Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 20
matur 20 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaðinn Kínamúrinn við Vesturgötuna. Kínamúrinn Vesturgötu 6-8 Pöntunarsími: 552 1900 Það voru vissulega tíðindiþegar tilkynnt var að tilstæði að opna hágæða kín-verskt veitingahús við Vesturgötu í því húsnæði sem ára- tugum saman var þekkt sem aðsetur veitingahússins Naustið. Ekki ein- ungis vegna þess að skortur hefur verið á slíku veitingahúsi heldur ekki síður sökum þess að varla var hægt að hugsa sér „þjóðlegra“ veitingahús en Naustið. Húsið var á sínum tíma innréttað með þeim hætti að það ætti að minna á skip og var lengi eitt vinsælasta veitingahús landsins. Það er hins vegar löngu liðin tíð og tilraunir til að endurreisa Naustið í sinni fornu reisn hafa ekki borið árangur. Nú má líklega ætla að Naustið til- heyri endanlega sögunni því þvílíkar breytingar hafa verið gerðar á hús- næðinu að það er fátt ef nokkuð eftir sem minnir á gamla tíma. Meira að segja gömlu og hringlóttu skips- gluggarnir, sem gáfu húsinu sinn sérstæða svip, eru horfnir og hefð- bundnir gluggar komnir í þeirra stað sem óneitanlega hefur mjög jákvæð áhrif á birtuskilyrði innandyra. Þarna opnaði fyrir skömmu veit- ingastaðurinn Kínamúrinn og það leynir sér ekki þegar komið er að húsinu að þar er nú starfræktur kín- verskur veitingastaður. Meira að segja þakskeggið hefur tekið á sig kínverskan blæ. Það verður að segj- ast eins og er að allar þessar breyt- ingar eru ágætlega vel heppnaðar þótt mörgum hafi reynst erfitt að ímynda sér kínverskt veitingahús á þessum stað. Þegar inn er komið sést hvílíkar breytingar hafa verið gerðar. Veit- ingasalurinn er stór, bjartur og smekklegur með þykku teppi á gólfi og ljósum veggjum. Austurlenskur bragur er á innréttingum en hóf- stilltur þó, engir plastdrekar hanga niður úr loftunum. Allur borðbúnaður er sömuleiðis vandaður og yfirbragð staðarins allt hið fágaðasta. Það sem veldur hins vegar því miður vonbrigðum er maturinn sjálf- ur. Hann bætir litlu við það sem þeg- ar hefur verið á boðstólum í bænum á minni og látlausari kínverskum veitingahúsum. Matseðillinn er hefðbundinn, úr- val forrétta og svo fjölmargir réttir þar sem mismunandi aðferðum er beitt við eldun á kjúkling, nauti, lambakjöti önd auk úrvals núðlu- og hrísgrjónarétta. Forréttirnir voru flestir djúp- steiktir og skammtastærðir litlar, að minnsta kosti miðað við það sem maður átti von á miðað við verðlagn- ingu. Tvær smáar kínarúllur voru ágætar en djúpsteikt wonton lítið annað en nokkrir bitar af djúp- steiktu deigi með sýnishorni af fyll- ingu. Satay-kjúklingur voru nokkrir steiktir bitar á pinna með sérstæðu, allt að því fráhrindandi bragði þar sem engan vott var af finna af jarð- hnetum sem þó eru yfirleitt alfa og omega satay-rétta, hvort sem um er að ræða hina upprunalegu suðaust- urasísku útgáfu eða hina kínversku. Fyrsti aðalrétturinn var kjúklingur með hvítlauk og engifer og reyndist það vera diskur af húðuðum og djúpsteiktum bitum, ansi bragðlitl- um og óspennandi. Þarna mátti með góðum vilja greina dauft hvítlauks- bragð en engifer tókst engum að finna. Singapore-núðlur hins vegar ágætar ljósar núðlur með kjúklinga- bitum og rækjum þótt fara hefði mátt sparlegar með soja-sósuna áð- ur en hann kom á borðið. Morgunblaðið/G.Rúnar Austrænn Það leynir sér ekki er inn er komið að kínverskur veitingastaður hefur tekið við af Naustinu. Kínamúrinn í Naustinu Það má eiginlega segja aðmataráhuginn hafi fylgtmér allt frá æsku,“ segirHallur Guðjónsson sál- fræðingur sem galdraði fram fljót- lega veislurétti fyrir lesendur Dag- legs lífs. „Foreldrar mínir eru bæði ágætis kokkar og ég held að ég hafi erft áhugann frá þeim. Ég eldaði að minnsta kosti stundum heima sem unglingur og svo að sjálfsögðu í mat- reiðslutímum í skólanum.“ Hallur lagði ekki eldamennskuna á hilluna er hann flutti að heiman og sér raunar, fjölskyldu sinni til ánægju, að mestu um matseldina á heimili sínu í dag. Þrettán ára dóttir hans virðist svo hafa erft matreiðslu- genið. „Hún hefur gaman af að spreyta sig í eldhúsinu og ég reyni að ýta undir það.“ Ítalskur matur er í töluverðu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og þá sérstaklega heitir pastaréttir segir Hallur og nefnir sem dæmi ofnbak- aða rétti á borð við lasagna og svo pasta með osta- og rjómasósum. „Þetta kemur samt svolítið úr öll- um áttum,“ bætir hann við og kveðst nokkuð duglegur að prufa nýja rétti. „Við höfum líka ferðast töluvert í gegnum tíðina og á þeim ferðum pikkar maður upp ýmsa rétti. Ítalía hefur þannig reynst uppspretta góðra mataruppskrifta og sömuleið- is Frakkland, þar sem má finna marga góða rétti.“ Skapandi skemmtun Matreiðslubækur reynast Halli líka vel við eldamennskuna og segist hann til að mynda hafa gaman af því að sitja með matreiðslubækur yfir sjónvarpinu. Hann fylgir þó ekki eingöngu uppskriftum annarra, heldur breytir hann líka upp- skriftum og þróar aðrar frá grunni. „Oft er þetta eitthvað sem maður hefur fengið einhvers staðar og reynir síðan að skapa sjálfur, nú eða þá að um er að ræða uppskrift af rétti sem manni finnst ágætur en sem samt megi bæta.“ Þó að pasta sé í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni er kjúklingur, svínakjöt og fiskur þó ekki síður oft á borðum. „Við bjuggum úti í Dan- mörku um þriggja ára skeið og þeir gera mikið af því að elda úr kjúklingi og svínakjöti. Þar var þetta ódýr matur og hentaði vel okkur fátæku námsmönnunum,“ segir Hallur sem hefur haldið áfram að nota þetta hráefni. „Ég keypti mér líka mat- reiðslubækur úti sem ég hef notað mikið.“ Réttirnir sem Hallur gefur les- endum uppskriftirnar að eiga líka rætur sínar að rekja til Danmerk- uráranna, þó hann segist gera lítið af því að elda að dönskum sið. „Kjúklingarétturinn er þó í grunninn dönsk uppskrift sem ég hef breytt og sósan með forréttinum er sömuleiðis dönsk, eftirrétturinn er hins vegar fenginn frá konunni minni sem á heiðurinn að þessu sæta ávaxtasalati.“ Rækjuforréttur fyrir fjóra 400 g rækjur Sósa: 50 g majónes 50 g sýrður rjómi 2 tsk. dijon sinnep 1 tsk. chili krydd 1-2 tsk. ferskt dill, smátt saxað Rækjunum er raðað á ferskt salatblað, tvær til þrjár teskeiðar af sósu eru síðan settar yfir og skreytt með dilli. Borið fram með ristuðu brauði. Hversdagsréttir í sparibúningi Morgunblaðið/Árni Sæberg Kokkurinn Hallur Guðjónsson hefur gaman af góðum mat og sér að mestu leyti um eldamennskuna á sínu heimili. Pastaréttir eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyld- unni, þó áhrifa frá Dan- merkurdvöl gæti líka í eldamennskunni. Anna Sigríður Einarsdóttir gægðist í pottana hjá Halli Guðjónssyni, sem hefur gaman af að galdra fram góða rétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.