Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 17
AUSTURLAND
!
"#
$ %
&!' (
)
(
'*+# ,-#
!
-* # .+ /
"/ (% ' 0 1
#
2' "/
3'%
#
"
!4
5
-'
6 Eftir Gunnar Gunnarsson
SIGURÐUR Ingólfsson og Ólöf
Björk Bragadóttir opnuðu nýverið
sýninguna „Dúett“ í Gallerí Bláskjá
á Egilsstöðum. Þau vinna að útgáfu
bókar undir sama nafni þar sem
Ólöf myndskreytir sonnettusveig
sem Sigurður orti.
Sonnettan er bragform sem fá ís-
lensk skáld hafa unnið með og enn
færri hafa ráðist í gerð sonnettu-
sveigs.
„Ég nota klassíska, ítalska sonn-
ettu, sem er fjórtán línur, hver með
ellefu atkvæðum. Hver lokalína er
upphafslína næstu sonnettu og sein-
asta sonnettan endar á upphafslínu
þeirrar fyrstu. Í lokin tek ég upp-
hafslínur allra sonnettnanna og
mynda seinustu sonnettuna úr
þeim. Hún heldur utan um allt efn-
ið, sem er unaðsstund tveggja
manneskja – og löng – eins og un-
aðsstundin á að vera.“
Sigurður segist hafa fengið hug-
myndina að sveignum þar sem hann
var í næturvinnu á hóteli á Ak-
ureyri fyrir fimmtán árum. „Vinnan
gekk vel eftir að ég fékk hugmynd-
ina og var fljótur að gera fyrsta
uppkast. Ég tímdi samt ekki að lesa
upp úr sveignum eða sýna hann
nokkrum fyrr en ég væri búinn að
vinna hann almennilega. Hvert orð
þarf að vera ofboðslega pottþétt ef
þetta á að vera vel gert. Ég er bú-
inn að liggja á verkinu eins og orm-
ur á gulli því ég hef verið svo
hræddur um að einhver stæli hug-
myndinni. Ég er samt ofboðslega
sáttur við að því skuli vera lokið
núna.“
Frjálst flæði myndanna
En það er nokkuð síðan Sigurður
leyfði Ólöfu að sjá sonnettusveig-
inn. „Ég hef lengi velt fyrir mér
hvernig best væri að myndskreyta
hann. Ég hef gert fullt af myndum
með skírskotanir í sonnetturnar en
ekki klárað verkið fyrr en nú,“ út-
skýrir hún. „Ég dvaldist í lista-
mannsíbúð í Andenes í Vesterålen í
Noregi í sumar og ákvað að nota
tímann þar til að klára myndirnar
þar sem Siggi var búinn að fullmóta
ljóðin. Ég fékk mikið næði þar til að
hugsa og vinna enda ein í þriggja
hæða húsi sem byggt var í kringum
árið 1800. Það átti að vera reimt þar
en ég fann ekkert fyrir því þó ég
fengi andann yfir mig við vinnuna.
Líkt og ljóðin renna myndirnar
saman í eitt. Það er enginn punktur
á eftir hverri mynd frekar en ljóð-
unum. Þær eru á mörkum þess að
vera abstrakt og hlutbundnar, í
þeim er hægt að greina nátt-
úruform og annað sem tengja þær
ýmsum orðum sem koma fram í
ljóðinu,“ segir Ólöf.
Sýningin í Bláskjá stendur fram
yfir bæjarhátíðina Ormsteiti en
bókin er væntanleg seint í haust.
Aftur verður lesið úr bókinni í gall-
eríinu í tengslum við hátíðina 24.
ágúst en þau hyggja á upplestra og
kynningar á bókinni og verkunum
víðar um Austurland.
Hvert orð pottþétt
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Listir Hjónin Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson standa fyrir sýningunni Dúett í Gallerí Bláskjá.
Dúett Sigurðar Ing-
ólfssonar og Ólafar
Bjarkar Bragadóttur
AFL Starfsgreinafélag kallar eftir
raunverulegum mótvægisaðgerð-
um stjórnvalda við aflaniðurskurði
á næsta fiskveiðiári og að hugsað sé
fyrir að þær skili sér sem fyrst og
fremst á landsvæði sem verst verða
fyrir barðinu á samdrætti.
Í tilkynningu frá AFLi kemur
fram að brýnt sé að flýta þarfa-
greiningu vegna sí- og endur-
menntunar á Austurlandi, efna til
endurmenntunar og starfsþjálfunar
sem geri fólki auðveldara um vik í
atvinnuleit. Félagið leggur einnig
áherslu á að gripið verði til aðgerða
sem auðveldi starfsfólki við veiðar
og vinnslu að skipta um starfsvett-
vang, ef til uppsagna komi.
Áhyggjur af
fréttaflutningi
BÆJARRÁÐ Fljótsdalshéraðs hef-
ur áhyggjur af hve á svæðið hallar í
fréttaflutningi af veðri. Í júnímán-
uði voru langfæstar gistinætur á
Austurlandi og var það eini lands-
hlutinn þar sem gistinóttum fækk-
aði milli ára. Ráðið telur að frétta-
flutningurinn komi alvarlega niður
á ferðaþjónustu, verslun og annarri
þjónustu í sveitarfélaginu. Það
leggur áherslu á að þessi þáttur
verði skoðaður sérstaklega með til-
liti til mikilvægis atvinnugreinanna
í þeirri vinnu sem atvinnu-
málanefnd stundar nú við stefnu-
mörkun í atvinnumálum.
700IS fer víða
VERK frá kvikmyndahátíðinni
700IS Hreindýraland verða sýnd í
Rússlandi, Bandaríkjunum og Bret-
lands á næstunni. Kristínu Schev-
ing, framkvæmdastjóra hátíð-
arinnar, hefur einnig verið boðið að
halda fyrirlestra á sömu stöðum.
Vilja raunhæf-
ar aðgerðir
LANDIÐ
UM helgina verður bæjarhátíðin
Hafnardagar haldin í Þorlákshöfn.
Fjölbreytt dagskrá verður á boðstól-
um, má þar t.d. nefna þrjár sýningar
sem sérstaklega eru settar upp af til-
efni hátíðarinnar.
Í hinum gamla mötuneytissal
Meitilsins verður sett upp sýning á
ljósmyndum frá tíma fyrirtækisins.
Einnig sýnir Byggðasafn Ölfuss
muni sem varðveittir hafa verið frá
þeim tíma.
Í Ráðhúsinu verða tvær sýningar.
Í sýningarrými bókasafnsins, Gallerí
undir stiganum, verður til sýnis
sjúkrakista sem notuð var til sjúkra-
flutninga og rifjuð upp saga kistunn-
ar. Á efri hæðinni, fyrir framan Ráð-
húskaffi, verða sýndar ljósmyndir
sem Ljósmyndasafni Íslands áskotn-
uðust fyrir stuttu. Myndirnar eru frá
árinu 1911 og tengjast umsvifum
franska sendifulltrúans Brillouins,
sem þekktastur er hér á landi fyrir
að hafa byggt Höfða.
Fleiri tónleikar
Boðið verður upp á fleiri tónleika
en áður hefur verið. Á fimmtudags-
kvöldi kl. 21 hefur Jazzband Suður-
lands dagskrá helgarinnar með tón-
leikum í Versölum. Á
föstudagskvöldið verða, auk útitón-
leika með Þorlákshafnarböndum og
Hara-systrum, tónleikar með Jónasi
Sigurðssyni, fyrrum Sólstrandar-
gæja, en hann flytur lög af fyrstu
sólóplötu sinni ásamt 9 manna
hljómsveit. Með honum í för er
danska hljómsveitin Jazirkus. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 22 í Versöl-
um, Ráðhúsi Ölfuss. Á sunnudaginn
verða síðan tónleikar með Jóni
Ólafssyni í Þorlákskirkju klukkan
17.
Nánari upplýsingar um dagskrá
hátíðarinnar eru að finna á vefnum
www.hafnardagar.is.
Hafnardagar
í Þorlákshöfn
Húnaþing | Búið á Sauðá á Vatns-
nesi í Húnaþingi vestra er af-
urðahæsta fjárbú landsins árið
2006 samkvæmt yfirliti Bænda-
samtaka Íslands yfir þau bú sem
hafa 100 ær eða fleiri á fóðrum.
Á Sauðá voru 356 ær sem skil-
uðu 38,2 kílóum af kjöti hver.
Lömb til nytja voru 195 eftir
hverjar 100 ær. Þetta er að sjálf-
sögðu frábær árangur hjá bænd-
unum á Sauðá, Aðalheiði Jóns-
dóttur og Ellerti Gunnlaugssyni.
Þess má geta að veturgömlu ærn-
ar skiluðu einnig mjög góðum af-
urðum eða 25,6 kílóum hver.
Næsta bú hvað afurðir snertir var
Sauðadalsá sem einnig er á Vatns-
nesinu. Þar skiluðu 389 ær að jafn-
aði 38 kílóum af kjöti. Á Sauða-
dalsá búa Heimir Ágústsson og
Þóra Þormóðsdóttir.
Þegar Ellert var spurður um
þessar góðu afurðir sagði hann að
þar spiluðu nokkur atriði saman. Í
fyrsta lagi hefði verið mikil frjó-
semi, vanhöld á lömbum hefðu
verið tiltölulega lítil og svo hefði
vænleiki dilka verið með besta
móti. Þar kæmi til að mikill snjór
var í fjöllum vorið 2006 og því var
að gróa í fjallinu fram undir haust
þannig að fé hafði nýgræðing nán-
ast allt sumarið. Svo var haustið
mjög gott þannig að öll þessi atriði
hefðu komið saman og fært þeim
mestu afurðina af búinu til þessa.
Það skal þó tekið fram að Sauð-
árbúið hefur um árabil staðið
mjög framarlega hvað afurðir fjár-
ins varðar og var í sjötta sæti árið
áður með 35,5 kíló eftir hverja á.
Ellert sagði að þau hjón væru ekki
ein með búskapinn því börnin
þeirra þrjú væru öll mjög dugleg
að hjálpa til, t.d. um sauðburðinn
og einnig aðstoðaði bróðir Ellerts
þau á mestu álagstímunum.
Sauðá var afurðahæsta
fjárbú landsins 2006
Lömb til nytja voru 195 eftir hverjar 100 ær
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Landbúnaður Aðalheiður Jónsdóttir og Ellert Gunnlaugsson hafa náð mjög góðum árangri í sauðfjárbúskapnum.
INGIBERGUR Guðmundsson hef-
ur verið ráðinn í starf Menningar-
fulltrúa Norðurlands vestra. Alls
sóttu 11 manns um stöðuna. Ingi-
bergur lauk BA-prófi í íslensku og
sagnfræði frá Háskóla Íslands árið
1979 og B.ed prófi frá sama skóla ár-
ið 1983. Þá stundaði hann framhalds-
nám í stjórnun við DPU í Kaup-
mannahöfn árið 2003. Ingibergur
hefur starfað við Höfðaskóla á
Skagaströnd frá 1983, fyrst sem
kennari og aðstoðarskólastjóri og
sem skólastjóri á árunum 1991 til
2005. Nú síðast starfaði hann sem
framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins
Örva á Skagaströnd.
Ingibergur
ráðinn