Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hvenær sækja puttalingar sjávarþorpanna sinn frumbyggjarétt og koma böndum á ógn-
valdinn sem fyrirvaralaust getur rænt þá björginni og gert eignir þeirra verðlausar?
VEÐUR
Íslenskir skákáhugamenn þekkja veltil skákmeistarans Garrís Kasp-
arovs og heimsóknir hans til landsins
eru eftirminnilegar. Nú stendur hann
í stórræðum í Rússlandi sem einn
helsti andófsmaður Pútíns forseta
eða í það minnsta einn sá kunnasti.
Í nýlegri bók „How Life ImitatesChess“ fléttar hann heimsmálin
saman við atburðarásina á skákborð-
inu og veltir fyrir sér hvað megi yf-
irfæra úr skákinni yfir í stjórnmálin.
Sumum fellurbókin eflaust
helst vegna lýs-
inga á skákum,
stórmeisturum og
eigin ferli, s.s. að
14 ára fékk hann
þau ráð frá móður
sinni að leggja á minnið nokkrar
hendingar úr Évgení Ónegín, ljóði
Púshkins, fyrir hverja skák á mik-
ilvægu stórmóti. Þannig dreifði tán-
ingurinn huganum. Og vann mótið.
Kasparov lýsir einvígi aldarinnarog segir Fischer hafa átt marga
aðdáendur í Sovétríkjunum; sjálfur
hafi hann verið níu ára og ekki aðeins
dáðst að taflmennskunni heldur einn-
ig sjálfstæði Fischers.
En bókin er einnig forvitnileg inn-
sýn í þankagang stjórnmála- og and-
ófsmannsins Kasparovs. Á einum
stað fjallar hann um baráttuna gegn
hryðjuverkum og bendir á að hryðju-
verkamenn séu að mestu fjármagn-
aðir af olíuríkjum, sem efnist á olíu-
sölu til vestrænna ríkja.
Hann segir því mikilvægt að Vest-urlönd verði óháð olíu sem orku-
gjafa og nefnir að Ísland ætli sér að
ná því árið 2050. Íslensk stjórnvöld
hafa reyndar ekki lýst því yfir, þótt
fræðimenn hafi orðað þann mögu-
leika. Stórmeistarar hafa víst ekki
alltaf rétt fyrir sér. En andófið heldur
áfram. Og það verður fróðlegt að
fylgjast með framvindu skákarinnar
hjá Kasparov gegn andstæðingi sem
er jafnvel enn voldugri en Karpov.
STAKSTEINAR
Garrí Kasparov
Kasparov sest við skákborðið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
!"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
# $%%"&% &
:
*$;< %%%
! "
#
$%
&'
*!
$$; *!
'( )% %(%! *
=2
=! =2
=! =2
') %+ $,%- .
>2?
=7
@
@
/ %0 %)% )%!
. !0 !% %!%# %!
%("%% $&%1 %% % %( %!% *$&
=
1)% )2%!%. !0 !% %!
# %!%# $%("%% $3
!% ! %%. ( %%4 $&
5 % " %! %"%(! &
' )% 3% 2%,3% %!
# $%!%* %'2%%62 $%!
0 ! %
%%72%%42 $&
1 % % % % 3%%%% &%74% &
80 %%99
% %6! %+ $
3'45 A4
A*=5B CD
*E./D=5B CD
,5F0E ).D
& 3
3
3
&
&
&
& &
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
3
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ragnhildur Sverrisdóttir | 4. júní 2007
Bjórþambandi karl-
menn í baði
Æ, ekki er nú sum-
arlegt um að litast á
fína, nýja pallinum
okkar. Allt á floti og
ekkert útlit fyrir að
hægt verði að við-
arverja á næstunni. Og
ég sem sá mig í anda sitja á pallinum
alla daga, í steikjandi sól og blíðu.
Og suma daga, þegar hitinn færi
vel yfir 20 stigin, með ískalt hvítvíns-
glas, að sjálfsögðu.
Meira: ragnhildur.blog.is
Sigríður Laufey | 4. júní 2007
KSÍ veitir
„séra Jóni“ vín!
Máltækið „það er ekki
sama Jón og séra Jón“
á vel við um vínveit-
ingar KSÍ á landsleik
Íslands. Ekki var leyfð
áfengisneysla eða vín-
sala nema handa þeim
sem sátu í heiðursstúku. Hvernig
getur KSÍ leyft sér slíka framkomu,
að veita útvöldum vín en banna það
síðan öðrum? Erlendis er ofneysla
áfengra drykkja vandamál á kapp-
leikjum. Meira: logos.blog.is
Eiríkur Bergmann Einarsson | 4. júní
2007
Ástæðulaust
að atast í Agli
Ekki skil ég hvað
stjórnendum 365 miðla
gengur til með þessum
málarekstri gegn Agli
Helgasyni. Ef menn
vilja frekar vinna ann-
ars staðar þá er voða-
lega vitlaust að þvinga þá til að vera
áfram, þar sem þeir vilja ekki lengur
vera. Það er vont fyrir alla. Jafnvont
fyrir fyrirtækið og starfsmanninn.
Meira: eirikurbergmann.blog.is
Ágúst Ólafur Ágústsson | 4. júní 2007
Bestu árin
Þeir eru margir sem
halda því fram að
menntaskólaárin séu
bestu ár ævinnar. Á
laugardagskvöld hitti
ég marga góða vini og
félaga úr Mennta-
skólanum í Reykjavík
þegar við hittumst í tilefni af því að
10 ár voru liðin frá útskrift úr skól-
anum.
Og það var ótrúlega skemmtilegt
að hitta aftur bekkjarfélagana úr
náttúrufræðideildarbekknum en
suma þeirra hafði ég ekki hitt í mörg
ár.
Það var ekki síður skemmtilegt að
heyra hvað fólk er að fást við. Eðli
málsins samkvæmt eru þeir nokkrir
læknarnir og verkfræðingarnir í
bekknum og nokkrir sem enn eru er-
lendis í námi.
Bekkurinn hefur líka verið nokk-
uð iðinn þegar kemur að barn-
eignum.
Í upphafi kvöldsins voru höfð
mörg orð um það hvað fólk hafði lítið
breyst og við vorum eiginlega öll á
því að bekkjarfélagarnir væru eins
eftir öll þessi ár.
En eftir að myndband var sýnt úr
útskriftarferð árgangsins mátti
glögglega sjá að sú fullyrðing átti
ekki alveg við rök að styðjast. Þar
mátti sjá fríðan en mjög barnalegan
hóp, sem þó stóð sennilega í þeirri
trú að mannskapurinn væri ekkert
minna en rígfullorðinn. Áratug
seinna hafa margir aðeins bætt á sig,
fengið velmegunarvömb og ein-
hverjir teknir að grána.
Baldvin Þór Bergsson fréttamað-
ur á Ríkissjónvarpinu var ræðumað-
ur kvöldsins og rifjaði upp góðar
stundir úr MR.
Ræða hans var góð og niðurstaða
hans var einmitt sú að árin í
Menntaskólanum væru líkast til með
þeim skemmtilegri á ævinni.
Ég kunni alltaf vel við mig í MR.
Mér finnst skólinn sjarmerandi og
þær eru skemmtilegar hefðirnar
sem þar lifa góðu lífi.
Dætur okkar Þorbjargar hafa
fengið mátulega hlutlaust uppeldi og
Elísabet Una, eldri dóttir okkar,
sem nýlega er orðin 5 ára, sagði við
okkur foreldrana um daginn:
Áður en maður byrjar í Háskól-
anum, þá fer maður í MR.
Meira: agustolafur.blog.is
BLOG.IS
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Rhodos
9. júní
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rhodos í byrjun júní. Á Rhodos
upplifir þú þrjú þúsund ára gamla sögu á einum sólríkasta stað í
heimi, frábært loftslag og einhverjar bestu aðstæður fyrir ferðamann-
inn sem þú finnur í Grikklandi. Bjóðum örfáar íbúðir á Les Cocotiers
íbúðahótelinu á frábæru verði. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins í
sumar á eyju sólarinnar.
Verð kr. 29.990
Netverð á mann. Flugsæti með
sköttum.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á
Les Cocotiers í viku , 9. júní.
Aukavika kr. 14.000.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á
Les Cocotiers í viku, 9. júní.
Aukavika kr. 14.000.