Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 215. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SÆL OG SÁTT
KOM ÚT ÚR SKÁPNUM FYRIR ÞREMUR ÁRUM
OG SEGIR ÞAÐ LÍTIÐ MÁL AÐ VERA LESBÍA >> 42
ÞAR SEM HJARTAÐ
RÆÐUR FÖR
LISTAHÁTÍÐ
Í SÚÐAVÍK >> 18
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
KJARASAMNINGAR stéttarfélaga með
samtals um 100.000 félagsmenn renna út
um og eftir áramótin og mun undirbúnings-
vinna við gerð nýrra samninga hefjast með
haustinu. Samningar stærstu verkalýðs-
félaganna renna út um áramótin en smærri
samningar og samningar við einstök fyr-
irtæki renna út á fyrstu mánuðum næsta
árs.
Beggja vegna samningaborðsins segjast
menn búast við því að viðræður verði mál-
efnalegar og niðurstaða muni nást sæmi-
lega sársaukalaust. Á heildina litið er til-
finningin sú að almenn velmegun á
vinnumarkaði sé nokkuð mikil og lítill áhugi
hjá launþegum á vinnudeilum.
Athygli vakti þegar Morgunblaðið sagði
frá því í gær að félagsmenn í VR leggi jafn-
vel meira upp úr lengra orlofi og sveigj-
anlegri vinnutíma en launahækkunum í
komandi viðræðum. Talsmenn launþega
taka undir að fólk velti fleiru fyrir sér en
laununum, þótt ekki setji allir fleiri frídaga
á oddinn. Ýmis önnur réttindamál komi til
álita t.d aukin veikindaréttindi og að
minnka bil milli launataxta og greiddra
launa. Þá sé uppi umræða um hvernig upp-
ræta megi kynbundinn launamun.
Efnahagsástand skiptir máli
Hjá Samtökum atvinnulífsins segja menn
að umræðan um lengra orlof hafi í raun ekki
komið þeim á óvart. Breytingar hafi orðið á
samfélaginu á undanförnum árum og ára-
tugum og Íslendingar vilji nú gjarnan taka
sér frí um vetur. Aftur á móti sé erfitt að
meta hvað þetta viðhorf sé algengt eða hvað
það ristir djúpt. SA þyki frí orðin vel löng,
einkum í ljósi manneklu á vinnumarkaði. Þá
segja menn hjá SA að ekki sé enn ljóst hvað
kjaraþættir sem ekki snerta peninga muni
vega þungt þegar viðræður hefjast. Und-
irbúningsvinna mun hefjast innan einstakra
stéttarfélaga og að henni lokinni er lands-
samböndum falið samningsumboð. Nokkuð
ljós mynd af helstu kröfum og málefnum
ætti að vera komin þegar ársfundur ASÍ
verður haldinn dagana 18.-19. október.
Efni þeirra og framgangur viðræðnanna
almennt mun væntanlega ráðast af ástandi
atvinnu- og efnahagsmála á þeim tíma. Við-
mælendur nefndu sem dæmi að enn sé ekki
ljóst hve víðtæk áhrif samdráttur þorsk-
veiðiheimilda mun hafa og óljóst hvert
gengi krónunnar verður.
Morgunblaðið/Ásdís
Kaldur Það er ekki fyrir hvern sem er að
vinna úti við að vetrarlagi.
Samningar
að renna út
Semja þarf fyrir 100.000
launþega næsta vetur
26
79
/
IG
13
Stanga
sett
tilbúin í veiðiferðina
Þú færð IG-veiðivörur
í næstu sportvöruverslun
RAUÐAR tölur gáfu til kynna fall á
öllum helstu hlutabréfavísitölum
heims í gær þegar fjárfestar flýðu
áhættusamar fjárfestingar á við hluta-
bréf, af ótta við alþjóðlegt hrun á lána-
mörkuðum. Evrópskar vísitölur tóku
dýfu þegar Evrópski Seðlabankinn til-
kynnti að hann myndi veita nær 95
milljörðum evra inn á evrópska banka-
markaðinn til að draga úr þeim óró-
leika sem bandarísku húsnæðislánin
hafa valdið og koma í veg fyrir lausafjárskort. Tilkynningin fylgdi í kjöl-
far tilkynningar franska bankans BNP Paribas um að hann hefði fryst
innstæður í þremur sjóðum sem höfðu fjárfest í áhættusömum húsnæð-
islánum í Bandaríkjunum. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% og
gengi krónunnar fór niður um 2% en lækkun hér heima er frekar rakin
til þess að markaðurinn sé að leiðrétta sig en erlends óróa. | 12
Rautt Brugðist við tölum
Enn rauðir markaðir
Reuters
TILKYNNING um að lítil, tveggja sæta
Cessna-152-flugvél með tveimur mönnum innan-
borðs hefði hrapað í hrauninu suður af álverinu í
Straumsvík barst til Fjarskiptamiðstöðvar lög-
reglunnar kl. 19.09 í gærkvöldi.
Lögreglubíll frá Hafnarfirði var strax sendur á
vettvang og var kölluð til þyrla, sem flutti menn-
ina á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss en erfiðlega gekk að komast að vél-
inni þar sem hún lenti í Kapellu- eða Selhrauni
um 6 km frá veginum. Að sögn vakthafandi lækn-
is voru mennirnir afar brattir miðað við óhappið
en þegar Morgunblaðið fór í prentun var ekki
gert ráð fyrir að þeir yrðu lagðir inn heldur út-
skrifaðir eftir frekari rannsóknir. Ekki var talið
að mennirnir þyrftu á áfallahjálp að halda. Þeir
vildu ekki ræða við fjölmiðla.
Rannsókn á tildrögum slyssins hófst strax í
gærkvöldi og mun standa yfir næstu daga..
Þykja hafa sloppið vel
„Þetta lítur frekar illa út,“ sagði Þorkell
Ágústsson, rannsóknarstjóri Rannsóknarnefnd-
ar flugslysa, sem staddur var á vettvangi seint í
gærkvöldi ásamt lögreglumönnumÞorkell segir
ekki vitað hvað vélin féll úr mikilli hæð en hann
sagði ótrúlegt hvað mennirnir hefðu sloppið vel
miðað við hve illa flugvélin, sem lá á bakinu, væri
farin, en mestu skemmdirnar væru á skrokknum.
Spurður hvernig stæði á því sagði hann mögu-
legt að mennirnir hefðu náð að rétta vélina af áð-
ur en hún féll til jarðar en hann telur hana þó hafa
komið tiltölulega bratt inn til nauðlendingar.
Rannsókn á tildrögum slyssins hófst strax í gær-
kvöldi og mun standa yfir næstu daga.
Flugvél með tvo innanborðs
brotlenti í Kapelluhrauni
Þyrla flutti mennina á slysadeild Líðan þeirra furðugóð miðað við
aðstæður, segir læknir Rannsókn slyssins hófst strax í gærkvöldi
Ljósmynd/Gísli Jökull Gíslason
Brotlenti Vélin hrapaði til jarðar í Kapellu- eða Selhrauni, um 6 km frá veginum. Tveir voru í vélinni og voru þeir fluttir með þyrlu á slysadeild.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is