Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.2007, Blaðsíða 42
Morgunblaðið/G.Rúnar Breyting Arna segir Samtökin ’78 eiga mikinn heiður að því hversu margt hefur breyst til batn- aðar hvað hagi samkynhneigðra varðar. UMRÆÐAN um samkynhneigð hefur breyst mikið á undanförnum árum og með aukinni umræðu í samfélaginu reynist það vonandi mörgum auðveldara að sætta sig við kynhneigð sína og koma út úr skápnum. Þrjú eru síðan Arna Arinbjarnardóttir kom út úr skápnum. „Það var fyrst og fremst erfitt fyrir sjálfa mig að sætta mig við hvernig ég er en þegar ég svo loksins kom út var þetta ekkert mál,“ segir Arna og segir það ekkert tiltökumál að vera samkynhneigður Íslendingur í dag. „Það er í raun rosa lítið mál að vera lesbía í dag. Ég verð næstum aldrei fyrir neinum fordómum, nema kannski einstaka leið- inlegum ummælum á djamminu, eitthvað sem á að vera fyndið en er það ekki,“ segir Arna. Hún tekur undir að mikið hafi breyst í málefnum samkynhneigðra undanfarna áratugi hér á landi. „Reyndar hefur mjög mikið breyst bara á undanförnum fimm ár- um,“ segir hún. En hverju þakkar Arna þessar breyt- ingar? „Það eru auðvitað fyrst og fremst Sam- tökin ’78 og allt þeirra góða starf sem og all- ir hinir sem hafa verið að berjast fyrir rétt- indum okkar samkynhneigðra,“ segir Arna en hún lætur sitt ekki eftir liggja í barátt- unni, verandi einn umsjónarmanna Ung- liðahóps Samtakanna. Hópurinn er vettvangur fyrir samkyn- hneigð ungmenni, á aldrinum 14 til 20 ára til að hittast. Fundir eru haldnir einu sinni í viku auk þess sem hópurinn skipuleggur skemmtanir þess á milli. Arna segir mikið af fólki leita til þeirra. „Við erum með 40 til 50 manns á póstlista og erum 25 til 30 sem tökum þátt í göngunni á morgun. Það eru svipað margir sem mæta á sunnudagskvöldum,“ segir hún. Hinsegin dagar fyrir okkur Um mikilvægi Hinsegin daga segir Arna: „Mér finnst þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Þetta er skemmtilegasti tími ársins því þessa nokkra daga eigum við sjálf og fáum að vera sýnileg. Ég veit ekki hvort Hinsegin dagar hjálpa mikið í réttindabar- áttunni. Ég hef heyrt gagnkynhneigt fólk halda því fram að Gleðigangan veki meiri fordóma hjá fólki en ekki en það finnst mér mikið bull,“ segir Arna að lokum. Hinsegin dagar Arna Arinbjarnardóttir kom út úr skápnum fyrir þremur árum Lítið mál að vera lesbía 42 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ *The Transformers kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára The Transformers kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Evan Almighty kl. 4 - 6 Die Hard 4.0 kl. 8 - 10.45 B.i. 14 ára eee - Þ.Þ., Mannlíf eeee - T.S.K., Blaðið eee - S.V., MBL eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL „Gerir þig æstan fyrir kvikmyndum á nýjan leik.“ - Peter Travers, Rolling Stone Frá leikstjóra Sin City BRUCE WILLIS ROSE MCGOWAN FERGIE STÆRSTA MYND SUMARSINS ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG Sýnd með íslensku og ensku tali eee - V.J.V., TOPP5.IS eee - ROGER EBERT eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eee - R.V.E., FBL EIN BESTA ÁSTARSAGA ALLRA TÍMA BYGGÐ Á ÆVI RITHÖFUNDARINS JANE AUSTEN BAKVIÐ ALLAR GÓÐAR ÁSTAR- MYNDIR ER FRÁBÆR SAGA 42.000 G ESTIR Á 10 DÖ G UM 33 .0 00 G ES TI R Sýnd í Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Planet Terror kl. 10 B.i. 16 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 The Invisible kl. 10 Becoming Jane kl. 5:30 - 8 - 10:30 Planet Terror kl. 5:20 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 Death Proof kl. 5:20 - 10 B.i. 16 ára 1408 kl. 8 B.i. 16 ára V.I.J. – Blaðið Í DAG, FÖSTUDAG 20.00 - Opnunarhátíð fer fram í Loftkastalan- um. Indverski dansarinn Sonny, Miss Vicky, Magga Stína, Pay TV og Q-Boy. 00.00 - Stelpnaball á Q-Bar: DJ Eva María og Birna Hrönn. Strákaball á Barnum: DJ Fairyboy. Á MORGUN, LAUGARDAG 10.00 - Upphitun á Q-Bar, klúbbi Hinsegin daga. 12.30 - Gleðigöngunni stillt upp á Hlemmi. 14.00 - Gleðigangan leggur af stað frá Hlemmi eftir Laugavegi og niður í Lækjargötu. 15.15 - Hinsegin hátíð í Lækjargötu. Fram koma Sarah Greenwood, QBoy, Pay TV, Frið- rik Ómar, Tommi Tomm og hljómsveit, Hara- systur og fleiri. 23.00 - Hátíðardansleikur á Nasa þar sem DJ Páll Óskar þeytir skífum. SUNNUDAGUR 10.00 - Upphitun á Q-Bar. 17.30 - Sérstök forsýning á kvikmyndinni Hairspray. 20.00 - Guðsþjónusta í Laugarneskirkju. Sr. Bjarni Karlsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir predika. Dagskrá Hinsegin daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.