Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 21

Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 21 Sterki nautakjötsrétturinn – Kong Po – var alls ekki sterkur og raunar alls ekki bragðmikill, wok- aðir kjötbitar með grænmeti og mildri, daufri sósu. Hvorki fugl né fiskur. Pekingöndin – dýrasti rétturinn sem pantaður var – olli sömuleiðis verulegum vonbrigðum enda nið- ursneidd bringan þurr, ofelduð og óspennandi án þess þó að húðin næði þeim stökku gæðum sem eru svo mikilvæg í þessum rétti. Hoisin- sósa var borin fram með í lítilli skál en ekkert bólaði á pönnukökunum og öðru hefðbundnu meðlæti með þessum rétti. Fyrir 3.900 krónur átti maður nú von á því að fá nokkrar pönnukökur með. Þjónustufólkið var allt af vilja gert þótt það væri greinilega enn í strangri þjálfun og erfitt reyndist að eiga samskipti þrátt fyrir að ensku væri beitt. Einn aðalrétturinn skil- aði sér til dæmis aldrei á borðið og ekki tókst að koma þeim skilaboðum klakklaust áleiðis og verður því að bíða betri tíma. Kínamúrinn er um margt efnileg- ur staður. Hann er flottur, vel stað- settur, stemmningin ágæt og starfs- fólkið vinalegt. Metnaðurinn greinilegur í öllu ytra byrði. Það verður hins vegar að gera alvarlega bragarbót þegar kemur að matar- gerðinni. Þetta er synd því kínverska eld- húsið er hið margslungnasta og fág- aðasta sem til er samhliða því franska. Kínahúsið í Lækjargötunni er enn langlangbesta kínverska veitinga- hús landsins. Hversdagskjúklingur með púrtvínssósu 4 kjúklingabringur 2 msk. olía 60 g smjör 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður ½ L kjúklingasoð 80 mL púrtvín 2 tsk. hveiti 2 tsk. worcestershire-sósa 60 ml rjómi Skerið fitu og sinar af kjúklinga- bringunum. Hitið olíu á þykkbotna- pönnu og steikið bringurnar á með- alhita í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru gegnumsteiktar. Takið kjötið af og dekkið með ál- pappír og haldið þeim heitum. Þerr- ið alla fitu af pönnunni. Setjið smjör og hvítlauk á pönnuna og hrærið á meðalhita í tvær mínútur. Hellið kjúklingasoðinu og púrtvíninu sam- an við og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið krauma í 10 mínútur. Hrærið saman hveiti, wor- cestershire-sósu og rjóma og bætið smá af heitum vökvanum af pönn- unni saman við. Hellið smá saman út í soðið á pönnunni og hrærið vel um leið. Látið suðuna koma upp. Raðið á disk, soðnum pastaskelj- um, fersku salati, litlum tómötum og kjúklingabringu og hellið sósunni yf- ir bringuna. Ávextir í desert 1 epli 1 pera 1 banani 250 g jarðaber 250 g vínber/rauð 100 g rjómasúkkulaði 2 ½ dL þeyttur rjómi hálfur marengsbotn Flysjið ávextina og skerið í litla bita, skerið jarðarber og vínber í tvennt og súkkulaðið í bita. Blandið öllu saman við þeyttan rjómann. Skömmu áður en rétturinn er borinn fram er marengsbotninn mulinn (ekki of smátt) og blandað saman við. Borið fram með staupi af Grand Marnier. Litríkur forréttur Rækjur með danskri sósu sóma sér vel á veisluborðinu. Lostæti Hversdagskjúklingur með púrtvínssósu. Sætt og gott Ávextir með rjóma og súkkulaði. Við höfum líka ferðast töluvert í gegnum tíðina og á þeim ferðum pikkar maður upp ýmsa rétti. 3 Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is lotto.is firefaldur pottur! Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Súpersól til Salou í ágúst frá kr. 34.995 Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou og Pineda í ágúst. Fallegustu bæir Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmti- garður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í viku. Súpersól tilboð 17., 24. og 31. ágúst. Aukavika kr. 14.000 á mann. Kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð 17., 24. og 31. ágúst. Aukavika kr. 14.000 á mann. Síð us tu sæ tin ! KONUR sem annaðhvort tapa mik- illi þyngd, eða bæta miklu á sig, á milli fyrstu og annarrar meðgöngu gætu verið að stofna ófæddum börn- um sínum í hættu með þyngd- arsveiflunum að því er fram kemur á vefmiðli BBC og er þar vísað til nýrrar könnunar sem birt var fyrir stuttu í British Medical Journal. Áhættan er margþætt ef marka má könnunina sem segir að konur sem sveiflast mikið í þyngd á milli meðgangna séu í hættu á að þróa með sér sykursýki 2, háan blóð- þrýsting og að líkur aukist á fæðingu andvana barna. Ástæða þessa er tal- in sú að meðganga sé eitt mest krefj- andi tímabilið í lífsskeiði kvenna með tilliti til næringar og að allar þyngd- arsveiflur hafi því mikil áhrif á með- gönguna. Mótsagnakennd skilaboð Erfitt getur þó verið að halda jafnri þyngd í dag þar sem konur fá mismunandi skilaboð, allt eftir því hvort þær þykja of þéttar eða of grannar. Þannig er konum sem eru í kjörþyngd í upphafi meðgöngu í kjörþyngd sagt að þær megi ekki bæta á sig kílóum eftir meðgönguna, en konum sem eru of þungar er sagt að þær þurfi að létta sig þegar í báð- um tilfellum er mikilvægast að halda sömu þyngd fyrir og eftir með- göngu. Eins kemur fram að þar sem um helmingur allra barnsfæðinga sé óskipulagður hafi þyngdarsveifl- urnar mikið að segja þar sem ekki er verið að hugsa um þyngd út frá heilsufarslegu sjónarmiði eða kjör- þyngd þegar meðganga er ekki skipulögð. Konur þurfi þannig að vera sér meðvitandi um þau vanda- mál sem geta fylgt þyngdarsveiflum. Aukin þyngd á milli meðgangna er samkvæmt fréttinni því líklegri til að leiða til alvarlegra inngripa í með- göngu eða fæðingu en þyngdartap er hinsvegar líklegra til að gefa af sér fyrirbura. Áhætta fylgir þyngdar- sveiflum milli meðgangna Morgunblaðið/Kristinn Þyngdarsveiflur Ný könnun bendir til þess að þyngdarsveiflur á milli meðgangna fyrsta og annars barns geti verið áhættusamar. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.