Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÍSLENSKA krónan styrktist um
0,9% í gær og gengi Bandaríkjadals
fór niður fyrir 60 krónur eða í 59,6
krónur. Gengi dalsins hefur ekki farið
niður fyrir 60 krónur síðan á síðasta
fjórðungi ársins 2005 samkvæmt
upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitn-
is. Evran kostar nú 82,1 og pundið
121,9 krónur
Úrvalsvísitala OMX á Íslandi
hækkaði um 1,3% í 8.876 stig.
Gengi bréfa Føroya Banka og Lands-
bankans hækkaði mest eða um
2,6% og 2,3%. gengi bréfa Atlantic
Petroleum og Eimskips lækkaði
mest eða um 0,8% og 0,5%.
Bandaríkjadalur kom-
inn undir 60 krónur
● FJÁRMUNAEIGN Íslendinga er-
lendis jókst um 50% milli áranna
2005 og 2006 og nam 952 millj-
örðum króna um áramótin síðustu
að því er fram kemur í nýjum tölum
Seðlabankans. Þetta táknar að fjár-
munaeign Íslendinga erlendis í lok
síðasta árs nam um 83% af vergri
landsframleiðslu ársins. Svokölluð
bein fjárfesting Íslendinga í fyrra
nam þannig liðlega 335 milljörðum
króna sem er allnokkru minna en ár-
ið áður en þá nam hún 444,6 millj-
örðum króna. Bein fjárfesting er-
lendra aðila á Íslandi nam tæpum
272 milljörðum í fyrra og fjár-
munaeign þeirra hér nam rúmum
538 milljörðum á móti tæpum 297
milljörðum í lok ársins 2005.
Erlendar eignir slaga
upp í landsframleiðslu
● STERLING, lág-
gjaldaflugfélagið
danska, hefur nú
leiðrétt lág-
gjaldaverðsíðu
sína á heimasíðu
fyrirtækisins. Um-
boðsmaður neyt-
enda í Danmörku
kærði Sterling ný-
lega fyrir að brjóta gegn ákvæðum
markaðssetningarlaga landsins, um
verðlagningu vegna verðauglýsinga
þeirra á netinu. Áður var t.d. búið að
merkja fyrirfram við kaup á ferða-
tryggingu og því að fá senda ferða-
áætlun með smáskilaboðum.
Sterling á hins vegar enn eftir að
leiðrétta eitt aðalefni kærunnar sem
er verðskráin sjálf á vefsíðunni. Hún
sýnir aðeins verð án flugvallarskatta
og þarf að fara á næstu síðu til að
sjá heildarverð flugferðar.
Sterling leiðréttir
heimasíðuna
● NÚ liggur fyrir að Novator mun
eignast allt hlutafé í Actavis en ætla
má að verðmæti þeirra hluta sem
ekki voru í eigu félaga tengdra Nova-
tor nemi í kringum 180 milljarða
króna.
Í Morgunkorni Glitnis segir að stór
hluti þess fjár muni falla tæplega
fjögur þúsund íslenskum hluthöfum
í skaut strax í byrjun næstu viku þeg-
ar uppgjör viðskiptanna fer fram.
Sérfræðingar Glitnis segja að
áhrifanna af þessum viðskiptum sé
þegar farið að gæta í íslenska hag-
kerfinu og er það mat þeirra að flæði
þessa fjár inn á markaðinn skýri að
einhverju leyti hækkun á gengi hluta-
bréfa og styrkingu krónunnar undan-
farið.
Áhrifa af Actavis-fé
þegar farið að gæta
NASDAQ kom í síðustu viku í veg
fyrir útgáfu nýrra hluta í LSE,
rekstrarfélagi kauphallarinnar í
London. Tilgangurinn með hluta-
fjárútgáfunni var að fjármagna yf-
irtökutilboð LSE í Borsa Italiana
sem rekur kauphöllina í Mílanó. Í
fréttatilkynningu frá Nasdaq er það
sagt óábyrgt að gera framkvæmda-
stjórn LSE kleift „að skrifa óútfyllta
ávísun án þess að skilja nánar hvaða
akkur er í útgáfu nýs hlutafjár.“
Nasdaq, sem rekur samnefnda
kauphöll í Bandaríkjunum og hefur
gert yfirtökutilboð í OMX, á 30%
hlut í LSE og hefur ítrekað reynt að
taka breska félagið yfir, án árang-
urs. Hvort félagið er vísvitandi að
reyna að koma í veg fyrir yfirtöku á
Borsa Italiana til þess að veikja LSE
skal ósagt látið en samkvæmt Fin-
ancial Times myndi útgáfa hlutafjár-
ins þynna hlut Nasdaq í LSE í 22%.
Víst þykir að bandaríska félagið
hefur ekki gefið yfirtöku á LSE upp
á bátinn en ef marka má þá and-
spyrnu sem félagið hefur mætt hing-
að til er ljóst að það verður að bjóða
töluvert hærri fjárhæð en áður.
Kom í veg fyrir
hlutafjárhækkun
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
STJÓRN SPRON hefur samþykkt
að undirbúa breytingu sparisjóðsins
í hlutafélag og óska eftir skráningu
félagsins í OMX Norrænu kauphöll-
ina Íslandi og er stefnt að því að af
skráningunni geti orðið í septem-
ber. Capacent vann mat á áætluðu
markaðsvirði SPRON miðað við 31.
mars í vor og var markaðsvirði
SPRON á þeim tíma talið vera um
60 milljarðar króna. Niðurstaða
Capacent var að eignarhlutur stofn-
fjáreigenda næmi 85% af hlutafé en
eignarhlutur sjálfseignarstofnunar
15%.
Verðmæti SPRON hefur aukist
Gengi hlutabréfa og þá ekki síst
fjármálafyrirtækja hefur aftur á
móti hækkað mikið síðan þetta var
og ef tekið er mið af hækkunun á
bréfum viðskiptabankanna mætti
ætla að markaðsvirði SPRON kynni
að losa 70 milljarða nú. Af þeim 70
milljörðum kæmu þá rétt tæpir 60
milljarðar í hlut stofnfjáreigenda en
liðlega 10 milljarðar í hlut sjálfs-
eignarstofnunarinnar en megintil-
gangur hennar er að stuðla að við-
gangi og vexti SPRON auk þess
sem henni er heimilt að úthluta fé
til menningar- og líknarmála. Við-
skipta- og fjármálaráðuneytið auk
Reykjavíkurborgar skipa fulltrúa í
stjórn sjóðsins.
Stofnfjáreign í SPRON er nokk-
uð dreifð og eru stofnfjáreigendur
um 1.340, þar af munu vera all-
margir starfsmenn. Samkvæmt
þessu mati ætti þá hver stofnfjárr-
eigandi að meðaltali um 44 milljónir
í hlutabréfum í SPRON.
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki eiga von á öðru
en að breytingin myndi leggjast vel
í stofnfjáreigendur enda væri hún
til þess fallin að efla SPRON og
getu hans til þess að keppa á fjár-
málamarkaði sem hefði verið í örri
þróun og mikil samkeppni væri nú
á.
SPRON verði hlutafélag
Markaðsvirði SPRON er væntanlega nálægt 70 milljörðum og að meðaltali
kæmu þá 44 milljónir í hlut hvers stofnfjáreiganda sparisjóðsins
Samkomulag um að Murdoch
eignist Wall Street Journal
NÚ er komið að Bancroft fjölskyldunni að taka
lokaákvörðun um 5 milljarða dollara yfirtöku-
tilboð News Corp., sem er stærstum hluta í eigu
Ruperts Murdoch, í fjölskyldufyrirtækið Dow
Jones & Co. Viðskiptablað Wall Street Journal
(WSJ), sem er í eigu Dow Jones segir að samn-
ingsaðilar hafi náð samkomulagi, en það sé þó
háð samþykki stjórnar Dow Jones og þar með
Bancroft fjölskyldunnar. Hún fer með um 65%
hlut og hefur stjórnað Dow Jones frá árinu 1902.
Eitt aðaláhyggjuefni fjölskyldunnar, sem
hafnaði tilboði Murdochs fyrst í stað, var hvernig
ritstjórnarlegt sjálfstæði WSJ yrði tryggt. Það
var að lokum leyst með stofnun óháðrar nefndar
sem mun sjá um að ráða og reka aðalritstjórn
bæði WSJ og Dow Jones Newswires.
Á vef WSJ segir að Bancroft fjölskyldan hafi
átt að halda fund í gær um tilboðið. Stjórnendur
Dow Jones hafi leitað logandi ljósi að einhverjum
sem vildi toppa tilboð News Corp. en án árang-
urs. Því sé líklegt að fjölskyldan gefi samþykki
fyrir yfirtökunni. Tilboðið sem þykir mjög hátt,
er 65% yfir lokaverði hlutabréfa félagsins á
markaði daginn áður en tilboðið var gefið út
þann 1. maí sl.
Reyndar er látið að því liggja á vef Forbes að
áhersla Bancroft á ritstjórnarlegt sjálfstæði eigi
að draga athyglina frá því hvernig fjölskyldan
hefur farið að, hvað varðar ársfjórðungslegar
arðgreiðslur sem þykja óeðlilega háar. Á síðasta
ári námu arðgreiðslur Dow Jones 83,2 milljónum
dollara og gerðu því lítið úr því handbæra fé upp
á 13,2 milljónir dollara sem var til staðar um ára-
mótin.
Magnús Ásgeirsson, inn-
kaupastjóri hjá N1, segist ekki
hafa mikla trú á spám sérfræð-
inga Goldman Sachs. Fyrir einu
og hálfu ári síðan hafi þeir, þvert
á spár ýmissa annarra sérfræð-
inga, spáð því að olíuverðið færi í
100 dollara á síðasta ári. Það hafi
ekki gengið eftir.
Hann segist hins vegar hafa trú
á því að OPEC-ríkin muni auka
framleiðslu sína. Það eigi sér-
staklega við um Sádi-Arabíu.
Gangi það eftir muni það vega
upp á móti hækkun á olíuverðinu.
SÉRFRÆÐINGAR bandaríska
fjárfestingabankans Goldman
Sachs spá því að verð á hráolíu
muni halda áfram að hækka á
árinu og verði komið í um 95 doll-
ara fyrir áramót. Verðið er nú
svipað og það var hæst í ágúst á
síðasta ári, en þá fór það í 78,6
dollara á tunnu af Brent-
Norðursjávarolíu. Telja sérfræð-
ingarnir að það eina sem geti
komið í veg fyrir að spá þeirra
gangi eftir sé að samtök olíu-
framleiðsluríkja, OPEC, ákveði að
auka framleiðslu sína.
Telja að olíuverð
muni hækka áfram
Reuters
Aukin framleiðsla Magnús Ásgeirsson hjá N1 hefur meiri trú á því að
OPEC-ríkin auki framleiðslu sína en að spá Goldman Sachs gangi eftir.
&' ())
%)
&')*+%),-)%).
#/) )+
0)
6+
3
!" #
$% #
& '!
# " #
(
) *+ ,,
-%.
/
7 -+ 8
012
%
3%%34
!
5. $% #
( %
67 %
-.!!! ++
8+
6
9
:
9%.9
#
+
1
*
$%&'(
)&''
*+&,(
-)&*,
-(&'(
')&$,
-)&,(
-+&((
+',,&((
.(&)(
+*&((
''&),
,&*-
+($&((
-&.(
,&),
+($+&((
*+*&((
+&$%
'-$&((
%&-,
).&((
+)&,(
-)&-,
$&,(
-$),&((
+'&((
%&$(
8+ # ! -+:# !;
& )
0 <=2 >0?
0= ?=> 2=<
@A1 <2> A1=
> B2= <B> 02?
> A?B @>A 0<<
> =BA B>@ A2=
@@ 2A1 11?
@10 2A? 10@
0 =1B A01 <<2
@ @0A =A< 1=<
*
@ @A> 2<0 B?1
? B<2 >00
>>> ?21 2B<
>1< =A1
@1 B00 1?A
@<A 1A=
1A 2?A >??
*
B@ B<B 02B
*
>A 2AA @@?
*
*
*
BA 12< 2BA
*
*
?2C2A
=C>?
B>C2A
0=C22
0AC>A
@=C?2
0=C<A
0AC=A
>@<=CAA
<AC?A
>1CAA
@@C=A
2C1?
>A1C2A
0C01
2C=@
>A?>CAA
BA?CAA
>C?1
@0<CAA
1C0@
=0C1A
>=C2A
0=C@2
0???CAA
?1C@A
=C@1
B@CAA
0=CB2
0AC@A
@=C=A
0=C?A
0AC=2
>@22CAA
<AC=A
@@C=2
2CB0
>A?CAA
0C<A
2C==
>A=2CAA
B@@CAA
>C?B
@0?CAA
1C<A
=<CAA
@0CAA
0=C<A
0=@0CAA
>>CAA
1C?A
#
+ 1
>0
>2
<?
2@
22
1
>A
=2
1=
*
>A1
=
1
0
1
@
>1
*
><
*
=
*
*
*
B
*
*
D !%
+
%+
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>@ B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>B B @AAB
>1 B @AAB
>B B @AAB
>1 B @AAB
>B B @AAB
>1 B @AAB
>1 B @AAB
@2 1 @AAB
>B B @AAB
@ B @AAB
@A 1 @AAB
E(F E(F ,()
+!-((
/(&-
0(&)
G
G
E(F <F
-!-.%
.-$
0(&*
0(&%
G
G
DHI%
6 # +-!)*'
'!*+'
/(&+
/(&%
G
G
-)
D %!%,)
$!(-$
0(&%
0(&$
G
G
E(F=>2
E(F9<A
$!$*%
+!.(*
/+&-
0(&%
G
G