Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 23
m
ð í
m
ið
in
í
ó-
a-
ið
p-
ti,
ó-
ef
að
ær
nu
s-
u-
að
áa
ef
ur
n,
r í
rá
t-
n-
fa
á
“,
ki
ri
da
eð
tu
til
fa
ss
g
n-
indamenn. Hér á eftir verður stiklað á stóru, í við-
brögðum sjómannanna sem haft hafa samband við
mig að undanförnu. Valið á viðbrögðum er að nokkru
leyti handahófskennt, en þó gert með það í huga, að
reyna að varpa einhverju ljósi á hugsanlegar svindl-
aðferðir, einnig þær sem ekki voru tíundaðar í títt-
ræddri fréttaskýringu. Eins og gefur að skilja lýstu
margir viðmælenda minna sams konar reynslu og því
er ekki ástæða til þess að rekja viðbrögð allra þeirra,
en reynt að koma sjónarmiðum sem flestra á fram-
færi.
„Haltu áfram. Það þarf að skrifa um þetta og upp-
lýsa um margar tegundir kvótasvindls,“ segir stýri-
maður á togara til margra ára. „Það hefur verið
ákveðin þöggun og skoðanakúgun í gangi, hjá þeim
sem eru virkastir í svindlinu og það gengur ekki leng-
ur.“ Þessi sjómaður heldur því fram að ein tegund
kvótasvindls, sem ekki var getið um í fréttaskýring-
unni, sé sú, að víða um land, séu vigtir vitlaust stillt-
ar, og því sé vigtaður inn mun meiri afli, en vigt-
artölur sýni.
Hann lýsir aftur á móti brottkasti sem sjálfsbjarg-
arviðleitni sjómanns og útgerðar, sem eigi bara eftir
að aukast á næsta fiskveiðiári, þegar einungis verður
heimilt að veiða 130 þúsund tonn af þorski.
Annar sjómaður í áratugi segir: „Í gegnum árin er
ég búinn að horfa upp á þetta rosalega brottkast, þótt
vissulega hafi dregið úr því á undanförnum árum.
En ég hef líka horft upp á bókhaldssvindl í afla-
dagbókum. Ég var til sjós á bát, þar sem ég horfði
upp á það mánuðum saman að hvert einasta tonn
sem veiddist, var af skipstjóranum fært í afladagbók,
sem 200 kíló. Er þetta einhver hemja?“
Enn annar segir: „Víða um land, sérstaklega á
smærri stöðum, eru vigtarmenn þátttakendur í
svindlinu, og jafnvel að landað sé án nokkurs eftirlits.
Það gerist til dæmis oft, að bátur kemur inn í morg-
unsárið, landar beint í gám, óvigtað, sem er svo flutt-
ur af staðnum, áður en nokkur maður er kominn á
fætur og báturinn þá oft farinn út aftur. Það er allur
gangur á þessu.“
Eigandi og skipstjóri fiskiskips með lítinn kvóta
segir: „Það hefur lengi tíðkast þegar við þessir
smærri leggjum upp hjá þeim stóru, að samið er um
þetta 15 til 18% vigtarívilnun, þannig að aflinn sem
fer inn til vinnslu er 15 til 18% meiri, en vigtin segir
til um. Vigtarsvindlinu hefur svo iðulega verið skipt á
milli útgerðarinnar sem leggur upp og fiskverkunar-
innar.
Þegar menn þurfa að koma umframafla í lóg, þá
gera þeir það m.a. með útflutningi og þá er ekki verið
að flytja út 1000 kíló sem 1000 kíló, heldur er hvert
tonn í raun 1100 til 1200 kíló.
Mér er nokkuð sama hvað þeir hjá Fiskistofu segja
um árangursríkt eftirlit. Ég hef sjálfur verið spurður
af veiðieftirlitsmanni á hafnarbakkanum um hvað sé í
ákveðnum gámi. Hef svarað því til að það væri ýsa og
þær upplýsingar voru látnar duga. Eins hef ég marg-
oft orðið vitni að því að eftirlitsmaður frá Fiskistofu
lét nægja að spyrja skipstjórann hvað væri í gám-
unum. Svör hans voru látin nægja og ekkert skoðað í
gámana.
Þeir á Grundarfirði voru að dásama hversu pott-
þétt eftirlitið væri með gámaútflutningnum í svörum
sínum í Mogganum á föstudag. Þar sögðu þeir að
30% til 40% af því sem fer í gáma væri skoðað. Ég
dreg þá prósentutölu stórlega í efa, og fullyrði reynd-
ar að það er ekki nema 10% til 20% sem er raunveru-
lega skoðað. Segjum samt að þetta sé rétt hjá Grund-
firðingunum, að 40% sé skoðað, en þá er það samt
sem áður ekki nema 20 þúsund tonn, miðað við að 50
þúsund tonn séu flutt út í gámum á ári. Er hægt að
flokka það sem pottþétt eftirlit?
Annars skil ég ekki þennan hávaða og bægslagang
í Grundfirðingunum, því ef ég skil greinina rétt, sem
var í Mogganum, þá eru þeir ekki að flytja út nema
rétt um 13% af gámafisknum, sem fluttur er út. Þeir
geta því alls ekki haldið því fram að þeir hafi allir sem
einn verið stimplaðir sem einhverjir stórsvindlarar.
Ég held að menn ættu að fara sér hægt, í því að setja
upp geislabauga. Reynslan hefur kennt mér að þetta
fiskveiðistjórnunarkerfi, er kerfi sóunar og svindls.
Raunar hefur stórdregið úr tegundasvindli í gá-
maútflutningi, frá því sem áður var. Samkvæmt minni
vitneskju var þetta svakalegt allt fram til ársins 2000
en hefur stórminnkað síðan. Svo eru auðvitað gámaút-
flytjendur, sem ég held að fari í einu og öllu að regl-
unum. Það er bara eins í þessum geira þjóðlífsins og
öðrum, að það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Sjómaður segir: „Þessi niðurskurður á þorskveiði-
heimildum mun auka svindl og brottkast til muna.
Við náum aldrei kvóta okkar í öðrum tegundum, án
þess að þurfa að henda þorski í stórum stíl, sama
hvað við forðumst að veiða á þorskslóð.“
Sjómaður í 44 ár, lengst af sem skipstjóri segir:
„Svindlið er yfirgengilegt og alls staðar. Ég get nefnt
þér línubát, sem á þriggja mánaða tímabili landaði
100 tonnum framhjá vigt.
Ég get einnig nefnt þér vin minn, fiskflutninga-
mann, sem hefur þurft að taka þátt í svindlinu, en
honum er fyrir löngu ofboðið. Hann sýndi mér afrit
af pappírum til Fiskistofu, um farm hans, 28 tonn af
fiski. Það sem var svo vigtað út úr bílnum á leið-
arenda var 36 tonn. Svo er verið að gera kröfur um að
hægt sé að treysta tölfræðinni í fiskifræðinni!“
Sjómaður í yfir 30 ár segir: „Mér fannst þú nú vera
mjög hógvær í lýsingum þínum á brottkasti. Þar sem
ég var áður, voru bara fyrirmæli til okkar frá skip-
stjóranum um að henda öllu nema átta plús.“
Ég spyr sjóarann hvað átta plús þýði og honum
finnst spurningin greinilega mjög landkrabbaleg en
segir svo: „Átta plús, er þorskur sem er átta kíló eða
meira. Þannig að þú sérð af þessu hversu svívirðileg
og skelfileg sóun fór þarna fram og við áttum engan
kost annan en að gera eins og okkur var sagt. Það
hefur svo geysilegum verðmætum verið hent, að ég
vil ekki einu sinni reyna að ímynda mér hversu mikl-
um.“
Svindlað á ísprósentu?
Allmargir sjómenn höfðu samband við mig til þess
að lýsa fyrir mér sama hlutnum, en það er svindl á
ísprósentunni í aflanum.
Einn orðaði það svo: „Blessuð vertu, þú klikkaðir
alveg á einni tegund af stórsvindli, en það er svindlið
á ísprósentunni. Þar eru fremstir í flokki í svindlinu,
þeir sem hafa endurvigtunarleyfi.“ Þá, er samkvæmt
lýsingum þessara sjómanna, um það að ræða, að afl-
inn sem kemur að landi í fiskikörum, hefur verið ís-
aður. Í elstu körunum er kannski fjögurra til fimm
daga gamall fiskur og þar af leiðandi er ísinn í þeim
körum farinn að bráðna og þeir segja að þá sé hann
líklega nálægt því að vera um 3% af innihaldi karsins
og vegur þannig minna en í körunum sem eru með
nýjasta aflann. Þar segja þeir að ísprósentan geti
verið allt upp í 15% í körunum með nýjasta aflann, en
það sé þó gróflega há prósenta.
Svindlið felist svo í því að ísprósentan sé í skjölum
til Fiskistofu sögð vera mun hærri en hún er í raun
og veru, og tölur upp í 25% og 30% ís í kari eru nefnd-
ar. Mjög algengt sé þó að yfir línuna sé ísprósentan
sögð þetta á bilinu 12% til 18% og það eigi aldrei við
nema um mjög lítinn hluta aflans, þess allra nýjasta.
Í öðrum körum sé hlutfall íss mun lægra, það sé stað-
reynd, sem Fiskistofa geri ekkert með.
agnes@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
nnskan lífið sjálft?
ftirlit og fullyrða raunar margir, að eftirlit Fiskistofu sé mjög fjarri því að vera skothelt. Þeir telja að geysilegum
kvótakerfinu sé margs konar. Agnes Bragadóttir heyrði í tugum sjómanna, sem lýstu sinni reynslu af kvótasvindli.
Skammir
Auðvitað eru ekki allir sáttir
við fréttaskýringuna um að-
ferðirnar í kvótasvindli. Það á
við ákveðna gámaútflytjendur
og fleiri, sem hafa lýst skoð-
unum sínum hér í Morg-
unblaðinu og telja að með skrif-
unum hafi verið vegið að
starfsheiðri þeirra. Hér á eftir
eru glefsur úr tölvubréfi frá
veiðieftirlitsmanni Fiskistofu:
„Hvað fær jafnreynda mann-
eskju í blaðamennsku, til að
setja saman slíkt endemis
rugl … um meint stórsvindl í
fiskveiðikerfinu? Þvílíkt sam-
safn af órökstuddum fullyrð-
ingum ásamt hrópandi van-
þekkingu á viðfangsefninu, eru
þér alls ekki sæmandi. Einhver
hlýtur að hafa notfært sér trú-
girni þína og hvíslað þessari
endemis vitleysu í eyra þitt, vit-
andi það að þú héldir að þú
hefðir höndlað hinn mikla
sannleik, og látið þig hlaupa
með þetta á prent, þér til vansa
og álitshnekkis … Enginn
skipaflokkur (frystitogarar) á
Íslandi sætir eins ströngu eft-
irliti. Allur afli er hirtur. Allt
sem eitthvað fæst fyrir. Haus-
ar, sporðar, hrogn er hirt. Afl-
inn er nefnilega ekki meiri en
það, að ekki veitir af að nýta
allt. Hver einasti fiskur er vigt-
aður, þyngd skráð rafrænt, síð-
an vigtað aftur upp úr skipi.
Nýtingarstuðlar vinnsluskipa
eru oft hærri en landvinnslu
sem er að vinna nokkurra daga
fisk, misjafnan að gæðum, en
vinnsluskipið er alltaf með nýtt
úrvalshráefni... Í Guðs bænum,
ekki meira af svona órök-
studdum rógburði.“
Sjómanna-
athvarf
Mörgum sjómanninum er nóg
boðið, það fer ekki á milli mála.
Einn, með áratuga sjómennsku
að baki varpaði fram eftirfar-
andi hugmynd:
„Það er til athvarf fyrir kon-
ur, Kvennaathvarfið. Með þær
upplýsingar sem konurnar
veita, sem þangað sækja, er
farið sem fyllsta trúnaðarmál.
Ég tel að við sjómenn þurfum á
sjómannaathvarfi að halda, þar
sem við getum komið á fram-
færi upplýsingum um svindl og
sóun í fiskveiðikerfinu, án þess
að eiga það á hættu að vera
sagt að taka pokann okkar.
Ef ég gæti sagt frá eigin
reynslu, umbúðalaust, hverju
ég hef orðið að taka þátt í, án
þess að vera rekinn, þá léti ég í
mér heyra. Ég veit að því er
þannig farið með marga sjó-
menn, sem eru mjög reiðir og
vilja leysa frá skjóðunni, ef þeir
hafa tryggingu fyrir því að
upplýsingarnar verða ekki
raktar til þeirra.
Vissulega er svindlið og só-
unin í kerfinu ekki jafnslæm og
hún var hér á árum áður.
Svo er það líka staðreynd, að
umgengnin um fiskimiðin er
mjög misjöfn eftir útgerðum.
Ég hef unnið hjá stórsvindl-
urum og sóðum en er nú starf-
andi hjá útgerð þar sem allt er
til fyrirmyndar. Ef allar út-
gerðir störfuðu eins og sú sem
ég vinn hjá núna, þá gæti
Hafró tekið fullt mark á þeirri
tölfræði sem hún vinnur með.“