Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 25
ÉG vil sem einn aðstandenda há-
tíðarhalda í Krýsuvík sl. hvíta-
sunnudag þakka Morgunblaðinu
fyrir að senda tónlistargagnrýn-
anda sinn á vettvang þar sem frum-
flutt var nýtt tónverk
eftir Atla Heimi
Sveinsson við nýtt ljóð
Matthíasar Johann-
essen í hátíðarmessu í
Krýsuvíkurkirkju í til-
efni af 150 ára afmæli
kirkjunnar. Skrif tón-
listargagnrýnandans,
Ríkarðs Arnar Páls-
sonar, sem birtust í
Morgunblaðinu 2. júní
sl. undir fyrirsögninni
„Í guðsgrænni nátt-
úru“ voru að mörgu
leyti falleg lýsing á at-
burðinum en gefa þó tilefni til
nokkurra athugasemda.
Ríkarður Örn skrifar: „… frum-
samin messutónlist Atla Heimis
Sveinssonar var að manni skilst
sérsamin fyrir þetta tilefni …“
Þetta er undarlegt orðaval þegar
það er engum vafa undirorpið að
ljóðið og tónlistin voru pöntuð af
þessu tilefni, eins og fram kemur í
messuskránni, sem gagnrýnandinn
hafði undir höndum og fer fögrum
orðum um. Það er því óviðeigandi
að gera tilurð tónlistarinnar tor-
tryggilega með orðavalinu „að
manni skilst“. Einnig hefði mátt
geta þess að tónlistin var af þrenns
konar toga: frumsamin tónlist við
ljóð Matthíasar, „Munu ósánir akr-
ar vaxa“, ný útsetning á sálmalagi
Páls Ísólfssonar við sálm nr. 165 í
sálmabókinni eftir Matthías Jo-
hannessen, „Hann sagði við þá: Sjá,
ég kem í skýjum“, og að síðustu
frumsamið inngöngu- og út-
gönguspil ásamt altarisgöngu-
músík.
Ríkarður hrósar aðstandendum
hátíðarinnar fyrir að hafa séð að-
sóknina fyrir og komið fyrir tveim-
ur stórum hátölurum sem „vörpuðu
heyranlegu hliðinni út
í heiðskírt snemms-
umarloftið“ eins og
segir í umsögn hans.
Hér er rétt að skjóta
því inn að kirkjan tek-
ur um 50 manns í sæti
en ekki minna en 30
eins og Ríkarður skrif-
ar, þegar lausum stól-
um er bætt við kirkju-
bekkina. Þeir sem ekki
komust fyrir inni í
kirkju gátu tyllt sér á
stóla, bekki og teppi í
skjóli úti fyrir kirkju-
dyrum. En Ríkarður getur ekki
hamið kaldhæðni sína og kallar há-
talarana „fundahátalara“ og telur
það þeim þó til tekna að þeir séu
betri en gjallarhorn fyrri tíðar. Það
getur vel verið að Ríkarður hafi séð
ámóta hátalara og hér um ræðir á
einhverjum fundi en þeir nefnast
Mackie SRM450 og eru ekki skil-
greindir sem fundahátalarar. Þeir
voru valdir fyrir þetta tilefni að
vandlega yfirveguðu ráði af fag-
manni sem annaðist uppmögnun
hljóðsins.
Ríkarður og aðrir áhugasamir
lesendur um rafmagnsferðahátalara
geta lesið sér til um þessa hátalara
á slóðinni http://mackie.com/ pro-
ducts/srm450/index.html og nánar á
http://mackie.com/pdf/press/
SRM450_SOSLive_Aug04.pdf. Í
þessu sambandi hefði tónlistar-
gagnrýnandinn mátt gefa sér tíma
til þess að hlýða á endurflutning
verks Atla og Matthíasar í messu-
kaffinu stuttu eftir messuna þar
sem þeim, sem voru áhugasamir en
komust ekki að inni í kirkjunni,
gafst tækifæri til að heyra verkið
endurflutt í vinnustofu málarans
Sveins Björnssonar. Þetta hefði
mátt koma fram í umsögninni.
Að endingu skal það leiðrétt að
tilefni hátíðahaldanna í Krýsuvík
var 150 ára afmæli Krýsuvík-
urkirkju og jafnframt 10. ártíð
Sveins Björnssonar en ekki „10. ára
hátíð Sveins Björnssonar“ eins og
stendur í umsögn Ríkarðs. Með því
tilefni er verið að minnast upprisu
kristnihalds í Krýsuvík í kjölfar
greftrunar Sveins þar og þess sam-
spils kristnihalds og listar sem þar
hefur þróast sl. 10 ár.
Í því samhengi er hins vegar
ánægjulegt að lesa heildarnið-
urstöðu gagnrýni Ríkarðs Arnar
Pálssonar þegar hann lýsir tónlist-
inni sem látlausri, einfaldri og þaul-
sniðinni fyrir aðstæður, hún minnti
gagnrýnandann á upphafna auð-
mýkt þjóðsöngsins og segir hann að
sungið hafi verið af einlægri mýkt
og leikið með bljúgum innileika.
Þetta verður að teljast þokkalegur
dómur og því er leitt að þurfa að
gera þessar athugasemdir við ann-
ars fallega frásögn af atburðinum.
Athugasemdir við skrif
Ríkarðs Arnar Pálssonar
Erlendur Sveinsson gerir
athugasemdir við dóm »… því er leitt aðþurfa að gera þessar
athugasemdir við ann-
ars fallega frásögn af at-
burðinum.
Erlendur Sveinsson
Höfundur er einn aðstandenda hátíð-
arhalda í Krýsuvík.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 25
GUÐNA Ágústssyni, sem rétt er
að nota tækifærið og óska til ham-
ingju með nýtilkomna formennsku
í Framsóknarflokknum, hefur í
blaðaviðtölum að und-
anförnu orðið tíðrætt
um okkur Vinstri-
græn og stöðu okkar í
flokkaflórunni, jafnvel
á evrópska vísu. Þó
engin ástæða sé til að
elta ólar við misskiln-
ing eða upplýs-
ingaskort Guðna hvað
þróun jafnt íslenska
sem evrópska flokka-
litrófsins varðar má
vel nota tilefnið og
reifa þá hluti.
Um stöðuna á Ís-
landi nægir að hafa fá
orð. Vinstrihreyfingin – grænt
framboð var stofnuð 6. febrúar
1999 sem ný hreyfing, nýr flokkur
frá grunni. Hornsteinar stefnu
flokksins voru frá byrjun vinstri
stefna eða róttæk jafnaðarstefna
og umhverfisstefna og áherslur á
grunngildi sjálfbærrar þróunar.
Jafnréttismál og áhersla á óskert
mannréttindi og fullt frelsi kvenna
var einnig frá byrjun und-
irstöðuþáttur í okkar áherslum og
fyrir tveimur árum gerðist VG með
formlegum hætti flokkur róttækrar
kvenfrelsisbaráttu eða femínisma.
Um leið var stefna okkar á sviði
utanríkis- og friðarmála dýpkuð og
breikkuð og við innleiddum það
sem við köllum félagslega al-
þjóðahyggju. Vöxt og viðgang
flokksins á þessum árum þekkja
allir sem fylgst hafa með íslensk-
um stjórnmálum.
Á einu ári hefur VG nú tekið sér
sæti sem þriðji stærsti stjórn-
málaflokkur landsins, bæði á vett-
vangi sveitarstjórna og á Alþingi.
Á sveitarstjórnarstiginu er staða
okkar áberandi sterk í stærstu
sveitarfélögunum. Þannig eigum
við sex borgar- og bæjarfulltrúa í
fjórum stærstu kaupstöðunum.
Þingflokkur okkar telur nú níu
manns, fjórar konur
og fimm karla og við
fengum menn kjörna í
öllum kjördæmum í
fyrsta sinn.
Systurflokkar VG
En hvernig flokkur
er þá VG, séð í evr-
ópsku eða alþjóðlegu
samhengi?
VG hefur formleg
flokksleg tengsl við
systurflokka á Norð-
urlöndunum en auk
þess erum við í margs
konar óformlegum
tengslum og ágætu sambandi bæði
við vinstri flokka og umhverf-
isverndarflokka á meginlandi Evr-
ópu og víðar í veröldinni.
Nánast er samband okkar við
systurflokka í hinum vestnorrænu
löndunum, Þjóðveldisflokkinn í
Færeyjum og Inuit Ataqatigiit,
I.A., á Grænlandi. Flokkarnir
standa báðir til vinstri og eru
burðarásar sjálfstæðisbaráttunnar
í viðkomandi löndum. Þeir hafa
báðir iðulega átt aðild að rík-
isstjórn eða landsstjórn sinna
landa og eru með í kringum 25%
fylgi. Auk þess erum við Vinstri-
græn í formlegu, flokkslegu sam-
starfi við vinstri sósíalísku flokk-
ana á hinum Norðurlöndunum. Ná-
skyldust erum við sennilega
Sósíalíska vinstriflokknum norska,
sem einmitt situr í ríkisstjórn Nor-
egs. Þar er formaður og fjár-
málaráðherra Kristin Halvorsen
sem verið hefur gestur á lands-
fundum VG. Vinstrabandalagið
finnska hefur margoft átt aðild að
ríkisstjórn en reyndar hvorki Sósí-
alíski þjóðflokkurinn danski (SF)
né Vinstriflokkurinn sænski, þó
þeir hafi verið formlegir og á köfl-
um áhrifamiklir stuðningsaðilar
minnihlutastjórna jafnaðarmanna í
báðum löndunum, einkum þó í Sví-
þjóð.
Strax þessi upptalning sýnir að
upplýsingum Guðna Ágústssonar
um rauð-grænu flokkaflóruna í
heiminum er stórlega ábótavant.
Reyndar er sú flóra margbreytileg
og er það ein ástæða þess að við í
VG höfum farið varlega og yfirveg-
að í að byggja upp tengsl okkar við
flokka erlendis þrátt fyrir ríkan
vilja til alþjóðlegs samstarfs.
Vinstri flokkar á meginlandi Evr-
ópu eiga sér margslunginn og ólík-
an uppruna. Evrópskir umhverf-
isverndarflokkar eru sumir
jafnframt klárlega vinstri flokkar
en aðrir liggja nær miðjunni. Sum-
ir eru gagnrýnir á Evrópusamrun-
ann en aðrir mjög samrunasinnaðir
(federalískir). Bæði vinstri flokkar
og grænir flokkar á meginlandi
Evrópu hafa setið í ríkisstjórnum
og er þar einna frægust vera
græna flokksins í Þýskalandi í rík-
isstjórn Schröders og utanrík-
isráðherratíð Joschka Fischers.
Talandi um Þýskaland þá eru þar
að verða umtalsverð tíðindi einmitt
þessa dagana þar sem stofnaður
verður sameinaður og öflugur
vinstriflokkur, „Die Linke,“ þegar
saman renna fylkingar þeirra Osk-
ars Lafontaine, sem í eina tíð var
fjármálaráðherra krata, Gregors
Gysi (PDS) og fleiri. Munar um
minna en flokk sem talið er líklegt
að verði strax í byrjun með nálægt
10% fylgi að meðaltali í gervöllu
Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
Í Hollandi var flokkurinn til
vinstri við kratana helsti sigurvegi
síðustu kosninga og víðar eru
spennandi hlutir að gerast á evr-
ópska vinstri- og umhverfisvernd-
arvængnum.
Þó alltaf sé hæpið að alhæfa þá
er það mat mitt að yfirleitt séu
vinstri flokkarnir að gerast sífellt
grænni og grænu flokkarnir sífellt
róttækari. Sú þróun er nú okkur
Vinstri grænum aldeilis að skapi
sem frá byrjun höfum byggt á
samþættingu þessara sjónarmiða.
Guðni Ágústsson og evrópska flokkaflóran
Steingrímur J. Sigfússon
skrifar um íslenska og
evrópska flokkalitrófið
» Þó alltaf sé hæpið aðalhæfa þá er það
mat mitt að yfirleitt séu
vinstri flokkarnir að
gerast sífellt grænni og
grænu flokkarnir sífellt
róttækari.
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN
ef þú þarft að selja,
leigja eða kaupa fasteign,
mundu 533 4200 eða
senda okkur póst: arsalir@arsalir.is
Opið hús að Langholtsvegi 22,
104 Reykjavík.
Húsið er á tveimur hæðum og var
mikið endurnýjað á árunum
2005/2006. Baðherbergi eru tvö
með upphengdum klósettum og
nuddbaðkari í öðru þeirra. Svefn-
herbergi eru þrjú og stofur þrjár.
Tveir inngangar eru í húsið. Bíl-
skúr er með húsinu og er með ný-
legri hurð og bílskúrsopnara heitu
og köldu vatni. Nýlegt parket er á
er á öllum gólfum og náttúruflísar.
Innréttingar eru úr kirsuberjarviði
á baði og í eldhúsi er innrétting
frá Innex. Allir skápar eru nýlegir í herbergjum. Öll tæki í eldhúsi og baði
eru ný. Hiti er í gólfi á baði og eldhúsi. V. 55 m.
Sölustjóri Fasteignakaupa Páll Höskuldsson
tekur á móti gestum í dag frá kl. 18 og 19.
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is