Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 6
ÓLYMPÍUKEPPNIN í stærðfræði fyrir framhaldsskólanemendur var haldin í Hanoi í Víetnam síðustu vik- una í júlí. Ísland átti fullskipað sex manna lið í keppninni, en þar voru 520 keppendur frá um 90 löndum og varð rússneska liðið hlutskarpast í ár. Þrautirnar sem lagðar voru fyrir ungmennin þóttu erfiðari nú en oft áður því engum nemanda tókst að leysa öll sex dæmin sem lögð voru fyrir á tveimur dögum. Þau voru á sviðum talnafræði, talningafræði, al- gebru og rúmfræði. Íslenska liðið fékk þjálfun fyrir keppnina með að- stoð margra góðra stærðfræðinga. Leysti dæmið fullkomlega Guðmundur R. Gunnarsson, 18 ára nemi við eðlisfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík, fékk heiðursvið- urkenningu fyrir lausn sína á rúm- fræðidæmi, en hann fékk fullt hús stiga fyrir lausnina, sem var á fjórðu blaðsíðu. Aðspurður segir hann sig engan heimsmælikvarðamann í stærðfræði, en ágætan þó. Guð- mundi er greinilega margt til lista lagt, en hann hélt rakleiðis heim til Íslands eftir seinni keppnisdaginn til þess að spila með meistaraflokki KR í Evrópukeppninni í knattspyrnu á móti sænska liðinu Hacken. Viku- ferðalag hans til Asíu fól því í sér fjögurra daga setu í flugvélum. Að sögn Auðuns Sæmundssonar, stærðfræðikennara og fararstjóra íslenska liðsins, var aðbúnaður allur mjög góður í Víetnam. Góð loftkæl- ing skipti höfuðmáli enda 40 stiga hiti í skugga og afar rakt. Öll örygg- isgæsla var til fyrirmyndar. „Víet- namar eru vinalegir og kurteisir í framkomu og sú virðing sem eldra fólki er sýnd er áberandi. Þjóðin er ung, því um 60 prósent fólksins er 25 ára og yngra,“ segir Auðun. Þátt- takendum var boðið í útsýnisferð til Ha Long-flóa, þar sem siglt var um nokkrar hinna tæplega 2.000 eyja sem á honum eru. Stóðu sig vel í ólympíukeppni í stærðfræði í Víetnam Fullt hús stiga fyrir lausn á rúmfræðidæmi Ljósmynd/Auðun Sæmundsson Liðið Ögmundur Eiríksson, Jón Benediktsson, Guðmundur R. Gunnarsson, Pétur Orri Ragnarsson og Einar A. Helgason. Fremst er Hlín Önnudóttir ásamt víetnömskum leiðsögumanni.. Í HNOTSKURN »18 ára Íslendingur fékk fullthús stiga fyrir lausn rúm- fræðidæmis sem fæstum þátttak- endum tókst að leysa. »Öryggis þátttakenda var velgætt. Sjúkrabíll fylgdi þeim eftir í öllum skoðunarferðum og verðir voru við hótelin sem þeir gistu. »Dómnefndarfulltrúi fékkekki að fara út fyrir hótelið í fyrstu vegna gæslu. 6 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LYFLÆKNINGASVIÐ 1 á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) verður væntanlega endurskipulagt á næsta ári og hluti af þjón- ustunni fluttur úr Fossvogi og í sjúkrahúsið við Hringbraut. Niels Christian Nielsen, settur lækningafor- stjóri Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúss, bindur vonir við að þá verði hægt að fjölga gæsl- urúmum vegna hjartaþræðinga. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að erfiðlega hefði gengið að vinna á biðlistum eftir hjartaþræð- ingum á spítalanum. Til þess skorti tæki og fleiri rúm. Sjúkra- húsið á nú tvö hjartaþræðingar- tæki og er von á því þriðja á næsta ári. „Við erum sífellt að reyna að anna þessari gríðarlegu þörf sem allstaðar er uppi,“ sagði Niels. Hann sagði vissulega óþægilegt að hafa langa biðlista, en benti á að nú væri verið að hjartaþræða um 150 sjúklinga í hverjum mánuði. Á þessu ári stefndi í að slíkum aðgerðum fjölg- aði í 1.800, en þær voru 1.600 í fyrra. Niels sagði að biðtími sjúk- linga sem biðu hjartaþræðingar væri tiltölulega stuttur að með- altali eða einn og hálfur til tveir mánuðir. Vegna forgangsröðunar þyrftu þó einstaka sjúklingar að bíða lengur. Niels taldi að kaupin á hjarta- þræðingartækinu yrðu ekki erf- iðasti þröskuldurinn sem þyrfti að yfirstíga. Stærsti vandinn yrði að koma tækinu fyrir í þrengslunum á sjúkrahúsinu. „Við viljum hafa þessi þrjú tæki í nálægð hvert við annað til þess að samnýta mann- skap og annað. En þetta er ekki auðvelt mál í þessum gríðarlegu þrengslum,“ sagði Niels. Niels sagði að oft þyrftu sjúk- lingar sem fara í hjartaþræðingu ekki að dvelja nema fram eftir degi á sjúkrahúsinu eftir aðgerð, þótt í sumum tilvikum væru þeir yfir nótt. Því þyrfti ekki að bæta við svo mörgum gæslurúmum. Hann var vongóður um framhald- ið. „Við aukum afköstin, það er stefnt að því að bæta nýju tæki við og ég vona að við getum leyst önn- ur vandamál samhliða.“ Von um fjölgun gæslurúma Niels Christian Nielsen Lítið pláss fyrir nýtt hjartaþræðingartæki KVIKUSTREYMI er frá kvikuhólfi Öskju, sennilega niður á við, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands eru nú við mælingar og gagnasöfnun við Öskju, Upptypp- inga, Kröflu, í Ódáðahrauni og munu einnig mæla í kringum Hálslón. Morgunblaðið náði tali af Páli í gær þar sem hann var staddur í Drekagili. Hann sagði að m.a. væri verið að mæla landmælinganet yfir flekaskilin kringum Öskju og Ódáða- hraun. Þá hafa verið gerðar halla- mælingar á Öskju, líkt og gert hefur verið á hverju ári í 30 ár. Páll sagði mælingarnar nú sýna „ótruflað og venjulegt áframhald“ á kviku- streyminu úr kvikuhólfi Öskju. Jarð- skjálftavirknin við Upptyppinga virðist ekki hafa haft áhrif á þetta. Þéttu neti jarðskjálftamæla var komið fyrir kringum Upptyppinga fyrir þremur vikum, en þar hafa mælst margir jarðskjálftar undan- farið. Páll sagði það gera jarðskjálft- ana við Upptyppinga óvenjulega hvað þeir eru djúpir. „Þess vegna eru þeir rannsóknarefni, annars væru þeir það ekki. Jarðskjálftar sem eru svona litlir eru algengir á Ís- landi, en þetta dýpi á skjálftunum er nýuppgötvað. Það þýðir að þeir eru ekki tengdir venjulegum flekahreyf- ingum, þótt þetta sé hér á flekaskil- um. Þetta hlýtur að tengjast kviku- hreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.“ Páll sagði að þessar kvikuhreyf- ingar þyrftu ekki að boða eldgos. „Meðan kvika er á hreyfingu er alltaf sá möguleiki að hún komi upp á yf- irborð. Það eru margir aðrir mögu- leikar, m.a. að hún sé að fara niður eða út á hlið eða að koma sér þarna fyrir.“ Djúpstæðir jarðskjálftar VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Imp- regilo er nú farið að fækka starfs- mönnum sínum við Kára- hnjúkavirkjun. Stefnt er að því að þeir verði um 200 þegar líður á haustið, en verkþætti Impregilo lýkur þó ekki fyrr en í ársbyrjun 2009 ef að líkum lætur. Vinnubúðir verktakans með aðstöðu fyrir um 1.300 manns hafa nú verið auglýst- ar til sölu en þar ræðir um marga tugi skála af öllum stærðum og gerðum, allt frá aðstöðu fyrir einn upp í 20 manns. Heilbrigðiseftirlit Austurlands undirbýr nú fyr- irspurn til umhverfisráðuneytis vegna hugsanlegrar óvissu um það hver beri endanlega ábyrgð á að fjarlægja búðirnar og á öllum grunnum og lögnum sem þeim tengjast, hvort sérstakt starfsleyfi þurfi frá Heilbrigðiseftirlitinu vegna niðurrifsins eða hvort þess þurfi ekki. Ómar R. Valdimarsson segir, að það sé innifalið í samn- ingi Impregilo við Landsvirkjun, að fyrirtækið skilji við fram- kvæmdasvæðið fullfrágengið og með sem minnstum ummerkjum um þá mannabyggð sem verið hef- ur við hnjúkana á framkvæmda- tímanum. Fullvíst sé að búðirnar og allt sem þeim tengist verði fjar- lægt áður en verki Impregilo lýkur formlega, annaðhvort af fyrirtæk- inu sjálfu, kaupendum búðanna eða undirverktökum Impregilo sem skipta tugum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landsvirkjun er séð til þess að verktakar gangi frá eft- ir sig með því að halda loka- greiðslu eftir þar til öruggt er, að frágangur sé fullnægjandi. Til sölu Margar vinnubúðir við Kárahnjúka eru stærðarhús. Spurt um frágang vegna vinnuskála við Kárahnjúka Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is HÁTÍÐIN Uppskera og handverk 2007 verður sett í dag kl. 10 við Hrafnagilsskóla. Hátíðin er haldin í tengslum við Húllumhæ – viðburðaviku sem stendur yfir í Eyjafirði. „Að þessu sinni er korn þema hátíðarinnar,“ segir Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri há- tíðarinnar, „og ýmislegt korntengt er til sýnis á hátíðinni“. „Til dæmis verður kynning á kornrækt á Ís- landi á vegum Landssambands kornbænda og Bú- garðs,“ segir Elmar Sigurgeirsson, sem er í Hand- verkshátíðarnefndinni. Þau hafa frá ýmsu að segja sem verður til sýnis í ár, til dæmis mótorhjóli í fullri stærð sem smíða- hópurinn Einstakir skáru í tré, auk þess sem Grá- listarhópurinn verður með myndlistarsýningu undir berum himni í Galleríi Víðáttu 601. Dimmuborgajóla- sveinarnir líta við Á meðal þess sem gefur að líta í dag eru Dimmuborgajólasveinarnir sem eru stundvísir og líta við kl. 15. „Þeir ætla að koma og tralla á svæð- inu. Á eftir rölta þeir yfir í Jólagarðinn og hitta þar kannski fyrir Grýlu,“ segir Dóróthea. Kl. 17 fer svo fram tískusýning. Á morgun mun Valgerður Bjarnadóttir halda fyrirlestur um kornið og ástina kl. 14 og Ljótu hálfvitarnir spila um kvöldið í Laugarborg. Auk þessa verða ýmis verðlaun veitt: Hand- verksmaður ársins 2007 verður valinn og einnig fallegasti landnámshaninn og -hænan á sýning- unni. Námskeið eru í boði fyrir áhugasama, t.d. í eldsmíði, leðursaumi, hálmfléttingu og þæfingu. Sjá nánar á www.handverkshatid.is Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Korn Dóróthea, Elmar og kornöx en Dimmuborgajólasveinarnir líta við á hátíðinni í dag. Uppskeru- og handverkshátíð við Hrafnagil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.