Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 18
|föstudagur|10. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf Skammt frá smábænum Ebel- toft á Jótlandi er Svava Svans- dóttir og fjölskylda með hesta- rækt og gistiheimili. » 22 daglegt Kínamúrinn var nýlega opnaður þar sem Naustið var áður. Steingrímur Sigurgeirsson kynnti sér staðinn. » 20 veitingahús Mataráhuginn hefur fylgt Halli Guðjónssyni frá því í æsku og hann hefur gaman af að elda fyrir fjölskylduna. » 20 matur Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Það verður mikið að gera um helgina hjá PálínuVagnsdóttur en hún stendur að listasumri íSúðavík ásamt Súðavíkurhrepp, Sumarbyggðehf. og Félagi íslenskra hljómlistarmanna en hátíðin er nú haldin í níunda sinn og er ætlað að styrkja mannlíf og menningarlíf í Súðavík og reyndar almennt á Vestfjörðum. Pálína heldur hátíðina í annað skiptið í eigin nafni en fær til þess styrk frá hreppnum. Það má því segja að helgin sé því nokkuð frábrugðin hefðbundnum helgum hjá Pálínu þar sem hún verður á kafi í hátíðahöldum að þessu sinni, en alla jafna fara helg- arnar í að næra líkama og sál og kýs hún þá að eyða tím- anum með börnunum og sínum nánustu. „Ég eyði tíma með börnunum mínum tveimur, það finnst mér mjög mikilvægt en ég vil líka komast í burtu og hlusta einhvers staðar á lifandi tónlist – annaðhvort með börnunum eða án, eftir því hvað er í boði. Minni strákurinn minn er þrettán ára og er að læra á gítar og því reyni ég að fara með börnin á menningarviðburði því mér finnst það skipta miklu máli.“ segir Pálína sem aug- ljóslega metur menningu mikils í einkalífinu líka. Hreyfing skipar stærri sess Pálína eyðir einnig drjúgum tíma í skipulagningu at- burðar eins og listasumarsins í Súðavík en slík vinna get- ur verið mjög krefjandi og því gott að vera í sem bestu formi. „Ég er allt í einu að fatta það, rúmlega fjörtíu ára göm- ul, að það er mjög mikilvægt að fara út og hreyfa svolítið á sér rassinn,“ segir Pálína og hlær. „Ég fór í fjallgöngu fyrir tveimur helgum og gaf mér stóran plús fyrir það þar sem ég er ekki alveg á þessari línu. Reyndar finnst mér alveg eins gott að fara á almennilegt ball og dansa aðeins – svo er náttúrulega mjög gott að hitta ástmann sinn sem er í fjarlægð.“ Hún segir sínar helgar snúast því almennt um það að hlúa dálítið að fjölskyldunni og sínum innsta kjarna og ítrekar að þegar öllu er á botninn hvolft þá séu það hennar nánustu sem skipta mestu máli. Bolvíkingurinn Pálína á líka marga vini og stóra fjöl- Listasumar Pálína Vagnsdóttir ræður ríkjum á listasumri í Súðavík sem verður haldið um helgina en hátíðin er heimilisleg list-, menningar- og fjölskylduhátíð við allra hæfi. Kjarninn er að láta hjartað ráða för Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Brekkusöngur Listahátíð í Súðavík hefur skapað sér sess meðal heima- manna og sumarbúa og dregur að sér fjölda þekktra listamanna. Hesteyri í Jökulsfjörðum: Þar sem maður borðar þegar maður er svangur, sefur þegar maður er þreyttur og þar er ekkert rafmagn og enginn sími. Cashew-hnetum: Í staðinn fyrir að nota furuhnetur í salat má nota þurrsteiktar, sírópslegnar og svo þurrkaðar cashew- hnetur sem eru algjört sælgæti. Landsbyggðinni: Þeir sem búa í borginni ættu að taka púlsinn á landsbyggðinni. Uppáhaldsbókin: Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin S. Sharma því bókin getur hjálpað manni að stokka upp líf sitt. Tónlist: Tónlistin úr kvikmyndinni Dreamgirls er alveg frábær. Pálina mælir með ÞAÐ verður ekki ann- að sagt en að fágaður glæsileiki einkenni klæðnaðinn sem hér ber fyrir augu. Píf- urnar, glansefnin og kvenlegu línurnar litu að minnsta kosti vel út á rauða dreglinum á hvaða dívu sem væri, ekki síður en fyrirsæt- unum sem klæðin bera. Þessir glæsikjólar voru meðal þess sem fyrir augu bar við upp- haf tískuvikunnar sem hófst í Höfðaborg í Suður-Afríku á mið- vikudag. Vetrarlegt litavalið fellur vel að komandi árstíð og minnir Frónbúa á haustið sem óumflýj- anlega er á næsta leiti. Umvafin pífum Dempaðir bláir litir frá hönnuðinum Thula Sindi. Reuters Rautt á hvítu Kvenlegar línur einkenna þennan kjól Thabani Mavundla. Í anda fortíðar Fínlegur hettukjóll á miðaldalegum nótum frá Craig Jacobs. Vetrarleg Einfaldur og kvenlegur kjóll frá Craig Jacobs. Fágun og kvenlegar línur skyldu og mætti segja að hún næri andann í góðra vina hópi en það er einmitt þema núverandi listasumars í Súðavík – að láta hjartað ráða för. „Ég stýri hátíðinni sem fer inn á menningu og listir, útiveru, íþróttir, sam- vinnu, samveru og kærleikurinn ræður eiginlega bara förinni.“ segir Pálína. „Það er heill hópur af fólki í félagi sumarbúa sem kemur bara yfir sumarið til Súðavíkur og sjálf gerist ég alltaf Súðvíkingur í fjóra daga á meðan há- tíðin stendur og því nýtir maður þessar stundir alveg út í ystu æsar.“ TENGLAR .................................................................................. www.netheimar.com/listasumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.