Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lilja Guðmunds-dóttir fæddist í
Heiðardal í Vest-
mannaeyjum 4. júlí
1923. Hún andaðist
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 26. maí
síðastliðinn. For-
eldar hennar voru
Guðmundur Sig-
urðsson bóndi í
Litlu-Hildisey, f.
11.10. 1881, d. 22.3.
1975, og kona hans
Arnleif Helgadóttir
frá Grímsstöðum í Vestur-
Landeyjum, f. 29.1. 1882, d. 8.3.
1956. Árið 1917 fluttu þau til Vest-
mannaeyja og bjuggu þar allan
sinn búskap. Þau hjónin eignuðust
sex börn en aðeins tvær dætur
komust til fullorðinsára. Þau voru
Sigurður Helgi, f. 1910, d. sama ár,
Lilja, f. 1911, d. 1923, Helgi, f.
1914, d. 1916, og Sigríður, f. 1922,
d. 1932. Systir Lilju sem komst til
fullorðinsára var Ásta, f. 31.3.
1917, d. 27.5. 2003, hún var gift
Kristinn, f. 10.2. 1981, og Þórunn
Lilja, f. 13.9. 1988. 3) Erna Hildur
framhaldsskólakennari, f. 24.5.
1959, maður hennar er Gunnar
Magnús Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri, f. 24.4. 1959, synir
þeirra eru Guðmundur Egill, f. 1.1.
1989, og Magnús Árni, f. 14.10.
1991.
Lilja ólst upp í Vestmannaeyjum
og lauk þar gagnfræðaskólaprófi
og starfaði síðar á pósthúsi bæjar-
ins. Hún tók virkan þátt í skáta-
starfi og söng í kirkjukór Landa-
kirkju. Hún fluttist til Reykjavíkur
á fimmta áratugnum og hóf störf
hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Veturinn
1946-1947 stundaði Lilja nám við
sænskan hússtjórnarskóla í
Ljungsile. Lilja og Gunnar bjuggu
allan sinn búskap á Akureyri og
var Lilja heimavinnandi húsmóðir
fram til níunda áratugarins þegar
hún hóf störf sem leiðbeinandi á
leikskólanum Iðavöllum. Þar starf-
aði hún þar til hún lét af störfum
sökum aldurs. Um árabil starfaði
Lilja með kvenfélaginu Framtíð-
inni og söng með Kór aldraðra á
Akureyri um margra ára skeið.
Útför Lilju verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hrólfi Benediktssyni
prentsmiðjustjóra, f.
23.8. 1910, d. 16.9.
1976.
Lilja giftist 25.11.
1950 Gunnari Bergi
Árnasyni kaupmanni,
f. 27.9. 1924, og flutt-
ist með honum til
Akureyrar. Gunnar
er sonur hjónanna
Árna Bergssonar
kaupmanns í Ólafs-
firði, f. 9.10. 1893, d.
17.9. 1959, og Jó-
hönnu Magnúsdóttur,
f. 16.6. 1894, d. 18.6. 1965. Lilja og
Gunnar eignuðust þrjú börn, þau
eru: 1) Guðmundur Örn læknir í
Svíþjóð, f. 2.4. 1952, kona hans er
Helena Guðbjörg Gunnlaugsdóttir
meinatæknir, f. 21.10. 1950, börn
þeirra eru Lilja, f. 15.2. 1979,
Hulda Edda, f. 30.12. 1982, og
Anna Hildur, f. 6.6. 1987. 2) Jó-
hanna Arnleif matvælafræðingur,
f. 5.3. 1956, maður hennar er Vil-
bergur Kristinsson jarðeðlisfræð-
ingur, börn þeirra eru Gunnar
Það er sólríkur sumardagur á
Akureyri. Við krakkarnir tínumst
niður á neðri hæðina heima á Ásvegi
28. Gardínan í borðstofunni blaktir í
blænum enda dyrnar út á sólpall gal-
opnar og mamma komin út. Á garð-
borðinu bíður okkar morgunmatur
en mamma hvergi sjáanleg. Þegar út
á lóðina er komið fara að sjást um-
merki eftir hana. Vinnuvettlingarnir
liggja á hálffullri arfafötunni við
blómabeðið meðfram stéttinni þar
sem sextíu himinbláar og hvítar
stjúpur standa hæverskar í tvöfaldri
röð, döggvaðar eftir vökvun. Nú
kemur mamma í ljós á morgunkjóln-
um á tali við nágrannakonu. Hún
smalar okkur saman og við vitum af
reynslunni að framundan er góður
dagur við leik og störf úti í garði.
Svona er dæmigerð minning um
mömmu.
Mamma var fædd og uppalin í
Heiðardal í Vestmannaeyjum. Hún
var yngst sex systkina en aðeins
tvær dætur afa og ömmu náðu full-
orðinsárum, þær Ásta og mamma.
Hún vann lengi á pósthúsinu í bæn-
um, var í skátastarfinu og söng í
kirkjukór Landakirkju.
Mamma tók sig upp og settist á
skólabekk í sænskum hússtjórnar-
skóla. Óhætt er að fullyrða að þar
hafi hún numið sitthvað því mamma
var afbragðs húsmóðir. Hún var
listakokkur, snjöll saumakona eins
og margir jólakjólar okkar systra
báru merki, garðyrkjukona og iðinn
uppalandi. Hún setti skólagöngu
okkar systkinanna ávallt í forgang
og við áttum okkur enga undan-
komuleið með heimanámið. Sá agi
skilaði sér. Í tjaldútilegunum með
mömmu og pabba var aðaltilhlökk-
unarefnið að fá að borða hjá
mömmu. Hún eldaði dýrindis pott-
rétt heima, hitaði svo á prímusinum,
gerði kartöflustöppu og steikti egg.
Ummm! Aldrei smakkaðist nokkuð
betur en einmitt þetta. Eins ef við
vorum veik pakkaði mamma okkur
þéttingsfast inn í sæng, hélt okkur
þétt að sér í fanginu og söng barna-
gælur þar til við sofnuðum. Ógleym-
anleg öryggistilfinning! Einnig er
áleitin minning þegar barnmargur
faðir kom iðulega í heimsókn til
mömmu fyrir jólin og fór með vænan
stafla af barnafötum af okkur undir
hendinni á ungahópinn sinn. Þá leið
mömmu vel.
Mamma var glæsileg kona á velli.
Hún lét sér afar annt um klæðaburð
sinn, fylgdist vel með straumum og
stefnum og var ávallt vel til höfð.
Síðkjólarnir hennar voru sérlega
glæsilegir, sumir saumaðir og hann-
aðir af henni sjálfri. Dætur okkar
systkinanna hafa komist í feitt í
skápunum hennar ömmu. Af fram-
ansögðu gæti fólki dottið í hug að
mamma hafi verið hin mesta pjatt-
rófa en svo var alls ekki. Hún var
forkur til líkamlegrar vinnu og vílaði
ekki fyrir sér að óhreinka sig í kart-
öflugarðinum, skrapa og mála, slá
blettinn eða bóna bílinn.
Mamma gaf okkur svo sannarlega
gott veganesti út í lífið. Hún innrætti
okkur sterka réttlætiskennd, sam-
viskusemi og almenna siðferðisvit-
und. Þetta eru ómetanlegir eigin-
leikar sem við búum að meðan við
drögum andann. Nú þegar mamma
hefur horfið í aðra tilvist minnumst
við alls þessa með innilegu þakklæti.
Betri gjafir hefði hún ekki getað gef-
ið okkur. Minning um heilsteypta og
yndislega móður lifir með okkur þar
til við hittum hana á ný.
Guðmundur, Jóhanna og Erna.
Elsku amma, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum með þér og
fyrir allar minningarnar sem nú fylla
huga okkar og hjarta. Við stöndum í
eilífri þakkarskuld við þig fyrir alla
ástina sem þú sýndir okkur og þann
hlýja hug sem við áttum hjá þér og
fyrir stuðninginn sem þú veittir okk-
ur þegar við þurftum á honum að
halda. Það var alltaf hægt að tala við
þig um alla heima og geima og þér
fannst allt sem okkur við kom áhuga-
vert og spennandi. Þú vildir alltaf
gera okkur gott og lagðir allt annað
til hliðar til að sinna okkur. Þrátt
fyrir að við sæjum að heilsu þinni
væri farið að hraka þegar við hittum
þig síðastliðna páska vissum við ekki
þegar við kvöddum þig að það yrði
okkar hinsta kveðja. Nú getum við
aðeins vonað að þú sért komin á betri
stað, stað fullan af hamingju, kær-
leika og gleði.
Því er oss erfitt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hryggðarefni,
þó ljósin slokkni og blikni blóm. –
Er ei bjartara land fyrir stefni?
(Einar Ben.)
Gunnar Kristinn Vilbergsson og
Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.
Lilja, móðursystir mín, var fædd
og uppalin í Vestmannaeyjum.
Amma Arnleif Helgadóttir og afi
Guðmundur Sigurðsson í Heiðardal
eignuðust sex börn. En af þeim voru
það aðeins Ásta móðir mín og Lilja
frænka sem náðu fullorðinsaldri.
Lilja var glæsileg kona, dökk yfirlit-
um og hafði erft brúnu augun hans
afa. Við systurnar göntuðumst
stundum við hana um að hún hlyti að
hafa franskt eða spánskt blóð í æð-
um og hún tók því ekki illa.
Þegar ég fæddist á Barónsstíg 19
var Lilja í hlutverki ljósmóður og því
má segja að við höfum bundist
traustum böndum frá fyrsta degi ævi
minnar en Lilja bjó um þetta leyti á
heimili foreldra minna í Reykjavík.
Þessi bönd efldust og styrktust enn
frekar þegar ég var í sumarvist á
Akureyri hjá þeim hjónum
Lilju og Gunnari frá 6 ára til 12
ára aldurs. Lilja hafði þá hitt sinn
lífsförunaut, Gunnar Árnason, kaup-
mann á Akureyri, en þau gengu í
hjónaband árið 1950.
Fyrstu árin bjuggu Lilja og Gunn-
ar á Skipagötu 1 en Gunnar rak
verslun sína í sama húsi. Þegar fjöl-
skyldan stækkaði byggðu þau sér
hús við Ásveg 28. Gestkvæmt var á
heimilinu og ættingjar að sunnan
komu gjarnan í heimsókn. Öllum var
tekið opnum örmum af miklum
rausnarskap og Lilja var hrókur alls
fagnaðar.
Framan af ævinni var Lilja fastur
punktur í tilveru minni og nú að leið-
arlokum streyma minningarnar
fram. Lilja hafði verið virk í skáta-
hreyfingunni í Vestmannaeyjum á
sínum yngri árum og ljóst var að hún
hafði engu gleymt þegar hún tók
fram gítarinn og spilaði og söng. Oft
settist hún við píanóið og tók fram
nóturnar við lögin hans Fúsa sem
hún hafði mikið dálæti á. Við sátum
saman og sungum hvert lagið á fæt-
ur öðru.
Það var kært á milli þeirra systra,
Ástu og Lilju, og ávallt fagnaðar-
fundir þegar þær hittust. Þær höfðu
yndi af að stríða hvor annarri og var
þá gjarnan metist um það hvort
veðrið væri betra fyrir norðan eða
sunnan eða hvor væri fallegri Esjan
eða Vaðlaheiðin.
Ég átti góða stund með Lilju
frænku fyrir um það bil mánuði. Hún
var þá rúmföst og augljóst að af
henni var dregið. Ég vil að lokum
þakka fyrir að hafa fengið að dvelja
með þessu góða fólki nokkur sumur
ævi minnar og allar þær góðu minn-
ingar sem ég á frá þeim tíma. Hjá
þeim leið mér vel. Ég bið góðan guð
að varðveita Lilju, móðursystur
mína, um leið og ég þakka henni
samfylgdina.
Við systurnar af Barónsstíg 19 og
fjölskyldur okkar sendum Gunnari,
Guðmundi, Jóhönnu, Ernu og fjöl-
skyldum þeirra, svo og ástvinum öll-
um, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Birna Hrólfsdóttir.
Lilja Guðmundsdóttir
✝ Egill KristinnEgilsson fædd-
ist í Syðsta-Koti í
Miðneshreppi 2.
september 1910.
Hann lést á heimili
sínu 25. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Egill
Sveinsson sjómaður
á Móum í Miðnes-
hreppi, síðar vél-
stjóri í Baldurs-
haga í Sandgerði,
d. í Reykjavík 24.
mars 1932, og
Kristín Jónsdóttir, f. í Neðri-
Hrepp í Andakílshreppi í Borg-
arfirði 18. júní 1882, d. 19. mars
1964. Systkini Egils voru Svein-
gerður Jóna, f. 18. mars 1909, d. í
Reykjavík 18. mars 1983, og
Gunnlaugur Óskar, f. 8. janúar
bifvélavirkjun. Hann var tvö
sumur við síldveiðar á Norður-
landi. Á Alþingishátíðinni sum-
arið 1930 var hann vélstjóri á
Þingvallaferjunni. Egill starfaði
við bifvélavirkjun til ársins 1942,
en það ár fékk hann gaseitrun og
hætti þá bifvélavirkjun og hóf
nám við vélvirkjun og rennismíði.
Egill starfaði hjá Steðja í nokkur
ár en hóf síðan rekstur eigin
verkstæðis í samstarfi við félaga
sinn. Á þessum árum vann hann
víða um land við uppsetningu
söludælna fyrir eldsneyti ásamt
ísetningu kyndibúnaðar fyrir
húsnæði. Síðar hóf hann rekstur
eigin bifreiðaverkstæðis við
Múlakamp í nokkur ár. Egill hóf
síðar störf fyrir Málarabúðina,
Vesturgötu 21, síðar Rúllugerð-
ina og smíðaði málningarrúllur
ásamt fleiru og starfaði þar sam-
fellt til um 1990.
Egill verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
1912, d. í Reykjavík
8. júlí 1978. Uppeld-
issystir Egils var Að-
alheiður Ármann, f.
25. júní 1927, d. 14.
febrúar 1992.
Egill kvæntist 20.
október 1934 Vil-
helmínu Guðmunds-
dóttur. Þau skildu.
Dætur þeirra eru
Guðrún María Ei-
ríka Egilsdóttir, f.
27. júlí 1934, d. 10.
maí 2005, og Elín
Kristín Phifer, f. 23.
ágúst 1935, búsett í Kaliforníu í
Bandaríkjunum.
Egill ólst upp í foreldrahúsum
til 17 ára aldurs og byrjaði ungur
að vinna á fiskreitum í sinni
heimabyggð. Fluttist til Reykja-
víkur 17 ára gamall og hóf nám í
Merkilegur maður hefur nú kvatt
þetta líf. Hann Egill afi var stór-
merkilegur maður sem ég er afar
stoltur yfir að hafa átt sem afa. Afi
minn var barngóður og ljúfur mað-
ur. Alveg eins og mamma mín sem
hafði ekki langt að sækja þessa
mannkosti. Allar mínar minningar
um afa eru jákvæðar og ljúfar.
Afi átt langt líf. Honum var gefin
ótrúlega góð heilsa og langlífi. Hann
naut svo sannarlega lífsins. Afi
fylgdist vel með öllu og var inni í
flestum málum. Fáum er gefin
svona stór gjöf hvað varðar langt líf
samfara frábærri heilsu og jákvæðu
viðhorfi til lífsins og samferða-
manna.
Afi fór nánast á hverjum degi nið-
ur í miðbæ eða eitthvað á flakk á
eigin vegum, oftast með strætó.
Hann fór á veitingastaði eða kaffi-
hús, las blöð og kíkti á mannlífið.
Einstakur áhugi hans á bíóferðum
er merkilegur, ekki síst fyrir það að
allt fram að andláti sínu fór hann
reglulega í bíó þrátt fyrir að vera
orðinn 96 ára gamall. Hann kvartaði
helst yfir því að hljóðið væri svolítið
hátt í bíóhúsunum! Afi heyrði sem
sagt afar vel, sjónin var í góðu lagi,
hann var beinn í baki, kvikur og
grannur. Afi hafði ekki áhuga á að
fara á sjúkrastofnun eða elliheimili
því það var bara miklu betra að búa
einn heima hjá sér! Hann lést
snögglega heima hjá sér og ég er
viss um að þannig vildi hann hafa
það. Ekkert vesen, ekki fara á spít-
ala, hafa þetta einfalt og snöggt.
Afi var aldrei gamall, bara árin
sögðu svo. Afi átti marga góða að.
Hann var duglegur að heimsækja
ættingja sína eða hringja og spjalla.
Hann var skipulagður, skrifaði sín
jólakort sjálfur og klikkaði aldrei á
því ef einhver í annars stórri fjöl-
skyldu hans átti afmæli. Þá var
komið í heimsókn með kort og gjöf.
Alltaf var gaman að tala við afa um
hitt og þetta. Þjóðfélagsmálin, bíóin,
nýjustu tækni, bíla, skip og hvað-
eina. Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá honum enda var hann
vel lesinn og víðsýnn. Hann sá um
sín mál sjálfur og var algjörlega
sjálfbjarga og rúmlega það. Eigin-
lega fannst manni að hann væri nær
því að vera milli sextugs og sjötugs
en tæpra hundrað ára!
Ég vil sérstaklega þakka Önnu
Þóru og Gumma fyrir allt sem þau
gerðu fyrir afa en það var honum
ómetanlegt og verður aldrei full-
þakkað.
Ég mun sakna afa míns en minn-
ing hans verður mér kær. Afi, þú
varst langflottastur.
Þinn dóttursonur,
Jónas Andrés Þór Jónson.
Það er í byrjun sumars þegar
gróðurinn er að vakna til lífsins,
kaldan en sólríkan dag í lok maí sem
annað líf kveður. Egill afi eftir tæpa
97 ára langa lífsgöngu.
Það er langur tími, en ekki þar
sem Egill átti í hlut.
Þú varst eilífðar unglingur, sagð-
ist ekki vera gamall eða allavega
vildir það ekki og líklega hefur þú
verið svona ungur í anda þess vegna.
Ekki spillti fyrir að þú hafðir ein-
staklega góða heilsu nánast allt þitt
líf, og gast búið útaf fyrir þig allt til
dauðadags og farið allra þinna ferða
annaðhvort fótgangandi eða í strætó
sem þér þótti nú ekki mikið mál.
Hvort sem var í sund, bíó, þjóðar-
bókhlöðuna eða í heimsóknir.
Hann hafði þann eiginleika að
vera alltaf bjartsýnn á hlutina, stál-
minnugur, víðlesinn og áhugasamur
um alla hluti.
Það hefur eflaust ekki verið al-
gengt á hans yngri árum að menn
færu utan til náms, en það gerði Eg-
ill, hann fór til Kaupmannahafnar og
lærði þar bifvélavirkjun sem hann
átti eftir að starfa við þangað til
hann varð að hætta því af heilsufars-
ástæðum. En það átti engu að síður
eftir að nýtast honum í gegnum tíð-
ina. Síðan lærði hann vélvirkjun.
Hann átti eftir að vinna við það fram
yfir áttrætt. Síðustu árin vann hann
hjá Rúllugerðinni þar sem hann var
liðtækur við að koma verkefnum í
framkvæmd og fylgja þeim eftir. Og
þótt vinnustundunum fækkaði,
fylgdist hann með sínu ævistarfi, og
heimsótti gamla staðinn langt fram-
eftir aldri.
Á þessu langa lífshlaupi hafði hann
kynnst mörgum og marga vini og
ættingja séð hverfa á braut. Fjöl-
skyldan var honum mikils virði og
lagði hann mikla rækt við hana. Af-
komendurnir eru ornir margir og
munu þeir sakna afa (eplaafa). Það
verður visst tómarúm skilið eftir hjá
þeim. En hans tími er liðinn meðal
okkar og hefur hann verið kallaður
til nýrra starfa á öðrum stað.
Ég kynntist honum fyrir um 16 ár-
um þegar ég kom inn í fjölskylduna.
Og það er svo skrítið að segja frá því
að mér hefur aldrei þótt hann gamall
hvorki að umgangst hann eða tala við
hann, og svo ótrúlegt sem það nú er
hefur það ekkert breyst á þessum ár-
um sem liðin eru.
Stundum þegar ég spurði hann
hvernig hann hefði það og hann
sagðist vera eitthvað slappur vildi
vera hressari, þá sagði ég við hann,
veistu það Egill að margir helmingi
yngri en þú myndu vilja hafa þá
heilsu sem þú hefur, og þá sagði
hann alltaf, já Hulda það er víst lík-
lega rétt hjá þér! Það sem ég vil
segja að lokum, er að þú varst alltaf
svo reffilegur, hafðir svo sterkan og
hlýjan persónuleika að geyma.
Finnst mér ég vera ríkari eftir að
hafa kynnst þér og þakka fyrir það
Með þér er genginn einstakur og eft-
irminnilegur maður, en minningin
um þig lifir meðal okkar hinna. Að
lokum vil ég votta fjölskyldu þinni
mína dýpstu samúð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Hulda Þorbjarnardóttir.
Egill Kristinn Egilsson