Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Samson, í eigu feðganna Björgólfs
Guðmundssonar og Björgólfs
Thors Björgólfssonar, mun styrkja
nám í rússnesku við Háskóla Ís-
lands næstu þrjú árin. Samningur
þess efnis var undirritaður í gær af
Björgólfi Guðmundssyni og Krist-
ínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ.
Kennsla í rússnesku hefur legið
niðri undanfarin ár vegna fjár-
skorts en styrkurinn mun fjár-
magna eina og hálfa kennslustöðu
næstu þrjú árin. Jafnframt liggja
fyrir drög að samningi milli HÍ og
Moskvuháskólans um samstarf um
kennslu, rannsóknir og stúdenta-
skipti í tengslum við rússnesk-
unámið.
Draumur að rætast
Við athöfnina lýsti Victor Tat-
arintsev, sendiherra Rússlands á
Íslandi, ánægju sinni með þennan
samning og sagði hann vera draum
að rætast en hann hefur unnið öt-
ullega að undirbúningi samstarfs
HÍ við Moskvuháskólann. Björg-
ólfur tók undir með Tatarintsev og
bætti því við að með þessu framlagi
væru þeir feðgar að endurgjalda
þær vinsamlegu móttökur sem þeir
hlutu fyrir fimmtán árum er þeir
stofnuðu bjórfyrirtækið Bravo Int-
ernational í Pétursborg. Í Rúss-
landi hafi þeir fengið að stunda við-
skipti og þar hafi þeir endurfæðst.
Eiga margt sameiginlegt
Að mati Björgólfs eiga Rússland
og Ísland margt sameiginlegt, m.a.
það að þar byggju stórkostlegar
þjóðir, og því væru þeir feðgar afar
stoltir af framlagi sínu sem mark-
aði tímamót í samskiptum þjóð-
anna. Það væri þeirra von að styrk-
veitingin stuðlaði að góðum og
fjölbreyttum tengslum Íslands og
Rússlands og efldi samskipti þjóð-
anna, jafnt á sviði menningar og
viðskipta.
Þeir Björgólfur og Tatarintsev
töluðu báðir um mikilvægi þess að
fyrirtæki hér á landi öðluðust
þekkingu í rússnesku. Athafna-
menn og bankar horfðu í síauknum
mæli til Austur-Evrópu og ljóst að
hún skipaði stóran sess í framtíð-
inni. Björgólfur sagði að af þessum
sökum væri nauðsynlegt að efla
kennslu í rússnesku og hann væri
sannfærður um að nú væri rétti
tíminn.
Kristín Ingólfsdóttir sagðist ekki
vera í nokkrum vafa um að þessi
samningur myndi efla samskipti
landanna og auðvelda fólki í at-
vinnulífinu að eiga samskipti við
Austur-Evrópu. Hún vildi þó
benda á að kennsla í rússnesku
fælist ekki aðeins í tungumála-
kennslu heldur væri einnig komið
inn á rússneska menningu og bók-
menntir. Að lokum sagði hún þá
Tatarintsev og Björgólf eiga mikl-
ar þakkir skildar, Tatarintsev fyrir
frumkvæði, staðfestu og mikinn
áhuga og Björgólfur fyrir ómetan-
legt örlæti. Mikil vinna hefði verið
unnin til að koma þessu í gagnið og
þökk sé þeim að rússneskunámið
væri nú mögulegt.
Þó nokkur áhugi hefur verið
sýndur á náminu og fyrir tilstuðlan
Tatarintsev mun Olga Korotkova,
doktor í málvísindum við Mosk-
vuháskóla, koma hingað til lands
sem sendikennari.
Rússneska verður kennd til BA-
prófs sem aðalgrein og aukagrein
auk þess sem unnt verður að
stunda MA-nám í þýðingarfræðum.
Gert er ráð fyrir að hluti MA-
námsins fari fram við Moskvuhá-
skóla.
Tengsl Íslands og Rússlands efld
Nám í rússnesku hefst aftur við Háskóla Íslands næsta haust eftir nokkurra ára hlé fyrir tilstilli
fjárstyrks frá Björgólfsfeðgum Gott fyrir samskipti landanna, segir Kristín Ingólfsdóttir rektor
Morgunblaðið/G.Rúnar
Við undirritunina Björgólfur Guðmundsson og Kristín Ingólfsdóttir rektor
skoða samninginn, Victor Tatarintsev, sendiherra Rússlands, fylgist með.
NÝLIÐINN maímánuður var frem-
ur kaldur á landinu. Mjög hlýtt var
um land allt fyrstu daga mánaðarins
og einnig á stórum hluta landsins síð-
ustu dagana. Einkum var kalt á tíma-
bilunum 4. til 11. maí og síðan frá 19.
til 27. maí og snjóaði þá sums staðar.
Mest snjó-
dýpt mældist í
Bolungarvík, 21
sentímetri,
þann 25. maí,
en jörð varð al-
hvít á nokkuð
mörgum stöð-
um í flestum
landshlutum og
flekkótt víða.
Óvenjulegt er
að það gerist
sunnanlands
svo seint í maí,
segir í yfirliti
frá Veðurstof-
unni.
Meðalhiti í Reykjavík var 6,0 stig
og er það 0,3 stigum undir meðallagi,
en meðalhiti var lægri í Reykjavík í
maí 2005. Á Akureyri var meðalhit-
inn 4,5 stig og er það 1,0 stigi undir
meðallagi, eins og í fyrra og árið
2005. Meðalhiti á Hveravöllum var
0,6 stig og er það í meðallagi og á
Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,9
stig.
Hlýjast á Hallormsstað
Hæsti hiti í mánuðinum mældist á
Hallormsstað þann 1. maí, 20,7 stig.
Á mannaðri stöð varð hiti hæstur á
Torfum, 19,2 stig, einnig þann 1. maí.
Lægsti hiti á landinu mældist 22. maí
á Brúarjökli, -13,1 stig, en lægsti hiti
í byggð var á Þingvöllum, -8,0 stig,
þann 14. maí.
Úrkoma mældist 28 mm í Reykja-
vík, og er það 64% af meðalúrkomu,
en 18 mm á Akureyri og er það rétt
undir meðallagi. Á Höfn mældist úr-
koman aðeins 15 mm sem er með
allra minnsta móti á þeim slóðum, en
þó varð enn þurrara í maí 2005 þegar
úrkoman mældist enn minni í Horna-
firði eða aðeins 6 mm í Akurnesi og 4
mm í Hólum.
Sólríkt syðra
Sólríkt var um landið sunnanvert,
sólskinsstundir í Reykjavík mældust
282 og eru það um 90 stundir um-
fram meðallag. Álíka sólríkt var í
fyrra og enn sólríkara í maí 2005. Á
Akureyri mældust sólskinsstund-
irnar 124 og er það um 50 stundum
undir meðallagi.
Víðast kalt
í maímánuði
Kuldi Vinna bænda
við sauðburð var oft
erfið í maímánuði.
NÝSKIPAÐUR heilbrigðisráðherra, Guð-
laugur Þór Þórðarson, leysti í gær af hendi eitt
síðasta verkefni sitt sem stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur þegar nýr fræðsluvef-
ur stofnunarinnar var opnaður.
Á vefnum er að finna margs konar efni sem
tengist starfsemi Orkuveitunnar, en áhersla er
lögð á fræðslu um umhverfi, vatn og raforku.
Að auki er þar að finna ýmsar upplýsingar um
Elliðaárdalinn, en þar hefur Orkuveitan haft
ýmiss konar fróðleik um orkumál á boðstólum
fyrir almenning. Um 3.000 börn koma árlega í
Rafheima, fræðslusetur Orkuveitunnar í daln-
um og gönguferðir eru reglulega skipulagðar
þar sem þátttakendur læra sitt hvað um orku,
jarðfræði, gróðurfar og sögu.
Stefnt er að því að þróa efni vefjarins áfram
í samráði við fræðsluyfirvöld í borginni svo að
efni hans nýtist við kennslu í raunvísindum,
orku- og umhverfismálum. Fyrstu grunn-
skólabörnin til að prófa nýja vefinn voru nem-
endur úr 1.-3. bekk Breiðagerðisskóla, en þau
voru viðstödd opnunina í gær.
Fræðsluvefinn má finna á vefsvæði Orku-
veitunnar, www.or.is.
Fræðsla um umhverfi,
vatn og raforku
Morgunblaðið/Eyþór
Fræðsluvefur Dagný Fjóla Birgisdóttir opnaði í gær nýjan
fræðsluvef OR og naut til þess aðstoðar heilbrigðisráðherra.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt ungan mann í 22 mánaða
fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
en dómnum þótti ljóst að hann hefði
ætlað að selja 418 e-töflur sem fund-
ust í herbergi hans í foreldrahúsum.
Það er umhugsunarvert að sama
dag og lögreglan fann töflurnar hafði
faðir unga mannsins verið handtek-
inn vegna gruns um fíkniefnasölu og
í húsinu fundust jafnframt 12 pakkn-
ingar af amfetamíni sem móðir hans
sagðist eiga og hafa ætlað að nota á
fimmtugsafmæli sínu.
Hjá lögreglu og fyrir dómi neitaði
ungi maðurinn að hafa ætlað að selja
töflurnar en gaf þær skýringar að
hann hefði reykt töluvert af hassi og
verið orðinn pirraður á að borga
2.500 kr. fyrir hvert gramm. Þegar
fíkniefnasali hefði boðið honum
ódýrar e-töflur, sem hann taldi að
væru 300 talsins, hefði honum dottið
í hug að hann gæti skipt á þeim og
hassi og þannig fengið hassið ódýr-
ara. Hann vildi hvorki lýsa útliti
fíkniefnasalans né gefa upp síma-
númer hans, þótt hann væri með
það, af ótta við afleiðingarnar. Fram
kom að maðurinn borgaði ekki fyrir
töflurnar, heldur átti að hafa sam-
band við fíkniefnasalann þegar hann
væri kominn með peninga. Þetta at-
riði, að greiðsla var ekki innt af hendi
við afhendingu, var meðal þess sem
dómnum fannst benda til að við-
skiptasamband hefði komist á milli
mannsins og fíkniefnasalans og að
töflurnar hefðu verið ætlaðar til sölu.
Keppnisbann þungbært
Meðal þeirra sem báru vitni fyrir
dómnum var prestur sem sagðist
hafa fylgst með unga manninum frá
því hann var unglingur og bar hann
einkum um hve körfubolti hefði verið
mikilvægur í lífi hans. Það hefði ver-
ið honum þungbært þegar íþrótta-
hreyfingin tók strangt á broti hans,
sem fólst í því að amfetamín mæltist
í þvagprufu, en fyrir það var hann
dæmdur í tveggja ára keppnisbann.
Síðan hefði honum verið meinað að
æfa körfubolta. Þá sagði presturinn
frá því að ungi maðurinn hefði farið í
meðferð og hætta væri á að hann
villtist út af beinu brautinni ef hann
yrði dæmdur í fangelsi.
Við ákvörðun refsingar var tekið
mið af því að um mikið magn af
hættulegu fíkniefni var að ræða og
hins vegar að ákærði átti sér ekki
sögu um dreifingu fíkniefna. Málið
þótti of alvarlegt til að hægt væri að
skilorðsbinda refsinguna. Auk
fangavistarinnar var maðurinn
dæmdur til að greiða um 470.000
krónur í varnar- og sakarkostnað.
Guðmundur L. Jóhannesson kvað
upp dóminn. Júlíus Kristinn Magn-
ússon sótti málið en Halldór Helgi
Backman hrl. var til varnar.
418 e-töflur taldar hafa
verið ætlaðar til sölu
Faðir hins dæmda handtekinn fyrir fíkniefnabrot sama dag
AUGLÝST hafa verið til sölu neðri
hæð og kjallari Landshöfðingjahúss-
ins, Skálholtsstígs 7, sem einnig var
og er enn þekkt sem „Næpan“.
Ásett verð er 79 milljónir og er
Kvikmyndafyrirtækið Sögn skráður
seljandi en eigendur þess eru hjónin
Baltasar Kormákur og Lilja Pálma-
dóttir.
Hús þetta er eitt af merkilegri
húsum borgarinnar en það var byggt
árið 1903. Magnús Stephensen lét
reisa húsið og flutti inn árið 1904 er
hann lét af embætti landshöfðingja.
Á stríðsárunum var húsið ein af
bækistöðvum setuliðsins en Nátt-
úrulækningafélag Íslands rak mat-
stofu í húsinu eftir það og var það
kallað að „borða á næpunni“.
Um tíma var útlit fyrir að húsið
yrði rifið en þá ákvað Menningar-
sjóður í samstarfi við Þjóðvinafélag-
ið að kaupa húsið og færði Mennta-
málasjóður það síðan til upprunalegs
horfs og var aðsetur þessara stofn-
ana þarna um tíma.
Efri hæðir hússins eru í eigu Guð-
jóns Más Guðjónssonar, sem betur
er þekktur sem einn af stofnendum
Oz hf., eða Guðjón í Oz. Er hann bú-
settur þar.
Neðri hæðirnar tvær eru 226 fm
og eru flokkaðar sem skrifstofuhús-
næði.
Næpan
komin
í sölu
Húsið var byggt af
Magnúsi Stephensen
Morgunblaðið/Ásdís
Sérstakur Turn hússins er lauk-
laga og dregur húsið nafn sitt af
honum en það er kallað Næpan.