Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Sverrir FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TUGIR þúsunda gaskúta eru seldir neytendum árlega hérlendis, en þeir eru notaðir við grill í heimahúsum, í tjaldvögnum, á ferðalögum og þá eru ónefndir kútar sem notaðir eru í sumarbústöð- um og á síðari árum í eldhúsum í íbúðum. Vinnueftirlitið mun taka til nánari rannsóknar gaskút og viðlegubúnað sem lögreglan á Ísafirði tók eftir slysið sem varð við Djúpadal í Reykhóla- hreppi á sunnudag, þegar eldri hjón fundust með- vitundarlaus í tjaldvagni sínum. Verkefni Vinnu- eftirlitsins er að ganga úr skugga um hvort gaskúturinn uppfylli lög og reglur og hvað hefur getað gerst í vagninum. Í þessu tilviki er farið eftir reglum um tæki sem brenna gasi þar sem kveðið er á um ákveðinn búnað á kútum. Vinnueftirlitið hefur jafnframt með höndum markaðseftirlit með gasbúnaði sem fer þannig fram að starfsmenn eru sendir á sölustaði til að kanna hvort lögleg vara sé seld, með íslenskum leiðbeiningum þar sem það á við. Getur Vinnueftirlitið látið banna sölu á ólög- legum búnaði. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Ísa- firði er málið í rannsókn. Um er að ræða hefð- bundinn viðlegugasbúnað að sögn lögreglu en ekki hefur verið staðfest hvort upptök slyssins eigi rót sína að rekja til búnaðarins, þótt grunur beinist í þá átt. Að minnsta kosti tvær ólíkar orsakir gætu legið að baki slysinu, þ.e. að logað hafi á gastæki í tjald- vagninum og loginn gleypt súrefni innandyra með þeim afleiðingum að súrefnisþurrð varð í rýminu. Þegar slíkt gerist getur hlutfall súrefnis farið nið- ur að mörkum þess að bruninn verður óeðlilegur en slíkt gerist þegar súrefnishlutfall er komið nið- ur í 12%. Við þær aðstæður myndast kolmónóxíð í lofti en sú lofttegund er afar hættuleg heilsu fólks þar sem hún binst rauðu blóðkornunum í líkaman- um og stöðvar flutning súrefnis. Einnig kann gas að hafa lekið af kút og rutt burtu súrefni en við slíkar aðstæður er fólki hætt við köfnun. Seljendur með fyrstu ábyrgð Hjá Gasfélaginu er fyllt á þá gaskúta sem seldir eru hérlendis, þá einkum kúta með CE Evrópu- staðli og jafnframt athugað hvort kútarnir uppfylli öryggisskilyrði en það eru 9 kg gaskútarnir sem eru langalgengastir. Kútarnir eru seldir á bensínstöðvum og mikið notaðir í tjaldvögnum og við gasgrill. Að sögn Björns Karlssonar brunamálastjóra eiga seljend- ur gasbúnaðar að bera fyrstu ábyrgð á því að var- an sé í lagi. Þeir eigi að hafa sérfræðinga á sínum snærum sem séu aðgengilegir neytendum ef at- huga þarf öryggi búnaðarins. Séu neytendur ekki ánægðir með viðtökurnar geti þeir snúið sér til stofnana á vegum ríkisins, Neytendastofu eða Vinnueftirlits. Hjá Neytendastofu fengust þær upplýsingar í gær að ekki hefðu borist kvartanir í gær í kjölfar atburðarins við Djúpadal. En til starfsmanna Gasþjónustunnar sneru nokkrir sér, uggandi yfir eigin öryggi. Gasþjónustan er meðal þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á svonefnda gas- skynjara sem verka líkt og reykskynjarar, en þeir greina gasleka og gera viðvart. Sigurður Jóelsson, starfsmaður Gasþjónustunnar, segir brýnt að fólk láti fagmenn um að tengja gastæki í vagna og út- vegi sér gasskynjara. Segir hann of algengt að fólk taki upp á því að tengja gas við tæki upp á eigin spýtur með misheppilegum og oftar en ekki göml- um búnaði. Ýmis dæmi séu um að fólk sé að inn- rétta dvalarrými og taki þá ekki tillit til þeirrar hættu sem gasbúnaður getur skapað ef ekki er staðið rétt að verki. Gasskynjarar eru ekki festir á gaskúta, heldur staðsettir í rýmum eins nálægt gólfi og hægt er enda leitar gas niður á við. Hægt er að fá slík ör- yggistæki á 6-10 þúsund krónur hjá söluaðilum. Einnig eru til svonefndir slöngubrotsventlar en eru þó aðallega ætlaðir fyrir veitingahús sem nota mikið gas í eldhúsum. Kútar í tugþúsundatali Gasskynjarar í rýmum innandyra og fagmennska við gastengingar leiðir ferða- fólk með gasbúnað í tjaldvögnum og sumarbústöðum langt í öryggisátt 4 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helmingi fleiri íslenskar konur á fimmtugsaldri greinast með lang- vinna lungnateppu en karlar í sama aldursflokki. Erlendir karlar greinast yfirleitt heldur með sjúkdóminn en erlendar konur. Líklegt þykir að hlutfallslega meiri reykingar ís- lenskra kvenna séu orsök þess að sjúkdómurinn leggst heldur á þær. Þórarinn Gíslason, lungnasérfræð- ingur á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, hefur ásamt fleirum unnið að rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu hér á landi. Rannsóknin er hluti af fjölþjóðarannsókn þar sem val á efniviði og aðferðir eru stöðluð. Niðurstöður íslenska hluta rannsókn- arinnar birtust í Læknablaðinu í dag. Verður þriðja algengasta dánarorsök mannkyns Lungnateppa er samheiti yfir teppusjúkdóma í lungum, svo sem langvinna berkjubólgu, lungnaþembu og lokastig astma. Sígarettureyk- ingar eru algengasta orsök sjúk- dómsins og til þeirra má rekja 80- 90% allra þekktra tilfella. Aðrir þætt- ir sem hafa slæm áhrif eru mengun og ofnæmi. Æ fleiri fá sjúkdóminn en búist er við að hann verði þriðja al- gengasta dánarorsök í heiminum öll- um árið 2020 og verði þá dánarorsök sex milljóna manna og kvenna. Bygg- ist spáin fyrst og fremst á því að kyn- slóðir sem mikið hafa reykt eru að komast á þann aldur að sjúkdóm- urinn gerir vart við sig. Þórarinn seg- ir að nú sé sjúkdómurinn talinn vera dánarorsök um 5% mannkyns. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið annars staðar en á Íslandi sýna að stór hluti þeirra sem í raun hafa sjúkdóminn hafa ekki áður verið greindir í heil- brigðiskerfinu. Sjúkdómurinn er því oft kominn á alvarlegt stig þegar hann loks greinist. Rannsóknin var framkvæmd með því að fá þátttakendur, sem valdir voru með slembiúrtaki, til að taka blásturspróf. Beindist rannsóknin að einstaklingum 40 ára og eldri og voru jafnframt lagðir fyrir spurningalistar þar sem leitað var upplýsinga um helstu áhættuþætti og einkenni sjúk- dómsins. „Meginniðurstaðan er sú að 18% þátttakenda reyndust vera með lang- vinna lungnateppu og um helmingur þeirra var með sjúkdóminn á það háu stigi að um marktækt sjúkdóms- ástand var að ræða,“ segir Þórarinn. Hann segir að það sama sé uppi á teningnum hér og erlendis að sjúk- dómstilfellum fjölgi eftir því sem eldri aldurshópar séu skoðaðir. „Það kom hins vegar á óvart að hlutfalls- lega mun fleiri ungar konur, þ.e.a.s. á milli fertugs og fimmtugs, reyndust vera með langvinna lungnateppu en karlar. 8,1% kvenna á móti 4,8% karla.“ Annars staðar fá karlar yfirleitt heldur sjúkdóminn Hann bendir á að í flestum löndum sé staðan sú að karlmenn fái frekar sjúkdóminn en konur. Ástæðuna megi rekja til þess að karlar reyki þar meira og starfi á stöðum þar sem meiri mengun sé til staðar. „Ef við berum saman þær niðurstöður sem komnar eru frá öðrum löndum í rann- sókninni þá sést að íslenskar konur fá mun frekar sjúkdóminn en konur annars staðar,“ bendir Þórarinn á. Þórarinn telur líklegast að miklar reykingar íslenskra kvenna sé aðal- orsakavaldurinn. Lítið sé um mengun og aðra umhverfisþætti hér á landi sem gætu orsakað þennan mun. „Konur reykja minna en karlar en þær reykja jafn oft. Þær virðast hins vegar þola tóbaksreykinn verr en karlarnir. Ef við skoðum síðan hvað konur hér á landi reykja mikið sam- anborið við konur þaðan sem nið- urstöður úr rannsókninni hafa borist þá reykja íslenskar konur mest þeirra.“ Í rannsókninni er bent á að sé tíðni reykinga hér á landi og aldurs- samsetning þjóðarinnar skoðuð séu sterkar líkur á því að algengi lang- vinnrar lungnateppu hér á landi muni aukast. Búast megi við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgang- ar reykingafólks komist á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúss- innlagnar. Þegar lungnateppan sé komin á óafturkræft stig og leiði til sjúkrahússinnlagnir séu lífsgæði og lífslíkur orðin verulega skert. Íslenskar konur fá frekar lungnateppu en karlar Reykingar íslenskra kvenna valda því að þær fá heldur lang- vinna lungnateppu. Gunnar Páll Baldvins- son kynnti sér rann- sókn um sjúkdóminn Morgunblaðið/Golli Í HNOTSKURN » Langvinn lungnateppa ersamheiti yfir teppu- sjúkdóma í lungum, svo sem berkjubólgu, lungnaþembu og lokastig astma. » Helmingi fleiri íslenskarkonur á fimmtusaldri fá sjúkdóminn en karlar. » Annars staðar fá karlarheldur sjúkdóminn. » Meiri reykingar íslenskrakvenna líkleg orsök. NÝKJÖRINN formaður Land- sambands eldri borgara, Helgi K. Hjálmsson, er bjartsýnn á áfram- haldandi kjara- baráttu eldri borgara og hlakkar til að takast á við kom- andi verkefni. Hann segist telja að nýrri ríkis- stjórn fylgi breytt viðhorf til málefna eldri borgara, enda hafi Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra mikinn áhuga á þessum málum. „Núna loksins eru ráðamenn þjóðarinnar farnir að gera sér grein fyrir því að það þarf að taka til í þessum málaflokki. Á meðan ekki var viðurkennt að það væri eitthvað að var lítil von um að eitt- hvað væri gert.“ Sömu grundvallaratriði Helgi segir að einhverjar áherslubreytingar verði á störfum stjórnarinnar, en hann leggi þó aðaláherslur á sömu málaflokka. „Í mínum huga er númer eitt að grunnlífeyririnn verði hækkaður og að hann fái allir alveg burtséð frá tekjum. Í öðru lagi að skatt- leysismörk verði hækkuð, sem kemur öllum til góða.“ Einnig nefnir Helgi að afnema beri óhóf- legar tekjutengingar, sérstaklega varðandi maka, og aðrar mildaðar. „Það er engin hemja að maður sem kominn er á eftirlaunaaldur og vill halda áfram að vinna þurfi að borga kannski sem nemur 70% í skatt og mönnum sé refsað fyrir ráðdeildarsemi og dugnað.“ Félagar eru 18 þúsund Landssamband eldri borgara telur nú alls 53 aðildarfélög vítt og breitt um landið og 18 þúsund fé- laga og segir Helgi að hópur virkra þátttakanda í félagsstarf- inu sé stækkandi. Hann segist af- ar ánægður með að fá að taka við kyndlinum af Ólafi Ólafssyni, frá- farandi formanni, sem kvaddur hafi verið með því að allir risu úr sætum og klöppuðu honum lof í lófa. „Það var mjög ánægjulegt að þetta skyldi enda svona. Ólafur átti skilið að fá gott klapp í lokin, síðan kemur nýr maður í brúna og ég ætla mér að halda merkinu á loft, svo sannarlega.“ Breytt viðhorf til eldri borgara Helgi K. Hjálmsson Helgi K. Hjálmsson nýr formaður LEB ÞAU slæmu mistök urðu í Morg- unblaðinu í gær að fólkið sem lenti ásamt ungri dóttur sinni í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi fimmtudaginn 31. maí var sagt við góða heilsu og bæði með meðvit- und. Því miður er það ekki rétt en þessar upplýsingar áttu við um fólk sem lenti í öðru bílslysi um helgina. Unga fólkið sem lenti í bílslysinu í síðustu viku slasaðist mikið. Þau liggja bæði á gjör- gæsludeild og er konunni haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjör- gæsludeild. Morgunblaðið biður lesendur og alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum blaðsins. Bæði á gjör- gæsludeild ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.