Morgunblaðið - 05.06.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 35
Krossgáta
Lárétt | 1 stórt landsvæði,
4 húsa, 7 snúin, 8 vesæl-
an, 9 elska, 11 forar,
13 kjánar, 14 mannsnafn,
15 köld, 17 slæmt, 20 bók-
stafur, 22 glæstur,
23 ólyfjan, 24 kind,
25 mál.
Lóðrétt | 1 skordýr,
2 gubbaðir, 3 duglega,
4 álft, 5 kvíslin, 6 korns,
10 veiðarfærið, 12 hnött-
ur, 13 púki, 15 róar,
16 krók, 18 bogin,
19 grassvörður, 20 baun,
21 fín.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 sjúkrahús, 8 jurta, 9 arfur, 10 fól, 11 skata,
13 liðna, 15 rispa, 18 slæga, 21 fok, 22 fress, 23 erill,
24 skeleggar.
Lóðrétt: 2 jarða, 3 krafa, 4 aðall, 5 úlfúð, 6 ljós, 7 grúa,
12 táp, 14 ill, 15 rófa, 16 stelk, 17 afsal, 18 skegg, 19 æð-
ina, 20 afli.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Svona er þá útsýnið frá Ástar-
bátnum! Fullt af fallegum andlitum að
hitta og aðrar fagrar sýnir. Og þú ert að-
alsjarmörinn sem allir vilja kynnast.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Efasemdum þínum hefur verið eytt.
Þú getur nú fullkomlega treyst ein-
hverjum sem trúa á þig, því þeir þora að
sanna það fyrir þér – fjárhagslega eða á
annan álíka frábæran máta.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Í dag er rétti dagurinn fyrir þig
til að biðja um hvað sem er. Ekki halda
aftur af þér. Fólk á eftir að hafa samband
í hrönnum. Mögulega besti dagur ársins.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert meistari í að fela tilfinn-
ingar þínar. Er mögulegt að vinna sér inn
peninga af því sem manni býður við? Já,
en þú verður ekki milljónamæringur af
því.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Hvort er það það sem þú veist eða
þeir sem þú þekkir sem gera þig svona
eftirsóknarverðan? Þú ert klár og þú
veist það. En þú elskar líka aðdáendur
þína og þeir elska þig.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert vinsæll og þegar klappað er
fyrir þér, þá áttu það skilið. En þú ert
hikandi stjarna og hógværð þín er
heillandi. Ekki láta hana stela frá þér
kastljósinu. Baðaðu þig í því. Þú átt það
skilið.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú vilt bara það besta og það er það
sem þú heimtar af öðrum. Þá verður
þetta spurning um smekk. Hvað er best?
Eru allir sammala um það?
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert hæfileikaríkur og fólk
dáist að hugmyndum þínum. Svo af
hverju ætti það ekki að hrósa þér? Taktu
því og ekki hafa áhyggjur af að hrósa á
móti.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Glæsileiki þinn og útgeislun
laða rétta manneskju að þér. Þessi er eins
og náttfiðrildi sem sveimar í ljósinu sem
stafar af þér. Takið strax til starfa.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Leyndur og týndur hæfileiki
kemur upp á yfirborðið í leiðinlegu verk-
efni. Ekki taka því með hálfkæringi. Þessi
uppgötvun gæti breytt lífi þínu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ástin er mikið áhættuspil fyrir
þig, en samt þess virði. Það verður spilað
lengi og mörg tækifæri gefast. Spilaðu til
að vinna, þú ert með réttu spilin.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur gert það að vana þínum
að huga að þeim sem þarfnast hjálpar.
Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum.
Þér líður eins og þjóni, en þú ert kóngur.
stjörnuspá
Holiday Mathis
STAÐAN kom upp á minningarmóti
Capablanca sem er nýlokið í Havana
á Kúbu. Skáksnillingurinn frá Úkra-
ínu, Vassily Ivansjúk (2729), hafði
svart gegn danska stórmeistaranum
Peter Heine Nielsen (2649). 18 …
Ra5! Svartur hótar nú Rxc4 og að
hrekja þannig hvítu drottninguna
frá því að valda hrókinn á c1, t.d.,
19. Rc7 Rxc4 20. Df4 e5 21. Dg5 h6
og svartur vinnur. 19. f3 Rxc4 20.
Df4 b5! Svartur hótar nú e6-e5 og
að vinna hrókinn á c1. 21. Hb1
Dxc3+ 22. Kf2 Rd2 23. He1 Hxa8
24. Bg2 c4, svartur hefur nú létt-
unnið tafl. Lok skákarinnar urðu:
25. Dc7 Dd4+ 26. e3 Dd8 27. De5
Hc8 28. Dc3 Dd3 29. Da5 c3 30.
He2 Rb3 31. Dxa7 c2 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Jarðvegurinn plægður.
Norður
♠1063
♥K8
♦K9742
♣DG5
Vestur Austur
♠KG842 ♠D75
♥D7 ♥G1053
♦G8 ♦D103
♣9742 ♣1083
Suður
♠Á9
♥Á9642
♦Á65
♣ÁK6
Suður spilar 3G.
Útspilið er smár spaði og sagnhafi
telur upp í átta slagi. Tígulinn má
vissulega fría, en þá er sú hætta til
staðar að vörnin fái of marga á spaða.
Hvað er til ráða?
Í svona stöðum er oft ágætt að
leyfa vörninni að taka á líflitinn sinn –
það skapar jarðveg fyrir þvingun á
síðari stigum. Hér drepur því sagn-
hafi spaðadrottninguna og spilar
snarlega spaða um hæl. Sagnhafi er í
góðum málum ef liturinn skiptist
jafnt, og enn Á LÍFI ef vestur reynist
eiga fimmlit. Vestur getur lítið annað
gert en tekið slagina sína og vænt-
anlega hendir austur laufum. En það
er bara frestun á hinu óhjákvæmi-
lega, því þegar sagnhafi tekur laufs-
lagina þrjá þvingast austur í rauðu
litunum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hver er forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum sem mjöghefur verið til umræðu vegna tilboðs í fyrirtækið?
2 Ný formaður Landssambands eldri borgara hefur veriðkjörinn. Hver er það?
3 Hversu margir gengu á Esjuna sl. laugardag?
4 Hver var fulltrúi Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs-ins?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Odd Nerdrum, málarinn
norski, mætti ekki á blaða-
mannafund í Noregi sem
hann ætlaði að halda eftir
5 ára þagnarbindindi gagn-
vart norskum fjölmiðlum.
Hvað býr hann nú? Svar. Á
Íslandi. 2. Friðrik Rafnsson
þýðandi hefur verið sæmd-
ur virtri orðu. Hverrar þjóðar
er hún? Svar: Hún er
frönsk. 3. Flensborgarskóli
fagnar stórafmæli um þessar mundir. Hversu gamall er skól-
inn? Svar: 125 ára. 4. Einn kunnasti körfuknattleiksmaður
Bandaríkjanna og Los Angeles Lakers er hættur við að hætta.
Hver er hann? Svar: Kobe Bryant.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
ÞEGAR Garry Kasparov, þáverandi heims-
meistari, klauf sig úr FIDE árið 1993 urðu til tveir
heimsmeistaratitlar í skák sem voru síðan samein-
aðir í einn þegar Vladimir Kramnik bar sigurorð
af Veselin Topalov í heimsmeistaraeinvígi sl.
haust. Áður en að því einvígi kom hafði verið
ákveðið að heimsmeistaramót yrði haldið í Mexíkó
haustið 2007 og að sá sem tapaði sameiningarein-
víginu ætti ekki rétt á að taka þar þátt. Á heims-
meistaramótinu í Mexíkó verða átta keppendur
sem tefla tvöfalda umferð. Fjórir skákmenn hafa
þegar tryggt sér þátttökurétt í því móti, heims-
meistarinn Kramnik og þeir þrír skákmenn sem
lentu í 2.-4. sæti á heimsmeistaramóti FIDE í San
Luis árið 2005, þ.e. Vishy Anand, Peter Svidler og
Alexander Morozevich. Hinir fjórir skákmennirn-
ir eru þeir sem verða hlutskarpastir í áskorenda-
einvígjum heimsmeistarakeppninnar sem fara
fram þessa dagana í Elista í Rússlandi.
Sumir skáksérfræðingar hafa átt í erfiðleikum
með að átta sig á hvernig staðið var að vali á þeim
sextán skákmönnum sem hófu keppni í áskor-
endaeinvígjunum. Reglurnar um það efni voru
hins vegar settar fyrir tæpum tveimur árum og
samkvæmt þeim öðluðust tíu efstu keppendur á
heimsbikarmóti FIDE árið 2005 rétt til þátttöku,
síðan fimm skákmenn sem höfðu hæstu meðaltals-
stigatöluna á tilteknu tímabili og að lokum Rustam
Kazimdzhanov, fyrrverandi heimsmeistari FIDE.
Hægt er að nálgast reglurnar á vefslóðinni http://
www.fide.com/official/handbook/D_I_04.pdf.
Hvert áskorendaeinvígi getur samanstaðið af
sex kappskákum en ef það er jafnt eftir þær tefla
keppendur fjórar atskákir. Af þeim átta einvígjum
sem lauk í síðustu viku vakti einvígi norska undra-
barnsins Magnusar Carlsen (2693) og Armenans
Levons Aronjans (2759) mesta athygli. Aronjan
hafði eins vinnings forystu í einvíginu þegar fjór-
um skákum var lokið en Carlsen náði að jafna í
þeirri fimmtu. Í lokaskákinni hafði Aronjan yf-
irhöndina en Carlsen bjargaði sér fyrir horn og
jafntefli varð niðurstaðan. Áður en fjórða og síð-
asta atskákin hófst hafði Aronjan enn á ný vinn-
ingsforskot en sem fyrr sýndi Norðmaðurinn ungi
mikinn karakter og jafnaði metin í langri skák. Þá
þurfti að grípa til hraðskáka og hafði sá armenski
sigur í þeim báðum. Von Norðmannsins um sigur
á heimsmeistaramóti er því fyrir bí að svo stöddu
en hann tefldi frábærlega og féll út með sæmd.
Úrslit annarra einvígja í 16 manna úrslitum
urðu þau að Leko (2749) lagði Gurevich (2635) að
velli, Kamsky (2705) malaði Bacrot (2709), Grisc-
huk (2717) bar örugglega sigurorð af Malakhov
(2679), Rublevsky (2680) vann Ponomarjov (2717),
Bareev (2643) vann Polgar (2727), Shirov (2699)
stóð uppi sem sigurvegari eftir atskákareinvígi
gegn Adams (2734) og það sama átti við um Boris
Gelfand (2733) í einvígi hans við Rustam Ka-
simdzhanov (2677). Í næstu umferð ræðst hvaða
fjórir skákmenn komast á heimsmeistaramótið í
Mexíkó en þá mætast eftirfarandi skákmenn:
Levon Aronjan (2759) – Alexei Shirov (2699)
Peter Leko (2738) – Evgeny Bareev (2635)
Sergei Rublevsky (2680) – Alexander Grischuk (2717)
Boris Gelfand (2733) – Gata Kamsky (2705)
Ekki er ósennilegt að Aronjan og Leko komist
áfram þar sem þeir eru yngri og eru á uppleið ólíkt
Shirov og Bareev. Grischuk ætti að leggja Ru-
blevsky að velli en ómögulegt er að spá fyrir um
úrslitin á milli Gelfands og Kamskys. Gelfand er
betur að sér í byrjunum en Kamsky hefur náð frá-
bærum árangri í einvígjum.
daggi@internet.is
Carlsen féll út með sæmd
SKÁK
Elista í Rússlandi
ÁSKORENDAEINVÍGI HM
26. maí – 14. júní 2007
Undrabarnið Hinn 16 ára Magnus Carlsen, t.v.,
tefldi frábærlega en tapaði að lokum fyrir Aronjan.
Helgi Áss Grétarsson