Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GENGIN verður gömul þjóðleið
sem nefnist Prestastígur nk. sunnu-
dag, 12. ágúst. Þjóðleiðin liggur á
milli Húsatófta við Grindavík og
Kalmanstjarnar í Höfnum. Leiðin
er vel vörðuð og ber þess merki að
þar hefur verið fjölfarið um aldir.
Prestastígur var aðalleið vermanna
af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá
Höfnum og af Rosmhvalanesi.
Grindvíkingar lögðu einnig leið
sína um Prestastíg til að sækja
verslun til Básenda.
Leiðin er 16 km löng, ekki mjög
erfið en löng ganga. Nauðsynlegt
að vera vel búinn og hafa tvöfalt
nesti. Rúta sækir ferðalanga frá
Keflavíkurkirkju kl. 10.30, Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 10.35 og
Njarðvíkurkirkju (Innri) kl. 10.45.
Gönguferðin tekur 5-6 klst og lýkur
með guðsþjónustu í Kirkjuvogs-
kirkju, Höfnum. Leiðsögumaður er
Rannveig L. Garðarsdóttir. Prestar
eru Baldur Rafn Sigurðsson og
Skúli S. Ólafsson.
Prestastígur
genginn
HÓPUR erlendra vísindamanna
tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu
um arfgenga heilablæðingu og
skylda sjúkdóma sem hófst í gær í
Öskju. Níu erlendum gestafyrirles-
urum bar boðið að flytja yfirlits-
erindi.
Arfgeng heilablæðing er sér-
íslenskur sjúkdómur sem stafar af
uppsöfnun á stökkbreyttu cystatin
C-prótíni í heilaslagæðum arfbera í
nokkrum ættum á Íslandi. Skv. upp-
lýsingum aðstandenda ráðstefn-
unnar er mikill áhugi erlendis á ís-
lenska sjúkdóminum sökum þess
hve margt er skylt með honum og
Alzheimer-sjúkdóminum þar sem
flestir sjúklingar fá æðaskemmdir.
Ráðstefna um
heilablæðingu
MAÐUR slasaðist í fiskvinnslunni
Klofningi á Suðureyri í gær er hann
klemmdi fingur í pressuvél.
Lögreglu- og sjúkraflutn-
ingamenn voru kallaðir á staðinn
og maðurinn fluttur til aðhlynn-
ingar á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-
firði.
Klemmdi fingur
TAÍLEND-
INGAR efna til
hátíðar í Ráðhúsi
Reykjavíkur
laugardaginn 11.
ágúst í tilefni átt-
ræðisafmælis
Taílands-
konungs, hans
hátignar Bhumi-
bol Adulayadej.
Af þessu tilefni
eru haldnar hátíðir um heim allan
sem helgaðar eru lífi og starfi kon-
ungs.
Dagskrá hátíðarinnar sem hefst
kl. 13 verður fjölbreytt; tískusýning
frá 14-14.30, söngur frá 14.30-15.30
og danssýning milli 16 og 17. Hátíð-
inni lýkur um kl. 17.30. Að hátíðinni
standa Búddistafélag Íslands, Taí-
lensk-íslenska félagið og aðalræð-
isskrifstofa Taílands á Íslandi. Allir
eru velkomnir.
Konungur Taílands hefur verið
við völd í 61 ár eða lengur en nokk-
ur annað þjóðhöfðingi. Hann nýtur
mikillar virðingar um allan heim.
Afmælisveisla
í Ráðhúsinu
Bhumibol
Adulayadej
Eftir Eyþór Árnason í Hollandi
SIGURSTEINN Sumarliðason á Kolbeini frá
Þóroddsstöðum vann í gærkvöldi fyrsta gullið
sem Íslendingar fá á heimsmeistaramótinu í Hol-
landi. Sigursteinn renndi sér af miklu öryggi báða
sprettina og fór þann seinni á mjög góðum tíma.
Þessi góði tími skilaði honum sigrinum þar sem
hann og Sigurður Marínusson voru jafnir með
8,25 í einkunn eftir báðar umferðirnar en þá gild-
ir hvor hafi verið með betri tíma. Þriðji var
Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk
en Magnús keppir fyrir Svíþjóð. Gaman að sjá
þrjá Íslendinga í efstu þremur sætunum.
Enn meiri Kraftur
Keppt var einnig í fimmgangi í gær og aftur
voru Íslendingar efstir inn í úrslit. Þórarinn Ey-
mundsson og Kraftur frá Bringu eru í miklum
ham þessa dagana en þeir eru efstir. Áður höfðu
þeir komið sér fyrir í öðru sæti inn í úrslit í tölti.
Þórarinn og Kraftur eru langefstir með 7,57 sem
verður að teljast mjög gott miðað við aðstæður.
Það rigndi stanslaust í allan gærdag og var braut-
in því mjög þung og erfið fyrir hestana. Skeið-
sprettirnir sem hann tók voru örugglega með
þeim betri sem hann hefur tekið. Töltið og brokk-
ið voru sem fyrr mjög glæsileg.
Næst á eftir Þórarni kemur svo Frauke Schen-
zel sem keppir fyrir Þýskaland með 7,13. Þriðja
sætinu náði Anna Valdimarsdóttir á Fönix vom
Klosterbach með 7,03. Rúna Einarsdóttir Zings-
heim á Frey vom Nordsternhof er í fimmta sæti
þannig að það verða þrír knapar sem keppa fyrir
Íslands hönd í úrslitum á sunnudag.
Gullhryssur
Yfirlitsýning hryssna fór fram um morguninn
og náðu þar tvö íslensk hross að vera efst í sínum
flokki.
Í flokki 5 vetra hryssna varð Finna frá Feti
efst en þurfti að deila efsta sætinu með Hríslu frá
Skåneylandi sem var fyrir Svíþjóð. Hrísla og
Finna fengu 8,20 í aðaleinkunn. Ævar Örn Guð-
jónsson sýndi Finnu og Johan Häggberg sýndi
Hríslu.
Broka vom Wiesenhof sem kemur frá Þýska-
land fékk hæstu einkunn í flokki 6 vetra hryssna.
Broka fékk 8,32 í aðaleinkunn en hún var sýnd af
Jolly Schrenk.
Í flokki 7 vetra hryssna var hin íslenska Urður
frá Gunnarsholti efst. Urður fékk 8,54 í aðal-
einkunn. Sýnandi var Þórður Þorgeirsson.
Rigning og forarsvað
Sem fyrr segir þá rigndi gríðarlega mikið í gær
og var grasið smám saman að breytast í svað.
Stígvél, regnhlífar og regnföt voru rifin út úr
sölutjöldunum. Ein verslunin var með 1.000 stíg-
vél til sölu og voru þau alveg að klárast þegar síð-
ast fréttist. Sem betur fer þá lærðu mótshaldarar
af mistökum Svíanna sem héldu síðast heims-
meistaramót og settu niður járnplötur þar sem
mesti ágangurinn er. Lagðir voru niður þrír kíló-
metrar af þessum plötum til þess að gestir þyrftu
ekki að vaða forina eins mikið. Spáð er betra
veðri í dag sem á að haldast yfir helgina.
Efstu 10 í gæðingaskeiði:
1. Sigursteinn Sumarliðason [IS] – Kolbeinn frá Þórodds-
stöðum 8,25
2. Sigurður Marínusson [NL] –
Eilimi vom Lindenhof 8,25
3. Guðmundur Einarsson [SE] – Sproti frá Sjávarborg 8,21
4. Höskuldur Aðalsteinsson [AT] – Ketill frá Glæsibæ II
7,79
5. Christian Indermaur [CH] – Brynjar frá Árgerði 7,67
6. Emelie Romland [YR] [SE] – Mjölnir frá Dalbæ 7,54
7. Anna Skúlason [WC] [SE] – Lúta frá Dalbæ 7,25
8. Styrmir Árnason [WC] [IS] – Hrani vom Schloßberg 7,13
9. Jaap Groven [NL] – Gimsteinn frá Skáney 6,92
10. Nadine Hahn [YR] [DE] – Ophelia von Stirpe 6,88
Efstu 10 eftir forkeppni í fimmgangi:
1. Þórarinn Eymundsson [IS] – Kraftur frá Bringu 7,57
2. Frauke Schenzel [DE] – Næpa vom Kronshof 7,13
3. Anna Valdimarsdóttir [IS] – Fönix vom Klosterbach 7,03
4. Piet Hoyos [AT] – Kvistur frá Ólafsvöllum 7,00
5. Rúna Einarsdóttir Zingsheim [IS] – Freyr vom Nor-
dsternhof 6,93
6. Camilla Mood Havig [NO] – Herjann fra Lian 6,77
7. Jaap Groven [NL] – Gimsteinn frá Skáney 6,73
8. Nicola Bergman-Kankaala [FI] – Bruni frá Súluholti 6,53
9. Rasmus Møller Jensen [DK] – Himna frá Austvaðsholti 1
6,50
9. Christina Lund [NO] – Hrollur frá Árdal 6,50
9. Johan Häggberg [SE] – Oddur frá Mörtö 6,50
Fyrsta gullið í höfn
Sigur Sigursteinn Sumarliðason á Kolbeinn frá Þóroddstöðum fékk fyrsta
gullið, sem Íslendingar fá á heimsmeistaramótinu í Hollandi.
DEILT hefur verið um þá ákvörðun
Akureyrarbæjar sem tekin var rétt
fyrir verslunarmannahelgina, að
meina 18-23 ára ungmennum að
tjalda í bænum. Sigrún Björk Jak-
obsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar,
sendi í gær frá sér eftirfarandi yf-
irlýsingu um málið:
„Akureyri státar sig af því að
vera fjölskylduvænn bær. Bæjaryf-
irvöld hafa á síðustu árum lagt sig
fram um að bjóða fjölskyldufólki
góðar aðstæður og leitast við að
skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs
mennta- og menningarsamfélags.
Undanfarnar verslunarmannahelg-
ar hefur fallið skuggi á þessa við-
leitni vegna þess að fjölskyldu-
skemmtanir sem skipulagðar hafa
verið í bænum hafa farið úr bönd-
unum. Sú þróun hefur valdið bæj-
arbúum og bæjaryfirvöldum mikl-
um áhyggjum og ljóst var að
bregðast varð við með markvissum
hætti.
Eftir miklar umræður um hvaða
leiðir væru færar til að tryggja að
skipulögð fjölskylduhátíð breyttist
ekki í hamslausa útihátíð greip bæj-
arstjóri til þess ráðs að takmarka
aðgang unglinga að tjaldsvæðum
bæjarins um þessa verslunarmanna-
helgi. Ákvörðunin var tekin af illri
nauðsyn en því miður var þetta eina
færa leiðin til að koma böndum á
ástandið sem ríkt hefur í bænum um
verslunarmannahelgar undanfarin
ár. Þessi ákvörðun var tekin og ég
stend við hana.
Þessar ráðstafanir báru greini-
legan árangur og hefur fjöldi bæj-
arbúa haft samband við bæjaryfir-
völd og lýst ánægju sinni með
hvernig til tókst. Allt annar bragur
var á tjaldsvæðum bæjarins og sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu var
mun rólegra í bænum en undanfarn-
ar verslunarmannahelgar. Í fyrsta
sinn í langan tíma var um sannkall-
aða fjölskylduhátíð að ræða.
Skipuleggjendur hátíðarinnar
hafa haldið því fram að þessar að-
gerðir séu ástæðan fyrir því að
helmingi færri sóttu bæinn heim um
þessa helgi en í fyrra, eða um 6.000
manns. Í því sambandi ber að geta
þess að veðurspá fyrir landið þessa
helgi var verst fyrir Norðurland og
ekki er vafi á að slæmt veður hafði
mikil áhrif á aðsóknina að hátíðinni.
Þetta kom einnig skýrt fram í
dræmri aðsókn að Síldarævintýrinu
á Siglufirði. Í frétti frá Speli segir
ennfremur: „Umferðin um Hval-
fjarðargöng var um 4% minni um
nýliðna verslunarmannahelgi en um
sömu helgi í fyrra. Núna fóru 37.400
bílar um göngin frá fimmtudegi til
mánudags en 39.000 á sama tíma í
fyrra, sem er fækkun um 1.600
bíla.“ Það er því ljóst að mun fleiri
þættir en aldurstakmark á tjald-
svæðum ollu minni aðsókn að hátíð-
inni í ár en í fyrra.
Mikið hefur verið rætt um þessar
ráðstafanir meðal bæjarbúa og ann-
ars staðar undanfarna daga. Nú
þurfa Akureyringar hins vegar að
slíðra sverðin og nota næsta árið til
að ákveða hvernig standa beri að
fjölskylduhátíðum í bænum til fram-
tíðar.“
Fleiri þættir en aldurstakmark
ollu minni aðsókn á Eina með öllu
Morgunblaðið/Þorgeir
Á Akureyri Samtökin Vinir Akureyrar hvöttu bæjarstjórnina til að segja af
sér en þau telja tekjumissi kaupmanna hlaupa á tugum milljóna króna.
Morgunblaðið/Eyþór
Efstir Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu eru í miklum ham um
þessar mundir og eru langefstir í fimmganginum.
Morgunblaðið/Eyþór