Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 29
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
✝
Okkar ágæti félagi og frændi,
ELÍAS MAR
rithöfundur
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
6. júní kl. 15.00.
Ættingjar og vinir.
✝
Systir mín og frænka okkar,
MARGRÉT GUÐNÝ ÞYRÍ TÓMASDÓTTIR,
Gógó,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 29. maí, verður jarðsungin
frá kapellu Hafnarfjarðarkirkjugarðs miðvikudaginn
6. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bryndís Tómasdóttir,
Tómas Guðnason,
Þórarinn Guðnason,
Eiríkur Eiríksson,
Auðunn Eiríksson.
✝
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRIR KRISTJÁNSSON
matreiðslumaður,
sem lést á Kanaríeyjum 28. janúar verður
jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins,
fimmtudaginn 7. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hugarafl
kt. 460204-2240 b. 0303-13-000429.
Guðrún Vernharðsdóttir,
Nanna Þórisdóttir,
Ragnar Þórisson.
✝
Faðir minn og tengdafaðir,
TORSTEN JOSEPHSSON,
fyrrv. æskulýðs- og sóknarprestur,
Lysekil,
Svíþjóð,
er látinn.
Útför hans hefur farið fram frá Stora-Lundby kirkju í Gråbo.
Anders Josephsson, Ragnheiður Sigurðardóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR
frá Syðra-Velli,
Grænumörk 2,
Selfossi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut í Reykjavík, laugardaginn 2. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingólfur Kristmundsson, Elín Magnúsdóttir,
Eyjólfur Kristmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Ólafur Kristmundsson, Halldóra Óskarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
EGILL EGILSSON
vélvirki,
Furugrund 75,
Kópavogi,
lést á heimili sínu föstudaginn 25. maí 2007.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu í dag,
þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00.
Elin Egilsdóttir Phifer og fjölskylda,
Jón Andrésson og fjölskylda,
Anna Þóra Sigurþórsdóttir og fjölskylda
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Fögrukinn 9,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudags 3. júní.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 8. júní og hefst kl. 15:00.
Trausti Ó. Lárusson,
Auður Traustadóttir, Guðmundur Á. Tryggvason,
Anna Kristín Traustadóttir,
Sigrún Traustadóttir,
Óskar Lárus Traustason, Guðrún Pálsdóttir,
Elín Ósk, Trausti, Svava Dís, Bjarni, Tryggvi, Páll Arnar
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
KOLBEINN SKAGFJÖRÐ PÁLSSON,
Aðalgötu 1,
Keflavík,
lést á Landspítala við Hringbraut, laugardaginn
2. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn
8. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Kolbrún Sigurðardóttir,
Margrét Kolbeinsdóttir,
Sigrún María Kolbeinsdóttir, Jósteinn Guðmundsson,
Sigurður Kolbeinsson, Dýrleif Rúnarsdóttir,
Anna Ósk Kolbeinsdóttir, Helgi S. Skúlason,
og barnabörn.
✝ RagnhildurBjörgvinsdóttir
fæddist á Úlfs-
stöðum í Hálsasveit
í Borgarfjarðar-
sýslu 3. desember
1932. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans sunnudag-
inn 27. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Björg-
vin Þórðarson,
bóndi á Úlfsstöðum,
f. 31.3. 1908, d.
14.1. 1945, og
Ragnhildur Jónsdóttir, f. 22.12.
1898, d. 12.9. 1934. Fósturmóðir
Ragnhildar var Helga Eiríks-
dóttir, f. 12.12. 1892, d. 26.10.
1961. Systur Ragnhildar eru
Svala, f. 26.6. 1930, og Guðrún, f.
10.9. 1931, d. 29.11. 1978.
Dóttir Ragnhildar er Hrafn-
hildur Hrafnkelsdóttir, f. 4.4.
1958, maki Friðrik Þorbergsson,
f. 22.11. 1949. Börn hennar eru
Daði Júlíus Agnarsson, f. 15.3.
1975, og Ingileif Friðriksdóttir, f.
18.5. 1993. Sonur
Daða og Þóru
Kristínar Stein-
arsdóttur er Dalm-
ar Ingi, f. 22.8.
1997. Sonur Ragn-
hildar er Björgvin
Guðni Hall-
grímsson, f. 12.11.
1965, maki Þor-
gerður Eir Sigurð-
ardóttir, f. 21.9.
1969. Börn hans eru
Ragnhildur, f. 23.1.
1986, Davíð Rafn, f.
6.1. 1989, Askur
Þór, f. 10.6. 1993, Máni Snær, f.
10.8. 1996, og Embla Sól, f. 2.10.
1998.
Ragnhildur gekk í Reykholts-
skóla og útskrifaðist úr Hús-
mæðraskólanum á Blönduósi.
Ragnhildur starfaði við ýmis
þjónustustörf og síðustu 20
starfsárin í mötuneyti Trygg-
ingastofnunar ríkisins.
Útför Ragnhildar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Mín fyrstu kynni af tengdamóður
minni voru um það leyti sem við
Hrafnhildur dóttir hennar vorum í
tilhugalífinu fyrir 25 árum. Þegar
við hófum búskap þá hófust nánari
kynni milli mín og hennar sem stað-
ið hafa með miklum ágætum æ síð-
an.
Ragnhildur verður fyrir þeirri
sorg ung að aldri að missa móður
sína. Og upp úr því veikist faðir
hennar og deyr nokkrum árum síð-
ar. Þær voru þrjár systurnar. Þá var
heimilið leyst upp eins og þá var sið-
ur. Þær ólust upp hjá vandalausum
hver í sínu lagi.
Þessi reynsla í æsku setti alla tíð
mark sitt á hana þó að hún sýndi
með framkomu sinni og samskiptum
við aðra engin merki þess. Það sann-
ar best mannkosti hennar að hún
tók öllu með æðruleysi og stóð rétt
eftir. Þess vegna minnti hún mig á
mína forfeður sem tóku mótlæti
með rósemi og töpuðu engu af með-
fæddu ágæti og heiðarleika.
Ragnhildur var einmitt af þessari
gerð, sjálfstæð, heiðarleg og sá alla
tíð vel um sjálfa sig og sína og höfðu
börnin hennar alltaf forgang.
Á kveðjustund kemur mér helst í
hug framkoma Ragnhildar þegar
hún færði okkur gjafir, þær sögðu
meira um það sem innra bjó og hún
gerði lítið af að tjá en við vissum
alltaf hversu vænt henni þótti um
sína nánustu og vildi hún allt fyrir
þá gera þótt hún sleppti öllum
ræðuhöldum þar um, þess vegna
vissu allir sem henni kynntust
hversu góð manneskja hún var.
Hugur minn fylgir henni yfir
landamærin og ég veit að hún fær
góðar móttökur.
Ég og fjölskylda mín viljum færa
bæði starfsfólki deildar 12G á Land-
spítalanum við Hringbraut og
starfsfólki líknardeildar á Landa-
koti sérstakar þakkir fyrir mikinn
hlýhug og umhyggju í garð Ragn-
hildar og fjölskyldu.
Friðrik Þorbergsson.
Elsku Ragnhildur.
Ég vissi að sú stund kæmi að þú
færir yfir móðuna miklu.
Og ég held að það hafi verið mikill
léttir fyrir þig að komast úr þessum
mikið veika líkama. En á meðan á
þessum veikindum stóð kom svo
sterkt í ljós það sem ég sá um leið og
ég kynntist þér árið 1994, þegar ég
og ömmustrákurinn þinn, hann
Daði, fórum að fella hugi saman, að
þú varst ótrúlega sterk kona.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og umgangast
þig þessi 13 ár sem við þekktumst.
Þú varst frekar lokuð kona en þú
varst alltaf svo indæl og góð við okk-
ur fjölskylduna, og þú mundir alltaf
eftir öllum afmælisdögum og alltaf
léstu fallegar gjafir fylgja í kjölfar-
ið.
Við áttum margar, góðar og
skemmtilegar samverustundir þeg-
ar við borðuðum saman og fórum
saman í ferðalög. Einnig áttum við
ánægjulegar stundir þegar þú flutt-
ir af Laugarveginum niður á Klapp-
arstíg og þar sá ég best hve rosalega
skipulögð og hreinleg húsmóðir þú
varst. Ekki var hægt að sjá rykkorn
í neinum skúmaskotum. Heimilið
þitt var til fyrirmyndar.
Þegar ég fékk fréttirnar um að þú
værir dáin þá hugsaði ég með mér
hvað það væri gott að þú værir búin
að fá hvíldina, því þetta var búið að
vera erfitt ár fyrir þig.
Allar þessar ferðir á sjúkrahúsið í
lyfjagjöfina og svo þessir erfiðu
tveir mánuðir í lokin.
En þó að það hafi verið mjög erf-
itt að horfa upp á þig svona mikið
veika þótti mér vænt um stundirnar
með þér á sjúkrahúsinu. En þegar
einhver nákominn manni deyr kem-
ur alltaf þetta tómarúm í hjarta
manns og mikill söknuður.
Ég veit að þú verður áfram með
okkur í anda og við varðveitum þær
góðu minningar sem við eigum um
þig.
Elsku Ragnhildur, hvíl í friði.
Þín
Þóra.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Mig langar að þakka Ragnhildi
fyrir allan þann hlýhug og vináttu
sem hún sýndi mér alltaf þau 40 ár
sem við Hrafnhildur, dóttir hennar,
höfum verið vinkonur. Ragnhildur
var mikil dugnaðarkona og bar ég
ætíð mikla virðingu fyrir henni.
Blessuð sé minning hennar. Elsku
Hrafnhildur, Bjöggi og fjölskyldur,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Erlendsdóttir.
Ragnhildur
Björgvinsdóttir