Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FYRSTA fragtflug Norðanflugs til
meginlands Evrópu var farið á
sunnudaginn þegar flogið var með
11 tonn af ferskum fiskflökum frá
Samherja hf., frá Akureyri til Oos-
tende í Belgíu.
Forsvarsmenn Norðanflugs
hugsa stórt. Þeir sögðust á sunnu-
daginn stefna að því að það yrði leið-
andi félag í fragtflutningum frá Ís-
landi til meginlands Evrópu.
Markmiðið væri að bjóða hraða,
örugga og samkeppnishæfa flug-
flutningaþjónustu á hinum ört vax-
andi markaði Íslands. „Við munum
sameina hina miklu þörf Norður-
lands fyrir fiskútflutning og hið öfl-
uga flutningsnet Eimskips innan-
lands sem utan til að byggja upp
öflugt fragtflugfélag á Norðurlandi,“
segir m.a. í framkvæmdaáætlun fyr-
irtækisins.
Eimskip og Norðanflug eru í nánu
samstarfi og mun Eimskip á Ak-
ureyri sjá um flutning innanlands, til
og frá Akureyrarflugvelli.
Nýráðinn framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Unndór Jónsson en hann
starfaði áður á flugrekstrarsviði
flugfélagsins Atlanta. Stofnendur
Norðanflugs eru Samherji, Eimskip
og Saga Capital Fjárfestingarbanki,
og segjast forsvarsmenn þeirra sjá
mikil tækifæri í fragtflugrekstri um
Akureyrarflugvöll. Flugvélin sem
fyrirtækið notar er AN-12 sem á sér
langa sögu í fragtflugi og hentar að-
stæðum á Akureyri vel með tilliti til
skjótrar hleðslu og afhleðslu, að
sögn aðstandenda félagsins.
Flogið verður þrisvar í viku til að
byrja með, á sunnudögum, þriðju-
dögum og fimmtudögum. Borgin
Oostende í Belgíu varð fyrir valinu
vegna góðrar legu með tilliti til
dreifingar á fiski innan Evrópu.
Með tilkomu ferða frá Akureyri
styttist flutningstími fyrir ferskan
fisk, sem unninn er á Norðaust-
urlandi, um heilan dag þannig að
hann kemur enn ferskari en áður til
viðskiptavina á meginlandi Evrópu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Söguleg stund AN-12 vél Norðanflugs hefur sig til flugs í fyrsta skipti á Akureyri um hádegisbil á sunnudaginn. Viðstaddir fylgdust spenntir með.
Ætla að verða leiðandi félag
Ljósmynd/Ásgrímur Örn Hallgrímsson
Hugsa stórt Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi, Þorvald-
ur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, Unnar
Jónsson, stjórnarformaður Norðanflugs og forstöðumaður flutningasviðs
Samherja, og Unndór Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanflugs.
Í HNOTSKURN
»Fyrsta ferð Norðanflugs fráAkureyri var 3. janúar, ná-
kvæmlega 70 árum eftir að Flug-
félag Akureyrar var stofnað.
»Vél Norðanflugs hóf sig á loftfrá Akureyrarflugvelli á
meðan 70 ára afmælishátíð Ice-
landir Group – arftaka Flug-
félags Akureyrar – stóð sem
hæst í nýju húsnæði Flugsafnsins
á Akureyri!
STARFSMAÐUR í efnaverksmiðju
Mjallar-Friggjar á Akureyri varð í
gærmorgun fyrir klórgaseitrun þeg-
ar gasslanga gaf sig í verksmiðjunni.
Maðurinn var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið til skoðunar, en hann
var með fullri meðvitund og var
ástand hans ekki talið alvarlegt.
Klórgas getur haft slæm áhrif á
slímhúð og öndunarfæri.
Klórgas slapp inn í framleiðslu-
rýmið þegar slangan gaf sig. Starfs-
maðurinn var einn þar inni og brást
við með því að loka fyrir innstreymið
á slönguna.
Húsið var rýmt og voru tveir efna-
kafarar með mengunarmæla sendir
inn í framleiðslurýmið, að sögn Þor-
björns Haraldssonar slökkviliðs-
stjóra. Þegar tryggt var að búið væri
að loka fyrir lekann, var klórgasský-
ið fellt niður, en það er gert með því
að sprauta vatnsúða á það.
Fékk klór-
gaseitrun
Fljótsdalur | Hrafnhildur Inga Sig-
urðardóttir sýnir í júní 12 olíu-
málverk í gallerí Klaustri. Verkin
eru flest máluð á þessu og síðasta
ári.
Hrafnhildur Inga dvaldi í fræði-
mannsíbúðinni Klaustri á Skriðu-
klaustri vorið 2006 og gekk þá dag-
lega um fjöll og firnindi, skóga og
eyðilönd í nágrenni Skriðuklaust-
urs. Áhrifa þeirrar dvalar gætir
mjög í málverkum þeim sem hún
sýnir nú, segir í fréttatilkynningu.
Grónar hlíðar, öræfi, kræklóttir
fúaraftar og sprungur í hraunjaðri
eru meðal myndefna Hrafnhildar á
þessari sýningu.
Sýningin stendur til 29. júní.
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
stundaði myndlistarnám við Mynd-
listaskóla Reykjavíkur og Myndlist-
arskóla Kópavogs. Hún lauk prófi í
grafískri hönnun frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1984.
Hrafnhildur Inga rak eigin aug-
lýsingastofu um 15 ára skeið en
söðlaði um fyrir nokkrum árum og
fæst nú eingöngu við myndlist. Hún
hefur haldið einkasýningar og tek-
ið þátt í samsýningum.
Áhrif frá
Skriðu-
klaustri
Egilsstaðir | Hafið er áætlunarflug
Iceland Express milli Egilsstaða og
Kaupmannahafnar og er það í fyrsta
skipti sem flogið er á þessari leið.
Þar með eykur félagið enn þjónustu
sína við landsbyggðina en Iceland
Express mun í sumar einnig fljúga
beint milli Akureyrar og Kaup-
mannahafnar eins og á síðasta ári.
Að auki flýgur Iceland Express frá
Keflavík til þrettán áfangastaða í
Evrópu.
Flogið verður tvisvar í viku milli
Egilsstaða og Kaupmannahafnar í
sumar, á þriðjudögum og föstudög-
um. Fyrsta vél frá Kaupmannahöfn
lenti á Egilsstaðaflugvelli á níunda
tímanum á föstudagsmorgunn. Lagt
var af stað aftur frá Egilsstöðum til
Kaupmannahafnar um kl. 9, en full-
bókað var í fyrsta flugið út.
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, opnaði flugleiðina
formlega. „Það hefur verið keppi-
kefli Iceland Express frá upphafi að
gera öllum Íslendingum fært að
ferðast til útlanda óháð efnahag og
búsetu og það er okkur því sönn
ánægja að efla þjónustu okkar við
íbúa Austurlands með opnuninni nú.
Við vonum jafnframt að bein tenging
fjórðungsins við útlönd verði mikil
lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á
svæðinu og munum leggja mikla
áherslu á kynningu erlendis á því
sem Austurland hefur upp á að
bjóða,“ sagði Matthías við það tæki-
færi.
Heimamanna að nýta tækifærið
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, ávarpaði
samkomuna og sagði meðal annars:
„Við íbúar Austurlands erum bæði
stoltir og ánægðir með að Iceland
Express hafi valið Egilsstaðaflugvöll
sem einn af sínum áfangastöðum og
fögnum því að fyrirtækið sjái tæki-
færi í því að efla starfsemi sína með
því að nota Egilsstaði og Austurland
sem tengingu við meginland Evr-
ópu. Það er ósk okkar að þetta skref
megi verða til þess að efla ferðaþjón-
ustu í fjórðungnum en það er okkar
heimamanna að nýta þetta tæki-
færi.“
Iceland Express hefur fjölgað
áfangastöðum sínum jafnt og þétt
frá stofnun félagsins fyrir rúmum
fjórum árum. Þá flaug félagið til
tveggja borga, en nú eru þær orðnar
13. Í fyrrasumar hóf félagið jafn-
framt að fljúga milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar og því eru
áfangastaðir félagsins á Íslandi nú
þrír talsins. Fyrsta árið flutti félagið
um 130.000 farþega, en þeim hafði
fjölgað í u.þ.b. 400.000 í fyrra og
stefnir í enn meiri aukningu á þessu
ári.
Verður lyftistöng
fyrir ferðaþjónustuna
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Flug Benedikt Warén kannar farmiða fyrstu farþegannna sem fóru í áætl-
unarflug með Iceland Express frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar.
Í HNOTSKURN
»Iceland Express flýgurtvisvar í viku milli Egils-
staða og Kaupmannahafnar, á
þriðjudögum og föstudögum.
»Flugfélagið flýgur nú tilþrettán borga, frá þremur
flugvöllum á Íslandi. Með fé-
laginu fara um 400.000 far-
þegar á ári.
Egilsstaðir | Háskólinn á Bifröst
opnar útibú í húsakynnum Þekk-
ingarnets Austurlands á Egilsstöð-
um fimmtudaginn 7. júní næstkom-
andi. Um er að ræða fyrsta skrefið í
átt til þess að færa starfsemi há-
skólans víðar um land.
Í útibúinu á Egilstöðum verða
veittar upplýsingar um nám og
kennslu við Háskólann á Bifröst og
er þessi þjónusta jafnt ætluð nýjum
nemendum sem og þeim sem eru
þegar í námi, segir í frétt á vef
skólans, bifrost.is.
Nú stunda á annað hundrað
manns fjarnám til BS-gráðu í við-
skiptafræði við Háskólann á Bifröst
auk þess sem fimm af sex náms-
leiðum í meistaranámi eru kenndar
í blöndu af fjar- og staðnámi. Þá er
í símenntunardeild skólans boðið
upp tvö námskeið í fjarnámi: Mátt
kvenna, sem er þriggja mánaða
nám fyrir konur; einkum þær sem
huga á sjálfstæðan atvinnurekstur
og diplómanám í verslunarstjórnun.
Haustið 2007 verður í fyrsta sinn
boðið upp á fjarnám við frum-
greinadeild skólans.
Í fjarnámi við Háskólann á Bif-
röst mæta nemendur tvisvar á
misseri á svokallaðar vinnuhelgar
þar sem nemendum og kennurum
gefst færi á að kynnast. Þar fyrir
utan fer kennsla fram í gegnum
svokallaðan námskjá sem er raf-
rænt námsumhverfi nemenda og
kennara Háskólans á Bifröst.
Kennarar setja námsefni inn á
námskjá, þeir leggja þar fram ít-
arefni og verkefni og skila þeim og
veita endurgjöf.
Umsóknarfrestur um nám við
Háskólann á Bifröst rennur út 10.
júní.
Háskólinn
á Bifröst
opnar útibú
AUSTURLAND
JÓN Ólafsson
heldur í kvöld kl.
20.30 tónleika í
Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit
þar sem hann
syngur lög af
nýrri sólóplötu
sinni, Hagamel,
sem og eldra
efni. Jón, sem er
á lokaspretti tónleikaferðar um
landið í tilefni nýju plötunnar, held-
ur tvenna aðra tónleika í vikunni; í
Dalvíkurkirkju á morgun kl. 20.30
og á fimmtudagskvöldið í barna-
skólanum á Grenivík á sama tíma.
Jón leikur
og syngur
Jón Ólafsson