Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 27
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ömmubörn.
HINSTA KVEÐJA
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
AXEL ÞÓRIR GESTSSON,
Þórir frá Reykjahlíð,
Karlagötu 4,
er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur vinsemd og
samúð. Sérstaklega viljum við þakka Þorsteini
Gíslasyni lækni og starfsfólki 13D Landsspítala við
Hringbraut fyrir einstaka aðhlynningu.
Svanhildur J. Ingimundardóttir,
Guðrún Axelsdóttir, Guðlaugur Jónasson,
Ragnheiður Axelsdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Ingimundur Gestur Axelsson,
Jónas, Þórir, Fannar, Sindri, Gunnar, Guðlaugur og Leó.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
GUÐLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR,
Borgarbraut 16,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju fimmtu-
daginn 7. júní kl. 14:00.
Úlfar Gunnar Jónsson, Charlotta Þórðardóttir,
Lára Jónsdóttir, Magnús Guðbrandsson,
Rannveig Jónsdóttir, Steinar Guðbrandsson,
Sigurjón Jónsson, Elísabet Guðnadóttir,
Ásta Jónsdóttir, Páll Hjaltalín,
Anna Jónsdóttir, Guðmundur Pétursdóttir,
Jóna Jónsdóttir, Guðbrandur Guðbrandsson,
Baldur Jónsson, Jóhanna Skúladóttir,
Ragnar Jónsson,
Hulda Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
ELIS STEFÁN ANDRÉSSON
vélstjóri,
Bogahlíð 14,
Eskifirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 1. júní.
Útförin fer fram laugardaginn 9. júní kl. 14:00 í
Eskifjarðarkirkju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill.
Aðalheiður Ingimundardóttir,
Ingimundur Elisson, Halla Jóhannesdóttir,
Guðni Þór Elisson, Lára Metúsalemsdóttir,
Andrés Elisson, Svana Guðlaugsdóttir,
Njóla Elisdóttir, Jón G. Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAFLIÐI OTTÓSSON,
Aðalstræti 4,
Patreksfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
sunnudaginn 3. júní. Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnar Hafliðason, Áslaug Sveinbjörnsdóttir,
Rafn Hafliðason, Anna Gestsdóttir,
Torfey Hafliðadóttir,
Ottó Hafliðason,
Guðrún Hafliðadóttir,
Ari Hafliðason, Guðrún Leifsdóttir,
Róbert Hafliðason, Sigurósk Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR G. FINNBJÖRNSSON
flugstjóri,
lést 3. júní.
Elísabet Elíasdóttir,
Sigríður Þórðardóttir, Pétur K. Hlöðversson,
Viðar Bragi Þórðarson,
Þorbjörg Auður Þórðardóttir,
Ragnheiður Bára Þórðardóttir, Timo Jenssen.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
KLEMENTÍNA MARGRÉT KLEMENZDÓTTIR,
lést á heimili sínu Hagamel 21, miðvikudaginn
30. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Björgvinsdóttir, Þráinn Viggósson,
Magdalena Björgvinsdóttir,
Kolbrún Björgvinsdóttir,
Dröfn Björgvinsdóttir, Þorgeir Jónsson,
Mjöll Björgvinsdóttir, Ólafur Stefánsson,
Drífa Björgvinsdóttir, Benedikt Þ. Gröndal,
Hrönn Björgvinsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
STEINAR RAGNARSSON
prentsmiður,
Eskihlíð 10a,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 31. maí.
Útför hans verður tilkynnt síðar.
Katrín K. Söebech,
Kristján, Katrín, Alexander,
Haukur Þór, Ari Már, Theodór, Árni
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bakka, Siglufirði,
Lóulandi 9,
Garði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
föstudaginn 1. júní.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu Sandgerði
föstudaginn 8. júní kl. 14:00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast Guðmundu er bent á
Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð, Grindavík.
Björn Þórðarson,
Þórður Björnsson, Signý Jóhannesdóttir,
María Björnsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson,
Sigríður Björnsdóttir, Birgir Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Þórunn Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
29.desember 1938.
Hún lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut
27. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristján S. Ís-
aksson frá Fífu-
hvammi og Guðrún
Kristjánsdóttir frá
Álfsnesi. Systkini
Þórunnar eru Krist-
ján, f. 1942, d. 2003,
Helga, f. 1943, Sigurður, f. 1945,
d. 1976, og Gunnar, f. 1947.
Þórunn giftist 22. nóvember
1958 Hilmari Gylfa Guðjónssyni, f.
9. mars 1935, d. 16. maí 2003. For-
eldrar hans voru Guðjón B. Bald-
vinsson og Steinunn Jónsdóttir.
Þórunn og Hilmar eignuðust fimm
börn, þau eru: 1) Kristján, f. 1956,
maki Sesselja M.
Matthíasdóttir.
Börn þeirra eru
Hilmar og Þórunn,
f. 1989. 2) Guðjón, f.
1960, maki Hafdís
Svavarsdóttir. Börn
þeirra eru Clara, f.
1979, Stella, f. 1981,
Ester, f. 1984, Erla,
f. 1989, Hilmar
Gylfi, f. 1990, Jó-
hannes, f. 1999, og
Hulda, f. 2004. 3)
Guðrún, f. 1962, d.
1965. 4) Birgir, f.
1967, maki Erla Ólafsdóttir. Börn
hans eru Ólafur Daði, f. 1996 og
Viktoría Mist, f. 2004. 5) Guðrún,
f. 1969, maki Hans G. Alfreðsson.
Synir þeirra eru Birgir Freyr, f.
1991, og Heimir Þór, f. 2002.
Útför Þórunnar verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Mig setur hljóða og doðinn nær
yfirhendinni. Á tiltölulega stuttum
tíma ertu farin og við varla búin að
átta okkur á að það er til frambúðar.
Atburðarásin var hröð, – alltof hröð
og eftir sitjum við með sorg í hjarta.
Okkur finnst þetta ósanngjarnt og
þú tekin of snemma frá okkur, en ill-
vígur sjúkdómur spyr ekki um stað
eða stund. Aldrei hefði okkur grunað
að þetta tæki svona stuttan tíma.
Huggun okkar er sú að núna ertu
laus við þjáningarnar.
Þú varst ótrúlegur karakter,
kraftmikil og sterk kona sem lét ekk-
ert stöðva sig. Þú hafðir yndi af því
að ferðast og skoða nýja staði. Þið
pabbi ferðuðust um allan heim og þú
hélst því áfram eftir að hann féll frá.
Þú sýndir ótrúlegan styrk þegar
pabbi dó, þó svo að við vissum hversu
sárt það var þegar hann féll frá.
Þú hafðir jafnaðargeð, skiptir
aldrei um skap. Þú sást ávallt það já-
kvæða við hvaða aðstæður sem var.
Þú varst kölluð frú Ráðhildur í fjöl-
skyldunni og ekki að ástæðulausu.
Að stjórna var í eðli þínu án þess að
vera með yfirgang. Þú leyfðir okkur
börnunum að rekast á mistökin okk-
ar sjálf og læra af þeim. Þú varst
hörkudugleg og vannst þar til þú
veiktist þrátt fyrir að vera orðin lög-
legt gamalmenni eins og við kölluð-
um það. Þú tengdist fólki sterkum
böndum og varst umvafin góðum
vinum. Þú áttir fallegt heimili og
hver hlutur á sér sína sögu. Þú varst
frábær gestgjafi og hafðir yndi af að
halda veislur. Þú varst mjög virk í fé-
lagslífi og það þurfti aldrei að spyrja
þig tvisvar um hvort þú vildir fara
hingað eða þangað. Ef þú fórst í bíl-
túr vissum við börnin aldrei hvar þú
myndir enda, í heimsókn á Akureyri
eða í súpu í Stykkishólmi.
Fyrir nokkrum árum skelltum við
okkur saman til London, ég hafði orð
á því að Duran Duran væri að koma
saman á ný og gaman væri að sjá þá
á Wembley, það þurfti ekki meira til.
Áður en ég vissi af vorum við búnar
að pakka niður og komnar af stað.
Ég þori að fullyrða að þú varst ald-
ursforsetinn á Wembley þetta kvöld.
Að ferðast með þér voru forréttindi,
þú varst hafsjór af fróðleik hvort
sem var innanlands eða erlendis. Við
bjuggum saman nær alla okkar tíð
og aldrei kom sá dagur sem ósætti
kom upp. Þú kenndir mér svo margt
en samt er svo mikið sem ég á eftir
að læra. Ég kveð þig með miklum
söknuði, við áttum frábært líf saman
og í raun get ég ekki séð lífið án þín
því þú skipaðir svo stóran sess í mínu
lífi. Hafðu þökk fyrir allt elsku
mamma mín. Þín dóttir,
Guðrún.
Jæja, amma mín, þá er komið að
kveðjustund. Þegar mér var sagt að
þú værir mjög veik og það mætti bú-
ast við öllu veit ég að það er miklu
betra að fara og ég ætla að muna all-
ar góðu minningarnar sem við áttum
saman, til dæmis fara í ferðalög til
Akureyrar eða fara í Hrísey eins og
við gerðum. Það eru minningar sem
ég mun alltaf muna, eins og að tína
rifsber og búa til rifsberjasultu eða
baka fyrir veislur. Nú verður tóm-
legt að koma á efri hæðina í Hlíð-
arhjallanum og engin amma að taka
á móti okkur öllum, en takk fyrir all-
ar heimsóknirnar og gott spjall.
Ólafur Daði.
Elsku Þórunn, það er erfitt að
trúa því að þú sért farin frá okkur.
Við eigum svo margar og skemmti-
legar minningar á liðnum árum. Þú
hafðir sérstaklega þægilega nær-
veru og vannst ávallt af trú og dyggð
meira en venjulegt er og í dagfari
öllu varst þú ljúf vinkona. Sá tími
sem við höfum fengið að starfa með
þér hefur verið ánægjulegur og
einkar gefandi og þú varst boðin og
búin að gera allt fyrir alla og þér var
annt um að sýna kærleika og stuðn-
ing bæði í gleði og sorg. Viljum við
sérstaklega minnast á jólahlaðborðin
sem voru haldin á heimili þínu í Hlíð-
arhjallanum síðustu árin þar sem
rifsberjavínið þitt og heimabakaða
lifrarkæfan var ómissandi. Þar átt-
um við yndislegar stundir saman
enda varst þú höfðingi heim að
sækja. Ekki má gleyma kaffinu á
föstudögum þar sem þú bakaðir
vöfflur í tugavís fyrir okkur eins og
ekkert væri.
En nú er þitt sæti autt og þetta
tómarúm sem situr eftir í hjörtum
okkar fyllum við með yndislegum
minningum um góða vinkonu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð geymi þig elsku Þórunn, vilj-
um við votta fjölskyldu þinni og vin-
um okkar dýpstu samúð.
Þínir
samstarfsfélagar í Lyfju,
Lágmúla.
Þórunn Kristjánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Þór-
unni Kristjánsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.