Morgunblaðið - 05.06.2007, Side 21
tíska
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 21
Matvöruverslanir á Akranesi hafa
verið margar í gegnum tíðina og
miklar breytingar hafa átt sér stað á
þeim markaði. Verslun Einars Ólafs-
sonar er sú elsta sem starfrækt er í
dag og Skagaver hefur einnig starf-
að í langan tíma. Krónan og Bónus
hafa nýverið opnað stórar verslanir
á Akranesi og er ljóst að sam-
keppnin verður mikil um hylli íbúa
bæjarins þar sem búa rétt rúmlega
6.000 manns. Samkaup reka einnig
„klukkubúð“ í bænum en nú þegar
hefur einni verslun verið lokað eftir
að Bónus opnaði nýju verslunina.
Kaskó (áður Nettó) var lokað um sl.
mánaðamót. Í frétt héraðs-
fréttablaðsins Skessuhorns á dög-
unum var greint frá því að versl-
unarrými á matvörumarkaðnum
ætti betur við 20.000 íbúa samfélag
en 6.000 íbúa.
Það vakti athygli á dögunum að lítil
einkaflugvél sveimaði lágt yfir Akra-
neskaupstað í blíðviðri seint að
kvöldi í maí. Flugmenn vélarinnar
gerðu sér lítið fyrir og lentu vélinni á
Langasandi, stigu út, tóku mynd af
sér við vélina og héldu síðan af stað
aftur. Það er ekki á hverjum degi
sem flugvélum er lent á Langasandi
en þeir sem þekkja sögu Akraness
vel muna eftir því að einkaflugvélar
voru tíðir gestir á Langasandi. Þótti
það ekki stóratburður en á allra síð-
ustu árum hefur flugvélum ekki ver-
ið lent á sandinum enda hefur und-
irlagið breyst mikið og sandurinn er
ekki eins sléttur og hann var áður.
Erlendir ferðamenn voru tíðir gestir
á þeim tíma er Akraborgin sigldi úr
hjarta Reykjavíkur upp á Akranes
mörgum sinnum á dag. Dagsferðir
voru skipulagðar og ferðamönnum
þótti gaman að sameina siglingu og
heimsókn í „íslenskt fiskiþorp“. Með
tilkomu Hvalfjarðarganga árið 1998
varð breyting á heimsóknum ferða-
manna. Þeir komu alls ekki. Núna
hafa skapast nýir möguleikar sem
íslensk ferðaskrifstofa hefur nýtt
sér. Í síðustu viku kom um 40 manna
hópur þýskra ferðamanna með
strætó frá Reykjavík. Það er Katla
DMI sem skipuleggur ferðirnar í
samstarfi við þýsku ferðaskrifstof-
una RV Touristik í München. Á með-
al þess sem var á dagskrá hópsins
var heimsókn á Safnasvæðið í Görð-
um, gengið var um Langasand og
farið í sund. Ferðamátinn þykir
áhugaverður kostur þar sem kostn-
aðurinn er aðeins brot af því sem
greitt er venjulega fyrir dagsferðir
ferðamanna á Íslandi.
Kristín Mist Sigurbjörnsdóttir fékk
verðlaun fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi við útskrift úr Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
á dögunum og Ingólfur Pétursson
fékk verðlaun fyrir bestan árangur
af iðn- og starfsmenntabrautum.
Alls voru 40 nemendur brautskráðir
frá skólanum sem fagnar 30 ára af-
mæli í haust.
AKRANES
Sigurður Elvar Þórólfsson,
blaðamaður
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Á ferðinni Erlendir ferðamenn
voru tíðir gestir á Akranesi er
Akraborgin sigldi þangað. Strætis-
vagnaferðir á Akranesið þykja ekki
síður góður kostur.
úr bæjarlífinu
Slör Því er nútímalega komið fyrir
slörinu hjá Jesus Peiro tískuhúsinu.
Pífur Stuttur hvítur kjóll alsettur pífum
frá Rosa Clara tískuhúsinu.
Slaufa Hún er áberandi slaufan
á þessum kjól Hannibal Laguna.
Framúrstefnulegir og klassískir
hvítir kjólar
Handverkssýning Seltjarnarnesi.
Í tilefni Menningarhátíðar á Seltjarnarnesi
verður handverkssýning eldri bæjarbúa í
Bókasafni Seltjarnarness 5.-9. júní 2007.
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.
Sumt blogg hefurfrétta- og
upplýsingagildi, það
hefur sýnt sig, þegar
upplýstir og vel tengdir
menn eiga í hlut. Slíkt
blogg er ágætt aðhald
fyrir fjölmiðlana í land-
inu. Víkverji botnar
aftur á móti ekkert í
öllu þessu persónulega
bloggi. Hvaða erindi á
það við almenning?
Það er sök sér ef
menn eru staddir er-
lendis eða á af-
skekktum fjörðum að
þeir vilji blogga um æv-
intýri sín fyrir sína
nánustu en Víkverji skilur ekki fyrir
sitt litla líf hvers vegna vandalausir
hafa áhuga á kynlífsraunum vin-
kvenna Ellýjar Ármannsdóttur sjón-
varpsþulu.
Hann virðist þó vera þar í miklum
minnihluta en samkvæmt könnunum
liggur íslenska þjóðin yfir þessu og
öðru persónulegu bloggi daginn út
og inn.
Hefur hún virkilega ekkert betra
við tíma sinn að gera?
x x x
Hann var sorglegur endirinn áfrábærum landsleik Dana og
Svía í undankeppni Evrópumótsins í
knattspyrnu á Parken á laugardag.
Það er með ólíkindum að einn maður
geti í ölæði sínu eyðilagt skemmtun
fyrir þúsundum manna. En þetta
leiðinlega atvik undirstrikar að ekk-
ert má út af bera þegar öryggis-
gæsla á knattspyrnuvöllum er ann-
ars vegar.
Árum saman hefurþað verið eins
konar íþrótt hjá Vík-
verja að velta fyrir sér
hvað hafi orðið um hina
og þessa menn sem
hann hefur haft sam-
skipti við með einum
eða öðrum hætti gegn-
um tíðina. Gamla
skólabræður, vinnu- og
frístundafélaga.
Hvar skyldi þessi
maður vera niðurkom-
inn í dag? hugsar Vík-
verji með sér af engu
tilefni. Ætli hann sé
læknir, lögfræðingur
eða sorptæknir? Ætli
hann eigi konu, eða jafnvel mann,
börn og hund? Eða innflutta aust-
urlenska eðlu? Þetta eru ómet-
anlegar pælingar í amstri hvers-
dagsins og ímyndunaraflið er þanið
til hins ýtrasta.
x x x
Á þessum síðustu og verstu tím-um er aftur á móti ekkert gam-
an að þessum vangaveltum. Hvers
vegna? Það eru allir komnir með
blogg. Ef Víkverja langar að vita
hvernig tilveran hefur leikið tiltek-
inn skólabróður hans í núllbekk
skoðar hann bara bloggið hans.
Þar lætur skólabróðirinn gamm-
inn geisa um líf sitt, störf og fjöl-
skylduhagi, menn og málefni. Hann
hefur skoðun á öllu frá kynlífi til
hvalveiða og skráir skilmerkilega á
bloggið sitt hvað hann hefur hægðir
mörgum sinnum í viku. Í dag vita all-
ir allt um alla. Ímyndunaraflinu hef-
ur verið úthýst.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
ÞAÐ er alltaf mikið um gift-
ingar á sumrin, enda sól og
heiðríkt sumar fullkominn bak-
grunnur fyrir fallegt brúðkaup.
Og þá á helst ekki að vera sýni-
leg sú mikla vinna sem lögð var
í undirbúninginn – heldur á
dagurinn að líða með sem áta-
kaminnstum hætti.
Undirbúningurinn sem að
baki liggur er þó oft heilmikill,
stundum er það margra mán-
aða vinna að skipuleggja jafn-
vel minnstu smáatriði. Klæðn-
aður brúðarinnar er eitt þeirra
atriða sem venjulega fer mikil
hugsun í. Þröngur eða víður,
stuttur eða síður, klassískur
eða framúrstefnulegur kjóll,
eða jafnvel buxnadragt – val-
möguleikarnir geta virst ótelj-
andi jafnvel þó að liturinn sé
oftast hvítur.
Nú á dögunum var haldin
sérstök brúðartískusýning í
Barcelona á Spáni. Eins og sjá
má kenndi þar margra grasa
og aldrei er að vita nema brúðir
framtíðar fái þar hugmyndir að
kjólnum hvíta. Reuters
Blómleg Blómleg greiðslan
við kjól frá Victorio &
Lucchino og klassískur
brúðarkjóll frá Karl Lag-
erfeld.