meðan
vinnuafl skorti í Þýskalandi voru gyðingar myrtir í tug-
þúsundavís. Á endanum náðu þó stríðsrekendur og SS-
sveitirnar saman – fljótlegasta leiðin til að auka mat-
arbirgðir Autur-Evrópu var að drepa alla gyðinga. Sú
nauðhyggja var í takt við annað – til að rýma fyrir þýsk-
um landnemum á hernámssvæðum í Austur-Evrópu
ákvað Hitler og hans hyski að svelta til bana alla þá sem
þar væru fyrir – þrjátíu milljónir manna, og enginn
hreyfði mótmælum.
Stríðsglæpamaðurinn Albert Speer
Albert Speer fær sérstakar trakteringar í bókinni og
Tooze sýnir fram á að hann átti skilið að fara í gálgann
ekki síður en margir aðrir af stríðsglæpahyskinu þýska
og jafnvel enn frekar, því Speer var nánast alráður í
þýsku efnahagslífi undir það síðasta og beitti öllum með-
ölum til að halda manndrápsvélinni gangandi, skeytti
ekkert um líf og limi þeirra sem fórna þurfti, aðallega
stríðsfanga sem þrælað var til bana í þúsundavís.
Tooze flettir einnig ofan af goðsögninni um kraftaverk
Speers í hergagnaframleiðslu og sýnir fram á hvernig
hann beitti blekkingum til að telja fólki trú um að afköst
hefðu stóraukist, blekkingum sem dugðu líka vel til að
heilla þá sem handtóku hann að lokum.
Forvitnilegar bækur: Þjóðverjar töpuðu stríðinu áður en það hófst
Dvergur á brauðfótum
Associated Press
Hyski Albert Speer (t.v.) ásamt Adolf Hitler árið 1943. Speer fær
sérstakar trakteríngar í bókinni og Tooze sýnir fram á að hann
átti skilið að fara í gálgann ekki síður en margir aðrir.