Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 36
Í munni gárunganna
mun hann vafalaust
ganga undir nafninu Höf-
uðlausn Egils… 41
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
SÍÐUSTU tónleikar starfsárs Sinfóníunnar verða
fluttir hinn 29. júní í Laugardagshöll. Þá leiða
saman hesta sína Sinfóníuhljómsveitin og hinir
valinkunnu rokksérfræðingar í Dúndurfréttum,
en þeir hafa um árabil vakið athygli og aðdáun
fyrir einkar vandaðan og fagmannlegan flutning
á helstu perlum rokksins. Það er því vel við hæfi
að verkið, sem fyrir valinu varð að þessu sinni, sé
hið rómaða þrekvirki sýrurokkaranna í Pink Flo-
yd, The Wall/Veggurinn.
Dolfallinn aðdáandi
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, píanóleikari
og tónsmiður, útsetur verkið. Hann kveður Vegg-
inn hafa verið í uppáhaldi hjá sér síðan hann var
smápolli. Það sé því gamall draumur að flytja
þessa tónlist í jafnglæsilegum búningi og nú
stendur til. Hann veitti Dúndurfréttum liðsinni er
verkið var flutt í Borgarleikhúsinu árið 2002. „Þá
kom til tals hversu gaman yrði að gera þetta svo-
lítið grand og setja í sinfóníubúning,“ segir Har-
aldur. Síðan þá hafa Dúndurfréttir spilað Vegg-
inn nokkrum sinnum, og nú er loks komið að því
að stíga skrefið til fulls.
Haraldur þekkir verkið út og inn, en hann seg-
ist hafa legið í plötunni frá fimm ára aldri. Eðli
málsins samkvæmt gekk því ágætlega að skrifa
upp nótur að tónlistinni. „Ég er ansi trúr upp-
runalegu útgáfunni, enda jaðrar hún við full-
komnun,“ segir hann og hlær. „Það er því frekar
að ég bæti við en hreyfi við.“
Hljómsveitin Dúndurfréttir er orðin býsna sjó-
uð í því að leika þessa tegund tónlistar. Að und-
anförnu hefur raunar einnig borið nokkuð á því
að Sinfóníuhljómsveitin bregði sér í poppgírinn,
og þá ýmist tekið fyrir stóra músíkanta eða stór
verk á borð við Vegginn.
„Það er samspil þessara tveggja hljómsveita,
Sinfóníunnar og Dúndurfrétta, sem verður út-
gangspunkturinn á tónleikunum – það er að finna
rétta dýnamík á milli þessara tveggja sveita,“ seg-
ir Haraldur. Þegar hann er spurður nánar út í
staðsetningu flutningsins telur hann að skyn-
samlegt hafi verið að velja Laugardagshöll: „Stórt
hús fyrir stóra tónlist!“ segir hann.
Við erum heppin
Innanbúðarmenn hjá Sinfóníunni segja góða
stemningu fyrir flutningi af þessum toga hjá
hljóðfæraleikurum. Sinfónían virðist enda orðin
þaulreynd í að bregða sér í allra tónkvikinda líki.
Aðspurð segir Sigrún Eðvalds, fiðluleikari, að
spilarar Sinfóníunnar taki aukinni fjölbreytni
fagnandi. Hún segir að fólki þyki almennt mjög
gaman að takast á við verkefni af þessum toga, og
að íslenskir sinfóníuflytjendur séu að þessu leyti
heppnir, en úti í heimi er vitaskuld meira um sér-
hæfingu hjá klassískum spilurum. Sjálf ólst hún
upp hlustandi á verk á borð við The Wall, og svo
er einnig um fjölmarga aðra innan Sinfóníunnar.
Veggurinn verður fluttur í Laugardalshöll hinn
29. júní. Miðasala er hafin en nú fer hver að verða
síðastur þar sem um helmingur miða er þegar
rokinn út. Frekari upplýsingar fást í síma 545
2500.
Morgunblaðið/ÞÖK
Við Níuna „Ég er ansi trúr upprunalegu útgáfunni, enda jaðrar hún við fullkomnun,“ segir Haraldur Vignir Sveinbjörnsson um The Wall.
Stór tónlist, stórt hús
Hin víðfrægi Veggur Pink Floyd fluttur í Laugardalshöll í lok mánaðarins
Í HNOTSKURN
» Plata Pink Floyd, The Wall, kom útárið 1979, og þykir með merkari verk-
um rokksögunnar. Hún inniheldur lög á
borð við Another Brick in the Wall (Part
2), Comfortably Numb og Hey You.
» Á þeim tíma sem Veggurinn kom úthafði Roger Waters, bassaleikari
sveitarinnar, tögl og hagldir innan Pink
Floyd. „Konsept“ plötunnar er því að
langmestu leyti hugarsmíð hans.
» Tónleikar Pink Floyd á verkinu urðuað sannkölluðu sjónarspili sem m.a.
innihélt risastóran vegg, risaskjái, dúkk-
ur og flugsvín. Á tíðum minnti flutning-
urinn fremur á leikrit en hefðbundna
rokktónleika.
» Kvikmynd byggð á verkinu leit dags-ins ljós árið 1984. Um gæði hennar eru
ákaflega skiptar skoðanir.
Litadýrð Tónleikar sýruhljómsveitarinnar Pink Floyd eru jafnan mikið fyrir augað.
Þrátt fyrir
mikil vonbrigði
eftir 1-1 jafntefli
við Liechten-
stein á Laug-
ardalsvelli á
laugardaginn
skemmti fyr-
irliðinn Eiður
Smári Guðjohn-
sen sér vel á
skemmtistaðn-
um Café Oliver við Laugaveginn
síðar um kvöldið. Þar var hann
ásamt vinum sínum, sjónvarps-
mönnunum Sverri Þór Sverrissyni
og Auðuni Blöndal. Mikla athygli
vakti þegar landsliðsfyrirliðinn
skellti sér út á dansgólfið og tók
nokkur létt spor sem þóttu hin
glæsilegustu.
Eiður Smári fékk gult spjald í
leiknum á laugardaginn og verður
því í banni í leiknum á móti Svíum
sem fram fer á morgun.
Eiður Smári, Sveppi og
Auddi á Café Oliver
Eiður Smári
Guðjohnsen
Varla hefur farið framhjá
nokkrum manni að bann við reyk-
ingum á veitingahúsum og
skemmtistöðum tók gildi á föstu-
daginn. Þrátt fyrir áhyggjuraddir
margra gekk helgin stórá-
fallalaust fyrir sig á tveimur af
vinsælustu skemmtistöðum bæj-
arins, Café Oliver og Vegamótum.
Engin vandræði voru á Oliver og
einungis þurfti að henda einum
gesti út af Vegamótum fyrir að
neita að drepa í. Þó bar eitthvað á
því að fólk reykti á salernum stað-
arins. Barþjónar og aðrir starfs-
menn taka banninu annars fagn-
andi, enda allt annað og reyklaust
líf.
Enginn reykur!
Hljómsveitin
We Made God,
sem lenti í þriðja
sæti í Músíktil-
raunum í fyrra,
varð fyrir þeirri
óskemmtilegu
lífsreynslu ný-
verið að missa
allar upptökur
sem gerðar
höfðu verið fyrir fyrstu plötu sveit-
arinnar. Brotist var inn hjá upp-
tökumanni hennar á Spáni og öllu
stolið steini léttara, þar á meðal
tölvubúnaði með upptökunum. Í
spjalli á rokk.is kemur fram að um
mörg hundruð tíma af upptökum
hafi verið að ræða og að platan hafi
nánast verið tilbúin, en hún átti að
innihalda sjö lög. Þá kemur fram að
þeir félagar ætli ekki að leggja árar
í bát og þrátt fyrir fátækt ætla þeir
að að byrja upp á nýtt síðar í þess-
um mánuði.
Öllum upptökunum
stolið á Spáni
We Made God