Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 22

Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHUGI ESB Á ÍSLANDI Á netútgáfu Morgunblaðsins,mbl.is, birtist frétt í gær-kvöldi þess efnis, að Olli Rehn, sem sér um stækkunarmál Evrópusambandsins hefði lýst því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Die Welt, að umsókn Íslands um aðild að ESB yrði fagnað og að hann mundi umsvifalaust setja saman teymi til þess að sjá um slíka umsókn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ráðamenn hjá ESB gefa slíkar yfir- lýsingar. Í allmörg ár hafa þeir aftur og aftur lýst þeirri skoðun, að okkur Íslendingum yrði vel tekið ef við sæktum um aðild. Það er hins vegar mikilvægt að við Íslendingar gerum okkur raunsæja grein fyrir því af hverju svona mikill áhugi er á aðildarumsókn okkar hjá Evrópusambandinu eða öllu heldur fulltrúum Norður-Evrópuríkja inn- an ESB. Það er ekki vegna þess, að þeim sé svo annt um þjóðarhagsmuni okkar. Ástæðan er sú, að þeir telja að ef eitt ríki eða tvö, og er þá einnig átt við Norðmenn, úr þessum hluta Evr- ópu gerðust aðilar mundi staða ríkja í norðurhluta Evrópu styrkjast verulega í þeim átökum, sem dag- lega fara fram við ríkin í Suður-Evr- ópu og nú í vaxandi mæli við ríki í austurhluta Evrópu, sem hafa verið að gerast aðilar að ESB. Í augum þeirra, sem lýsa því að þeir mundu fagna umsókn okkar yrðum við eitt atkvæði með þeim innan ESB. Af þessu stafar margí- trekaður áhugi þeirra. Þeir eru að hugsa um eigin hagsmuni og það er ekkert ljótt við það en mikilvægt að við sjálfir, Íslendingar, áttum okkur á þessum veruleika. Aðildarumsókn af okkar hálfu hlýtur að byggjast á okkar eigin hagsmunum en ekki pólitískum hagsmunum annarra innan ESB, sem telja, að við hlytum að styðja þá í átökunum innan ESB vegna sam- eiginlegs menningararfs þjóðanna í norðurhluta Evrópu. Á þessari stundu hafa engar þær breytingar orðið á okkar hagsmun- um, sem kalla á umræður hér um að- ild að ESB og pólitíska staðan í Nor- egi er slík, að þar verður þetta mál ekki á dagskrá meðan núverandi stjórnarsamstarf stendur þar í landi. Auðvitað getur þessi hagsmuna- staða okkar breytzt í framtíðinni en það hefur ekki orðið enn sem komið er. Nú er breiðari samstaða um það á hinum pólitíska vettvangi hér að sækja ekki um aðild að ESB en var fyrir nokkrum árum. Framsóknar- flokkurinn undir forystu Guðna Ágústssonar boðar ekki aðild að ESB, heldur þvert á móti. Afstaða Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er skýr. Samfylkingin gerir sér grein fyrir, að hún hefur enga póli- tíska stöðu til þess að knýja á um ESB-aðild. Þess vegna er ekki við því að búast að ákall fulltrúa ESB í Die Welt finni mikinn hljómgrunn hér. „MANNLEG MISTÖK“? Í frétt í Morgunblaðinu í gær segirsvo: „Dyr á farþegavél Icelandair opn- uðust stuttu eftir flugtak í janúar síð- astliðnum með þeim afleiðingum, að neyðarrenna féll út og slitnaði frá flugvélinni. Átta manna áhöfn og 144 farþegar voru um borð í vélinni, sem skemmdist nokkuð við óhappið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá rann- sóknarnefnd flugslysa í Danmörku.“ Síðan segir: „Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200 var nýlega komin úr skoðun þar sem dyrunum að neyðarrennunni hafði ekki verið lokað almennilega fyrir misgáning. Sextán mínútum eft- ir flugtak á Keflavíkurflugvelli opn- uðust dyrnar og viðvörunarljós kviknaði í flugstjórnarklefanum. Þar sem flugmenn fundu hins vegar ekki neitt athugavert gerðu þeir ráð fyrir því, að um bilun í ljósinu væri að ræða og héldu áfram leið sinni til Kaup- mannahafnar.“ Og loks segir í þessari frétt: „Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að flugmenn félagsins hafi brugðizt við í samræmi við leiðbeiningar. Mannleg mistök hafi verið gerð við skoðun vélarinnar í tæknistöðinni á Keflavíkurflugvelli og það sé skýringin á óhappinu.“ Atburðarásin er sem sagt svona: Það opnast dyr á flugvél með rúmlega 150 manns innanborðs af því að þeim hafði ekki verið lokað almennilega vegna „misgánings“. Upplýsinga- fulltrúi Icelandair kallar það „mann- leg mistök“. Er mikið um svona mannleg mistök við frágang flugvéla hjá Icelandair, sem viðskiptavinir fé- lagsins fá ekkert að vita um? Hvernig má það vera, að svona mannleg mistök geti orðið? Viðvörunarljós kviknar í flugvél- inni, sem væntanlega á að vara flug- mennina við að eitthvað sé í ólagi. Hvað gera þeir? Þeir gera ráð fyrir að um bilun í ljósinu sé að ræða og halda áfram í stað þess að snúa við! Og upplýsingafulltrúi félagsins segir, að flugmennirnir hafi brugðizt rétt við og í „samræmi við leiðbein- ingar“. Er það sem sagt í samræmi við leiðbeiningar að bregðast ekki við ef kviknar á viðvörunarljósum? Þessi atburður og viðbrögð Ice- landair benda til þess að eitthvað sé farið að slakna á öryggiskröfum hjá félaginu. Íslendingar treysta Ice- landair og treystu forverum þess. Ástæðan er sú, að flugfélagið og þau félög, sem á undan fóru hafa verið ótrúlega heppin. Það hefur ekki fyrst og fremst verið heppni heldur vegna þess að mjög vel hefur verið staðið að öryggismálum hjá félaginu. Á því má ekki verða breyting. Nið- urstöður hinnar dönsku rannsóknar- nefndar eru ekki traustvekjandi fyrir félagið. Það á ekki að taka á máli sem þessu af þeirri léttúð, sem einkennir þessar yfirlýsingar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Á hverjum degi verður hann [blaðamaðurinn] að finna til þess að blaðamennskan, hin daglega þátttaka í öllu því sem gerist og máli skiptir, er gró- andi þjóðlífsins á öllum sviðum – er lífið sjálft.“ Ofangreind til- vitnun er í orð Valtýs Stefáns- sonar ritstjóra Morgunblaðsins og aðaleiganda frá árinu 1924 til 1963, eða í tæp 40 ár. Þessi orð ritaði hann í Morgunblaðið 2. nóvember 1933, á tuttugu ára afmæli þessa dagblaðs, sem á nú aðeins rúm sex ár í aldarafmælið. Mér fannst vel við hæfi að rifja upp þessi orð Val- týs, sem ég kynntist því miður ekki persónulega, því mér finnst þau leiða vel inn í umfjöllunarefnið, geysi- leg viðbrögð sjómanna við grein minni um hugsan- legt svindl í kvótakerfinu. Fréttaskýring sem ég skrifaði um ýmsar aðferðir til svindls í kvótakerfinu, ásamt lýsingum viðmælenda minna á því hvernig slíkt svindl færi hugsanlega fram, hefur vakið sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, eins og sést hefur hér í Morgunblaðinu undanfarna tíu daga eða svo. Auðvitað er það svo, eins og Valtýr skrifaði, að dagleg þátttaka í öllu því sem gerist og máli skiptir, er lífið sjálft, en sennilega erum við Íslendingar mjög fjarri því að vera á einu máli um hvað skiptir máli og hvað ekki. Sennilega getum við þó öll verið sammála um að sjómennska og útgerð skipta máli, þótt við séum ekki sammála um hversu miklu máli atvinna sjómannsins og atvinnuvegurinn skipta. Sem betur fer eru þó margir enn þeirrar skoðunar að sjó- mennskan sé draumur hins djarfa manns. Sumir taka svo djúpt í árinni, að segja að sjómennskan sé lífið sjálft. Ég held að þótt grein mín um hugsanlegt og jafn- vel stórfellt kvótasvindl, sem birtist hér í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 4. júlí sl. hafi vakið jafnmikil og misjöfn viðbrögð og raun bar vitni, þá sé umræða um það hvernig fiskveiðum okkar er stjórnað, hvern- ig mögulega er svindlað í því kerfi, sem við höfum stuðst við í hartnær aldarfjórðung og hversu mikil sóun verður hugsanlega í þessu kerfi, af hinu góða. Orð eru til alls fyrst og ef niðurstaðan verður sú að einhverjir gallar og agnúar verða sniðnir af því kerfi sem hér er við lýði, þá er vel. Sjávarútvegur hefur löngum verið undirstaða verðmætasköpunar og bættra lífskjara í þessu landi. Það höfum við vitað og gengið út frá sem gefnu í marga áratugi, þótt aðrar atvinnugreinar hafi sem betur fer stóreflst í íslensku efnahagslífi, þannig að dag eru mun fleiri egg í efnahagskörfu okkar, sem gerir okkur betur í stakk búin til þess að takast á vi tímabundin áföll, til að mynda í sjávarútvegi. Flest þeirra viðbragða sem ég hef fengið við grei minni hafa verið frá sjómönnum sem hringt hafa mig og þau hafa verið bæði jákvæð og hvetjandi. Sjó mennirnir hafa lýst starfi sínu, margir sjómenn í ára tugi og greint mér frá því sem þeir hafa flestir veri þátttakendur í, að minnsta kosti að einhverju leyti. Þeir segja allir sem einn, að ef þeir veiti mér upp lýsingarnar, þá verði ég að nota þær með þeim hætt að þær verði aldrei raktar til þeirra. Þeir séu sjó menn, sem ætli sér að halda áfram sjómennsku og e þeir vilji koma upplýsingum á framfæri, verði þeir a gera það undir nafnleynd. Ég gef því lítið fyrir þæ gagnrýniraddir sem komu fram í Morgunblaðin fyrir helgi, í þá veru að sjómenn geti veitt upplýs ingar um það sem aflaga fer, án þess að eiga atvinnu missi á hættu. Ég hef rætt við nokkra tugi sjómanna frá því a fréttaskýringin birtist. Allmarga hef ég hitt, við örfá hef ég átt í tölvupóstsamskiptum en við langflesta he ég rætt símleiðis. Þótt viðbrögð sjómanna hafi verið jákvæð, hefu mjög hörð gagnrýni komið fram á þessi skrif mín eins og glöggt kom fram í tveimur opnugreinum hér Morgunblaðinu sl. föstudag, frá Grundarfirði og fr Vestmannaeyjum á laugardag. Ég hef verið gagnrýnd af gámaútflytjendum, út gerðarmönnum, löndunarfyrirtækjum, starfsmönn um Fiskistofu og fiskmiðlurum erlendis og mér haf verið gefin hugguleg viðurnefni eins og „Gróa Leiti“, „auðtrúa sakleysingi“, „rógsberi“ og „lygari“ svo nokkur dæmi um fagurgala séu nefnd. Eru sjómenn lygarar? Einhvern veginn er það svo, þótt ég ætli alls ekk að halda því fram að allt sem stóð í áðurnefndr fréttaskýringu, sé einhver stóri sannleikur, end leikurinn aldrei til þess gerður, að ég á afar bágt me að trúa því að sjómenn og raunar aðrir sem veitt mér upplýsingar við vinnslu greinarinnar séu upp t hópa öfundsjúkir lygarar. Ég trúi því ekki heldur, að þeir sjómenn sem haf haft samband við mig eftir að greinin birtist, til þes að lýsa sínum skoðunum, segja frá eigin reynslu o raunar að stappa í mig stálinu, séu eintómir ósann Er sjómen Sjómenn gera lítið úr virkni Fiskistofu við veiði- og vigtaref verðmætum hafi verið sóað í gegnum tíðina og að svindlið í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.