Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 22

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 22
daglegt líf 22 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ NÆRMYNDIR úr náttúrunni eiga allan hug Reynis Þorgrímssonar þessa dagana en hann sýnir um þess- ar mundir afrakstur síðustu þriggja ára í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reynir hóf að taka listrænar ljós- myndir árið 2004, þegar stafræn ljósmyndun var komin vel á veg, en hann hefur um langt skeið haft mik- inn áhuga á ljósmyndun og myndlist. Dagsdaglega rekur hann þó Fyrir- tækjasöluna Suðurveri. „Síðan 2004 er ég búinn að opna tólf myndlistarsýningar en sýningin í Reykjavík hefur vakið mikla at- hygli enda er feikilega mikið gegnumstreymi, bæði af Íslend- ingum og útlendingum, í gegnum húsið,“ segir Reynir sem er einnig með sýningu í byggðasafninu á Garðskaga út ágústmánuð. „Það sem ég hef verið að gera er að mynda það sem ég kalla skart- gripi fjallkonunnar og tek ég mynd- irnar í mikilli nálægð þannig að ég sýni skófir, mosa, strá og þess hátt- ar. Ég kalla þessa tækni Reynomatic sem þýðir nánd, eða nálægð og svo er þetta allt saman prentað út á striga. Þetta kemur þá þannig út að verkin virka eins og málverk og Sköpunarverkið sett á striga Morgunblaðið/Frikki Skartgripir Reynir Þorgrímsson rekur Fyrirtækjasöluna dagsdaglega, en áhugamálið er þó listræn ljósmyndun og viðfangsefni hans þar er náttúran. Ljósmynd/ Reynir Þorgrímsson Fjallkonan Ljósmyndarinn dregur í verkum sín- um fram þá smágerðu dýrgripi náttúrunnar sem oftast eru okkur huldir. Við göngum fram hjá þessu og sjáum þetta ekki en ég er að reyna að koma þessu á framfæri og gera þetta sýnilegt. Frá flugvellinum í Árósumer ekki nema tuttugu mín-útna keyrsla til smábæj-arins Ebeltoft, sem er fal- legur bær. Þröngar, hlaðnar götur og gömul hús einkenna miðbæinn og íbúarnir eru vingjarnlegir og taka gestum opnum örmum. Frá Ebeltoft er svo hægt að ferðast um Jótland sem býður upp á endalausa mögu- leika fyrir ferðalanga, ekki síst fjöl- skyldufólk. Þremur kílómetrum fyrir utan Ebeltoft er gistiheimilið Stutteri Ahl, rekið af íslenskri konu, Svövu Svansdóttur hjúkrunarfræðingi og eiginmanni hennar Jesper Viskum Madsen bankastjóra. Jesper hlær þegar ég kalla hann bankastjóra og segist vera yfirmaður lítils „Hand- elsbanka“ þar sem allt er persónu- legt og heimilislegt. Hann er aldrei í jakkafötum enda hefur hann meiri áhuga á hestarækt. Þau hjón eru með 40 íslenska hesta og dætur þeirra tvær, Tinna 18 ára og Freyja sjö ára, eru ekki síður áhugasamar um hestana. Skemmtileg reynsla Svava lærði hjúkrun í Árósum en Jesper kynntist hún í handboltanum þegar hún bjó í Viby. Hún hafði spil- að handbolta með Breiðabliki áður en hún fluttist til Danmerkur og það kom aldrei annað til greina en að halda sér við. Eftir að þau Jesper fóru að vera saman lá beinast við að þau flyttu til æskustöðva Jespers, Ebeltoft, þar sem honum bauðst vinna. Svava fékk vinnu sem hjúkrunar- fræðingur og var ein af stofnendum Hafmeyjuklínikarinnar sem var einkarekið sjúkrahús. „Þetta var eitt af þeim fyrstu í Danmörku og stofnað þegar vinstri stefnan var í algleymingi í landinu. Það var líka kreppa svo þegar til kom varð enginn hagnaður á sjúkra- húsinu og eftir fimm ár var því lok- að,“ segir Svava. „Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt í þessu þar sem ég er vinstrisinnuð í hjarta mér en þetta var skemmtileg reynsla og varð á endanum til þess að breyta kerfinu á jákvæðan hátt. Hestaáhuginn vaknar Foreldrar Svövu og bræður á Ís- landi eru hestafólk og árið 1998 buðu þau Svövu og Jesper að senda þeim eina hryssu, sem þau þáðu. Hryssan eignaðist svo folald sem nú er grað- hesturinn Gæfur, en Svava fær sí- fellt skömm í hattinn fyrir nafnið. „Þegar við vorum búin að vera með hesta í eitt ár urðum við sam- mála um að við nenntum ekki alltaf að keyra fram og til baka til að sinna hestunum og fórum að leita að bú- garði,“ segir Jesper. „Þegar við fór- um að sinna hestamennskunni af al- vöru varð ég gripinn innblæstri og löngun til að gera meira. Maður fer að sjá spennuna í ræktuninni,“ segir hann og Svava hlær dátt. „Jesper hugsar alltaf svo stórt, hann er eins og pabbi hans, sem var einn af stærri hóteleigendum í Dan- mörku til langs tíma. Mamma hans, sem er 81 árs, er nýhætt í stjórn eins af hótelunum,“ segir hún. Jesper brosir og segist hafa sett sér raunhæf markmið. „Við höfum fengið senda góða hesta og vinnum oft langan vinnudag en markmiðið er samt alltaf að lifa lífinu. Við þurf- um að selja ákveðið marga hesta til að þetta gangi, en fyrst og fremst er þetta skemmtilegt og gefandi. Þó ég sé bankastjóri, sem kannski virkar eitthvað merkilegt, höfum við „strögglað“ heilmikið. Við erum bæði keppnisfólk og nú er þetta farið að ganga vel. Það hefur líka með heppni að gera og að vera á réttum stað á réttum tíma. Það er mikill áhugi á þessum hestum í Danmörku og við höfum selt hesta til Svíþjóðar og Þýskalands.“ „Það er líka svo ánægjulegt að stelpurnar okkar deila þessu áhuga- máli með okkur. Við höfum þær með í ráðum þegar við ræðum ræktunina og þær hafa alltaf eitthvað merkilegt til málanna að leggja,“ bætir Svava við. Önnur heimasætan á leið í ævintýraferð Tinna sem hefur setið með okkur í garðinum kinkar kolli. Hún hefur verið ötul við að fara í reiðtúra þessa daga sem ég hef staldrað við hjá fjöl- skyldunni enda stefnir hún jafnvel á HM. „Ég er þó ekki viss,“ segir hún. „Danska meistaramótið er í júlí og þar verður valið úrtak á HM í Hol- landi í ágúst.“ Tinna er nú þegar fimmfaldur Danmerkurmeistari, í fyrsta sinn vann hún í unglingaflokki og síðan hefur hún unnið á ýmsum mótum í tölti og fjórgangi og er byrjuð að keppa í fimmgangi. „Nú er ég reyndar að fara með hópi hestamanna til Bandaríkjanna í september,“ segir Tinna. „Þetta er skauta- og hestasýning á ís, eins konar sirkussýning, og við erum tíu íslenskir knapar sem förum með. Þegar ég var á Íslandi í haust sá ég auglýsingu á Netinu og ég og frænka mín, Elka Halldórsdóttir, Mottóið að lifa góðu og inni- haldsríku lífi Skammt frá smábænum Ebeltoft á Jótlandi er Svava Svansdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskylda með hestarækt og gistiheimili. Edda Jóhannsdóttir brá sér í heimsókn. Blómlegt heimili Rósum prýddur garður gerir heimilið hlýlegt. Danmerkurmeistari Tinna sinnir hestunum. Hestarækt Svava Svansdóttir segir ræktina spennandi. Hestamaður Jesper Viskum sést sjaldan í jakkafötum. Fallegur bær Fjöldi gamalla húsa og þröngar götur setja svip sinn á Ebeltoft . Ebeltoft Smábátahöfnin er skemmtilegur staður. Það er líka svo ánægjulegt að stelp- urnar deila þessu áhugamáli með okk- ur. Við höfum þær með í ráðum þegar við ræðum ræktunina og þær hafa alltaf eitthvað til málanna að leggja Ljósmynd/Edda Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.