Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 19
mælt með MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 19 BÖRN HLAUPAFYRIR BÖRN 18. ÁGÚST 18. ÁGÚST 2007 GLITNIS REYKJAVÍKURMARAÞON Nú er skráning hafin í Latabæjarhlaupið sem verður haldið 18. ágúst fyrir framan Háskóla Íslands. Hlaupið er 1 km að lengd og sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri.Þátttökugjald í Latabæjarhlaupinu rennur óskipt til UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Nánari upplýsingar og skráning á www.glitnir.is.Allir sigra 18. ágúst! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hinsegin dagar Í gær hófust hinsegin dagar og er þessi hátíð samkynhneigðra jafnan vel sótt enda er mannlífið fjölbreytt og litadýrðin á varla nokkurn sinn líka. Q-bar mun verða áberandi um helgina en þar verður klúbbur hin- segin daga alla helgina en einnig verður hellingur af öðrum við- burðum eins og stelpna- og stráka- ball á föstudegi, gleðigangan sem margir vilja sjá verður farin frá Hlemmi klukkan 14 á laugardaginn og á sunnudag verður forsýning á kvikmyndinni Hairspray í Háskóla- bíói. Hátíð hjartans Í níunda sinn verður haldið lista- sumar í Súðavík og stendur hátíðin fram á sunnudag. Hátíðin hefur ver- ið vel sótt síðustu ár og ætti að henta vel fjölskyldufólki. Áherslan er lögð á lista- og menningarviðburði og verða af því tilefni margir þekktir listamenn í Súðavík; Andrea Gylfa- dóttir og Blúsmennirnir þeir Guð- mundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á Hammond orgeli, Har- aldur Þorsteinsson á bassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommum. Gít- aristar, tenórar og hin þekkta hljómsveit Todmobile verða líka í Súðavík. Það ætti að finnast eitthvað við allra hæfi í fjölbreyttri dagskránni því hún spannar allt frá gönguferð- um til kraftakeppna. Millarnir með spariball Á laugardaginn verður hinn árlegi sparidansleikur Milljónamæring- anna á Broadway og verður þar haldið upp á 15 ára afmæli Millanna. Stefán Hilmarson, Raggi Bjarna, Bjarni Ara og Bogomil Font verða allir með ásamt Ladda sem verður heiðursgestur enda á hann ásamt millunum einn af sumarsmellum árs- ins. Vatnsleysuströnd á Reykjanesi Á sunnudeginum verður menning- ar- og sögutengd gönguferð um Vatnsleysuströnd á Reykjanesi en gangan á að vera fræðandi fyrir alla fjölskylduna og ætti ekki að taka meira en 2-3 tíma. Gönguferðin hefst við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd og verður genginn hringur frá Kálfatjörn um Þórustaðastíg sem er gömul þjóðleið, að Þóru- staðaborg og Staðarborg sem eru gamlar fjárborgir og endað á Kálfa- tjörn. Á svæðinu er mikið af minjum og mun leiðsögumaður segja magn- aðar sögur á leiðinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/ÞÖK Hallmundur Kristinsson segistoft fyllast stolti yfir því hve Akureyringar séu klárir og yrkir í tilefni af því að gripið var til aldurstakmarkana á tjaldstæði um verslunarmannahelgina: Hinir meira en meðalsnjöllu missa oft af lestunum. Haldin verður ein með öllu öðru en veislugestunum. Hjálmar Freysteinsson læknir fyrir norðan bætir við í sama dúr: Svo í bænum styttra staldri til stórra bóta þætti mér, að fólk sem er undir fimmtugsaldri fengi ekki að tjalda hér. Og þetta: Veginn fram til góðs við gengum með gáfulegum bönnum, á hátíðinni „Ein með engum“ (utanbæjarmönnum). Davíð Hjálmar Haraldsson svarar: Víst er hér í bænum frekar fátt, friðurinn er tekinn við af sollinum. Hvergi riðlast drukkin börn við drátt en Drottins andi svífur yfir Pollinum. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af útihátíð með öllu KALORÍUSKERTAR útgáfur af matartegundum sem venjulega eru kaloríuríkar kunna að leiða til þess að börn borði of mikið án þess að gera sér grein fyrir því segir í rannsókn sem greint var frá á vefmiðli BBC í vikunni. Rannsóknin, sem unnin var við háskólann í Alberta, var framkvæmd á ungum rottum og sýndi sig þar að þeim dýrum sem fengu kaloríusnauða fæðu var hætt- ar til að borða meira en þau þurftu, hvort sem þau voru grönn eða of feit. Telja vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Obesity, að kaloríusnauð útgáfa af kaloríuríkri fæðu dragi úr hæfni líkamans til að nota bragð- skynið til að stjórna kaloríuþörf lík- amans. „Samkvæmt því sem við sjáum þá er betra fyrir börn að borða hollan mat úr fjölbreyttri fæðu sem gefur þeim nóg að brenna í stað kaloríus- nauðs snarls,“ segir prófessor David Pierce sem fór fyrir rannsókninni. Eldri rottur brugðust hins vegar ekki við kaloríusnauðu fæðunni með sama hætti og börnin og telja vís- indamennirnir ástæðu þess að þeir sem eldri séu treysti á fleiri þætti en bragðskyn þegar kemur að orkuþörf dagsins. Megrunar- fæði fitandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.