Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKIPULAGSSTOFNUN mun í framtíðinni skoða
mál virkjana á vegum einkaaðila með tilliti til þess
að reglur um þær eru ekki með sama hætti og um
virkjanir á vegum opinberra aðila. Svo virðist sem
að í tilfellum Fjarðarárvirkjunar og Múlavirkjun-
ar, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að und-
anförnu, hafi verið talið að ekki þyrfti bygging-
arleyfi vegna framkvæmdanna, ef frá eru talin
stöðvarhúsin. Hefur nú komið í ljós að sá skiln-
ingur var ekki réttur.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gerðu
starfsmenn Orkustofnunar, sem skoðuðu Fjarð-
arárvirkjun í fyrradag, athugasemdir við að ekki
hefði verið gerð krafa um byggingarleyfi vegna
allra þátta virkjunarinnar. Sagði bæjarstjóri
Seyðisfjarðar að hvorki sveitarfélagið né Skipu-
lagsstofnun hefðu gert sér grein fyrir því að slíkt
væri nauðsynlegt nema vegna ákveðinna verk-
þátta. Í skipulags- og byggingarlögum er tilgreint
að byggingarleyfi þurfi fyrir hvers konar mann-
virkjagerð bæði ofan jarðar og neðan. Það sem
valdið hefur misskilningi er að undanþága er í lög-
um vegna mannvirkjagerðar opinberra aðila.
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir að
ábendingar Orkustofnunar séu gagnlegar og að
Skipulagsstofnun muni skoða mál annarra virkj-
ana á vegum einkaaðila m.t.t. þess hvaða áhrif
þessar upplýsingar hafi. Skoða þurfi í ljósi þessa
hvaða aðrar framkvæmdir séu ekki undanskildar
byggingarleyfi. Síðan skipulagslög voru sett árið
1997 hefur Skipulagsstofnun úrskurðað um mats-
skyldu 21 smávirkjunar.
Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkustofnunar,
segir að starfshópurinn sem fór til Seyðisfjarðar
og fundaði með bæjaryfirvöldum og framkvæmda-
aðila Fjarðarárvirkjunar muni skila minnisblaði til
ráðherra á næstu dögum, en efni þess verði ein-
ungis kynnt, kjósi ráðherra að gera það.
Samkvæmt upplýsingum frá Jökli Helgasyni,
byggingafulltrúa í Eyja- og Miklaholtshreppi,
taldi sveitarfélagið sig bera eftirlitsskyldu með öll-
um verkþáttum Múlavirkjunar, þrátt fyrir að
sveitarfélagið hefði talið suma þeirra einungis
framkvæmdaleyfisskylda en ekki byggingarleyf-
isskylda, eins og þeir í raun voru.
Aðrar reglur um virkjanir
einkaaðila en opinberra
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Virkjanaframkvæmdir Lagarammi virkj-
anaframkvæmda virðist óljós.
Ósamræmi í lögum sem
ekki er alltaf farið eftir
VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða-
greiningar (ÍE) og samstarfsaðilar
þeirra á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, læknadeild Háskóla Ís-
lands og háskólanum í Uppsölum í
Svíþjóð hafa fundið stökkbreytingu
sem veldur í öllum tilfellum flögn-
unargláku, sem er illvígt afbrigði
sjúkdómsins.
Vísindamennirnir birtu niður-
stöður rannsóknar á gláku í net-
útgáfu tímaritsins Science í gær. Í
frétt frá ÍE segir að vinna við rann-
sóknirnar hafi staðið yfir síðustu
tvö árin og leitt til tímamótaupp-
götvana á erfðafræði sjúkdómsins
sem er ein af algengustu orsökum
blindu.
„Gláka er samnefni yfir nokkra
sjúkdóma sem allir valda skemmd-
um á sjóntaug.
Afbrigðið sem
hér um ræðir
kallast flögn-
unargláka og
kemur hún fram
í einstaklingum
sem eru með svo-
kallað flögn-
unarheilkenni. Í
kringum 10-20%
einstaklinga yfir 60 ára hafa flögn-
unarheilkenni, sem þróast yfir í
flögnunargláku í allt að helmingi
þeirra. Flögnunarheilkenni lýsir
sér í því að trefjaagnir setjast inn í
fremri hluta augans, stífla frá-
rennslisgöng augnvatns og valda
hækkuðum augnþrýstingi sem leið-
ir til skaða á sjóntaug.
Rannsóknin leiddi í ljós að allir
sjúklingar með þessa gerð gláku
hafa sömu afbrigði ákveðins erfða-
vísis. Fram að þessu var lítið sem
ekkert vitað um það hvaða erfða-
þættir kæmu við sögu í sjúkdóm-
inum en telja má að erfðir hans séu
fullskýrðar í ljósi þessara niður-
staðna. Flögnunargláka er illvígari
en önnur afbrigði sjúkdómsins.
Læknismeðferð hefur minni áhrif
og leiðir hún því frekar til alvar-
legrar sjónskerðingar eða blindu,“
segir m.a. í frétt ÍE.
Haft er eftir Kára Stefánssyni,
forstjóra Íslenskrar erfðagrein-
ingar, að þeim þyki þessi uppgötv-
un spennandi fyrir ýmsar sakir.
Fundist hafi stökkbreytingar sem
skýra öll tilfelli sjúkdóms sem get-
ur haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir þá sem af honum þjást.
Þá segir Kári að þegar sé hafin
vinna sem miðar að því að kanna
hvernig best megi nýta þessa þekk-
ingu til þess að þróa greiningarpróf
og til lyfjaþróunar.
Einstaklingar með stökkbreyt-
ingar sem mest auka áhættu á
flögnunargláku eru meira en
hundraðfalt líklegri til þess að fá
sjúkdóminn en þeir sem hafa þær
ekki.
Uppgötvunin er talin geta hraðað
framþróun á sviði meðferðar en
hefðbundin notkun augndropa
dregur minna úr einkennum flögn-
unargláku en annarra gerða gláku
og hefur ekki áhrif á orsök sjúk-
dómsins.
Fundu orsök flögnunargláku
Kári Stefánsson
Morgunblaðið/Þorkell
Gláka Flögnunargláka er illvígari
en önnur afbrigði gláku.
Íslensk erfðagreining
MÁLNINGU var slett á sendiráð
Íslands í Kaupmannahöfn í fyrri-
nótt. Málið er í rannsókn en ekki lá
ljóst fyrir síðdegis í gær hverjir
hefðu staðið að skemmdarverkinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Svavari Gestssyni, sendiherra Ís-
lands í Kaupmannahöfn, voru slag-
orð gegn áliðnaðinum letruð á sendi-
ráðið. Svavar sagðist ekki hafa séð
áletrunina sjálfur, þar sem hann er
staddur hér á landi, en eftir því sem
hægt hefði verið að greina mót-
mælatextann sjálfan þá hefði hann á
danskri tungu verið „Áliðnaðinn
burt af Íslandi. Þið drepið náttúr-
una“.
Lögreglunni í Kaupmannahöfn
var gert viðvart og jafnframt siða-
regluskrifstofu danska utanríkis-
ráðuneytisins. Svavar segir engan
einstakling eða samtök hafa lýst yfir
ábyrgð á mótmælunum en rannsókn
standi yfir. Munu myndir hafa náðst
af einhverjum að athafna sig við
sendiráðið um nóttina en óljóst sé
hvort þar hafi skemmdarverka-
mennirnir verið á ferð. Aðspurður
hvort skoðað verði hvort auka eigi
eftirlit með sendiráðinu vegna þessa
segir Svavar að slíkt sé metið af
danska utanríkisráðuneytinu enda
beri það ábyrgð á atriðum sem
varða erlend sendiráð í Kaup-
mannahöfn.
Málningu
slett á
sendiráð
„VIÐ erum að hugsa til framtíðar,
við erum ekki búin að mynda okkur
neinar fastmótaðar skoðanir um það
hvað við ætlum að gera við lóðina,“
segir Sigurður Egill Ragnarsson,
framkvæmdastjóri byggingarsviðs
BYKO. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur BYKO óskað
eftir að fá úthlutað allt að 100 þús-
und fermetra lóð á Hólmsheiði við
Suðurlandsveg.
„Fyrst og fremst teljum við þetta
vera góða staðsetningu til lengri
tíma og erum að hugsa þetta út frá
einhverri grófvörustarfsemi, þjón-
ustu við verktaka og eitthvað í slík-
um dúr en ekki verslunarstarfsemi.
Við erum ekki að íhuga að loka
neinu öðru ef við fáum lóðina,“ segir
Sigurður og bætir við: „Við erum
raunverulega ekki búin að sækja um
lóð – við erum búin að lýsa áhuga
okkar á því að sækja um lóð.“ Skipu-
lagssvið Reykjavíkurborgar muni
svo ákveða hvort að svo stór lóð
verði innifalin í deiliskipulagi á
Hólmsheiði.
Lóðin á
Hólmsheiði
vel staðsett
♦♦♦
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÁHUGAHÓPUR um skipulagsmál
við Nónhæð í Kópavogi boðaði íbúa til
fundar um fyrirhugaðar skipulags-
breytingar í hverfinu og stofnun íbúa-
samtaka í íþróttahúsinu í Smáranum í
gærkvöldi. Kópavogsbær kynnti í
júnílok fyrirætlanir um aðalskipu-
lagsbreytingu í hverfinu sem felur í
sér að grænu svæði og þjónustusvæði
efst á Nónhæð, við Arnarnesveg og
Smárahvammsveg, verði breytt í
íbúðahverfi. Þar er fjölbýlishúsum frá
sjö til átta hæðum og allt upp í 12 og
14 hæðir ætlað að rísa, með tveggja
hæða bílakjöllurum, en það telja íbúar
í nágrenninu allt of mikið bygginga-
magn á jafnlitlum reit. Þar að auki
beinist umferð vegna bygginganna
um rólegt íbúðahverfi, sem saman-
stendur af raðhúsum, einbýlishúsum
og þriggja hæða fjölbýlishúsum.
Andstaða íbúa mjög mikil
Harpa Gunnarsdóttir, talsmaður
samtakanna, segir að kynningarfund-
urinn í júní hafi verið mjög vel sóttur
af íbúum og að þar hafi strax komið
fram mjög kröftug andstaða við fyr-
irætlanirnar, en bæjaryfirvöld hafa
ekki breytt fyrirætlunum sínum síðan
þá. Fundurinn í gær hafi verið til þess
gerður að stilla saman strengi íbú-
anna, en stofnendur samtakanna hafa
undanfarið fundað með bæjarfulltrú-
um og kynnt sér málin rækilega.
Skipulag reitsins verði óbreytt
Breytingarnar sem gera þarf á að-
alskipulagi hafa ekki verið auglýstar,
en frestur til að gera athugasemdir
við áætlanirnar stendur til 20. ágúst
næstkomandi. Að því loknu hyggjast
bæjaryfirvöld aðlaga þær tillögum
íbúa að einhverju leyti, áður en aug-
lýsing á deiliskipulagi fer fram.
Harpa segir málið í raun ekki snú-
ast um hversu mikið magn bygginga
eða hversu háar byggingar séu fyr-
irhugaðar, vilji íbúa sé sá að skipulagi
reitsins verði ekki breytt yfirleitt
heldur verði hann áfram útivistarreit-
ur og þjónustusvæði, en íbúðabyggð
rísi þar ekki.
Íbúar í mörgum hverfum hafa á
undanförnum árum látið í sér heyra
vegna hárra og mikilla bygginga sem
fyrirhugað hefur verið að reisa, en
þær geta skert útsýni og haft í för
með sér aukinn umferðarnið svo eitt-
hvað sé nefnt. Hefur oftar en ekki
verið komið til móts við kröfur íbúa.
Harpa segir ekki vanþörf á því fyrir
íbúa að hafa vaðið fyrir neðan sig.
„Það er eins gott fyrir íbúa að fylgjast
vel með því sem er að gerast, því ann-
ars er hætta á því að svona lagað læð-
ist inn í bakgarðinn hjá manni. Sagan
segir okkur að maður þarf að vera vel
á verði.“
Stórhýsi á græna reitinn?
Morgunblaðið/Sverrir
Smárinn Fjölmenni var á fundi áhugahópsins vegna skipulagsmála á Nónhæð sem haldinn var í gærkvöldi. Þar áformar Kópavogsbær að reisa háhýsi.