Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 25

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 25 Í LEIÐARA Morgunblaðsins 18. júní var vitnað í nýútkomna skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í frétta- skýringu blaðsins tveimur dögum áður segir að skýrslan sé „… úttekt banda- rískra yfirvalda á að- gerðum fjölda landa til þess að hamla því að fólk sé þar selt í þrældóm, vændi, hernað eða aðra nauð- ungarvinnu.“ Á sex- tán landa svörtum lista voru nákvæm- lega tvö lönd frá Am- eríku, Kúba og Vene- súela. Þetta eru ríki sem ráðastéttinni í Bandaríkjunum hugnast hvað minnst og hefur hún beitt öllum tiltækum ráðum til þess að koma ríkisstjórnum þar frá völd- um. Bandarísk stjórnvöld hafa framið umfangsmikla stríðglæpi, meðal annars tekið fólk höndum í fjar- lægum heimsálfum, flutt það og haldið því föngnu í ein fimm ár án dóms og laga í ræningjaherstöðinni á Guantanamo, og fært það síðar til annarra landa í því skyni að pynta það frekar. Hér kveða þau upp úr um mannréttindi annarra þjóða. Þau hafa orðið uppvís að því að ljúga til um atburði. Þau hafa fyrirskipað leyniþjónustunni að taka háttsetta stjórnmálamenn af lífi, notað til þess mafíuna í eigin landi. Þeim er alveg sama um mannréttindi og alveg sama um mansal. Þegar til valda koma stjórnir sem beygja sig ekki undir hagsmuni ráð- astéttanna í heiminum er gripið til furðufrétta og uppspuna, oftast um mannréttindabrot viðkomandi landa, vegna þess að önnur tæki eru ekki tiltæk. Allt hefur verið reynt og linnulaus óhróður og lygar er það eina sem eftir er. Þannig er það með fyrrgreinda skýrslu og margur bítur á agnið. Í leiðaranum, þar sem Kúba er nefnd sér- staklega ásamt sex öðr- um ríkjum í sextán landa hópnum á „svarta“ listanum, segir m.a: „Þrælasala er hins vegar það alvarlegt mál að aðgerða er þörf og skýrslan er nauðsynlegt innlegg. Augljóst er að Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, leggur metnað í að taka á þessu máli.“ Hvernig getur skýrslan verið „nauð- synlegt innlegg“? Hvað ætlar bandaríski utanríkisráðherrann að gera? Undirbúa innrás? Hvaða metnað kann ráðherrann að hafa í mannréttindamálum? Þá var fyrir skömmu í Morg- unblaðinu frétt um andlát Vilmu Espín, sem var titluð „eiginkona starfandi Kúbuforseta“ – en hún er nú ekki síður þekkt fyrir að hafa ver- ið stofnandi og fyrsti forseti Sam- taka kúbanskra kvenna, sem hafa lagt höfuðáherslu á menntun kvenna og þátttöku í samfélaginu. Í grein- inni er komið að einni furðufréttinni sem er ætlað að afskræma fjarlægar þjóðir með því að gera þær furðu- legar í huga lesandans. Þar er sagt að fyrir byltingu hafi Espín „… hafst við í hellum Sierra Ma- estra-fjallanna“. Vestast á Kúbu eru hellar sem íslenskir túristar koma stundum í. Sierra Maestra-fjöll eru austast í landinu. Ekki veit ég til þess að þar séu hellar og enn síður að byltingarmenn hafi dvalið í slík- um vistarverum og hef ég þó séð þær með eigin augum. Síðar í grein- inni segir: „… henni er eignaður heiðurinn af því að árið 1979 hætti samkynhneigð að vera ólögleg á Kúbu.“ Veit ég ekki til þess að sam- kynhneigð hafi nokkru sinni verið ólögleg á Kúbu þótt fordómar hafi ríkt. Það gera þeir víða. Morg- unblaðið reri bersýnilega á þau mið með leiðara sínum 18. júní sl. Morgunblaðið og mansal Gylfi Páll Hersir skrifar um mannréttindi » Þegar til valdakoma stjórnir sem beygja sig ekki undir hagsmuni ráðastétt- anna er gripið til furðufrétta og upp- spuna, oftast um mannréttindabrot Gylfi Páll Hersir Höfundur er í Vináttufélagi Íslands og Kúbu. Rækjuverksmiðja til sölu Til sölu er eign þrotabús Miðfells hf., Ísafirði, fasteignin Sindragata 1, Ísafirði, ásamt öllum vélum og tækj- um til rækjuvinnslu. Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 5 pillunarvélum og 3 laservélum, svo og fullkominni pökkunarstöð. Æskilegt er að kaup- tilboð nái til allra lausamuna í hús- inu sem tilheyra rækjuvinnslu. Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölu Vestfjarða að Hafnarstræti 19, Ísafirði, sími: 456 3244. fax: 456 4547 netfang: eignir@fsv.is Tæknilegar upplýsingar um verksmiðjuna gefur Albert Haraldsson, s: 899 1195 Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir eigi síðar en föstudaginn 10. ágúst 2007, kl. 16,00. Á þessum eftirsótta stað vorum við að fá einstak- lega sjarmerandi 4ra her- bergja 88 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin skiptist m.a. í 2 samliggjandi stofur og 2 svefnherb. Suður svalir, útsýni. V. 24,9 millj. (3942) Svavar og Ágústa taka á móti gestum milli kl. 19 og 20 í dag miðvikudag. BRÆÐRABORGARSTÍGUR 15 - 101 RVK Opið hús í dag miðvikudag 18. júlí milli 19-20 www.101.is • 101@101.is Laugavegur 66 • 101 Reykjavík • s. 511 3101 • f. 511 3909 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag þetta glæsilega einbýlishús sem er alls 304 fm þ.a. með ný- legum 57 fm bílskúr. Húsið hefur allt verið endurnýjað undanfarin ár frá grunni að utan sem innan á mjög smekklegan og vandaðan hátt. Nýleg steinskífa á þaki. Allar lagnir, gluggar, gler, þak útveggir, allar innréttingar, gólfefni, tæki og fl. er nýlegt. Þrennar svalir, stórar stofur, stórt og glæsi- legt eldhús. Kjallarinn er mjög skemmtilega innréttaður og er með sérinn- gangi. EINSTÖK EIGN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. TILBOÐ ÓSKAST Í HÚSIÐ. Ólafur B Blöndal, löggiltur fasteignasali sýnir húsið í dag kl. 17-18. HREFNUGATA 9, RVK. OPIÐ HÚS Í DAG EF marka má umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga þá virðist svo vera. Hver fjölmiðlungurinn á fætur öðr- um hefur hafið fréttir eða spjallþætti á af- brigði af þessari gríp- andi setningu, sem er raunar farin að jaðra við staðhæfingu í munni þeirra margra. Undirritaður telur að flestir, ef ekki allir, geri fjölmiðlamenn- irnir þetta með bók Andra Snæs Magna- sonar, Draumalandið, í huga en þar kallar Andri Snær Rio Tinto „versta fyrirtæki í heimi“. Nefndur Andri Snær var í viðtali í Ís- landi í dag á Stöð 2 síð- astliðinn föstudag og hélt raunar sömu sjón- armiðum fram í frétt- um RÚV þann sama dag. Á Stöð 2 sagði hann blákalt: „Rio Tinto hefur af verkalýðsfélögum, náttúruverndarsamtökum og rík- isstjórnum víða um heim verið kallað versta fyrirtæki í heimi.“ Stór orð, mjög stór orð, en þarna er Andri ekki að gera annað en að endursegja það sem hann heldur fram í bók sinni Draumalandinu. Fréttamaðurinn virðist trúa þessari staðhæfingu eins og nýju neti. Ef notast er við sömu rannsókn- araðferðir og Andri beitir að hluta í heimildaöflun sinni fyrir Drauma- landið, en það er upplýsingaleit með leitarvélum á netinu, þá kemur áhugaverð staðreynd í ljós. Öll þessi verkalýðsfélög, nátt- úruverndarsamtök og ríkisstjórnir sem Andri Snær segir vera þeirrar skoðunar að Rio Tinto sé versta fyr- irtæki í heimi heita James Vassilo- poulos, en sá er sósíalisti frá Can- berra í Ástralíu sem árið 1997 skrifaði grein í rit róttækra vinstri- manna í Ástalíu sem heitir Green Left Weekly og yfirskrift grein- arinnar var „Rio Tinto, the worst company in the world?“ Þetta er eini staðurinn á öllum veraldarvefnum þar sem Rio Tinto er kallað versta fyrirtæki í heimi. Ástralskur öfga- maður! Svo lepja íslenskir fjölmiðlar þetta upp eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. Afsakið orðbragðið. Markmið mitt er ekki að verja Rio Tinto, enda þekki ég ekki mikið til fyrirtækisins, en það sem undirrit- aður hefur lesið um fyrirtækið und- anfarna daga er ekki í neinu sam- ræmi við fréttaflutning af því hér á landi. Raunin virðist vera sú að flest fyrirtæki í námu- og jarðefnavinnslu lenda á einhverjum tímapunkti í úti- stöðum við skipulagða hópa. Ég ætla ekki að verja hvernig slík fyrirtæki höguðu starfsemi sinni áður fyrr en margt hefur breyst í heiminum á und- anförnum árum og ára- tugum varðandi hvað telst eðlilegt þegar um- gengni um náttúruna er annars vegar. Ábyrgð fjölmiðla Markmið þessara skrifa er að vekja athygli á ábyrgð fjölmiðla. Nú hefur glumið í fjöl- miðlum að nýr eigandi álversins í Straumsvík (gangi kaupin eftir) sé ,,versta fyrirtæki í heimi“. Svo virðist sem ekki nokkur fjölmiðlamaður hafi tekið sér and- artak til að vinna lítils háttar rannsóknarvinnu og „Go- ogla“ viðeigandi efni. Það er sama hvaða leitarvél er notuð á netinu, að- eins er einn maður á öllum gervöllum veraldarvefnum sem hefur haldið því fram að Rio Tinto sé versta fyrirtæki í heimi, svo tekur Andri Snær Magna- son rithöfundur þetta upp eftir honum og síðan íslenskir fjölmiðlar upp eftir Andra Snæ sem viðtekna skoðun úti í heimi. Hvers eiga áhorfendur frétta að gjalda ef rannsóknarvinnan er ekki burðugri en þetta? Þurfa þeir sem hlusta á fréttir að hafa efasemdir um allt sem þar kemur fram? Þurfa fréttaþyrstir Íslendingar að leggja í sjálfstæða rannsóknarvinnu vegna hverrar einustu fréttar? Eru fleiri staðhæfingar Andra Snæs í Drauma- landinu, sem hefur verið látið svo mik- ið með, byggðar á jafnveikum grunni? Það er eðlileg krafa þeirra er horfa og hlusta á fréttir að fréttastofur rannsaki að einhverju marki þau mál sem fjallað er um. Ef slíkt hefði verið gert í þessu tilfelli, þá væri ekki hver fréttastofan af annarri búin að gera orð ástralska öfgamannsins James Vassilopoulos að sínum. Jafnframt væri áhugavert ef einhver fréttastof- an tæki sig til og spyrði Andra Snæ hvaða ríkisstjórnir hefðu kallað Rio Tinto versta fyrirtæki í heimi, eins og hann hélt fram í viðtalinu í Íslandi í dag. Er Rio Tinto versta fyrirtæki í heimi? Bergþór Ólason skrifar um ábyrgð fjölmiðla Bergþór Ólason » Þurfa frétta-þyrstir Íslend- ingar að leggja í sjálfstæða rann- sóknarvinnu vegna hverrar einustu fréttar? Höfundur er áhugamaður um vand- aðan fréttaflutning. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.