Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 26

Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Sigurðs-son fæddist á Höfn í Hornafirði 10. október 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn hinn 10. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Agnes Bentína Moritzdótt- ir Steinsen, f. 21. júlí 1896, d. 27. sept 1951, frá Krossbæ í Nesjum og Sig- urður Eymundsson, f. 8. október 1888, d. 24. mars 1956, frá Dilksnesi í Nesjum. Systkini Björns voru: 1) Eymund- ur, f. 11. ágúst 1920, d. 16. okt. 1987, 2) Vilhjálmur, f. 7. ágúst 1921, 3) Halldóra, f. 27. ágúst 1922, 4) Guðrún, f. 4. sept. 1923, 5) Rannveig, f. 16. ágúst 1926, d. 16. nóv. 2005, 6) Valgerður, f. 7. des. 1927, 7) Hulda, f. 4. mars 1931, 8) Ragna, f. 4. mars 1931, og 9) Karl, f. 13. júlí 1934. Auk þess eignuðust Agnes og Sig- urður andvana fæddan dreng ár- ið 1933. Tæplega tveggja ára var Björn tekinn í fóstur að Lækjarnesi í Nesjum til tveggja föðursystkina leiti keypti hann fyrsta „Vípon- inn“ og tók að sér áætlunarferðir milli Hafnar og Djúpavogs, sem hann sinnti til 1970. Árið 1970 flutti hann til Reykjavíkur og vann þar við bólstrun allt þangað til í mars í vor, en þá lagðist hann inn á sjúkrahús vegna veikinda. Síð- ustu árin bjó hann á Grettisgötu 4 í Reykjavík. Í framhaldi af sjúkrahúsdvölinni í Reykjavík var hann fluttur á Hjúkrunar- heimilið Skjólgarð á Höfn 26. apríl sl. þar sem hann lést. Björn var mjög ungur þegar hann fékk fyrstu harmonikuna og var fljótur að læra á hana. Hann spilaði á dansleikjum í mörg ár, bæði á Hornafirði og nágrenni og einnig í Reykjavík, en hann gekk í Harmonikufélag Reykjavíkur þegar hann flutti suður. Hann hafði einnig mjög gaman af að dansa og stundaði „gömlu dansana“ að staðaldri. Björn var algjör reglumaður, mjög geðgóður og glaðvær og með eindæmum greiðvikinn, en ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hann var vinmargur og mjög barngóður. Á síðari hluta ævinnar bagaði hann heyrnarleysi sem skerti möguleika til samskipta við fólk. Útför Björns verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sinna, þeirra Sigríð- ar Eymundsdóttur, f. 28. des. 1865, d. 23. nóv. 1958 og Björns Eymunds- sonar, f. 16. nóv. 1872, d. 3. júlí 1947. Á heimilinu voru líka tveir synir Sig- ríðar: Ragnar Einar Albertsson, en hann var þá að flytja frá Lækjarnesi til Hafn- ar og hefja búskap þar og Jóhann Karl Stefán Albertsson. Í Lækjarnesi leið Birni mjög vel og var afskaplega heppinn. Hann vann þar almenn sveita- störf og fór á veiðar í firðinum með Birni fóstra sínum. Árið 1954 flutti fjölskyldan til Hafnar. Þá flutti Björn með Jó- hanni og konu hans í Ásgarð (Hafnarbraut 35) og bjó þar í nokkur ár. Á Höfn vann Björn ýmis störf. Hann lærði bólstrun í Reykjavík í eitt og hálft ár. Að því loknu vann hann við iðn sína í nokkur ár á Höfn. Hann var mikill áhugamaður um bíla og árið 1962 tók hann svokallað „meirapróf“ og um það Í dag fer fram útför Björns Sig- urðssonar móðurbróður míns frá Hafnarkirkju. Hann var fluttur hingað á Hjúkrunarheimilið Skjól- garð í apríl af sjúkrahúsi í Reykja- vík, þar sem hann bjó sl. þrjátíu og sjö ár. Það gefur auga leið að ákveðið sambandsleysi verður í fjölskyld- um þegar fólk býr og starfar sitt á hvoru landshorni og ekki auðvelt að hlaupa á milli húsa. Þó kom Bjössi, eins og hann var alltaf kall- aður, öðru hverju hingað austur og hitti fjölskylduna, sem leit sömu- leiðis til hans fyrir sunnan. Bjössi var fimmti í röð ellefu systkina, en þar af lifðu tíu þeirra. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð og amma og afi neyddust til að láta þrjú börnin í fóstur. Bjössi var eitt þeirra. Hann var mjög heppinn og leið vel hjá fósturfor- eldrum sínum, sem allt vildu fyrir hann gera. Þó jafnast ekkert á við að alast upp með systkinum og foreldrum. Hann sagði mér, ekki alls fyrir löngu, að fyrsta bernsku- minningin væri sú hvað hann varð óskaplega hræddur þegar hann var skilinn eftir þegar farið var með hann í fóstrið. Bjössi var mjög barngóður og taldi ekki eftir sér að leika við okkur krakkana tímunum saman ef svo bar undir.Hann var kátur og ekki skemmdi þegar hann fyrir kom með harmonikuna og spilaði fyrir okkur. Hann dansaði líka mjög vel og stundaði gömlu dans- ana árum saman. Eftir að hann hóf áætlunarferðir til Djúpavogs og fékk „víponinn“ fór hann oft með fjölskylduna í sumarfrí, en þá var ekki mjög al- gengt að fólk gæti leyft sér slíkan munað. Margar ferðirnar með Bjössa eru mjög eftirminnilegar. Hann var alltaf glaður og kátur og oft var harmonikan með í för. Áætlunarferðirnar á milli Hafnar og Djúpavogs gátu verið svaðilfar- ir í vondum veðrum og mikilli ófærð. Þá varð hann oft veður- tepptur á bæjum í Álftafirði og Hamarsfirði, stundum nokkra daga í einu. Þegar við rifjuðum þetta upp sagði Bjössi mér að „ef“ hann hefði einhvern tíma gert eitt- hvert gagn þá væri það líklega í þessum ferðum. Margir bæirnir voru afskekktir og erfitt um að- föng yfir vetrartímann og einnig að koma mjólkinni á markað. Hann var mjög greiðugur og vildi öllum hjálpa. Meginhluta starfsævinnar vann hann þó við bólstrun, bæði hér á Höfn og síðan í Reykjavík. Hann var mjög vandvirkur og vel vinn- andi. Ekki fer miklum sögum af innheimtunni hjá honum og talaði hann oft um vinargreiða þegar menn ætluðu að borga honum. Á Skjólgarði naut Bjössi ómet- anlegrar hjúkrunar og ekki síst hlýju frá starfsfólkinu. Ég heim- sótti hann reglulega og hann rifj- aði upp gömlu árin á Hornafirði, árin í Lækjarnesi, æskuvinina og sagði frá ýmsu sem þeir Siggi vin- ur hans í Hólum voru að bralla saman. Einnig ræddi hann Djúpavogs- ferðirnar og fleira, naut þess að horfa á fjallahringinn sinn á með- an heilsan leyfði. Hann Bjössi frændi var ekki ríkur af verald- legum auði en þeim mun ríkari af gleði, geðgæsku og mannkærleika. Nú þegar leiðir skilja um sinn þökkum við mamma og Guðbjartur samfylgdina. Blessuð sé minning Björns Sig- urðssonar. Agnes Ingvarsdóttir. Björn Sigurðsson frá Lækjar- nesi í Hornafirði var einn af 10 systkinum en ólst upp hjá föð- ursystkinum sínum í Lækjarnesi, þeim Birni Eymundssyni og Sig- ríði Eymundsdóttur. Hann fékk mjög kærleiksríkt uppeldi og ein- kenndi það allt hans far. Bjössi var frekar feiminn maður en lífsglað- ur. Hann var kvikur í hreyfingum og glaðlyndur. Minnist ég þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hann reiðan, eða að hann hafi hall- mælt nokkrum manni. Bjössi var einn af þeim sem eignuðust tiltölulega snemma bíl og var alltaf mikill áhugamaður um bíla og duglegur að gera við þá sjálfur. Hann var sérstaklega greiðvikinn og taldi ekki eftir sér að skutla fólki um skemmri eða lengri veg, oftast fyrir væga eða enga greiðslu. Ég held að hann hafi alltaf átt erfitt með að taka við greiðslu fyrir sína vinnu, þrátt fyrir að hann væri mest alla ævi með eigin atvinnurekstur. Hann rak áætlunarbíl milli Hornafjarðar og Fljótsdalshéraðs um árabil við mjög erfiðar aðstæð- ur. Síðan flutti hann til Reykjavík- ur í byrjun áttunda áratugarins og setti upp bólstrunarverkstæði þar, en þá iðn hafði hann unnið við á yngri árum. Bjössi var ákaflega handlaginn, þolinmóður og útsjónarsamur. Hann var afar nægjusamur og nýtinn. Þótt hann væri aldrei með sjónvarp fylgdist hann mjög vel með öllum fréttum í útvarpi og í blöðum. Bjössi spilaði á harmóniku og hafði sérstakan áhuga á gömlu dönsunum. Hann dansaði mikið, stundaði reglulega gömlu dansana eftir að hann flutti suður meðan heilsan leyfði, en seinustu árin var heyrnin farin að dala, svo það háði honum. Við hjónin áttum þess kost að njóta nærveru hans um þriggja vikna skeið vorið 2002. Hann bjó hjá okkur á Egilsstöðum meðan hann bólstraði nokkur húsgögn fyrir okkur. Þá kynntumst við því hve vönduð vinna hans var og færni. En þessi tími var ekki síður sérstaklega áhugaverður vegna þess að við áttum margar ánægju- stundir við harmonikuleik þegar vinnudegi var lokið. Þá var sest niður, spilað og spáð í nótur til að finna áhugaverð lög. Þessar stund- ir eru okkur ógleymanlegar. Í seinni tíð hafa harmónikufélög vítt og breitt um landið tekið upp þann sið að halda harmónikuhá- tíðir á sumrin. Bjössi var tíður gestur á Húnavers- og Breiðumýr- ar samkomunum. Hann útbjó fólksbílinn sinn þannig að hægt var að sofa í honum. Það var hans húsbíll. Eins og fyrr segir var Bjössi mjög nægjusamur. Eftir því sem ég best veit leitaði hann aldrei læknis eftir að hann varð fullorð- inn nema til að endurnýja öku- skírteini. Þegar vinir og ættingjar fóru að taka eftir því, síðastliðinn vetur að ekki var allt með felldu hvað heilsu hans varðaði og nefndu það við hann að hann ætti að leita sér læknisaðstoðar sagði hann gjarnan: „Þetta er allt í lagi góði minn. Mér er að batna. Ég er að fá lystina. Eigum við ekki athuga þetta eftir helgina?“ Fallinn er frá góður drengur og hjartahlýr, sem seint gleymist okkur sem vorum svo heppin að fá að umgangast hann. Blessuð sé minning Björns Sigurðssonar frá Lækjarnesi í Hornafirði. Sigurður Eymundsson. Olga Óla Bjarnadóttir. Björn Sigurðsson var alinn upp af systkinum föður síns í Lækj- arnesi í Hornafirði, þeim Birni Lóðs og Sigríði. Hann fékk mjög kærleiksríkt uppeldi og einkenndi það allt hans far síðar á ævinni. Bjössi var reyndar óþarflega feim- inn á stundum og má telja víst að það hafi svolítið þvælst fyrir hon- um á lífsleiðinni. Björn var meðalmaður á hæð, dökkhærður og með frekar há kinnbein og jafnan rjóður í kinn- um. Hann var kvikur í hreyfingum og hláturmildur og iðaði allur um leið og hann hló sem oft var á inn- soginu. Hann mætti manni alltaf með bros á vör og gleði í augum sem seint gleymist. Oftast kom svo eitthvað á þessa leið: „Já bless- aður, blessaður, jæja góði, hvað er að frétta af honum pabba þínum, æfir hann sig svolítið á harmonikk- una – er hann eitthvað á ferðinni, hérna fyrir sunnan, ha?“ Bjössi var afar nægjusamur og nýtinn og segir sagan að sumir sem voru á fullu í lífsgæðakapphlaupinu hafi náð sér verulega niður eftir stutta heimsókn á bólstraraverkstæðið hans. Hann rak áætlunarbíl milli Hornafjarðar og Fljótsdalshéraðs fram til ársins 1971. Í þessum ferðum var hann með Dodge Wea- pon (Víbon) – alvörubíl – en á þessum tíma voru samgöngur á allt öðru plani en í dag. Ferðin milli Hafnar og Egilsstaða gat tek- ið heilan dag. Þrátt fyrir óarðbær- an atvinnurekstur, tókst honum að halda þessu úti í um áratug. Hann hóf að bólstra í Reykjavík frá byrjun áttunda áratugarins og rak lítið verkstæði upp frá því. Fyrst var hann á Barónsstígnum, þá á Brekkustíg vestur í bæ og loks á Grettisgötu 4. Hann bjó jafnan á verkstæðinu sínu, var ekki með síma eða sjónvarp en spilaði þess meira á harmonikku þegar tími gafst til. Bjössi vann sín verk af nákvæmni og natni og gat stundum tekið nokkra stund að fá til baka eitthvað sem sett var í bólstrun hjá honum, en reikning- arnir báru þess merki að örugg- lega var ekki tekið fyrir meira en þann tíma sem eytt var í verkið. Bíla átti hann alla tíð. Þeir voru yfirleitt komnir til ára sinna en aldrei þurfti hann að fara með þá verkstæði heldur gerði við allt sjálfur. Þegar hann var á áttræð- isaldrinum sást hann liggja undir Cortínunni á Brekkustígnum að skipta um bremsuklossa og svo þurfti að ryðbæta en það gerði hann með blikkplötum sem hann hnoðaði í. Á Brekkustígnum var lítið her- bergi inn af verkstæðinu og kom fyrir að ef maður gekk inn á verk- stæðið þá heyrðist spilað á nikk- una en enginn kom fram í verk- stæðið. Hann heyrði þá ekkert fram og vissi ekki að það var kom- inn viðskiptavinur inn á verkstæð- ið, en heyrnin var talsvert farin að bila seinni árin. Fyrir utan heyrn- arbilunina var hann alla tíð heilsu- hraustur og þurfti ekki á lækn- isaðstoð að halda fyrr en nú í lokin er hann greindist með krabba- mein, sem síðan dró hann til dauða á tiltölulega stuttum tíma. Fallinn er frá góður drengur og hjartahlýr, sem seint gleymist okkur sem vorum svo heppin að fá að umgangast hann, blessuð sé minning Björns Sigurðssonar í Lækjarnesi (eða Bötta Læk eins og hann var oft kallaður). Eymundur Sigurðsson. Björn Sigurðsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, áður til heimilis í Kirkjulundi 8, Garðabæ, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, laugar- daginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 23. júlí kl. 13.00. Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, Magnea Guðlaug Ólafsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Daníel M. Jörundsson, Magnús Óli Ólafsson, Erla Dís Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA GUÐJÓNSDÓTTIR, til heimilis á Sléttuvegi 17, Reykjavík, lést mánudaginn 16. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Guðjón Sigurðsson, Guðný Þ. Pálsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Heiðrún Jónsdóttir, Sigurður Logi Jóhannesson, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, Daníel Sigrúnarson Hjörvar, Andrés Már Jóhannesson, Einar Orri Guðjónsson, Tómas Hrafn Jóhannesson, Jón Hallmar Stefánsson, Heiðveig Björg Jóhannesdóttir, Aþena Sif Daníelsdóttir Hjörvar. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR SVANBERG GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, fimmtudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 20. júlí kl. 13.00. Jóhanna Hálfdánardóttir, Ingvar Hauksson, Sigríður Axelsdóttir, Elín Hauksdóttir, Svavar Helgason, Guðmundur Vignir Hauksson, Lilja Guðmundsdóttir, Sigurdís Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.